31.7.2014 | 09:36
Hve mörg börn dóu við að búa til stríðsgöng Hamas?
Er erfitt að trúa því að það er til fólk sem er sama um börn? Ég get vel ímyndað mér að það er mjög erfitt fyrir venjulegt fólk að ímynda sér slíkt. Samt, út um allan heim þá lifa börn við hræðileg skilyrði, sum neydd í þrælkunarbúðir, sum seld í kynlífsiðnaðinn ( að kalla bara þetta iðnað er hræðilegt ) og margt, margt annað.
Til að skilja hugmyndafræði Hamas þá mæli ég með þessu viðtali hérna við fyrrverandi meðlim Hamas hreyfingarinnar, sjá: Fyrrverandi Hamas liði segir frá sinni æsku
En að heiti greinarinnar, hérna er grein sem fjallar um hve mörg börn er talið að hafa dáið við að grafa göngin sem Hamas notar til að berjast við Ísrael, sjá: http://www.nationalreview.com/article/384004/child-labor-deaths-hamas-tunnels-are-no-surprise-spencer-case
Um 160 börn eru talin hafa dáið við að búa þessi göng til svo ætti það að koma einhverjum á óvart að Hamas sé sama um hvort að börn slasist vegna þeirra stríðsbrölts? Það sem er alveg á hreinu er að Hamas velur að berjast meðal almennings og velur að skjóta á almenna borgara svo þeir sem efast um illsku þeirra eru vægast sagt heilaþvegnir.
Stúlkan sem leitaði skjóls í Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 803232
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Enn heldur þú áfram að líta mjög einhliða á þetta stríð og einblína á HAMAS.
Ég sé enga hér á landi sem mótmæla offorsi Ísraels vera neitt að styðja Hamas. Af hverju heldur þú alltaf áfram að tala um Hamas? Fullr fullt af fólki flýr yfirvofandi sprengjuregn, Hamas ræður ekki yfir því hvar hver og einn Gaza íbúi er staddur. Um 3000 manns höfðust að í skóla einum, sem fólkið taldi "öruggt" svæði, en varð svo fyrir sprengjuárás.
Heldur þú að það sé hægt að komast áleiðis í deilunni um Palestínu, með því að "útrýma" Hamas, með hernaðaraðgerðum? Og hvað svo??
Hvernig er líf palestínskra óbreyttra borgara á Vesturbakkanum, þar sem Hamas hafa lítil ítök og eru ekki við stjórnvölinn? Hafa Ísraelsmenn sýnt ÞAR að þeir virði mannréttindi og stuðli að friði og viðunandi framtíð fyrir ALLA??
Ég held að þessi eindregni stuðningur þinn við ANNAN aðilann í þessu stríði sé til marks um trúarlega grundvallaðar rasískar skoðanir þínar á Aröbum.
Þú ættir að lesa betur orð Jesú Krists, hann var friðarins maður og elskaði ALLA.
Þú tekur þátt í að dreifa stríðsáróðri. Þú ert stríðsæsingamaður og þú leyfir þér að RÉTTLÆTA morð á börnum. Óþverri.
Skeggi Skaftason, 31.7.2014 kl. 10:45
Ég tel að gögnin bendi algjörlega í þá átt.
Það er ekki að kenna Hamas um þessar hörmungar en á meðan árásar aðilinn heldur áfram sínu árásum þá er engin möguleiki á friði.
Það þarf bara að stöðva þá eða þeir að hætta sjálfir. Ef að almennings álitið í heiminum væri á þá leið að þeir væru þrjótar fyrir það sem þeir eru að gera. Ef að þeirra aðgerðir væru að búa til samúð með Ísrael og andúð á Hamas þá myndu þeir líklegast hætta. Aðalega þá reyna að finna aðra leið til að tortýma Ísrael en allar aðrar leiðir hljóta að vera betri en sú sem þeir eru að beita núna.
Ég veit ekki betur en arabar sem búa í Ísrael hafi það bara fínt, sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Arab_citizens_of_Israel
Mín skoðun er að Ísrael er ekki þjóð Guðs, sjá: Ísrael er ekki lengur útvalin þjóð Guðs Taktu eftir að ég gerði þessa grein 2008.
Ég vinn með nokkrum múslímum, virkilega fínir strákar sem ég kalla vini.
Og Hann gagnrýndi harkalega þá sem voru að gera ranga hluti eins og Faríseiana. Ég trúi að Hamas er að gera hræðilega hluti og gagnrýni þá.
Nei, ég vil að skömmin fari til þeirra sem eru sekir og það er Hamas. Ef þú kennir röngum aðila um þá ertu að ýta undir að fleiri börn deyi svo mér finnst það virkilega mikilvægt.
Eina sem þarf að gerast er að Hamas hætti sínum árásum, það er ekkert flóknara en það.
Mofi, 31.7.2014 kl. 11:27
Ein spurning sem mig langar að leggja fyrir þig Skeggi, heldur þú að Ísrael vilji drepa almenna borgara og börn í Gaza?
Mofi, 31.7.2014 kl. 11:29
Þú veist ekki betur segirðu, já þú hefur greinilega ekkert kynnt þér hlutina. Og heldurðu að Palestínumenn á Vesturbakkanum og Gaza geti bara sí svona flutt til Ísrael??
Lestu t.d. þetta:
http://kvennabladid.is/2014/07/30/dagbokarbrot-fra-vesturbakkanum/
Svo geturðu líka kíkt á þetta, síðu sem fyrrverandi ísraelskir hermenn halda úti því þeir vilja upplýsa um hvermig hernám þeirra á VEsturbakkanum er í raun og veru:
http://www.breakingthesilence.org.il/
Skeggi Skaftason, 31.7.2014 kl. 12:09
Nei, ég held ekki að ísrael VILJI myrða óbreytta borgara og börn eða geri það með glöðu geði (þó svo raunar fámennir hatursfullir öfgahópar í Ísrael fagni öllum hinum látnu), en þeir virðast líta á slík hryðjuverk sín sem ásættanlegan fórnarkostnað í stríði sínu við Hamas.
Skeggi Skaftason, 31.7.2014 kl. 12:12
Nei, ég held að gyðingar séu mjög á varbergi gagnvart að hleypa þessu fólki nálægt sér enda hafa þau slæma reynslu af því.
Í mínum augum er þetta áróður. Það eru ótal sögur frá alls konar fólki út um allt, þar á meðal gyðingar sem Ísrael vildi að þeir færu frá því sem þeir kölluðu heimili. Þetta er ekkert auðvelt ástand en það er hægt að vinna í að gera það betra eða fara í skæruliða hernað gagnvart óbreyttum borgurum.
Hvað heldur þú að þau ættu frekar að gera?
Mofi, 31.7.2014 kl. 12:27
Þessu fólki
ÞESSU FÓLKI
ÞESSU FÓLKI
Einmitt - í þínum augum eru Ísraelar góða fólkið og "þetta fólk" varhugavert.
EN af hverju kýst þú að trúa bara og hampa sögum frá ANNARRI HLIÐINNI??
Ég geri mér grein fyrir því að mér ekki takast að breyta skoðunum þínum, og allt sem ég segi kýst þú að kalla áróður. Ég ætla því ekkert að ræða þetta frekar við þig.
Þú verður af afsaka ókurteisina en ég reiðist þega ég les svona skrif eins og þín og ég segi þetta ekki til að móðga þig heldur bara til að lýsa minni skoðun eftir þessi skrif þín sem er sú að mér finnst þú heimskt auðtrúa fífl.
Skeggi Skaftason, 31.7.2014 kl. 12:59
Hve oft þar þetta fólk að senda inn sjálfsmorðs menn sem sprengja sig meðal almennings til þess að þú yrðir á varðbergi gagnvart því?
Hve oft þarftu að sjá barnaefni frá þessu fólki þar sem börnunum er kennt að það er ekkert dýrlegra en að deyja þannig?
Hérna er eitt dæmi: https://www.youtube.com/watch?v=N3OYjKZ2Cu8
SKoðaðu aðeins þetta kort hérna:
Megnið af þessum löndum voru unnin með hervaldi af því að það er eðli Islam. Það er þannig sem Múhammeð útbreiddi trúna og hans fylgjendur fóru að hans fordæmi og í dag hefur ekkert breyst.
Gaman að heyra að þú hefur sterkar skoðanir á þessu og reiðist óréttlæti en þú virðist ekki einu sinni velta því fyrir þér hvort að þú ert í röngu liði í þessu. Ég kalla þetta sem þú bentir mér á áróður af því að þetta var tilfinningaleg saga einstaklings eins og slíkt segi alla söguna og sé einhvers konar grunnur til að taka afstöðu í svona máli. Ég sagði aldrei að þessi saga væri einhver lygi heldur að þetta er ekkert öll sagan.
En þú vilt sem sagt ekki segja okkur hvað Ísrael ætti að gera í þeirri stöðu sem það er í?
Mofi, 31.7.2014 kl. 13:20
Ef ég vissi HVAÐ Ísrael ætti að gera myndi ég hrópa það á öllum götuhornum!
Ég segi bara þetta - leiðin til friðar er ekki sú að ala á meira hatri.
Ef þú getur lesið þig í gegnum sænskuna ættirðu að kíkja á þetta:
http://www.dn.se/nyheter/varlden/hatet-krossar-skor-samvaro/
Skeggi Skaftason, 31.7.2014 kl. 13:52
Með hjálp google translate þá held ég að ég hafi náð megin atriðum greinarinnar. Ég er á því að Ísrael ætti ýtrekað að gera hlé á árásum, ýtrekað segja að þeir vilja frið og svo framvegis. Mér finnst að aðal baráttan er almennings álitið út um allan heim og þeir virðist ætla að sleppa þeirri baráttu. Ég held að á meðan þessi göng eru til staðar þá vilja þeir eyðileggja þau áður en þeir eru til í frið en já, slíkar aðgerðir ala á hatri bæði í Palestínu og út um allan heim. Núna eru fréttir af auknu gyðinga hatri og fjöldi gyðinga að flýja Evrópu til Ísraels vegna þess.
Ég held að Hillary Clinton er hérna að útskýra eitthvað sem er virkilega stórt atriði sem þarf að laga ef það á að vera fræðilegur möguleiki á friði í framtíðinni, sjá: https://www.youtube.com/watch?v=wsmd4CfgMdM
Mofi, 31.7.2014 kl. 14:46
Soorý, ég nenni ekki að hlusta á Hillary Clinton ræða um þetta mál. Kannsk hefur hún eitthvað að segja, en hún er EKKI hlutlaus.
Hér er önnur grein fyrir þig (á ensku), við fyrrum yfirmann Shin Bet (sem er svona einskonar FBI Ísraels).
http://www.spiegel.de/international/world/interview-with-former-israeli-security-chief-yuval-diskin-a-982094.html
Skeggi Skaftason, 31.7.2014 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.