10.8.2014 | 09:45
Náttúrulega rökvilla
Að benda á að samkynhneigð finnst í náttúrunni og þar af leiðandi er hún náttúruleg og rétt er rökvilla. Ástæðan er sú að við finnum margt í náttúrunni sem við erum flest öll sammála um að sé rangt. Við finnum dýr sem borða sín eigin afkvæmi, morð og nauðganir. Þýðir það að það sé ekkert að því að gera slíka hluti? Augljóslega ekki.
Ef við gerum ráð fyrir að Þróunarkenningin sé rétt þá ætti samkynhneigð að deyja út frekar fljótlega þar sem að samkvæmt kenningunni þá erum við að dansa samkvæmt okkar DNA. Við erum bara vélar sem DNA notar til að margfalda sig. Samkynhneigðir einstaklingar sem halda sig við aðeins sama kyn þeir eignast engin afkvæmi svo samkynhneigð ætti að deyja út frekar hratt ef Þróunarkenningin er rétt.
Samkynhneigð í náttúrunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Trúmál, Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ætti samkynhneigð að deyja út? Hvernig færðu það út?
Eru ekki gagnkynhneigð pör að eignast samkynhneigð börn?
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 10.8.2014 kl. 09:53
Ef að þetta er allt í genunum þá eru samkynhneigðu genin ekki að fjölga sér. Svona eins og ef að einstaklingur fæðist með stökkbreytingu sem kemur í veg fyrir að hann geti fjölgað sér þá mun sú stökkbreyting ekki erfast til komandi kynslóða. Ef að samkynhneigð er í genunum en samkvæmt mjög mörgum þróunarsinnum þá snýst allt um genin, frjálsvilji óraunveruleg tálmynd og að vera samkynhneigður sér til þess að þín gen deyja út.
Mofi, 10.8.2014 kl. 10:01
Ég get ekki annað en falið andlit mitt í höndum mér við að lesa þetta Mofi.
Það er svo svakalega margt sem getur haft áhrif á erfðaþætti fólks, í móðurkviði og annarsstaðar.
Tala nú ekki um stökkbreytingar og frávik.
Fatlanir margar hverjar eru ekki til komnar vegna erfða, heldur frávika. En þær geta jafnframt erfst áfram ef að viðkomandi er fötlunina hefur fjölgar sér.
Í erfðasamsetningunni hjá þér geta verið gen sem eru sofandi, eða eru óvirk einhverra hluta vegna; en geta farið í gang t.d. við eitthvað slys eða áfall.
EÐA þá að þessi sofandi gen, sem hugsanlega bera með sér einhverja stökkbreytingu eða eitthvað sem gæti valdið frávikum verði ekki virkt nema ásamt einhverju öðru geni, sem einhver önnur manneskja hefur. Sem sagt, þú og einhver kona eignist afkvæmi, og kokteillinn ykkar veldur því að einhver óvirk gen frá þér vakna, og valda stökkbreytingu.
Til að auka líkurnar á heilbrigðum afkvæmum, á að dreifa genunum. Þ.e. fólk á börn með fleiri en einum maka.
Þó að það hafi fundist vísbendingar um genin geti valdið samkynhneigð, þá er ekki þar með sagt að öll þau afkvæmi sem samkynhneigður einstaklingur eignist verði samkynhneigð.
Það eru ekki öll gen sem við gefum afkvæmum okkar virk, nema undir vissum kringumstæðum.
Stökkbreyting sem hefur aldrei sést áður í einhverri fjölskyldu getur byrjað að erfast frá og með þeim sem stökkbreytinguna hefur. Hún kemur kannski ekki upp í syni/dóttur. En getur komið fram í barnabörnum. Eða barnabarnabörnum. O.s.frv.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 10.8.2014 kl. 17:02
Það er alveg rétt að margt hefur áhrif en það breytir ekki því sem ég benti á. Þá er ég auðvitað ekki að segja að það séu ekki til þróunarævintýri sem eiga að útskýra þetta; það er alltaf hægt að skálda eitthvað upp til að halda áfram að trúa. En að öðru sem þú sagðir, ég myndi segja að gögnin sem styðja að samkynhneigð eru í genunum eru mjög léleg og að gögnin benda miklu frekar til þess að þetta er ekki í genunum.
Mofi, 11.8.2014 kl. 08:46
Þú gerist sjálfur sekur um rökvillu þarna. Þú berð saman samkynhneigð við að borða eigin afkvæmi, morð og nauðganir. Annað veldur dauða en hitt ekki.
Ragnar Þórisson, 11.8.2014 kl. 15:50
Þetta er allt frekar fordómafullt og kinbótaleg skrif eins og grafið upp frá tímum "Aría"
Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 18.8.2014 kl. 11:00
Ragner, ég ber ekkert saman þarna. Ef þú skilur ekki rökvilluna sem ég er að benda á þarna þá get ég ekki hjálpað þér.
Gunnlaugur, ef þú hefur engin rök til að rökstyðja þína afstöðu, af hverju ertu þá eitthvað að tjá þig?
Mofi, 18.8.2014 kl. 13:11
Eru þá foreldrar samkynhneigðra þá samkynhneigð líka ?
Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 18.8.2014 kl. 20:49
Gunnlaugur, nei því að þetta er ekkert í genunum.
Mofi, 19.8.2014 kl. 07:39
Villan sem þú gerir er notkunin á orðinu rétt. Þú segir: "Að benda á að samkynhneigð finnst í náttúrunni og þar af leiðandi er hún náttúruleg og rétt er rökvilla". Í raun er orðinu "rétt" þarna ofaukið.
Að benda á þá staðreynd að samkynhneigð finnist hjá dýrum er eingöngu hægt að nota til að færa rök fyrir því að samkynhneigð sé náttúruleg, ekki hvort hún sé rétt eða röng. Hvort hún sé rétt eða röng er spurning um skoðun.
Ragnar Þórisson, 19.8.2014 kl. 12:58
Ragnar, það er einmitt tilgangurinn með þessari grein. Að benda á samkynhneigð í náttúrunni og draga þá ályktun að þetta sé í lagi vegna þess.
Mofi, 19.8.2014 kl. 15:32
Það stendur nú orðrétt í greininni:
"Einu sinni þótti mörgum Íslendingum samkynhneigð vera hreinasta ónáttúra en það er afar þröngsýn og órökrétt skoðun ef litið er til dýraríkisins"
Ekki verið að tala um að þetta sé í lagi heldur að þetta sé ekki "ónáttúra". Hvort þetta sé í lagi er skoðun hvers og eins. Hvort þetta sé náttúrulegt er sjáanleg staðreynd.
Það er svo í framhaldi hægt að byggja skoðun sína á hvort samkynhneigð sé í lagi eða ekki á ofangreindri staðreynd. Prósessinn væri þá svona:
Samkynhneigð fyrirfinnst í náttúrunni, þ.a.l. er samkynhneigð í lagi.
Þú vilt meina að þetta sé rökvilla vegna þess að annars væri hægt að færa sömu rök fyrir eftirfarandi:
Borða eigin afkvæmi/morð/nauðganir fyrirfinnst í náttúrunni, þ.a.l. er það í lagi.
Rökvillan sem þú gerir þarna er að hunsa almenna siðferðisvitund. Röksemdarfærslurnar verða þá svona:
Samkynhneigð fyrirfinnst í náttúrunni og skaðar engan, þ.a.l. er samkynhneigð í lagi.
Borða eigin afkvæmi/morð/nauðganir fyrirfinnst í náttúrunni en skaðar aðra, þ.a.l. er það ekki í lagi.
Í raun skiptir engu máli hvort eitthvað af þessu fyrirfinnist í náttúrunni. Eina ályktunin sem hægt er að draga frá þeirri staðreynd er hvort það sé náttúrulegt eða ekki. Samkynhneigð, borða eigin afkvæmi, morð og nauðganir eru náttúruleg fyrirbrigði. Hvort það sé í lagi eða ekki verður að byggja á öðrum þáttum.
Í raun er ég sammála því að það er rökvilla að segja að samkynhneigð sé í lagi vegna þess að hún fyrirfinnst í náttúrunni. Hins vegar finnst mér þú gera mistök með því að nota aðra rökvillu til að benda á þá fyrri.
Ragnar Þórisson, 19.8.2014 kl. 17:49
Ég gerði þá ályktun að það sem lá þarna undir niðri voru hin týpísku skilaboð og ég held að það var ekki röng ályktun hjá mér.
Mofi, 19.8.2014 kl. 22:56
Það má túlka það á báða vegu og í raun er það bara höfundur greinarinnar sem getur svarað því. Ef þín túlkun rímar við meiningu höfundar þá er ég sammála að þarna sé um rökvillu að ræða. Ef ekki þá er hann eingöngu að benda á staðreyndina að samkynhneigð sé náttúruleg, sem hún augljóslega er.
Því er ekki hægt að neita.
Ragnar Þórisson, 19.8.2014 kl. 23:52
Nei, ég myndi ekki neita því. Takk fyrir að eyðileggja þetta fyrir mér :)
Mofi, 20.8.2014 kl. 07:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.