Þróunarsinnar sem finnst í lagi að myrða börn eftir að þau fæðast

Þegar menn hunsa samviskuna og láta gall harða vitsmuni segja sér hvað sé rétt og rangt þá hafa þó nokkrir þróunarsinnar komist að þeirri niðurstöðu að það sé í lagi að myrða börn eftir að þau fæðast, sjá: http://creation.com/abortion-after-birth 

Hérna er fjallað um þróunarsinna sem telur að foreldrar eiga að hafa rétt til að velja hvers konar barn þau fá, sem sagt að mega hvenær sem er áður en barnið fæðist drepa það af því að það t.d. hentar þeim betur að fá strák frekar en stelpu, sjá: http://creation.com/legalizing-abortion-no-one-is-safe-anymore 

Menn halda að vitsmunir nægja til að vita rétt frá röngu en ég er algjörlega ósammála. Hvað er rétt og hvað er rangt fer mjög mikið eftir hvaða forsendur þú gefur þér og hvað þú telur takmarkið eiga að vera. Í tilfelli fóstureyðinga þá er mjög oft sú forsenda hvers konar líf sé þess virði að lifa. Einnig eru margir sjálfselskir og hafa lífstíl sem barn mun trufla og þeim finnst það réttlæta fóstureyðingu. 


mbl.is Myrti dóttur vegna gráts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bjarni

Þú þarft ekki trúarbrögð til þess að greina rétt frá röngu Mofi, til þess þarft þú samkennd (empathy) - það er það sem þá skortir sem ekki greina rétt frá röngu.. það kemur trúarbrögðum eða skorti þar á ekkert við.. ekki neitt.

Jón Bjarni, 10.7.2014 kl. 20:39

2 Smámynd: Mofi

Hvernig fólk kemst að því hvort eitthvað sé rétt og rangt er að mínu mati flókið ferli.  Það fer eftir samkennd, alveg rétt en svo fer það eftir þekkingu fólks og hvaða forsendur það gefur sér. Sumir gefa sér að fóstur hafi ekki tilfinningar og eru ekki fólk svo það er í lagi að drepa þau. Aðrir gefa sér að fóstur hafi tilfinningar og eru í alvörunni manneksjur og hafa samkennd með þeim sem geta ekki tjáð sig nema með mjög takmörkuðum hætti.   

Ég gerði einu sinni grein um þetta: Hvort hafa betra siðferði, guðleysingjar eða kristnir?

Þarf endilega að endurgera þessa grein, er ekki mjög ánægður með hana en hún útskýrir að einhverju leiti hvað ég er að tala um hérna. 

Mofi, 11.7.2014 kl. 10:01

3 Smámynd: Jón Bjarni

Ég skil þig alveg, er bara ósammála - samkennd með öðru fólki er ekki eitthvað sem þeir einir læra sem fara í sunnudagaskólann. Þeir sem t.d. eru siðblindir skortir alla samkennd, það er sjúkdómseinkenni. Það er ekkert lægra hlutfalla siðblindra meðal trúaðara og trúlausra eða á milli mismunandi trúarbragða. Samkennd fólks með hvert öðru er það sem veldur því að menn greina rétt frá röngu - trúarbrögð kenna ekki samkennd - enda ef svo væri þá væri samhengi á milli t.d. hlutfalls trúaðra og glæpa.. svo er hinsvegar ekki. Trúlausir eru heldur ekki líklegri til að fremja glæpi en aðrir

Jón Bjarni, 11.7.2014 kl. 11:32

4 Smámynd: Jón Bjarni

Getum tekið annað dæmi.. Spendýr meiða yfirleitt aldrei ung afkvæmi annarra spendýra, jafnvel þó að þau myndu drepa og borða foreldra þeirra. Það er þannig "innbyggt" í flest spendýr að laðast frekar að ungum afkvæmum annarra spendýra frekar en að vilja borða þau. Þessvegna finnst okkur mönnum t.d. hvolpar og kettlingar yfirleitt mun "krúttlegri" en fullorðin dýr. Er þetta eitthvað sem okkur var kennt? Eða er þetta eitthvað sem er innbyggt í okkur til að viðhalda ekki bara okkar tegund heldur öðrum tegundum spendýra?

Samkennd er af sama meiði, það er flest fólk gott fólk - það sem getur spillt góðu fólki er svo áróður, t.d. þegar fólk er sannfært um að það eigi að hata einhvern. Trúlausir hata ekki meira en trúaðir, þvert á móti - það er nokkuð auðvelt t.d. að nota trú til þess að láta fólk hata þá sem trúa ekki því sama og þeir - þetta sjáum við útum allt.

Þú ert á villigötum Mofi þegar þú reynir að sannfæra aðra, nú eða sjálfan þig um það að samkennd sé eitthvað sem trúaðir hafa umfram trúlausa

Jón Bjarni, 11.7.2014 kl. 12:13

5 Smámynd: Mofi

Enda sagði ég ekkert slíkt.

Mofi, 11.7.2014 kl. 13:48

6 Smámynd: Óli Jón

Þegar menn hunsa samviskuna og láta gallharða trú segja sér hvað sé rétt og rangt þá hafa þó nokkrir kristlingar komist að þeirri niðurstöðu að það sé í lagi að myrða börn eftir að þau fæðast sökum vonbrigða með frammistöðu þeirra á ýmsum sviðum, sjá:

Hérna er fjallað um kristlinga sem telja að foreldrar eigi að hafa rétt til að velja hvort barnið þeirra lifi eða deyi þegar það hefur valdið þeim vonbrigðum.

PS. Hér er stuttur texti um tengsl trúar og morðóðra mæðra.

Óli Jón, 17.8.2014 kl. 15:17

7 Smámynd: Mofi

Það skiptir gífurlega miklu máli hver trúin er.  Ég hef rekist á svo mikið af fólki sem telur sig vera kristið en síðan les aldrei Biblíuna og megnið af því sem það lætur ofan í sig, andlega séð er í algjörri andstöðu við Biblíuna. Svo já, þannig fólk gæti flokkað sig sem kristið en andlega fæða þess var eitthvað allt annað. Allar kirkjur ættu að kenna mjög skýrt að grunnurinn sem allt á að byggjast á er að elska náungan eins og sjálfan sig og boðorðin tíu. Ef þetta er í lagi þá ætti svona geðveiki sem þú bendir hérna á, ekki að koma fyrir þó auðvitað það eru til andlega veikir einstaklingar sem þurfa einfaldlega hjálp fagfólks.

Mofi, 17.8.2014 kl. 16:02

8 Smámynd: Óli Jón

Mofi: Einhver hluti þessa fólks telur sig líklega hafa verið að fara eftir boðum Orðskviðanna, sem Jesús sjálfur sagði vera í fullu gildi, að vöndurinn yrði ekki sparaður. Kannski eru þeir fyrir vikið trúaðri en margur, sérstaklega þeir sem gripu til þessa óyndisúrræðis þegar börnin formæltu þeim, hver veit? Fyrir þá sem ekki þekkja það þá lagði Jesús sjálfur svo fyrir að börn sem formæltu foreldrum sínum yrðu drepin hið snarasta (Matteus 15:4). Þannig hafa önugir foreldrar fengið veiðileyfi á börnin sín frá hæstu hæðum frá þeim tíma sem Biblían er kokkuð saman.

En það sem eftir stendur er að fyrir hvern morðóðan þróunarsinna sem þú grefur upp er hægt að finna jafn morðóðan kristling. Því ættir þú að láta af því að reyna að mála þróunarsinna dökkum litum því það hittir þinn málstað verst fyrir. Í dæminu þínu sem er tekið af vef hinna 'traustu' samtaka Creation Ministries er Obama talinn upp í sömu andrá og nasistar og ætti það eitt að vera nóg fyrir hverja skynsama manneskju að afskrifa snimmhendis sauðslegan málflutning þeirra.

PS. Enn og aftur minni ég á að Creation Ministries segir eftirfarandi:

"Facts are always subject to interpretation by fallible people who do not possess all information. By definition, therefore, no interpretation of facts in any field, including history and chronology, can be valid if it contradicts the scriptural record."

Þetta eymingja fólk hefur s.s. gefið sér ófrávíkjanlega að orð Guðs sé rétt og að allt sem segir annað sé vitleysa. Þetta kemur best fram í ofangreindu þar sem CM liðið segir eftirfarandi um staðreyndir:

"Staðreyndir eru ávallt háðar túlkun ófullkomins fólks sem ekki býr yfir öllum upplýsingum. Þannig getur engin túlkun á staðreyndum á nokkru sviði, þ.m.t. sögu og tímatalsfræði, verið rétt ef hún brýtur í bága við ritninguna."

Nóg sagt um það lið. Ég hef þó þurft að tiltaka þetta nokkrum sinnum áður og mun örugglega þurfa að gera það aftur, því miður. Þú virðist bara ekki ná því hversu súrt það er að vísa í nokkuð sem fólk, sem er svo andsetið af svona fákunnáttuvírusi, leggur til.

PSS. Kristnir ofbeldismenn samþykktu útburð barna við kristnitökuna hérlendis á sínum tíma. Er einhver munur á þeim og því fólki sem bar út börn með þeirra leyfi?

PSSS. Nú segir þú líklega að vondir kristlingar séu ekki alvöru kristlingar eins og þú átt vanda til. Því verður ekki neitað að þetta er líklega það fólk sem mest trúir á Guð þinn og telur sig vera að fara sem best og nákvæmast fram eftir hans leiðbeiningu. Og ef þú kemur með þetta sjónarmið þá hlýt ég að krefjast þess á móti að þú viðurkennir að vondir þróunarsinnar séu ekki alvöru þróunarsinnar. Það er bara sanngjarnt og rétt, er það ekki?

Óli Jón, 17.8.2014 kl. 16:42

9 Smámynd: Mofi

Óli Jón
Mofi:
Einhver hluti þessa fólks telur sig líklega hafa verið að fara eftir boðum Orðskviðanna, sem Jesús sjálfur sagði vera í fullu gildi, að vöndurinn yrði ekki sparaður.

Jafnvel þótt að einhver aðhyllist Þetta þá þarf hann að vera vel klikkaður til að berja barnið sitt til dauða.

Óli Jón
Fyrir þá sem ekki þekkja það þá lagði Jesús sjálfur svo fyrir að börn sem formæltu foreldrum sínum yrðu drepin hið snarasta (Matteus 15:4). Þannig hafa önugir foreldrar fengið veiðileyfi á börnin sín frá hæstu hæðum frá þeim tíma sem Biblían er kokkuð saman.

Lögmálið segir fyrir um að aðeins með tvö vitni er hægt að dæma einhvern til dauða. Enn fremur þá þarf að fara fram fyrir dómsstóla og heimta viðkomandi refsingu og dómsstólarnir geta ákveðið refsingu. Allir dómar gátu verið hvað sem dómsstólar ákváðu nema þegar kom að morðum, þá mátti ekki milda dóminn.  Það er náttúrulega svekkjandi hve mikil fáfræði er í kringum lögmálið, meðal kristna og þeirra sem eru ekki kristnir.

Óli Jón
En það sem eftir stendur er að fyrir hvern morðóðan þróunarsinna sem þú grefur upp er hægt að finna jafn morðóðan kristling. Því ættir þú að láta af því að reyna að mála þróunarsinna dökkum litum því það hittir þinn málstað verst fyrir.

Kannski ef ég öskra þetta þannig að lungun detti úr mér þá mun einhver skilja þetta... ég veit ekki. Þetta virðist vera fólki alveg gífurlega torskilið að það hálfa væri nóg til að gera mig geðveikan.   Ég er að gagnrýna hugmyndafræði sem ég tel ýta undir vond verk.  Hugmyndafræði... hugmyndafræði... .... ég veit ekki. Ef þessi orð duga ekki til að útskýra þetta fyrir þér þá bara hefur þú ekki gáfur til að skilja þetta og ég bara reyni að sýna því skilning.

Óli Jón
Í dæminu þínu sem er tekið af vef hinna 'traustu' samtaka Creation Ministries er Obama talinn upp í sömu andrá og nasistar og ætti það eitt að vera nóg fyrir hverja skynsama manneskju að afskrifa snimmhendis sauðslegan málflutning þeirra.

Þeir eru einfaldlega að fjalla um afstöðu Obama með að það sé í lagi að myrða börn eftir að þau fæast. Þetta er bara samskonar afstaða og aðrir vafasamir aðilar.

Óli Jón
Þetta eymingja fólk hefur s.s. gefið sér ófrávíkjanlega að orð Guðs sé rétt og að allt sem segir annað sé vitleysa. Þetta kemur best fram í ofangreindu þar sem CM liðið segir eftirfarandi um staðreyndir:

Mér finnst þú vera að misskilja þetta.  Einfaldlega, ekki henda Biblíunni í ruslið þótt að einhver vísindamaður segist hafa fundið eitthvað út. Að þegar það gerist að þá er gott að hafa í huga að það þarf að túlka staðreyndir og við vitum ekki allt sem hægt er að vita.  

Margir sem hafa verið kristnir hafa fallið frá trúnni vegna einhverra raka sem þeir rákust á og sáu ekki betur en Biblían hafði rangt fyrir sér.  Gott dæmi um þetta er t.d. rökin að megnið af DNA mannkyns sé tilgangslaust rusl. Það voru rannsóknir sem studdu þetta og án efa misstu einhverjir trúna vegna þessa.  Núna aftur á móti benda gögnin til þess að það er lítið sem ekkert af DNA mannkyns sem er tilgangslaust rusl.

Einfaldlega, hafa í huga að ekki missa trúna á Biblíuna svona auðveldlega. Ég myndi ekki orða þetta eins og CMI gerir því það lætur þá hljóma eins og þeir fylgja Biblíunni í blindni.

Óli Jón
Þú virðist bara ekki ná því hversu súrt það er að vísa í nokkuð sem fólk, sem er svo andsetið af svona fákunnáttuvírusi, leggur til.

Ég vil að fólk geri upp hug sinn út frá gögnum og rökum. Ef það er svo vitlaust að það ruglast alveg í ríminu vegna þess hvaðan rökin koma þá langar mig ekkert að eiga samskipti við slíka vitleysinga.  Að síðan gera sér grein fyrir að við vitum ekki allt og að það þarf að túlka staðreyndir er merki um kunnáttu, ekki fákunnáttu.

Óli Jón
PSS. Kristnir ofbeldismenn samþykktu útburð barna við kristnitökuna hérlendis á sínum tíma. Er einhver munur á þeim og því fólki sem bar út börn með þeirra leyfi?

Ég vil aðeins verja Biblíuna, ekki einhverja sem flokkuðu sig sem kristna en fóru síðan á móti því sem Biblían boðar.

Óli Jón
Og ef þú kemur með þetta sjónarmið þá hlýt ég að krefjast þess á móti að þú viðurkennir að vondir þróunarsinnar séu ekki alvöru þróunarsinnar. Það er bara sanngjarnt og rétt, er það ekki?

Maður myndi halda það en nei :)

Ég er að gagnrýna heimsmyndina, hugmyndafræði og bendi á hvernig hún getur leitt vond verk af sér.  Ég er engan veginn á þeirri skoðun að þróunarsinnar séu verra fólk en hvað annað. Ég er einfaldlega smeykur við hugmyndafræðina.   

Þetta er svona eins og meðlimur Amish færi í verslunarmiðstöð og sprengdi sig í loft upp. Það væri flestum með meðal greind augljóst að viðkomandi einstaklingur fékk þetta ekki frá Amish trúnni eða samfélaginu.  Aftur á móti múslími sem giftist 12 ára stúlku, það er nokkuð augljóst hvaðan það kom, það er það sem Múhameð gerði svo auðvitað ætti það ekki að koma á óvart að einhver af fylgjendum hans myndi feta í hans fótspor.  

Mofi, 17.8.2014 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 803247

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband