18.5.2014 | 10:56
Hvað hefði þurft til að grafa svona dýr hratt?
Þessir steingervingar í Patagóníu er alveg magnað og það verður mjög forvitnilegt að sjá hvað frekari rannsóknir leiða í ljós.
Þegar dýr deyja þá almennt verða þau ekki að steingervingum, í rauninni er það mjög sjaldgæfur atburður en í setlögum jarðar eru miljarðar af steingerðum dýrum, af hverju? Það sem þarf til að dýr verði að steingervingi er að það þarf að grafa það hratt áður en náttúruöflin ná að eyða því.
Svo hefði þurft til að grafa 40 metra langt dýr hratt? Mitt svar er Nóaflóðið sem Biblían lýsir í 1.Mósebók 6. kafla til 9. kafla. Flest forn menningarsamfélög hafa svipaða sögu að segja sem segir mér að þetta er byggt á raunverum atburði og besta útskýringin á setlögum jarðar og steingervingunum sem í þeim eru.
Stærsta risaeðla heims grafin upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Heimspeki, Menntun og skóli, Trúmál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 803236
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svarið er afskaplega einfalt. Ekkert Nóaflóðs kjaftæði. Langlíklegast er að dýrin hafi lent undir einhvernskonar skriðu, aurskriðu eða eitthvað slíkt. Heldur þu að allir heimsins steingerfingar hafi orðið til vegna Nóaflóðsins? Elstu steingerfingar eru allt að 500 milljón ára gamlir og þeir yngstu nokkurra alda gamlir. Ég veit að sumir trúa því að jörðin sé aðeins 5000 ára gömul eða eitthvað slíkt sem er náttúrulega einstakt að menn séu svona steiktir þegar vísindin hafa lagt á borðið óteljandi sannanir fyrir aldri jarðar, sólkerfisins og alheimsins.
Óskar, 18.5.2014 kl. 11:11
Auðvitað mynduðust allir steingervingarnir í Nóaflóðinu, útskýrir svo margt eins og t.d. þetta: Lífrænar leifar finnast í Forkambríum og þetta: DNA finnst í fornum risaeðlu beinum
Að trúa að elstu steingervingarnir séu 500 miljón ára gamlir er fyrir eins og maður sem gengur inn í herbergi og þar finnur hann kalt kók glas sem er ennþá gos í en kemst að þeirri niðurstöðu að kókið sé þúsund ára gamalt.
Ég veit ekki aldur jarðarinnar eða sólkerfisins eða alheimsins og finnst fólk sem heldur að það viti það vera... ekki alveg hugsa málið til enda.
Annars höfum við miklu frekar óteljandi sannanir fyrir því að þessir hlutir eru ekki svona geðveikislega gamlir og þróunarsinnar halda fram: http://creation.com/age-of-the-earth
Mofi, 18.5.2014 kl. 13:18
Það hafa orðið margar pólveltur/ risahafarir sambærileg Nóaflóðinu í gegnum veraldarsöguna.
Jón Þórhallsson, 18.5.2014 kl. 14:21
Einu sinni var alveg bannað í jarðfræðinni að útskýra eitthvað með hamförum en núna hafa menn neyðst til að viðurkenna að við sjáum ummerki hamfara marg oft í jarðlögunum. Þeim vantar bara síðasta sparkið og þá er risa hamfarakenndur atburður eins og Nóaflóðið besta heildar útskýringin.
Mofi, 18.5.2014 kl. 14:32
Það sem að maður hefur lært af þessu er að Nói skildi bara allar risaeðlurnar eftir maður! Hvað var hann að pæla kallinn! Átti hann ekki að taka öll dýrin í örkina? Guð hefur örugglega ekki verið ánægður með þetta. "Nói minn, sagði ég þér ekki að taka ÖLL dýrin, eitt af hverju kyni?" dohhh!!
Ágúst Kárason, 19.5.2014 kl. 04:54
Ágúst, við höfum endalaust sögur af fólki sem hefur séð svona dýr. Ekki jafn stór enda skilyrðin eftir flóð miklu verri og eins og svo mörg önnur dýr þá dóu þau smá saman út. Það deyja margar dýrategundir út á hverju ári í dag og líklegast gerðist hið sama með risaeðlurnar þó að þær urðu aldrei að neinum risum eftir flóðið.
Mofi, 19.5.2014 kl. 08:10
Hvenær var það bannað og hver bannaði það?
Möguleikarnir eru ekki bara a) engar náttúruhamfarir nokkurntímann og b) Nóaflóðið
admirale, 20.5.2014 kl. 01:11
admirale, það var bara mikil andstaða við allt sem kallaðist hamfarir vegna þess að fyrir marga þá opnaði það dyrnar fyrir Nóaflóðið eða braut gegn reglunni að nútíminn væri lykillinn að fortíðinni og við höfum ekki reynslu af þannig hamförum sem þarf til að útskýra margt sem við sjáum í jarðfræðinni.
Hérna er dæmi um þar sem menn höfnuðu hamfarakenndri útskýringu í marga áratugi en hún varð loksins ofan á, sjá: Góð lexía í jarðfræði, lykilinn að myndun Miklagljúfurs?
Mofi, 20.5.2014 kl. 08:17
Mofi, þessar risaeðlur gætu ekki hafa drukknað í Nóaflóði vegna þess, að:
a) þær fundust í Argentínu, en Nóaflóð var staðbundið við Austurlönd nær,
b) síðustu risaeðlurnar dóu út fyrir um 65 milljónum ára, löngu áður en mannkynið varð til.
Aztec, 21.5.2014 kl. 23:54
Aztec, ég er ekki sammála að Nóaflóðið var staðbundið við Austurlönd og tel að staðreyndirnar útiloki alveg að þær dóu út fyrir 65 miljón árum síðan, það er trú sem er í hrópandi mótsögn við staðreyndirnar.
Mofi, 22.5.2014 kl. 07:30
Biblíutrú þín, sem engan vegin stenzt skoðun, er það sem er úr takti við raunveruleikann, úr takti við vísindalegar rannsóknir og úr takti við rökhugsun.
En þú mátt trúa því sem þú vilt. Það bannar þér það enginn. Það hefur aldrei verið sýnt fram á að örk Nóa eða Nói hafi nokkurn tíma verið til. Hugsanlega hefur flökkusagan um Nóa verið álíka og ævintýrið um fjöðrina sem varð að tíu hænum: Mörg lítil flóð urðu að einu stóru í munnmælum mann fram að manni þar til það var skrifað niður mörgum öldum síðar, enda voru flóð og aðrar náttúruhamfarir jafn algengar í fornöld eins og í dag.
Svo er ekki ólíklegt að ævintýrið um Nóaflóð hafi komið til af miklu flóði sem varð á þessum slóðum (fyrir botni Miðjarðarhafs), en samt staðbundnu. Kenningin um hnattrænt flóð er hugarburður. Það er aldur steingervinga ekki.
Aztec, 23.5.2014 kl. 09:57
Eini munurinn er að ég get bent á gögn sem styðja að þessir steingervingar geta ekki verið margra miljón ára gamlir en eina sem þú getur fræðilega gert er að nota aldursgreiningar aðferðir á jarðlög sem eru ekki setlög sem innihalda steingervinga, aðferðir sem hafa aldrei verið prófaðar og virkað.
Ég get líka bent á ótal staðreyndir sem styðja Nóaflóðið og ég efast stórlega um að þú getur gert það til að styðja þína trú að setlögin mótuðust á hundruðum miljónum árum.
Mofi, 23.5.2014 kl. 10:55
Mofi, ég vil benda þér á að biblían er ekki áreiðanleg heimild fyrir neinu. Þú sannar ekkert með því að vitna í skáldasagnasafn.
Reyndu að koma með alvöru heimildir fyrir því að hnattrænt flóð hafi orðið í fornöld, þ.e. að allt land á hnettinum hafi verið undir vatni samtímis. Með orðinu "fornöld" vísa ég til tímans allt aftur að byrjun jarðsögulega tímabilsins Pleistocene, sem hófst fyrir 1,8 milljónum árum síðan. Ekki er rökrétt að fara lengra aftur í tímann, því að ólíklegt er að þær tegundir af homo sapiens sem voru uppi á þeim tíma hefðu haft nógu þróað talmál til að segja frá þannig flóði, fyrst þú heldur fram, að hnattrænt flóð hafi gerzt á tímum mannkynsins. Auk þess myndu frumstæðir menn, homo sapiens erectus eða homo sapiens neanderthalensis ekki hafa skilning á því að flóð sem drekktu þeim og fjölskyldum þeirra, gætu verið mjög staðbundin.
.
Mofi, nú hef ég gefið þér færi á að sýna fram á það sem þú skrifar:
"Ég get líka bent á ótal staðreyndir sem styðja Nóaflóðið...".
En ef þú segir, að í byrjun 4,6 milljarða sögu heimsins hafi land legið undir vatni, þá er það hálfgert svindl því að það gerðist áður en líf varð til og kenning gyðinganna um Nóaflóð gerir ráð fyrir að mannkyn var komið fram á sjónarsviðið.
Aztec, 24.5.2014 kl. 14:56
Ég get bent á helling af staðreyndum sem ég tel styðja söguna af Nóaflóðinu:
Kamríum setlagið og þróunarkenningin
Mynduðust setlögin hratt?
Staðreyndir sem styðja að sagan af Nóa hafi raunverulega gerst
Styðja steingervingarnir Þróunarkenninguna?
Ég auðvitað aðhyllist ekki þennan langa tímaskala, frá mínum sjónarhóli þá varð mannkynið til á síðustu tíu þúsund árum síðan og flóðið sirka 5000 árum síðan.
Mofi, 24.5.2014 kl. 20:10
Mofi, í einni færslu sem þú vísar til, Staðreyndir sem styðja að sagan af Nóa hafi raunverulega gerst er linkur á biblíuvefsíðu um svæðið Kata Tjuta í Ástralíu, þar sem einhver trúaður maður heldur því fram án nokkurra sannana (vitnar bara í biblíuna og eigin hugarburð) að setlögin þarna hafi myndazt á örskömmum tíma fyrir 4.500 árum. Þetta er rugl.
Þessi setlög mynduðust ekki í einu flóði fyrir skömmu síðan (4.500 ár er eins og augnablik í jarðsögunni), heldur fyrir mörg hundruð milljónum ára sbr. upplýsingar á Wikipedia, sem ég hvet þig til að lesa og tileinka þér. Og þetta gerðist ekki í einu flóði, heldur yfir milljónir ára.
Athugaðu varðandi vatnsstrauma og veðrun, á Ástralía hefur ekki alltaf verið á þeirri breiddargráðu sem hún er nú, heldur var hún fyrir mörg hundruð milljónum árum síðan áföst Suðurskautslandinu. Staðsetning þessarar álfu í dag er vegna landreks. Landrek flekanna (hér Indó-ástralska flekans) hefur verið vísindalega sannað, (þótt menn séu ekki sammála um orsakirnar) m.a. með GPS-mælingum sbr. þessa mynd frá NASA, þar sem sýnt er hvernig flekarnir hreyfast þ.á.m. að Ástralía er á hreyfingu NNA. Við erum hér að tala um ca. 7 cm á ári hvað Ástralíu varðar (sjá þessa mynd frá Wikipedia). Síðan er einfalt að reikna tilbaka. Ef þú ætlar að afneita tilvist landreks þá þyrftirðu að afneita jarðskjálftum. Það kæmi mér þó ekkert á óvart, ef þú staðhæfðir, að jarðskjálftar væru verk guðs.
Þar eð Ástralía var á þessum tíma (fyrir mörg hundruð milljónum árum síðan) mikið sunnar og þar með á mikið kaldari breiddargráðu, er rökrétt að álykta, að þar sem nú er eyðimörk hafi verið ís og vatnsflaumur þá.
En ekki allt í færslunni þinni, sem minnzt var á í byrjun þessarar athugasemdar, er rangt. Teikningin af jarðsögunni sl. 4,6 milljarða ára í byrjun færslunnar, þ.e.a.s. http://mofi.blog.is/blog/mofi/image/1162805/ er hárrétt, enda ertu mjög ósáttur við hana.
Aztec, 25.5.2014 kl. 08:28
Það er þín skoðun en ekki mín, ég aftur á móti get bent á staðreyndir til að styðja mína afstöðu en efa stórlega að þú getir gert hið sama.
Landrek er sér umræða og skemmtileg, hugmyndin kom fyrst frá sköpunarsinna en á kom þegar Darwin var að gefa út sína bók og fólk réð ekki beint við mikið fleiri viltar hugmyndir í einu svo þetta gleymdist í hátt í hundrað ár.
Taktu eftir því að þarna var ég að rökstyða mína afstöðu með staðreyndum en þú hefur ekki getað gert það eða komið með mótrök gegn þeim staðreyndum.
Mofi, 25.5.2014 kl. 08:50
Hvað meinarðu? Þú hefur ekki komið með neinar staðreyndir. Allur þinn "rökstuðningur" kemur úr Gamla testamentinu eða frá gölluðum og innihaldslausum fullyrðingum bókstafstrúarmanna sem þykjast vera vísindamenn.
Truflar það þig ekki, að þú hefur aldrei fengið neinn stuðning við þínar færslur í athugasemdum nema frá öðrum bókstafstrúarmönnum sem eins og þú rugla saman biblíutrú við staðreyndir? Þótt þú TRÚIR því að eitthvað sé satt, þá þýðir það ekki að það SÉ satt. Hvernig geturðu haldið að jörðin sé einungis 5000 ára gömul, bara af því að það stendur í einni bók, þegar allar vísindalegar aldursgreiningar benda til að hún sé ca. 4,6 milljarða ára gömul. Bara þróun tegundanna hefur tekið meira en 3 milljarða ára og áður en fyrstu lífverurnar (einfrumungarnir) byrjuðu að þróast, þá hafði jörðin verið að þróast jarðfræðilega í meira en milljarð ára þangað til kjöraðstæður fyrir líf hafði myndazt. Jörðin er að sjálfsögðu enn að þróast jarðfræðilega á misjöfnum hraða á misjöfnum stöðum, líkt og tegundirnar halda áfram að þróast á misjöfnum hraða allt eftir tegundum og umhverfi. Allt annað væri undarlegt. Ekkert stendur í stað til lengri tíma litið.
Fyrir mörgum árum sagði ég þér hvernig jörðin og lífið liti út ef guð hefði skapað heiminn, dýrin og mannfólkið fyrir stuttu síðan og ekkert hefði breytzt. Finnst þér líklegt að heimurinn og dýrin hafi verið skapaður í núverandi mynd, þegar þú tekur augnablöðkurnar af þér og lítur í kringum þig? Eina skýringin á margbreytileika plöntu- og dýrategunda í náttúrunni er þróun í samræmi við náttúruval. Reyndu að sjá það í staðinn fyrir að eyða lífi þínu í vitleysu.
Þú hlýtur að vera mjög einmana í baráttu þinni við vísindin.
Aztec, 25.5.2014 kl. 11:45
Ég benti á staðreyndir til að styðja mál mitt, ekki gamla testamentið. Ef þú ert ekki læs eða heimskur þá dugar lítið að tala við þig.
Mofi, 25.5.2014 kl. 12:09
Þú hefur engar staðreyndir bent á sem styðja mál þitt. Og þú skalt fara varlega með að kalla aðra heimska, því að þá ertu virkilega að kasta grjóti úr glerhúsi. Þeir sem aðhyllast bókstafstrú detta ekki beinlínis um vitið.
.
En ekki ætla ég að þræta við þig lengur á þessum þræði. Ég vona bara að þu sjáir ljósið einhvern tíma og komist út úr þessu andlega myrkri, þar sem þú ert staddur.
Aztec, 25.5.2014 kl. 19:44
Aztec, þú ert greinilega óheiðarlegur svo það er tilgangslaust að tala meira við þig. Ef ske kynni að einhver missti af þeim staðreyndum sem ég tel styðja Nóaflóðið þá eru þær hérna aftur:
Kamríum setlagið og þróunarkenningin
Mynduðust setlögin hratt?
Staðreyndir sem styðja að sagan af Nóa hafi raunverulega gerst
Styðja steingervingarnir Þróunarkenninguna?
Mofi, 25.5.2014 kl. 20:39
Sæll Mofi.
Getur þú útskýrt fyrir mér hvernig tvær kengúrur fóru að því að ferðast fótgangandi frá Tyrklandi til Ástralíu eftir flóðið og hvaða fæðu þær borðuðu á leiðinni?
Kristján Bjarni Guðmundsson, 30.5.2014 kl. 09:54
Blessaður Kristján,
Þetta hefir ekki gerst á nokkrum árum eða tveimur dýrum. Kannski en afskaplega ólíklegt. Alveg eins of þróunarsinnar þá höfðum við aðeins kenningar sem gætu verið réttar. Sú kenning sem ég hallast mest að er lýst í þessari grein hérna:http://christiananswers.net/q-aig/aig-c006.html
Ég er að ferðast í Rúmeníu og ég þarf að svara með símanum svo afsakaðu að ég svari bara með tilvísun í grein en svarið er frekar langt og margar staðreyndir sem þarf að taka inn í myndina
Mofi, 2.6.2014 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.