Athugasemdir

1 Smámynd: el-Toro

það hefur verið, og er enn viðtekin venja hjá Hamas, að þegar hamas liðar eru uppvísir að því að vinna með eða fyrir ísrael.  þá eru þeir myrtir. 

öfgar eru alltaf svörtustu hliðar sérhverrar trúar.

hefur þú skoðað "ástæður" uppgangs islamista og Hamas í palestínu ?

el-Toro, 27.7.2014 kl. 15:49

2 Smámynd: Mofi

Fer eftir hver trúin er, t.d. öfgafullur Amish myndi aldrei hefna sín eða vinna öðrum mein.  Kannski Sam Harris útskýrir þetta á tungumáli sem þú skilur betur en mig, sjá: http://www.youtube.com/watch?v=ZCOQukCn0kg

Hefur þú skoðað hvað harðlínu múslímar eru að gera allt í kringum Ísrael og hve margir hafa dáið í þeim átökum?

Mofi, 27.7.2014 kl. 16:26

3 Smámynd: Mofi

Þetta var frekar myndbandið með Sam Harris sem ég var að hugsa um: http://www.youtube.com/watch?v=8E1u9lQeAsY

Mofi, 27.7.2014 kl. 16:27

4 Smámynd: el-Toro

það ber merki vankunnáttu að svara með spurningu !

öll trúarbrögð hafa sínar dökku hliðar.  en það þíðir ekki að öll trúarbrögð séu slæm.  það er margt jákvætt í trúarbrögðum sem skín úr daglega lífi fólks.  trúarbrögð eru t.d. uppspretta siðferðis sem fólk býr við í dag, eins langt og það nær...

...ég hef samt lesið slæma hluti sem gerst hafa í amish samfélugum.

ég hef lagt mig fram um að skoða deilurnar fyrir botni miðjarðarhafs út frá báðum hliðum.  ég tek mér ekki stöðu með öðrum aðilanum, þar sem ég tel báða aðila eiga sök á því hvernig ástandið er orðið þarna. 

ég legg mig frekar fram við að reyna að skilja ástæður þessa ástands og skoðanir beggja aðila.  ég velti mér minna upp úr afleiðingunum sem blasa á sjónvarpsskjáum fyrir framan heimin.

en hvað segirðu annars....hefurðu skoðað ástæður uppgangs Hamas að einhverju ráði ?

el-Toro, 27.7.2014 kl. 17:07

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

Þessi "frétt" (frá mjög "pro-Israel" fréttasíðu) viðurkennir reyndar LÍKA að ísraelsk sprengja lenti Á SKÓLANUM - en segir að sprengja frá Hamas hafi lent "á svæðinu".

Gerir þetta Ísrael stikkfrí? Hafa þeir þá "bara" drepið, hva ... 150 börn, en ekki 160 ??

Leitt að sjá þessa bloggsíðu þína breytast í stækan strísðáróður. Ég hélt að þú værir friðarins maður. Það var þó Jesús Kristur.

Skeggi Skaftason, 27.7.2014 kl. 17:14

6 Smámynd: Mofi

el-Toro
það ber merki vankunnáttu að svara með spurningu !

Nei

el-Toro
...ég hef samt lesið slæma hluti sem gerst hafa í amish samfélugum.

Auðvitað en málið er, hefur trúin jákvæð áhrif á fólk eða neikvæð. Ýtir hún þeim í áttina að verða betri manneskjur eða verri.  Kannski er þetta eitthvað sem er mjög erfitt fyrir einhvern að skilja sem stendur fyrir utan trúarbrögð en fyrir mig þá er það barátta við sjálfan mig að fara eftir því sem mín trú segir að sé hið rétta og fallega. Svo þegar ég sé einhvern gera eitthvað slæmt þá veit ég hvers konar baráttu viðkomandi tapaði og kenni ekki trúnni um; nema þegar ég sé að trúin hafi slæm áhrif eins og þegar kemur að Islam. Ég gagnrýni buddisma og kaþólska trú á allt annan hátt en Islam, ég er ósammála því sem þau kenna en ég held ekki að sú trú er að hvetja fólk til að gera hræðilega hluti en ég sé Islam gera það.

el-Toro
en hvað segirðu annars....hefurðu skoðað ástæður uppgangs Hamas að einhverju ráði ?

Ef þú hefur skoðað þetta þá veistu að gífurlegt mannfall hefur orðið á þessu svæði og það kemur Ísrael ekkert við. Það eru bara múslímar að drepa aðra múslíma eða kristna og af einhverjum ástæðum þá nennir enginn að mótmæla því.  Svo ég geri ráð fyrir að Hamas sé ósköp svipað þó auðvitað er Ísrael notað sem einhvers konar blóraböggull en fyrir mitt leiti er það fáránlegt miðað við hvað er í gangi þarna í kring.

Mofi, 27.7.2014 kl. 17:24

7 Smámynd: Mofi

Skeggi
Leitt að sjá þessa bloggsíðu þína breytast í stækan strísðáróður. Ég hélt að þú værir friðarins maður. Það var þó Jesús Kristur.
Ég vil sannarlega frið þarna; málið er frekar að ég sé árásar aðilann sem Hamas og ég sé þá nota konur og börn sem skotfóður í áróðurs stríði þar sem markmiðið er að klára það sem Hitler reyndi.  Mig grunar að þegar nógu margir verða anti Ísrael þá muni brjótast út alvöru stríð þarna sem Evrópa og Bandaríkin munu dragast inn í. Ég vildi helst að Ísrael væri ekki að láta Hamas draga sig inn í þennan leik því eins og er þá tel ég Hamas vera að vinna af því að andúðin á Ísrael er að aukast vegna þessa stríðs.

Mofi, 27.7.2014 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband