Er til andleg hlið á okkar veruleika?

Fyrir mig sem hef upplifað hluti sem virkuðu yfirnáttúrulegir og heyrt ótal sögur þá er engin spurning að hið efnislega er ekki upphaf og endir alls, það er meira þarna úti.  Ef einhver hérna hefur þannig sögu þá væri gaman að heyra hana.

Hérna eru tveir menn og þeirra sögur af hinu yfirnáttúrulega.

 

Vitnisburður Walter Veith

Hérna er vitnisburður Roger Morneau.


mbl.is Þrír á spítala eftir andaglas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Hvernig er þetta með þig ? Ég held að þú trúir ekki eða ert svo leitandi eftir rétta svarinu að þú sérð það ekki heimurinn er ca 13.8 billjón ára gamall og ef það er til Guð þá er það kliðurinn frá Mikklakvelli.

http://www.space.com/24054-how-old-is-the-universe.html

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 30.6.2014 kl. 12:43

2 Smámynd: Mofi

Alheimurinn gæti alveg verið svo gamall, hef ekki sterka skoðun á því nema kannski að mér finnst dáldið broslegt að fólk skuli halda að þetta sé áreiðanleg þekking en það er önnur umræða.

Veistu um einhverjar vísindalegar uppgvötanir síðustu hundrað árin sem styðja guðleysi?

Mofi, 30.6.2014 kl. 12:54

3 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Nei það get ég ekki og Biblían gerir það ekki heldur í mínum huga, hún er bók um hvernig hægt sé að lífa lífinu hálfgerð sjálfshjálpar bók, persónulega þá trúi ég ekki á Guð sem persónu né vitsmuni, frekar orku sem kom öllu af stað, það má fólk kalla Guð en ég hef ekki heldur séð sönnun fyrir Guði nema þá þetta sem ég skrifa.

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 30.6.2014 kl. 13:20

4 Smámynd: Mofi

Ég veit um helling af vísindalegum uppgvötunum sem voru gerðar á síðustu hundrað árum sem gefa mér ástæðu til að trúa á Guð.  Það kemur Biblíunni ekkert við enda nokkvurn veginn 99% af mannkyninu hefur alltaf í gegnum aldirnar trúað á Guð og þurfti enga Biblíu til að komast að þeirri niðurstöðu.

Hvað dettur þér í hug sem eitthvað sem gæti verið eitthvað sem styður tilvist Guðs?  Við höfum aðeins sannanir í stærðfræði og ég held að það eru ekki til neinar sannanir fyrir tilvist Guðs; það mun alltaf vera þörf á einhverju magni af trú. 

Mofi, 30.6.2014 kl. 13:25

5 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Ég hef lent í aðstæðum sem voru uppá líf og dauða, þar fann ég enga tilfiningu aðra en trúnni á sjálfan mig og viljan til að lifa af og það gerðist í minni undirmeðvitund, ekkert skilt við Guði bara að lifa af, ég fann hvernig heilinn undirbjó mig fyrir dauðann ég fann frið og var tilbúinn að hverfa og aðrir tækju við ég yrði bara mynning og öðlaðist þannig frið og börnin okkar myndu halda áfram með mín gen. Þannig að ég trúi ekki á Guðlega tilvist.

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 30.6.2014 kl. 14:21

6 Smámynd: Mofi

Nokkrar spurningar vakna hjá mér þegar ég les þetta: 

  • Er gáfulegt að meta hvað sé satt aðeins út frá manns eigin reynslu?
  • Hvernig huggar það þig að þín gen halda áfram?
  • Þú veist að minningin um þig hverfur frekar hratt er það ekki?  Ég meina, þín barnabörn munu án efa ekki muna eftir þér og hvað þá barnabarnabörn.

Þetta minnir mig á sögu þar sem maður kemur í lítið þorp og fær að gista þar í nokkra daga.  Eftir að spjalla við fólkið sem býr þarna þá kemst hann að því að það er einhver maður að nafni Pétur sem flestir þekkja og hafa mikið álit á. Ótal margir hafa sögur af Pétri að segja.  Síðan hittir hann mann sem segist ekki trúa að Pétur er til. Hann segir að hann hafi aldrei hitt Pétur svo hann hafi enga ástæða til að trúa að Pétur sé til.

Er þetta rökrétt afstaða eða er líklegra að þessi maður bara hefur ekki hitt Pétur? 

Mofi, 30.6.2014 kl. 14:54

7 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

 Er gáfulegt að meta hvað sé satt aðeins út frá manns eigin reynslu?

á ef þú hefur trú á sjálfan þig og lætur ekki aðra leiða þig í vill.

Hvernig huggar það þig að þín gen halda áfram?

Að mín gen fari áfram? Það legst bara vel í mig, held að mín ætt sé góð til áfram haldandi þróunar mankins, þarf ekki Guð til.

  • Þú veist að minningin um þig hverfur frekar hratt er það ekki?  Ég meina, þín barnabörn munu án efa ekki muna eftir þér og hvað þá barnabarnabörn.

Þetta minnir mig á sögu þar sem maður kemur í lítið þorp og fær að gista þar í nokkra daga.  Eftir að spjalla við fólkið sem býr þarna þá kemst hann að því að það er einhver maður að nafni Pétur sem flestir þekkja og hafa mikið álit á. Ótal margir hafa sögur af Pétri að segja.  Síðan hittir hann mann sem segist ekki trúa að Pétur er til. Hann segir að hann hafi aldrei hitt Pétur svo hann hafi enga ástæða til að trúa að Pétur sé til.

Bara þeim sem líður illa núna vonast eftir öðru lífi. Pétur er eða var kanski til sem maður einsog við sem efaðist, þú munt ekki hitta Pétur heldur þína meðvitund að enda tilverunar, heilin sem stýrir okkur mun leiða þig í þægilegt algleimi og svo er allt búið.

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 30.6.2014 kl. 15:29

8 Smámynd: Mofi

En þín upplifun gæti verið tóm vitleysa. Jafnvel ef hún er ekki röng þá eru það samt mjög takmarkaðar upplýsingar til að finna rétta svarið við stórum spurningum.  Þín gen síðan deyja út, gæti gerst þegar alheimurinn deyr eða þegar tegundin deyr sem gæti gerst eftir tiltulega stuttan tíma, sjá: Eru stökkbreytingar að gera út um mannkynið?

Svo, hvernig það lætur þér líða vel er mér hulin ráðgáta, held að þú hafir ekki hugsað það til enda.

Þú getur ekki ímyndað þér einhvern sem líður vel í þessu lífi en andspænis dauðanum að þá langar honum ekki að hverfa að eilífu? 

Mofi, 30.6.2014 kl. 16:09

9 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Fyrir það fyrsta þá barðist ég fyrir lífi mínu fór fyrir borð og fann eithvern frið og var tilbúinn að fara og ég var bara sáttur.  það er eithvað sem gerist að alheimurinn stöðvast og þér er sama um allt, kemur þeim Guði og Þórekkert við. Allt þetta er persónulegt  Guð er ekki til.

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 30.6.2014 kl. 16:38

10 Smámynd: Mofi

Að þér sé sama um allt, er það rök fyrir því að Guð er ekki til?

Endilega segðu mér, myndir þú vilja að Guð sé til og að dauðinn er ekki endir alls?

Mofi, 30.6.2014 kl. 17:18

11 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Það sem þú ert er þú svo er ekkert meira, mér er sama um allt vil að mankin verði eftir okkur, þetta allt er ekki handa okkur heldur hinum svo ef þú sérð rós blómstra þá er það við í stuttan tíma og kanski erum við blóm í tíma hver veit alla vegandi ekki þú Moffi.

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 30.6.2014 kl. 18:47

12 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Guð. Hann er til hann er bara alstaðar sjáðu lífið það er nóg

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 30.6.2014 kl. 19:01

13 Smámynd: Mofi

Hvað ef að það sem Biblían segir er satt? "Og eins og það liggur fyrir mönnunum eitt sinn að deyja og eftir það að fá sinn dóm"? Hvað ef að andspænis dauðanum er von? Mér finnst eins og maður þyrfti virkilega góð rök til að hafna slíku.

Mofi, 30.6.2014 kl. 20:54

14 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Biblían er sjálfshjálpar bók ekkert annað. Ef við gætum klónað hvert annað er ég þá Guð ? Gæti ég hitt mig og spurt ert þú ég eða hver ertu? Er ég þá guð ?

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 30.6.2014 kl. 23:40

15 Smámynd: Mofi

Fyrir mig þá er Biblían búin að sanna sig með t.d. ótrúlegum uppfylltum spádómum. Að mínu mati þá höfum við þegar getuna til að klóna, þ.e.a.s. einhverjir vísindamenn hafa fundið leið til þess en nei, að mínu mati eru þeir ekki guðir.

Mofi, 1.7.2014 kl. 07:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 803236

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband