6.10.2014 | 10:54
Að traðka á von annara
Ég skil alveg efasemdafólk þegar það nálgast boðskap Biblíunnar og á erfitt með að trúa honum. Það sem ég skil ekki er fyrirlitningin og löngunin að rakka niður fólk sem hefur þessa von. Erfitt fyrir mig að sjá það sem eitthvað annað en illsku og mannfyrirlitningu.
Það er sannarlega erfitt þegar svona ung lífsglöð manneskja deyr en andspænis því þá er vonin um eilíft líf þar sem þjáningar og dauði er ekki lengur til.
Ef að bara þessir svo kölluðu efasemdamenn sem svo sem kunna ekki að efast um sína eigin afstöðu myndu aðeins nálgast þetta efni frá aðeins jákvæðari forsendum og aðeins meiri kærleika til þeirra sem hafa aðrar skoðanir en þeir.
Í dag varð hún að engli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Heimspeki, Trúmál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 803249
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Finnst þér í alvörunni að þú finnir fyrir slíkum viðhorfum? Að fólk sé að traðka á og gera lítið úr trú og von um einhverskonar framhaldslíf? Það er leitt að heyra.
Skeggi Skaftason, 6.10.2014 kl. 12:51
Finnst þér í alvörunni það ekki vera þannig?
Mofi, 6.10.2014 kl. 13:31
Hér á þessarri bloggsíðu og víðar er hart deilt, ekki síst um Biblíulega bókstafstrú. Ég sé miklu minna og sáralítið að því að trúleysingjar séu beinlínis að gera lítið úr því að fólk hafi einhverskonar trú og von um að eitthvað taki við eftir dauðann.
Annars held ég að "traðkið" sé ekki minna hinum megin. Það er líka æði oft traðkað á lífsviðhorfum trúlausra, þeir sagðir lifa tómu og vonlausu lífi, jafnvel að trúlausa skorti traust og gott siðferði.
Skeggi Skaftason, 6.10.2014 kl. 14:12
Ég er ekki bara að tala um hérna heldur almennt í samfélaginu. Ég er ekki að gagnrýna að einhver gagnrýni lífsviðhorf heldur hvernig er nálgast viðfangsefnið en hvernig fólk nálgast umfjöllun um kristna trú í samfélaginu er mjög oft með mikilli fyrirlitningu.
Mofi, 6.10.2014 kl. 14:34
Mofi, fólk "rakkar niður" þessa trú ykkar af því að fólkið sem hefur þessa von lætur annað fólk ekki í friði. Ef kirkjur væru ekki ríkisreknar, væru ekki endalaust að reyna að komast í börn annarra og væru ekki sífellt að reyna að sannfæra annað fólk um að þessi von væru raunveruleg, þá er ég nokkuð viss um að þið gætuð haft hana í friði.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.10.2014 kl. 18:27
Ég vil ekkert vera látinn í friði, mér finnst bara undarleg nálgunin á trúnni, þessi fyrirlitning og oftar en ekki hatur. Þú heldur að andspænis dauðanum er engin von, allt í lagi, en af hverju þeir sem hafa þessa von, af hverju einhver ánægja að rakka hana niður?
Mofi, 6.10.2014 kl. 21:31
Mofi,
ég held þetta sé einhver ímyndun í þér, í alvöru, að þín von sé rökkuð niður?!
Skeggi Skaftason, 6.10.2014 kl. 23:13
Ég sé kristna trú sem snýst um þessa von andspænis dauðanum vera rakkaða niður í íslensku samfélagi. Það sem angrar mig er afhverju að nálgast viðfangsefnið með fyrirlitningu. Mér finnst miklu eðlilegra að fólk myndi óska þess að þessi trú væri sönn en einfaldlega efast um það en það sem ég sé er að fólk er sannfært um að hún sé röng og hatar hana og gerir grín af trúnni. Mér finnst þetta bara sorgleg nálgun á umræðuefnið.
Mofi, 7.10.2014 kl. 07:41
Fólk gerir grín að mörgu varðandi trú, ég held að það sé ósköp eðlilegt að fólk grínist að því að sumt fólk trúi á alveg hreint ótrúlegustu hluti. En afar fáir gera grín að því að fólk leyfi sér að vona og trúa því að það sé eitthvað "meira" til í þessu lífi.
Er ekki málið að þú tengir þetta saman, þína "von" OG allan þinn trúarpakka? Þú ert sjálfur mjög gjarn á að beina því til trúelysingja að fyrist þeir trúi ekki á Guð og framhaldslíf þá sé þeirra líf tómt vonleysi og tilgangslaust. Hversu marga pistla hefur þú ekki skrifað um akkúrat það, að trúlaust líf hafi engan tilgang í sjálfu sér, ekkert rétt eða rangt?
Ert þú ekki bara að hlaupa í fórnarlambadilkinn með biskupnum?!
Skeggi Skaftason, 7.10.2014 kl. 08:42
Þetta er mín upplifun á samfélaginu ásamt umræðum um trúmál á blogginu. Bara þessi nálgun.
Ég bendi sannarlega á það sem mér finnst vera að guðleysis hugmyndafræðinni og myndi ekki óska mínum verstu óvinum þannig lífi svo sú gagnrýni er miklu frekar að maður vonar að fólk sjái hvað þetta er döpur heimsmynd. Af hverju ætti einhverjum að finnast slæmt að sú hugmyndafræði sé rökkuð niður? Þykir einhverjum vænt um að þetta er allt saman tilgangslaust og engin von andspænis dauðanum?
Mér finnst aðeins eðlilegra að umræðan væri á öðrum nótum. Það hefur nokkrum sinnum komið upp að fólk hefur sagt "Auðvitað vildi ég að Guð væri til, að það væri réttlæti framundan þar sem hlutur hinna minni máttar væri réttur og hinum vondu væri refsað og fram undan væri eilíft líf án þjáninga og sorga".
Mofi, 7.10.2014 kl. 09:31
Æ, veistu, þú er að henda steinum úr glerhúsi.
Þú sem sé beinlínis agiterar fyrir því að mín lífsskoðun sé rökkuð niður, en ert svo að grenja af því einhverjir rakki niður þína lífsskoðun.
Skeggi Skaftason, 7.10.2014 kl. 10:54
Af því að þín lífsskoðun er að það er engin von... ég vil ekki beint rakka hana niður en ég vil benda á að hún er frekar niðurdrepandi.
Ég er að benda á að mér finnst undarlegt að nálgast von einhvers á fjandsamlegan hátt. Hvaða von er í þinni lífsskoðun? Ég vil ekki rakka hana niður, ég vil bjóða þér eitthvað betra. Ef þér þykir vænt um þína lífsskoðun... þá er ég bara orðlaus, af hverju eiginlega?
Mofi, 7.10.2014 kl. 10:57
:)
Þú skilur ekki mína lífsskoðun og ég nenni ekkert að útskýra hana fyrir þér. Veit ekki hvort þú myndir vilja skilja.
Vertu nú bara feginn að þú þurfir ekki að styrkja með þínum sköttum sérstaka ríkisstofnun með yfir 140 ríkisstarfsmönnum utan um mína lífsskoðun!
Skeggi Skaftason, 7.10.2014 kl. 11:38
Þjóðkirkjan er engan vegin stofnun sem passar við mína trú, ég er mjög á móti henni. Ef þú ert einhvern tíman í stuði þá endilega segðu mér hver þín lífsskoðun er og enn frekar, hvað við hana þér þykir vænt um.
Mofi, 7.10.2014 kl. 11:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.