Er kristilegt fyrir karlmenn að klæðast eins og konur?

Í stuttu máli, nei, í aðeins lengra máli:

5. Mósebók 22:5
Kona skal ekki bera karlmannaklæði og karlmaður skal ekki klæðast kvenfatnaði því að hver sem það gerir er Drottni, Guði þínum, viðurstyggð.

Hlutverk karla og kvenna koma upp af og til í Ritningunni og áherslan er á að karlmenn eiga að vera karlmenn og konur eiga að vera konur. Þessi ruglingur í hlutverkum karla og kvenna er engan veginn eitthvað sem er Guði þóknanlegt og skilur okkur með karlmannlegar konur og kvenlega karlmenn og ég er nokkuð viss um að mjög margir, dýpst inni finnst þetta ekki vera eins og þetta á að vera. Að mjög margar konur t.d. vilja að sinn eiginmaður sé alvöru karlmaður, ákveðinn, fullur sjálfstraust og ekki kvenlegur.  
mbl.is Pollapönkarar og Wurst í kjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: drilli

Og þá er bara eftir að ákveða hvað telst kvenmannsklæði og hvað ekki.

Skotapilsin ?

Kuflarnir sem margir klæðast í austurlöndum nær (og fjær) , jafnvel þeir heittrúuðu ?

Konur í síðbuxum ?

Ofl. ofl. ofl.

Skýrðu málið maður. Koma svo !

drilli, 11.5.2014 kl. 10:35

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Var þetta grímubúningakeppni eða söngvakeppni?

Um hvað var þetta samkvæmi í raun og veru?

Hvers konar hroki var það, að púa á flottan söng og sviðsframkomu stelpnanna frá Rússlandi? Hvað höfðu þessar flöttu ungu stelpur frá Rússlandi gert púaraliðinu?

Ef á að ræða trúarbragðaruglið/áróðurinn í þessu sambandi, þá var sigurvegarinn eins og andlaus eftirlíking af Mónu Lísu, að viðbættu skeggi. Kærleiksríki og viskunnar boðberinn Jesús er líklega sorgmæddur yfir andleysinu, ef hann er einhverstaðar raunverulega til í andans heimi, utan Biblíu-dæmisögunnar.

Því miður tók ég þátt í símakosningunni í gærkvöldi, en mun ekki gera það aftur á næsta ári. Stigagjöfin og úrslitin voru í mínum augum bara pólitískur grímubúninga-skrípaleikur, sem á ekkert skylt við þá andans gjöf sem alvöru og ekta list er í raun.

Það er hættulegt að blanda saman pólitík og trúarbrögðum misviturra valdamanna veraldar. Það hafa dæmin sannað, með hörmulegum afleiðingum. Það er á ábyrgð og í valdi hvers og eins, að hafna slíkum trúarbragða-heimsveldis-áróðri.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.5.2014 kl. 10:45

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það er víst svo að hér skal lesið og vitnað í fordómafulla skruddu sem kallast biblía...

Átrúnaður á skruddur er víst það sem koma skal ásamt skurðgoðadýrkun og vitna ég í krossinn sem virðist vera mikill átrúnaður á svo ekki sé minst á þann sem skurðlíkneski af Jesú er fest við...

Hvað segir fordómafulla skruddan (Biblian) um skurðgoðadýrkun???

Svo til að bæta við þá er gamla testamentið ekki nothæft lengur þar sem nýja testamentið er tekið við. Hægt er að bæta við að þriðji spámaðurinn er víst líka kominn fram og efast ég um að skurðgoða og bibliudýrkendur átti sig á því enda fordómar og höfnun eitthelsta áhugamálið, samanber þessa tilvitnun í Mósebók...

Með kveðju

Ólafur Björn Ólafsson, 11.5.2014 kl. 10:46

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

...flottu ungu stelpur frá Rússlandi...

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.5.2014 kl. 10:47

5 Smámynd: Mofi

drilli, það fer allt eftir samfélaginu hvað eru kvenmannsföt og hvað ekki.

Mofi, 11.5.2014 kl. 12:50

6 Smámynd: Mofi

Anna, það væri sannarlega frábært ef þetta væri atburður þar sem tónlist og kærleiksríkt samfélag væri aðal atriðið en ekki pólitík og einhvers konar áróður. Það var leitt að rússnesku stelpurnar þurftu að líða fyrir pólitíkst átök sem þær bera enga ábyrgð á.

Mofi, 11.5.2014 kl. 12:53

7 Smámynd: Mofi

Ólafur, að kalla Biblíuna skruddu er eitthvað sem gerir þig ekki marktækann í mínum augum.

Mofi, 11.5.2014 kl. 12:54

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mega þá konur ekki ganga í buxum?

Ef það stendur í Biblíunni gerir það hana ómarktækta í mínum augum.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.5.2014 kl. 14:55

9 Smámynd: Mofi

Guðmundur, ég kannast ekki við að það sé eins og konur séu að klæðast eins og karlmenn þótt þær fari í buxur.

Mofi, 11.5.2014 kl. 14:56

10 Smámynd: Mofi

Ómálefnaleg athugasemd fjarlægð frá Agli.

Mofi, 11.5.2014 kl. 18:25

11 Smámynd: Bjarni Jons

Konur mega semsagt vera í buxum en karlar mega ekki fara í pils?

Ef þessi guð þinn vildi að konur væru eins og konur og karlar eins og karlar, gat hann þá ekki bara sleppt því að láta fólk fæðast með slíkar kenndir? Svo hefði hann nú getað látið það eiga sig að gera þessa kynlitninga ekki betri en svo að þar geta komið upp allskonar frávik - hefði nú ekki átt að vera svo mikið mál - þeir eru bara tveir

Bjarni Jons, 11.5.2014 kl. 18:52

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þessi framsetning gengur ekki upp. Vegna þess einfaldlega, eins og þú bendir sjálfur á í kommenti, ,,það fer allt eftir samfélaginu hvað eru kvenmannsföt og hvað ekki."

Þ.a.l. erum við að tala um mannasetningar en ekki guðs. Vegna þess að það er breytilegt eftir samfélögum og tíma hvað eru kvenmansföt og hvað karlmansföt.

Se, dæmi, voru buxur eftir að þær festu sig í sessi í Evrópu fyrst og fremst karlmannsföt. Það er bara stutt síðan að almennt var viðurkennt eða talið réttlætan legt af samfélaginu að konur gengju í buxum.

Td. þurfti Þuriður formaður sérstakt leyfi sýlumanns til að ganga í karlmannsfötum á 19.öld. En hún fór á sjá 11 ára og var háseti uppá fullan hlut 17 ára.

Það var ekki fyrr en að líða tók á 20.öldina og þá fyrst og fremst eftir stríð sem konur fóru að ganga í buxum að ráði.

Sem dæmi, þá var Hillary fyrsta forsetafrúin til að vera í buxum við forsetaathafnir.

Jafnframt eru einhverskonar pils mjög algengur klæðnaður karla utan Evrópu og fer meir að segja í vöxt í Norður ameríku.

Nú, þegar af þessum sögum er framsetningin upphaflega ótæk.

Rétt framsetning væri, samkv. biblíu, að konur og karlar ættu að vera siðsamlega klædd.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.5.2014 kl. 21:06

13 Smámynd: Hörður Þórðarson

Þetta er hans Guð. Ef hans Guð er svona er það hans mál. Ég skil ekki alveg hvað aðrir eru að skipta sér af því.

Hörður Þórðarson, 11.5.2014 kl. 21:07

14 Smámynd: Mofi

Bjarni, aðeins pinsippið, að karlar eiga ekki að reyna að vera konur og konur eiga ekki að vera karlar; óþarfi að flækja þetta.  Fólk fæðist með alls konar kenndir sem við segjum að það eigi að hafa hemil á, ég segi að hið sama gildi um þessar kenndir; þeim sjálfum til góðs.

Mofi, 11.5.2014 kl. 21:31

15 Smámynd: Mofi

Ómar
Þ.a.l. erum við að tala um mannasetningar en ekki guðs. Vegna þess að það er breytilegt eftir samfélögum og tíma hvað eru kvenmansföt og hvað karlmansföt.

Það sem er breytilegt er hvað samfélagið telur vera kvenlegt en þessi regla er ekki breytileg. Það sem er líka kvenlegt er líka innbyggt í okkur, líka kallað DNA. 

Mofi, 11.5.2014 kl. 21:33

16 Smámynd: Mofi

Góður punktur Hörður.

Mofi, 11.5.2014 kl. 21:37

17 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ef ég er ómálefnalegur af því ég kalla átrúnaðarrit þitt skruddu er fokið í flest skjól.

Þú veist það að bilía þíðir bók, er það ekki?

þá ættir þú að vita að "skrudda" er líka bók og það allveg jafn merkileg eftir sem áður.

Hinsvegar er kjarni málsins spurningin sem ég kom með. Ef þú getur ekki svarað henni þá er lítið að marka þig og þá líka biblíuna.

Hvað sem öðru líður þá vorum við samkvæmt sköpunarsögunni nakinn borin (sköpuð) í þennan heim svo fatnaður sem slíkur hefur ekkert að segja annað en að verja okkur gegn hitatapi.

Svo er það þetta með skurðgoðadýrkunina sem virðist tröllríða öllum þeim kristna heimi og ekki síst átrúnaðurinn á bilíuna (fyrst ég má ekki kalla hana hinu nafninu) sem er í mínum huga líka ákveðin skurðgoðadýrkun þó, um bók sé að ræða.

En gættu svo að því hvað eða hvern þú kallar "ómálefnalegann", það gæti verið tekið sem þú hafir ekki svar við réttmætri spurningu og þar af leiðandi eins og áður sagði, ómarktækur...

Með kveðju sem fyr

Ólafur "ómálefnalegi"

Ólafur Björn Ólafsson, 11.5.2014 kl. 21:49

18 Smámynd: Bjarni Jons

Börn fæðast tvítóla og tekin er ákvörðun af foreldrum um leiðréttingaraðgerð - oft er þar tekin röng ákvörðun, því kynvitund manna er ekki stjórnað af kynfærum. Konur eru XX karlar eru XY - en stundum fæðist fólk með auka kynlitninga, menn geta t.d. verið XXY - slíkt getur valdið líkamlegum og andlegum áhrifum. Þú ert enginn maður til að fullyrða það út í loftið að þeir sem fæðist með typpi eigi að haga sér á einn veg og þeir sem fæðast með leggöng eigi að haga sér öðruvísi.

Ef einhver ruglingur á þessu er eitthvað sem ónáðar guðinn þinn, þá hefði hann átt að sleppa því að leggja það á fólk að fæðast þannig að það þurfi að bæla eigin hvatir og tilfinningar til þess að fara eftir einhverjum reglum sem sami skapari setur okkur.. Það væri þá meira tröllið sem hagaði sér svona

Bjarni Jons, 11.5.2014 kl. 21:50

19 Smámynd: Mofi

Ólafur, þú veist mæta vel að skrudda er orð yfir rusl bók. Orðið Biblía þýðir síðan samansafn af bókum enda er Biblían safn rita eftir 40 mismunandi höfunda á yfir 1500 ára tímabili í mismunandi löndum og samfélögum. Þótt einhver trúir ekki því sem Biblían boðar þá ætti viðkomandi að vita að Biblían er gífurlega merkileg og að gera lítið úr henni segir miklu meira um viðkomandi en nokkur tíman Biblíuna. Svo já, þeir sem tala um Biblíuna sem drasl eru ekki þess virði að tala við.

Mofi, 11.5.2014 kl. 22:18

20 Smámynd: Bjarni Jons

Þetta er ekki rétt hjá þér Mofi, skrudda getur einfaldlega þýtt gömul bók, alveg óháð innihaldinu - það að bók sé skrudda þýðir ekki að hún sé rusl

Bjarni Jons, 11.5.2014 kl. 22:22

21 Smámynd: Mofi

Þannig er mín tilfinning fyrir orðinu og tilgangur Ólafs með því að nota þetta orð yfir Biblíuna er til að gera lítið úr henni. Allt annað sem hann segir styður það. Ég ætla samt ekki að fara að rífast um það.

Mofi, 11.5.2014 kl. 22:37

22 Smámynd: Bjarni Jons

Já, það er samt ekki rétt tilfinning því skrudda er ekki neikvætt orð - það er meira segja til bókaútgáfa með þessu nafni. Það er hálf kjánalegt að mistúlka orð, móðgast svo vegna eigin mistúlkunar og nota það sem rök fyrir því að viðkomandi sé ekki marktækur

Bjarni Jons, 11.5.2014 kl. 23:33

23 Smámynd: Bjarni Jons

Ein spurning Mofi... hvernig voru Jesús og lærisveinarnir klæddir?

Bjarni Jons, 12.5.2014 kl. 00:46

24 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jesús gekk um í kjól einföldum að sniði

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.5.2014 kl. 01:35

25 Smámynd: Mofi

Bjarni, ég las samhengið... þú greinilega slepptir því.

Ómar og Bjarni, við vitum ekki í smá atriðum hver munurinn var á fötum karla og kvenna á þeim tímum. Virðist vera enn minni en hann er í dag.

Mofi, 12.5.2014 kl. 09:14

26 Smámynd: Bjarni Jons

Mofi, þú getur þráttað um þetta eins og þú vilt, orðið skrudda er ekki neikvætt, það má vel vera að samhengi orðanna hafi verið það að gera lítið úr biblíunni - en það var þá ekki þetta orð sem olli því.

Bjarni Jons, 12.5.2014 kl. 09:31

27 Smámynd: Mofi

Ég vil það ekki svo :)

Mofi, 12.5.2014 kl. 09:59

28 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, í þessum sama kafla og þú vitnar í stendur að fólk megi heldur ekki klæðast fötum sem gerð eru af tveimur efnum. Ferð þú sjálfur eftir því?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.5.2014 kl. 21:23

29 Smámynd: Mofi

Hjalti, er að vinna í því :)

Mofi, 12.5.2014 kl. 22:55

30 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Eeeef karlmannsföt í þá tíð voru kjólar... eru þessi gildi þá ekki löngu úr sér gengin?

Fólkið breytist, og tískan með.. Hvernig í ósköpunum getum við þá vitað hvað var átt við þegar þetta var skrifað? Það sem telst til kvenmannsfata í dag, geta verið karlmannsföt á morgun og öfugt.

Er einhver leiðarvísir, eða fylgir prjónabók með sniði með hverju seldu eintaki af biblíunni í dag?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 13.5.2014 kl. 02:28

31 Smámynd: Mofi

Við vitum í dag hvað er flokkað sem kvenmannsföt og hvað er flokkað sem karlmannsföt svo ég sé ekki betur en þetta prinsip gildir þvert milli alls konar samfélaga sem hafa mismunandi leiðir til að klæða sig. Það má samt segja að fyrir kristna þá er gott að elta ekki blint hvað samfélagið segir vera eðlilegt þegar kemur að hvernig fólk klæðir sig.

Mofi, 13.5.2014 kl. 10:32

32 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er úr *Mósebók.* Ekki beint allra kristilegasta rit í heimi.

Verum kristin, eða þykjumst a.m.k vera það, og umberum fólk sem er ekki beinlæinis að meiða okkur.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.5.2014 kl. 18:01

33 Smámynd: Jens Guð

Skemmtileg umræða. Frá því að ég var krakki hef ég undrast hvers vegna prestar klæðast kjól við messuhald. Í mörgum tilfellum mjög skrautlegum og glysi hlöðnum. Það einhvern veginn "meikar sens" þegar um kvenpresta er að ræða. En þá passa ekki fyrirmælin um að konur skuli þegja á samkomum.

Jens Guð, 13.5.2014 kl. 21:50

34 Smámynd: admirale

mofi, ef að ég klæði mig í kjól og kalla það karlmannsföt, þá er ég, sem hluti af samfélaginu, að ákveða það að kjólar séu karlmannsföt.
Ef að þú, sem annar hluti samfélagsins, segir að svo sé ekki, hvernig skerum við úr um það hver hafi rétt fyrir sér?

admirale, 14.5.2014 kl. 01:04

35 Smámynd: Mofi

Ásgrímur, Mósebók er aðal bókin, hvort sem einhver er að lesa Gamla eða Nýja Testamentið þá er það alltaf Mósebók sem er kallað orð Guðs. Það er miklu frekar Nýja Testamentið sem er ekki kallað orð Guðs.

Mofi, 14.5.2014 kl. 07:33

36 Smámynd: Mofi

Jens, já, þessi múndering þjóðkirkju presta er í mínum augum bara fyndin.

Mofi, 14.5.2014 kl. 07:34

37 Smámynd: Mofi

admirale, þetta er samvisku mál hvers og eins eða í versta falli eitthvað sem ákveðin kirkja þyrfti að ákveða fyrir sig.

Mofi, 14.5.2014 kl. 07:36

38 Smámynd: Bjarni Jons

Bíddu, bara til að fá það á hreint Mofi - eru reglur Mósebókar reglur sem við eigum að fara eftir í einu og öllu?

Bjarni Jons, 14.5.2014 kl. 13:42

39 Smámynd: Mofi

Það er flókin umræða og eitthvað sem megnið af minni eigin kirkju er mér ósammála en mín skoðun er að Móselögin eiga við kristna í dag. Flókin umræða af því að mikið af lögunum hafa að gera við Ísrael sem ríki svo þau eiga ekki við; sum lögin eiga við bændur svo það er almennt ekki eitthvað til að taka til sín; stór hluti laganna hefur að gera með musteris þjónustuna en Musteri Salómons er ekki lengur til svo þau eiga ekki neinn í dag og svo framvegis. 

Mofi, 14.5.2014 kl. 15:14

40 Smámynd: Mofi

Ómálefnleg athugasemd fjarlægð og lokað á viðkomandi.

Mofi, 16.5.2014 kl. 09:10

41 Smámynd: Áki Pétur Gíslason

Mofi, skoðaðu postulasöguna kafla 15, skoðaðu vel vers 5 og svo niðurstöðuna í seinni versum.

Áki Pétur Gíslason, 19.5.2014 kl. 23:06

42 Smámynd: admirale

admirale, þetta er samvisku mál hvers og eins eða í versta falli eitthvað sem ákveðin kirkja þyrfti að ákveða fyrir sig.

Þannig ef að ég væri kristinn, klæddist kjólum og væri meðlimur kirkju sem að ákveður það að kjólar séu karlmannsföt, þá er ég ekki að gera  neitt rangt samkvæmt ritningunni? 

Um hvað snýst þetta þá? Ertu þá ekki praktískt að segja það að mönnum sé frjálst að kalla hvaða fatnað sem er karlmanns eða kvenmannsföt eftir hentisemi? 

admirale, 20.5.2014 kl. 01:14

43 Smámynd: Mofi

Áki, ég hef stúderað þann kafla ýtarlega; hvað lest þú út úr honum?

Mofi, 20.5.2014 kl. 08:13

44 Smámynd: Mofi

admirale, það er mjög erfitt að breyta samfélaginu svona. Þetta snýst einfaldlega um að konur reyni ekki að hegða sér eða klæðast eins og karlmenn og karlmenn hegði sér ekki og klæði sig ekki eins og konur. Við höfum nafn yfir þetta í dag, yfir menn sem klæða sig eins og konur svo það er ekki eins og þetta ætti að vera eitthvað framandi.

Mofi, 20.5.2014 kl. 08:15

45 Smámynd: Áki Pétur Gíslason

Mofi, eins og þú segir þá er þetta flókið, kannski þetta hjálpi?  http://www.gci.org/bible/torah/exodus2a

Áki Pétur Gíslason, 20.5.2014 kl. 09:39

46 Smámynd: Mofi

Áki, var niðurstaða fundarins í Póstulasögunni 15 sú að kristnir þurftu aðeins að gera ákveðin fjögur atriði? Sem sagt, öll bréfin og allt sem Jesús kenndi er ekki fyrir kristna heldur aðeins þessi fjögur atriði?

Mofi, 20.5.2014 kl. 09:48

47 Smámynd: Áki Pétur Gíslason

Þessi fjögur atriði eru skrifuð til trúaðra sem hafa verið kennd fagnaðarerindið og kenningar Krists sem þeir voru að hlýða.  Spurningin sem upp kom var hins vegar hvað eigi að gera við lögmál Mose og því var svarað.  Ertu ósammála þeim?

Áki Pétur Gíslason, 20.5.2014 kl. 10:30

48 Smámynd: Mofi

Það er ekkert minnst á kenningar Krists þarna og ekkert minnst á öll þau bréf sem Postularnir skrifuðu eftir á þar sem alls konar hegðun var fordæmd og önnur sögð réttlát og góð.  Svo, ég sé ekki betur en þetta er ekki listi um það eina sem kristnir eiga að fara eftir.

Mofi, 20.5.2014 kl. 10:49

49 Smámynd: Áki Pétur Gíslason

Rétt hjá þér, þarna er bara verið að svara hvað af lögmáli Móses Kristnir eiga að höndla.  Þannig ef Kristnir spyrja, hvað eigum við að halda af lögmálum Móses, þá hafa þeir þarna svarið í postulasögunni 15 kafla.

Áki Pétur Gíslason, 20.5.2014 kl. 10:58

50 Smámynd: Mofi

Ástæðan sem þeir gefa fyrir því af hverju þeir eiga að gera þessi fjögur atriði er vegna þess að Móses er predikaður í kirkjum hvern hvíldardag.

Hvað sagði Jesús að við ættum að gera í Matteus 23?

Mofi, 20.5.2014 kl. 11:38

51 Smámynd: Áki Pétur Gíslason

Jesús var ekki að við okkur í Matteus 23.  Hann var að tuska til þá sem voru undir lögmálinu og þóttust vera voða góðir að gera allt sem í því stóð en Guð sem skoðar hjörtun sá ekkert nema hræsni og óþverra.  Þessir menn voru undir fyrri sáttmála Guðs og í þeim sáttmála áttu menn að halda öll boðorðin og regluverkin og tíund og allan sáttmálan, annars fengu þeir bölvun Guðs yfir sig.  Jesús tuskaði þá heldur betur til.  Nýji sáttmállinn er einfaldari og betri, ekki með lögmálum Móses heldur lögmáli og kenningum Krists.  Spáð var fyrirfram um þennan nýja sáttmála sem myndi ekki vera eins og sá gamli, sjá Jeremiah 31:31-33  

Áki Pétur Gíslason, 20.5.2014 kl. 13:31

52 Smámynd: Mofi

Jesús talaði eins til gyðinga, aldrei til einhverja sem eru eins og við. Fjallræðan var töluð til gyðinga svo dæmi sé tekið.

Það síðasta sem Jesús sagði við lærisveinana var þetta:

Matthew 28
19 
Go ye therefore, and teach all nations, baptizing them in the name of the Father, and of the Son, and of the Holy Ghost:
20 teaching them to observe all things whatsoever I have commanded you: and, lo, I am with you alway, even unto the end of the world. Amen.

Þarna segir Jesús að þeir áttu að kenna fólki hið sama og Hann kenndi þeim þetta sem við lesum í Matteus 23. kafla. 

Ímyndaðu þér stöðuna í Postulasögunni 15. kafla. Þarna er fólk þar sem eina sem er kallað orð Guðs eru bækur Móse og rit spámannanna. Það er ekkert Nýja Testament til og verður ekki til fyrr en hátt í þrjú hundruð árum seinna.  Er ekki rökrétt að þetta fólk ætti að fara og læra um Guð, það sem Guð hafði þegar opinberað öllum og það sem Jesús sagði að vitnaði um Hann?

Mofi, 20.5.2014 kl. 13:45

53 Smámynd: Áki Pétur Gíslason

Í fyrsta lagi þá er Nýja testamentið skrifað mun fyrr en 300 árum seinna, við vitum að Páll skrifaði sín bréf meðan hann var á lífi og hann var vitni að lífláti Stefáns sem var fyrsti píslavotturinn.  Lúkasarguðspjall var líklega skrifað um árið 60 (sjá link).

Í öðru lagi þá er fyrri sáttmálinn úreldur sjá Hebrew 8:13 og sá nýji tekinn við.

Hinir kristnu eru ekki undir gamla lögmálinu heldur lögmáli Krists Romans 7:6 og

1 Corinthians 9:21

Og já, Kristnir eiga að fara útum allt og kenna það sem Kristur kenndi og vísa á gamla testamenntið sem jú bendir á komu Krists.  Sem einnig kennir réttlæti Guðs og af hverju við þurfum Krist.

 Rökrétt?  Á að fara smíða mannasetningar því að orð Guðs er ekki nógu gott?

Áki Pétur Gíslason, 20.5.2014 kl. 14:27

54 Smámynd: Mofi

Ég var að vísa til þess þegar búið var að taka saman Nýja Testamentið. Það er síðan þannig að þegar Nýja Testamentið talar um Orð Guðs þá er það að tala um Mósebækurnar og spámennina því Nýja Testamentið var ekki til þegar var verið að skrifa það.

Það er eini punkturinn sem ég var að benda á, ég er alveg sammála að Nýja Testamentið tiltulega nálægt þessum atburðum.

Áki
Rökrétt?  Á að fara smíða mannasetningar því að orð Guðs er ekki nógu gott?

Ég skil ekki hvað þú átt við með þessu.  Ég bara spurði hvort það væri ekki rökrétt að kristnir færu að læra Orð Guðs, það eina sem þeir höfðu á þessum tíma.

Mofi, 20.5.2014 kl. 14:49

55 Smámynd: Áki Pétur Gíslason

Jújú, um að gera fyrir Kristna að læra sem mest um Guðs orð.  Enda sýndi Jesús það að hann kunni það utanbókar.  Kennsla Jesús var það öflug að hún innprentaðist rosalega í lærisveinana sem við sjáum í guðspjöllunum enda ekkert smá ævintýri sem þeir lentu í.

Í sambandi við hina mannlegu rökfræði, þá var flokkur farísea sem nefndust Saddúkear.  Þeim fannst það rökleysa að trúa því að upprisa væri til og komu með sterk mannleg rök fyrir því að hún gæti ekki verið sönn.  Þú þekkir söguna örugglega í Matteus 22:23.  Svar Jesús var snilldin ein og svo bætti hann við: "Jesus answered and said unto them, Ye do err, not knowing the scriptures, nor the power of God."

Við skulum ekki falla í sömu grifju og þeir og burtskýra þær ritningarnar  sem við höfum ekki fullt ljós yfir.

Áki Pétur Gíslason, 20.5.2014 kl. 15:10

56 Smámynd: Mofi

Áki, alveg sammála en þegar kemur að því að skilja ritningarnar þá þarf maður að skoða mörg vers og velja það sem okkur finnst vera rökréttur skilningur á þeim.

Spurningin sem við hérna erum að glíma við var hvað var ákveðið í Postulasögunni 15. Ég sé að það er enginn séns að þessi fjögur atriði var það eina sem kristnir ættu að fara eftir og þá er spurningin, hvaða fjögur atriði eru þetta.  Ég sé að ástæðan fyrir þeim er vegna þess að eini aðgangurinn að Orði Guðs var í synagógum gyðinga á þessum tíma og auðvitað vildu lærisveinarnir að nýjir meðlimir byrjuðu að læra Orða Guðs.

Ef við síðan förum aftur í orð Jesú í Matteusi 23 þá segir Hann þar að fólk á að hlýða því sem Móses segir. Ég get ekki séð að við getum hafnað þeirri skipun vegna þess að Hann var að tala við gyðinga því að Hann talaði nærri því engöngu við gyðinga svo ef við ættum að fara eftir þeirri reglu þá tökum við hreinlega ekkert af því sem Jesús kenndi til okkar.

Skilurðu hvað ég á við?

Mofi, 20.5.2014 kl. 15:17

57 Smámynd: Áki Pétur Gíslason

Algerlega.  En Páll kenndi að þeir væru undir lögmálinu myndu dæmast eftir lögmálinu en þeir sem hafa dáið með Kristi, þeir hafa dáið lögmálinu og lifa eftir andanum.  Umskurn á húð er tákn um að vera undir lögmálinu en hinum Kristnu ættu ekki að láta umskerast á húð því Guð hefur umskorið þá í hjarta.

Jesús í Matteusi 23 er að dæma þá sem eru undir lögmálinu eftir lögmálinu.  Hann færi varla að dæma þá sem eru ekki undir lögmálinu með lögmálinu, er það?  Páll kenndi svo að þeir heiðingjar sem ekki hafa lögmálið né Krist verða dæmdir eftir samviskunni Rom 2:12-14  Þeir sem eru í Kristi staðfastir til enda koma ekki til dómsins stóra en verða dæmdir öðruvísi.

Í postulasögunni kafla 15 kemur svona eins og þruma úr heiðskýru loftu spurningin, hvað af lögum Móses eiga menn að fara eftir?

Svarið: Eitthvað voðalega lítið, fjögur atriði.  Og Kristnir hafa glaðst um allan heim eftir það að vera dánir lögmálinu en að fá að lifa í andanum og ákvæðum hans.

Áki Pétur Gíslason, 20.5.2014 kl. 16:18

58 Smámynd: Mofi

Páll getur verið erfiður enda var hann að glíma við helling af vandamálum og misskilning sem var kominn upp meðal gyðinga.  Páll var aðalega að leiðrétta þann misskilning að lögmálið gæti gert fólk saklaust eða réttlátt frammi fyrir Guði. En eftir að fara í gegnum alls konar útskýring á þessu þá kom hann alltaf með þann varnagla að auðvitað ætti fólk að fara eftir lögmálinu.

Gott dæmi er versið sem þú vísaðir í:

Rómverjabréfið 2
 13Ekki munu menn réttlætast fyrir Guði með því að hlýða á lögmálið heldur verða þeir réttlættir sem breyta eftir því.

Þeir sem fara eftir lögmálinu eru þeir sem verða réttlættir; ef þú velur að fara ekki eftir lögmálinu þá verður þú ekki réttlættur, alveg eins og Jesús sagði "víkið frá mér, þið sem eru án lögmáls" og Hann var að vísa til dómsins.

Þegar kemur að deyja lögmálinu:

Rómverjabréfið 7
7
Hvað er þá meira að segja? Er lögmálið synd? Fjarri fer því. Sannleikurinn er sá að án lögmálsins hefði ég ekki vitað hvað synd er. Ég hefði ekki vitað um girndina hefði lögmálið ekki sagt: „Þú skalt ekki girnast.“ 8En syndin neytti færis með boðorðinu og vakti með mér alls kyns girnd. Án lögmáls er syndin dauð. 9Ég lifði einu sinni án lögmáls. En þegar boðorðið kom lifnaði syndin en ég dó. 10Boðorðið, sem átti að verða til lífs, reyndist vera mér til dauða 11því að syndin fékk færi með boðorðinu, tældi mig og deyddi með því. 12Lögmálið er vissulega heilagt, boðorðið heilagt, réttlátt og gott.
13Varð þá hið góða mér til dauða? Fjarri fer því. Nei, það var syndin. Til þess að hún yrði ber að því að vera synd olli hún mér dauða með því sem gott er. Þannig skyldi boðorðið sýna hve skelfileg syndin er.

Þetta er tilgangur lögmálsins, að útskýra fyrir okkur hvað synd er og ef þú vilt ekki lifa í synd þá muntu rannsaka lögmálið og fara eftir því en aldrei gleyma að þú ert þegar sekur. Þú verður aldrei saklaus með því að byrja núna að fara eftir lögmálinu, aðeins Jesús getur þurrkað burt syndirnar og gert okkur saklaus.

 

Mofi, 20.5.2014 kl. 17:05

59 Smámynd: Áki Pétur Gíslason

Vissulega geta menn orðið réttlættir fyrir lögmálið.  Job var dæmi um mann undir lögmáli, kallaður réttlátur af Guði.  Hann var ekki eina dæmið.  Til að réttlætast af lögmáli þá þarf að halda allt lögmálið því að brot á einu lögmáli væri brot við þeim öllum (James 2:10)

Tilgangur lögmálsins samkvæmt Galatabréfi 3:24 var að færa okkur til Krists inn í betri sáttmálann.  Jú, rétt, líka til að sýna okkur hversu skelfileg syndin er.

En já, Kristnir sem byrja vel en enda ílla munu líklega fá það í hausinn að vera kastað burtu með: "Víkið burt frá mér illgjörðarmenn/lögleysingjar".  Gæti átt við að þeir hefðu brotið öll lögmál Krists.

Spurning til þín Mofi, ef postulasagan 15 kafli er ekki tæmandi listi, hverju finnst þér þeir hafi sleppt að nefna? 

Áki Pétur Gíslason, 20.5.2014 kl. 20:13

60 Smámynd: Áki Pétur Gíslason

Verð frá tölvu í kvöld en verður áhugavert að halda áfram af minni hálfu á morgun þegar tími leyfir :) 

Áki Pétur Gíslason, 20.5.2014 kl. 20:15

61 Smámynd: Mofi

Áki
Vissulega geta menn orðið réttlættir fyrir lögmálið.  Job var dæmi um mann undir lögmáli, kallaður réttlátur af Guði.  Hann var ekki eina dæmið.  Til að réttlætast af lögmáli þá þarf að halda allt lögmálið því að brot á einu lögmáli væri brot við þeim öllum (James 2:10)

Allir þessir menn voru réttlættir af trú:

Gal 3:11
But that no man is justified by the law in the sight of God, it is evident: for, The just shall live by faith. 

Hérna er Páll ekki að koma með nýja kenningu heldur er hann að vitna í Gamla Testamentið:

Habakkuk 2:4
Behold, his soul which is lifted up is not upright in him: but the just shall live by his faith.

Jafnvel þó einhver héldi allt lögmálið þá væri hann samt sekur ef hann hafði gert eitthvað af sér í fortíðinni.  Ef að morðingi kemur fram fyrir dómara og segist ekki hafa brotið nein lög í heilt ár síðan hann framdi morðið þá þó að dómarinn kannski hrósar honum fyrir góða hegðun þá er viðkomandi samt sekur um morðið sem hann framdi áður en hann breytti sinni hegðun.

Annað dæmi sem er enn skýrara er að finna í trúarkaflanum í Hebreabréfinu 11:

Heb 11:7 
By faith Noah, being warned of God of things not seen as yet, moved with fear, prepared an ark to the saving of his house; by the which he condemned the world, and became heir of the righteousness which is by faith. 

Áki
Spurning til þín Mofi, ef postulasagan 15 kafli er ekki tæmandi listi, hverju finnst þér þeir hafi sleppt að nefna?

Þetta var fínn listi af því að hann var gefinn í þeim tilgangi að vera byrjunar punkturinn til að byrja að læra um Guð í Synagógunum af því að það var eini staðurinn sem menn höfðu aðgang að Orði Guðs.

Alveg eins og þegar einhver kemur úr heiminum og vill kveðja gamla lífið og byrja nýtt líf í Kristi þá þarf hann að byrja einhvers staðar þá göngu. Hann getur ekki vitað allt strax og hvað þá farið eftir því öllu strax, það er eitthvað sem tekur alla ævina, smá saman mun þekkingin á Guði aukast og Andi Guðs umbreyta viðkomandi svo að karakter Guðs mun endurspeglast betur og betur.

Áki
Verð frá tölvu í kvöld en verður áhugavert að halda áfram af minni hálfu á morgun þegar tími leyfir :)

Ekki málið, hlakka til :)

Mofi, 20.5.2014 kl. 23:24

62 Smámynd: admirale


mofi
admirale, það er mjög erfitt að breyta samfélaginu svona. Þetta snýst einfaldlega um að konur reyni ekki að hegða sér eða klæðast eins og karlmenn og karlmenn hegði sér ekki og klæði sig ekki eins og konur. Við höfum nafn yfir þetta í dag, yfir menn sem klæða sig eins og konur svo það er ekki eins og þetta ætti að vera eitthvað framandi.

Hefur allt samfélagið sömu mynd af því hvað sé kvenlegt og hvað sé karlmannlegt?  
Ef ekki, ertu þá ekki að segja að einhverjir menn séu æðri öðrum mönnum? 

admirale, 21.5.2014 kl. 02:01

63 Smámynd: Mofi

admirale, af hverju ertu að þessu bulli?

Mofi, 21.5.2014 kl. 07:42

64 Smámynd: Mofi

Ef þér langar svona mikið að spjalla, endilega finndu eitthvað verðugra en svona tilgangslaust nitpicking.

Mofi, 21.5.2014 kl. 07:44

65 Smámynd: Áki Pétur Gíslason

Páll kennir að það er stórhættulegt fyrir Kristinn mann að ætla sér að réttlætast frammi fyrir Guði með lögmálsverkum sínum (Galatabréf 2:16).  Því að með því að réttlætast með lögmálsverkum ónýtir maður náðina gefna af krossverki Krists (Galatabréf 2:21).  Það skiptir því gríðarlegu miklu máli að hafa réttan skilning á þessu, þú segir akkúrat öfugt, ertu til í að segja mér af hverju:

Mófi:

Þeir sem fara eftir lögmálinu eru þeir sem verða réttlættir; ef þú velur að fara ekki eftir lögmálinu þá verður þú ekki réttlættur, alveg eins og Jesús sagði "víkið frá mér, þið sem eru án lögmáls" og Hann var að vísa til dómsins. 

 Málið er að fyrri sáttmáli Guðs til manna byggðist á því að ef menn færu eftir öllum ákvæðum sáttmálans þá myndu menn þegar þeir dæju ganga inn til lífins.  Þannig að fyrir Gyðinga hér áður fyrr þá urðu þeir að halda allt lögmálið.  En nú er gamli sáttmálinn rifinn, Gyðingarnir rifu sáttmálann þegar þeir létu drepa son dýrðarinnar.  Ef Guð hefði ekki verið búinn að gera ráðstafanir (nýi sáttmálinn) þá hefði mannkynið engan sáttmála lengur.

Að taka umskurn á húð var táknrænt upp á það að gamli sáttmálinn var enn í gildi en nú er Kristnum bannað að umskerast á húð (um það snýst nánast allt Galatabréfið).  Einhverjir lögmannsdýrkendur Móse voru að reyna sannfæra Galatamenn um að láta umskerast og halda lögmálið.  Svar Páls var: "Þér óskynsömu Galatar!  Hver hefur töfrað yður?" (Galatabréf kafli 3)

Áki Pétur Gíslason, 21.5.2014 kl. 13:03

66 Smámynd: Mofi

Áki
Páll kennir að það er stórhættulegt fyrir Kristinn mann að ætla sér að réttlætast frammi fyrir Guði með lögmálsverkum sínum (Galatabréf 2:16).  Því að með því að réttlætast með lögmálsverkum ónýtir maður náðina gefna af krossverki Krists (Galatabréf 2:21).  Það skiptir því gríðarlegu miklu máli að hafa réttan skilning á þessu, þú segir akkúrat öfugt, ertu til í að segja mér af hverju

Ég hélt ég hefði sagt þetta á mjög skýran hátt, að verk geta ekki réttlætt og hafa aldrei gert. Benti á sérstaklega hvernig Gamla Testamentið kenndi réttlætingu fyrir trú, það hefur alltaf verið þannig.

En það breytir ekki þessari staðhæfingu Páls:

Rómverjabréfið 2
 13Ekki munu menn réttlætast fyrir Guði með því að hlýða á lögmálið heldur verða þeir réttlættir sem breyta eftir því.

Þeir sem standa frammi fyrir Guði á dómsdegi og verða réttlættir eru þeir sem fara eftir lögmálinu.  Þrátt fyrir það þá eru þeir eru ekki að reyna að réttlætast fyrir lögmálsverk. 

Segðu mér, boðorðið segir "ekki myrða", heldur þú þetta boðorð til þess að réttlætast eða einfaldlega vegna þess að Guð sagði það og þín samviska tekur undir það?

Áki
Málið er að fyrri sáttmáli Guðs til manna byggðist á því að ef menn færu eftir öllum ákvæðum sáttmálans þá myndu menn þegar þeir dæju ganga inn til lífins.  Þannig að fyrir Gyðinga hér áður fyrr þá urðu þeir að halda allt lögmálið.

Nei, ég var búinn að sýna fram á það að menn hafa alltaf réttlætast fyrir trú, samanber trúarkaflann í Hebreabréfinu 11. kafla.

Áki
Að taka umskurn á húð var táknrænt upp á það að gamli sáttmálinn var enn í gildi en nú er Kristnum bannað að umskerast á húð (um það snýst nánast allt Galatabréfið). 

Nei, það fysta sem Páll gerir eftir fundinn í Postulasögunni 15 er að umskera Tómas

Postulasagan 16
3
Paul wanted to take him along on the journey, so he circumcised him because of the Jews who lived in that area, for they all knew that his father was a Greek

Áki
En nú er gamli sáttmálinn rifinn, Gyðingarnir rifu sáttmálann þegar þeir létu drepa son dýrðarinnar.  Ef Guð hefði ekki verið búinn að gera ráðstafanir (nýi sáttmálinn) þá hefði mannkynið engan sáttmála lengur.

Hver er nýi sáttmálinn?   Smá hint Jeremía 31:31-34.

Áki
Svar Páls var: "Þér óskynsömu Galatar!  Hver hefur töfrað yður?" (Galatabréf kafli 3)

Páll segir beint út að við eigum að halda lögmálið svo vandamál Galatana var ekki að þeir héldu lögmálið heldur eitthvað annað.

Mofi, 21.5.2014 kl. 13:59

67 Smámynd: Mofi

Áki, vonandi virkaði ég ekki óvingjarnlegur, ég er bara að svara punktum, allt meint vingjarnlega :)

Mofi, 21.5.2014 kl. 14:38

68 Smámynd: Áki Pétur Gíslason

Algerlega, hér er allt í góðu, ritað mál sýnir ekki raddarblæbrigð né skap viðkomandi og texti getur komið út hranalegur sem er bara ákveðinn.  Það er bara "name of the game".

Mofi

Segðu mér, boðorðið segir "ekki myrða", heldur þú þetta boðorð til þess að réttlætast eða einfaldlega vegna þess að Guð sagði það og þín samviska tekur undir það?

Góð spurning.  Ég sem kristinn maður er undir lögmáli Krists og vil halda mér við allt sem hann kenndi (ég treysti postulunum í biblíunni til að svo útlista suma hluti nánar).  Hann kenndi að hluta til sama og boðorðið "ekki myrða" og bætti við það "ekki hata", sjá Matthew 5:21 

Þarf að leggja höfuðið aðeins í bleyti varðandi restina af því sem þú nefnir, kemst kannski ekki í að svara aftur fyrr en á morgun.  

Áki Pétur Gíslason, 21.5.2014 kl. 17:46

69 Smámynd: Mofi

Ekki málið, höldum áfram á morgun.

Mofi, 21.5.2014 kl. 18:26

70 Smámynd: Áki Pétur Gíslason

Það er rétt að Guð hafi fyrirsagt fyrir löngu að menn ættu að réttlætast fyrir trú.  Gott hjá þér að minnast á Hebreabréf 11

Mofi

Þeir sem standa frammi fyrir Guði á dómsdegi og verða réttlættir eru þeir sem fara eftir lögmálinu.  Þrátt fyrir það þá eru þeir eru ekki að reyna að réttlætast fyrir lögmálsverk.  

En Páll kennir að Ísraelsmenn hafi einmitt verið að reyna að réttlætast fyrir lögmálsverk en ekki fyrir trú (Romverjabréfið 9:31-32).  Það hafi orðið þeim að falli.

Mofi

Nei, það fysta sem Páll gerir eftir fundinn í Postulasögunni 15 er að umskera Tómas

Það er rétt, Páll lét umskera Tómas.  En það var ekki til þess að setja hann undir lögmálið heldur til að reyna að ávinna Gyðinga.  Skiptir það máli?  Já, það skiptir öllu máli því Páll vissi og kenndi að í sjálfu sér væri umskurnin ekkert (Galatabréf 6:15)

Vandamálið var einmitt að menn voru að reyna að fá Galatamenn að taka upp lögmálið og láta umskerast (Gal 4:21).  Páll talaði gegn því og sagði þeim að láta ekki setja á sig ánauðarok (Gal 5:1-2).  Merkilegt að Páll og Jakob tala einnig svipað, sjá (postulasagan 15:10 og 15:19)

Áki Pétur Gíslason, 22.5.2014 kl. 17:08

71 Smámynd: Mofi

Áki
En Páll kennir að Ísraelsmenn hafi einmitt verið að reyna að réttlætast fyrir lögmálsverk en ekki fyrir trú (Romverjabréfið 9:31-32).  Það hafi orðið þeim að falli.

Já, en það er risastór munur á því að fara eftir lögmálinu og reyna að réttlætast fyrir lögmálsverk.

Ég spurði þig áður en langar að prófa aftur :)

Þú heldur vonandi boðorðið "þú skalt ekki myrða". Með því að halda það boðorð, ertu þá að reyna að réttlætast fyrir lögmálið?

Áki
Vandamálið var einmitt að menn voru að reyna að fá Galatamenn að taka upp lögmálið og láta umskerast (Gal 4:21).  Páll talaði gegn því og sagði þeim að láta ekki setja á sig ánauðarok (Gal 5:1-2)

Heldur þú að halda lögmálið sé ánauðarok?

Mofi, 22.5.2014 kl. 17:16

72 Smámynd: Áki Pétur Gíslason

Mofi

Þú heldur vonandi boðorðið "þú skalt ekki myrða". Með því að halda það boðorð, ertu þá að reyna að réttlætast fyrir lögmálið?

 Ég eins og aðrir Kristnir eru ekki ónæmir fyrir að hrokast upp eða falla utan þrönga vegsins eða falla í þá grifju að réttlætast fyrir lögmál Krists.  Ef það gerist á einhvern hátt þá er það mitt að gera það upp við Drottinn og iðrast.

Drottinn lítillækkaði sig og tók á sig þjónsmynd, við eigum að gera slíkt hið sama (Phil 2:6)

Mofi

Heldur þú að halda lögmálið sé ánauðarok?

Mitt álit skiptir svo sem engu, sjálfur þekki ég ekki 100% öll ákvæði lögmáls Móse (um 300 ákvæði hef ég heyrt), en Pétur, Jakob og Páll þekktu þetta til hlýtar og þetta er þeirra álit.  Ef þú ert ósáttur við þetta orð þá vísa ég þér að áminna þá þegar þú hittir þá hinum megin, gangi þér vel með það.

Áki Pétur Gíslason, 23.5.2014 kl. 08:33

73 Smámynd: Mofi

Áki, ertu að hrokast upp og falla utan þrönga vegsins þegar þú heldur boðorðið "þú skalt ekki myrða"? 

Taktu eftir hver afleiðingin er samkvæmt Páli að réttlætast fyrir trú og lifa undir náð:

Rom. 6:1-2, 15
What shall we say then? Shall we continue in sin, that grace may abound?
God forbid. How shall we, that are dead to sin, live any longer therein?...

What then? shall we sin, because we are not under the law, but under grace? God forbid.

Áki
Mitt álit skiptir svo sem engu, sjálfur þekki ég ekki 100% öll ákvæði lögmáls Móse (um 300 ákvæði hef ég heyrt), en Pétur, Jakob og Páll þekktu þetta til hlýtar og þetta er þeirra álit.  Ef þú ert ósáttur við þetta orð þá vísa ég þér að áminna þá þegar þú hittir þá hinum megin, gangi þér vel með það.

Minn punktur hérna er hvort að þetta sé réttur skilningur á því sem er í gangi í Postulasögunni 15.

Áki
Mitt álit skiptir svo sem engu, sjálfur þekki ég ekki 100% öll ákvæði lögmáls Móse (um 300 ákvæði hef ég heyrt), en Pétur, Jakob og Páll þekktu þetta til hlýtar og þetta er þeirra álit.  Ef þú ert ósáttur við þetta orð þá vísa ég þér að áminna þá þegar þú hittir þá hinum megin, gangi þér vel með það.

Sammála að þitt álit skiptir engu og hið sama gildir um mig. En spurningin er meira í þá átt hvort að þú heldur að Biblían kenni að lögmálið sé ánauð. Skoðum nokkur vers sem segja beint út hvað Guði finnst um lögmálið sem Hann bjó til:

Jesaja 42:21
The Lord is well pleased for His righteousness’ sake;
He will exalt the law and make it honorable.

Hérna er spádómur um Jesú sem segir að Hann muni upphefja lögmálið sem passar mjög vel við Matteus 5.  Annað sem Jesús sagði sem á mjög við þessa umræðu:

34 But when the Pharisees heard that He had silenced the Sadducees, they gathered together. 35 Then one of them, a lawyer, asked Him a question, testing Him, and saying, 36 “Teacher, which is the great commandment in the law?”

Matteus 22:37
Jesus said to him, “‘You shall love the Lord your God with all your heart, with all your soul, and with all your mind.’[d]
38 This is the first and great commandment. 39 And the second is like it: ‘You shall love your neighbor as yourself.’[e] 40 On these two commandments hang all the Law and the Prophets.”

Þarna vitnar Jesús í 5. Mósebók 6:5

5. Mósebók 6:5
You shall love the Lord your God with all your heart, with all your soul, and with all your strength

3. Mósebók 19:18
You shall not take vengeance, nor bear any grudge against the children of your people, but you shall love your neighbor as yourself: I am the Lord.

Að fara eftir þessu væri aðeins ánauð ef að menn væru eins og Páll lýsir þeim sem hafa ekki endurfæðst:

Rómverjabréfið 8:7
For the mind that is set on the flesh is hostile to God, for it does not submit to God’s law; indeed, it cannot.

Þegar Guð er búinn að gefa lögmálið þá segir Hann þetta:

5. Mósebók 30:11
For this commandment that I command you today is not too hard for you, neither is it far off.
12 It is not in heaven, that you should say, ‘Who will ascend to heaven for us and bring it to us, that we may hear it and do it?’ 13 Neither is it beyond the sea, that you should say, ‘Who will go over the sea for us and bring it to us, that we may hear it and do it?’ 14 But the word is very near you. It is in your mouth and in your heart, so that you can do it.

Fleiri vers um hvað Biblían kennir um eðli lögmálsins og hvort það sé byrgði:

Jer. 6:16
Thus said YHWH, stand you in the ways, and see,
and ask for the old paths, where is the good way,

and walk therein, and you shall find rest for
your souls. But they said, we will not walk therein.

Þú virðist vera mjög einlægur í þinni trú og mér finnst alltaf mjög vænt að sjá slíkt og ég trúi að þú vilt verða réttlættur á dómsdegi svo hvað gerir þú við þessa lýsingu Páls á þeim sem verða réttlættir:

Rómverjabréfið 2
 13Ekki munu menn réttlætast fyrir Guði með því að hlýða á lögmálið heldur verða þeir réttlættir sem breyta eftir því.

 

Mofi, 23.5.2014 kl. 09:41

74 Smámynd: Áki Pétur Gíslason

Hin raunverulegu lögmál Guðs eru ekki þung, enda sagði Drottinn að ok hans væri létt og ljúft (Matt 11:28-30).  Þetta er það sama og Guð hefur áður sagt eins og þú réttilega bendir á.  En Páll kennir að lögmál Móses sé eins og tyftari sem Guð gaf þverúðugri þjóð (gangan í eyðimörkinni), því að Guð tyftar þann og agar sem hann elskar.  Páll kennir að þessi tyftari átti að vera þangað til Kristur kæmi (Gal 3:23-25). 

Mofi

En spurningin er meira í þá átt hvort að þú heldur að Biblían kenni að lögmálið sé ánauð.

Ég skil það svo að lögmálið gefið með Móses með öllum þeim ákvæðum og reglum eru í heild sinni þessi tyftari. 

Gefðu einhverjum 5 reglur til að fylgja sem eru ekki þung. Gefðu honum svo 100 í viðbót.  Er maðurinn orðinn klyfjaður?  Ekki?  Gefðu honum 200 í viðbót og vittu hvort þetta sé ekki farið að þyngjast hjá honum.

Skoðaðu Efesusbréfið kafla 2 og þá sérstaklega vers 15.

Málið er að ég og þú og hinur Kristnu erum ekki án lögmáls, við erum ekki eins og guðleysingjarnir lögmálslausir.  Við erum undir lögmáli Krists.  Undir því lögmáli lærum við að elska og tilbiðja Guð í anda og sannleik.  Og náungan eins og sjálfa okkur.  Það er ekki ánauð, það eru forréttindi!

Mofi

...ég trúi að þú vilt verða réttlættur á dómsdegi...

Ég trúi að ég er þegar réttlátur, ég er svo réttlátur að ef ég reyni eitthvað að bæta við það þá fell ég úr náð og tapa öllu. Óverðskuldað þá fékk ég þetta réttlæti að gjöf.  Réttlæti mitt sem mér var gefið er yfirgnæfandi meira en réttlæti Farísea og fræðimanna þannig ég uppfylli skilyrði Krists í Matt 5:20  Ég hef engar áhyggjur af hinum hræðilega dómsdegi Drottins þar sem hann mun dæma lifendur og dauða.  Hvað með þig?

Áki Pétur Gíslason, 23.5.2014 kl. 14:14

75 Smámynd: Mofi

Áki
En Páll kennir að lögmál Móses sé eins og tyftari sem Guð gaf þverúðugri þjóð (gangan í eyðimörkinni), því að Guð tyftar þann og agar sem hann elskar.  Páll kennir að þessi tyftari átti að vera þangað til Kristur kæmi (Gal 3:23-25). 

Tyftari er frekar lélegt orð, fólk almennt er að minnsta kosti ekki vant því. Nokkrar enskar þýðingar nota orðið "schoolmaster" eða kennari. Eitt af því sem gyðingar bíða eftir þegar kemur að Messíasi er að Hann mun kenna þeim lögmálið enn betur eða eins og versið sem ég vitnaði í "He will exalt the law and make it honorable." og er ein af ástæðunum fyrir því að gyðingar hafna Jesús af því að kristnir kenna að lögmálið er úrelt.

Jakobsbréf kemur inn á hvers konar ok eða fjötrar lögmálið er:

Jakobsbréf 2:12
So speak ye, and so do, as they that shall be judged by the law of liberty.
Ástæðan fyrir því að hann vitnar í nokkur boðorð og segir að þau eru lögmál frelsisins er vegna þess að syndin er það sem fjötrar fólk.
Páll segir það skýrt í Rómverjabréfinu varðandi hver tilgangur lögmálsins er:
 
Rómverjabréfið 3:20
 
Therefore by the deeds of the law there shall no flesh be justified in his sight: for by the law is the knowledge of sin.
Þannig að spurningin er, viltu lifa áfram í synd eða viltu frelsi frá synd? Frelsi frá gömlum syndum er aðeins að finna í fyrirgefningu Jesú og hið sama gildir um hvaða syndir sem þú gætir drýgt í framtíðinni. En eins og Páll útskýrir þá er það algjörlega ekki fyrir hinn kristna að lifa í synd.
Rómverjabréfið 3
31 
Do we then make void the law through faith? God forbid: yea, we establish the law.
Áki
Skoðaðu Efesusbréfið kafla 2 og þá sérstaklega vers 15.
Þessi kafli fjallar um hvernig heiðingjar voru aðskildir loforðum Guðs og að Jesús afnám fjandskapinn.
Lest þú þetta og ályktar að t.d. þessi boðorð eru ekki lengur í gildi:
 
3. Mósebók 19
34 
Útlendan mann, sem hjá yður býr, skuluð þér svo með fara sem innborinn mann meðal yðar, og þú skalt elska hann eins og sjálfan þig, því að þér voruð útlendingar í Egyptalandi. Ég er Drottinn, Guð yðar.
 
3. Mósebók 19
16 
Þú skalt eigi ganga um sem rógberi meðal fólks þíns og eigi krefjast blóðs náunga þíns. Ég er Drottinn.
 
5. Mósebók 18
11 
eða gjörningamaður eða særingamaður eða spásagnamaður eða sá er leiti frétta af framliðnum.
 
Áki
Málið er að ég og þú og hinur Kristnu erum ekki án lögmáls, við erum ekki eins og guðleysingjarnir lögmálslausir.  Við erum undir lögmáli Krists.
Fólk segir þetta og ég veit ekkert hvað það á við.  Jesús sagði að við ættum að hlýða Móses í Matteus 23 svo jafnvel ef maður fer þessa leið þá endar maður á sama stað.  Jesús talaði síðan skýrt í Matteus 7 um að Hann myndi hafna þeim sem eru án lögmáls svo hvaða lögmál gæti fólkið sem hlustaði á Hann haldið að Hann væri að tala um annað en lögmál Guðs á þeirra tímum?
 
Áki
Ég trúi að ég er þegar réttlátur, ég er svo réttlátur að ef ég reyni eitthvað að bæta við það þá fell ég úr náð og tapa öllu
Lýsingin sem Páll gefur er að þeir sem verða réttlættir eru þeir sem fara eftir lögmálinu en þú ert á þeirri skoðun að þú þarft ekki að fara eftir lögmálinu.  Ef þú drepur einhvern ekki... ertu þá að falla úr náð og tapa einhverju?
Hvort vill Guð að þú syndgir eða syndgir ekki?
 
Áki
Ég hef engar áhyggjur af hinum hræðilega dómsdegi Drottins þar sem hann mun dæma lifendur og dauða.  Hvað með þig?
Ég treysti á náð Jesús og vill fylgja í mínu lífi það sem Hann kenndi að væri mín skylda á meðan ég geng á þessari jörð.

Mofi, 23.5.2014 kl. 15:38

76 Smámynd: Áki Pétur Gíslason

Er byrjaður að svara þessu en ekki búinn og hef ekki meiri tíma í skrif að sinni, þú verður því að bíða spenntur eða óspenntur þar til ég hef tíma til að klára.  Vona þú sér þolinmóður maður :)

Áki Pétur Gíslason, 23.5.2014 kl. 21:49

77 Smámynd: Áki Pétur Gíslason

Tyftari er nokkuð góð þýðing að mínu mati, schoolmaster á þessum tíma voru líkast til mjög harðir í horn að taka.  
Gyðingar hafna Jesús og kennslu postulanna því þeir vilja ekki viðurkenna að þeir hafi hafnað Messíasi og látið drepa son dýrðarinnar.  Þeir vilja ekki viðurkenna að þeir brutu sáttmálan og hann er rofinn.

Jesús kom og breytti hinum andlegu lögmálum sem Gyðingum var gefið.  Hann t.d. afnam tönn fyrir tönn, auga fyrir auga og gaf það út í staðinn að menn ættu að bjóða hina kinnina.  Svo tók hann allan vafa af að menn ættu ekki að hata óvini sína heldur elska þá.
Hann bætti einnig við hið andlega lögmál sem ritað var í stein "Þú skalt ekki drepa"... "En ég segi yður...".  Hann breytti einnig "þú skalt ekki drýgja hór" með "En ég segi yður..."
Með öðrum orðum þá er Drottinn búinn að gefa okkur version 2 af lögmáli sínu.  Version 1 er því úrelt en þó ekki í öllum tilvikum ógilt.  Eins og útgáfa 2 "Þú skalt ekki drepa" er enn í gildi innan í version 2.  Því er version 1 í þessu tilviki uppfyllt í version 2.  Þessi version uppfærsla á lögmáli Guðs er kallað "Lögmál Krists", líka kallað lögmál frelsisins því að lögmál Krists hefur afnumið svo mikið úr fyrra lögmáli (fórnirnar, hreinsanirnar ...) svo ég tali ekki um frelsi frá synd sem er einnig included.

"He will exalt the law..." Ójá, algerlega sammála því.  "og kenna þeim lögmálið betur"  Ójá, heldur betur, lögmál Guðs ekki rituð í stein heldur með lífi og dauða Jesú ("I am the Way, the Truth, the Life!")

"Syndin er það sem fjötrar fólk"  Ójá, algerlega sammála því.

"Þannig að spurningin er, viltu lifa áfram í synd eða viltu frelsi frá synd? Frelsi frá gömlum syndum er aðeins að finna í fyrirgefningu Jesú og hið sama gildir um hvaða syndir sem þú gætir drýgt í framtíðinni. En eins og Páll útskýrir þá er það algjörlega ekki fyrir hinn kristna að lifa í synd."
Algerlega sammála, ritningin er algerlega skýr hvað þetta varðar!

Mofi
Lýsingin sem Páll gefur er að þeir sem verða réttlættir eru þeir sem fara eftir lögmálinu en þú ert á þeirri skoðun að þú þarft ekki að fara eftir lögmálinu.  Ef þú drepur einhvern ekki... ertu þá að falla úr náð og tapa einhverju?
Hvort vill Guð að þú syndgir eða syndgir ekki?

Ég er undir lögmáli, nánar tiltekið lögmáli Krists (eins og ég hef áður sagt).  Lögmál Móse ásamt spámönnunum hafa verið rifin með fyrri sáttmálanum en ný og uppfærð boðorð komin í staðin, version 2.  Og jafnvel nýtt boðorð.

Í orðinu sem gefið var Ísraelsþjóð höfum við boðorðin og hvert þau boð og bönn og leiðbeiningar sem komu í gegnum spámennina en að megninu til í gegnum Móses.  Boðorð rituð í stein og ævarandi sáttmála.  Ísraelsþjóð var sagt að færu þeir eftir þessu, færu eftir lögum Guðs sem þeim var gefið, þá myndu þeir ganga inn til lífsins.  Gangi þeir af þessum vegi þá væru þeir í synd og loforðið um að ganga inn til lífsins tapað (nema iðrun kæmi og farið væri inn á veginn aftur).  Þannig fyrir Gyðingin var þetta sáluhjálparatriði að fara rétta veginn.  Nú, fyrir hinn Kristna mann þá höfum við fengið þá skipun að ganga þrönga veginn til lífsins.  En vegurinn sem strangtrúaðir gyðingar eru enn að ganga í dag er ekki sami vegurinn sem Kristnir ganga.  Ef þú spyrð strangtrúaðan Gyðing hvort hann sé að fara eftir orði Guðs þá mun hann segja já (fyrir utan fórnun dýra því að musterið er rifið en þegar þeir endurreisa það þá munu þeir byrja dýrafórnirnar aftur til að uppfylla öll skilyrði Guðs orðs).  Og ef þú spyrðir þennan sama gyðing hvort þú sjálfur væri að ganga réttan veg þá myndi hann svara nei, þú ert á glötunarvegi því þú lætur ekki hreinsast eftir lögmáli Móses og ert að brjóta kannski circa 100-200 af 300 ákvæðum Guðs (útfrá skoðun Gyðingsins).  Segðu mér Mofi hvort aðilinn hefur rétt fyrir sér og af hverju eru þessir tveir vegir eru ekki sami vegurinn en báðir vegirnir eru nú samt komir frá Guði.  

Í Lukas 16:16 segir jesús "The law and the prophets were until John since that time the kingdom of God is preached, and every man presseth into it."  Hér hefurðu það, gamli vegurinn er fram að Jóhannesi skýrara en nýji vegurinn tekur við.  Taktu eftir að Jóhannes skýrari byrjar sitt ministy með því að kalla alla til iðrunar.  Það er akkúrat það fyrsta sem þurfum að gera til að geta tekið á móti Jesú!  Þegar Páll kennir að gamli vegurinn (law of moses and the prophets) er úreltur og nelgdur á krossinn þá er hann ekki að fara með fleipur, hann talar útfrá obinberun.

Áki Pétur Gíslason, 9.6.2014 kl. 14:46

78 Smámynd: Mofi

Áki
Tyftari er nokkuð góð þýðing að mínu mati, schoolmaster á þessum tíma voru líkast til mjög harðir í horn að taka. 

Það sem angrar mig með "tyftara" orðið er að fólk almennt þekkir það ekki. Annað orð sem er kannski enn betra er leiðbeinandi en gríska orðið er yfir þjóna/þræll sem sá um að kenna þeim börnum sem þeim var treyst fyrir.

Áki
Jesús kom og breytti hinum andlegu lögmálum sem Gyðingum var gefið.  Hann t.d. afnam tönn fyrir tönn, auga fyrir auga og gaf það út í staðinn að menn ættu að bjóða hina kinnina.

Af hverju var Hann þá að taka það svona skýrt fram að Hann var ekki kominn til að afnema?   Auga fyrir auga var réttar aðferð til að ákvarða refsingar eða kannski enn frekar hvernig á að bæta fyrir skaða sem einn maður veldur öðrum.  Hérna er einn rabbí að útskýra hvernig gyðingar hafa skilið þetta vers:  https://www.youtube.com/watch?v=dti1ncS_2GI

Jesús er náttúrulega að hvetja fólk til að fyrirgefa þeim sem gerðu eitthvað á þeirra hlut en maður skal ekki halda að Hann var að búa til leið fyrir glæpamenn til að níðast á saklausu fólki.

Áki
Hann bætti einnig við hið andlega lögmál sem ritað var í stein "Þú skalt ekki drepa"... "En ég segi yður...".  Hann breytti einnig "þú skalt ekki drýgja hór" með "En ég segi yður..."

Jesús sagði að Hann var kominn til að uppfylla og ef maður beitir þeim skilningi á þessi orð þá var Jesús að taka lögmálið og magna það, fylla upp á það eins og glasið var ekki alveg fullt en svo kom Jesús og fyllti á það.

Áki
Með öðrum orðum þá er Drottinn búinn að gefa okkur version 2 af lögmáli sínu.  Version 1 er því úrelt en þó ekki í öllum tilvikum ógilt.

Þannig að Jesús var kominn til að ógilda jafnvel þótt að Hann sagði að Hann var ekki kominn til að ógilda eða afnema?

Tökum t.d. nokkur dæmi þar sem Gamla Testamentið segir að eitthvað sé rangt en Nýja Testamentið fjallar ekki um það:  Giftast ættingjum var bannað í GT en ekkert minnst á það í NT. Kynmök við dýr var bannað í GT en ekkert minnst á það í NT.  Að hafa samband við hina dánu eða stunda galdra var bannað í GT en ekkert minnst á það í NT.  Í lögmálinu var síðan alls konar leiðbeiningar varðandi hreinlæti sem Guð gaf til að vernda Ísrael fyrir alls konar sjúkdómum, af hverju var Jesú að afnema þessa ráðgjöf?

Áki
Þessi version uppfærsla á lögmáli Guðs er kallað "Lögmál Krists", líka kallað lögmál frelsisins því að lögmál Krists hefur afnumið svo mikið úr fyrra lögmáli (fórnirnar, hreinsanirnar ...) svo ég tali ekki um frelsi frá synd sem er einnig included.

Í mínum augum er þetta einhver ímyndun sem kristnir hafa búið til á meðan Biblían vitnar í lögmálið og kallar það lögmál frelsinsins

James 2:11
For he that said, Do not commit adultery, said also, Do not kill. Now if thou commit no adultery, yet if thou kill, thou art become a transgressor of the law.
Jas 2:12  So speak ye, and so do, as they that shall be judged by the law of liberty.

Endilega kíktu aðeins á þetta varðandi hreinsanirnar: http://www.bibleevidences.com/medical.htm 

Áki
"Syndin er það sem fjötrar fólk"  Ójá, algerlega sammála því

Þegar Páll er að fjalla um einmitt þetta atriði, að tilgangur lögmálsins er að útskýra fyrir okkur hvað synd er þá notar hann orðið "nomos"

Romans 3:20
Therefore by the deeds of the law there shall no flesh be justified in his sight: for by the law(nomos) is the knowledge of sin.

sem er þýtt lögmál.  Þegar maður skoðar hvernig orðið er notað þá er aftur og aftur vitnað í 3. Mósebók og 5. Mósebók sem er auðvitað það sem gyðingar líta á sem lögmálið.  Nokkur dæmi ef þú hefur áhuga, Mat 12:5, Mat 22:36-38,  Mat_23:23, Luk 2:22-24;27, Luk 10:26-28, Luk 24:44, Joh 1:17.    

Áki
Ég er undir lögmáli, nánar tiltekið lögmáli Krists (eins og ég hef áður sagt).  Lögmál Móse ásamt spámönnunum hafa verið rifin með fyrri sáttmálanum en ný og uppfærð boðorð komin í staðin, version 2.  Og jafnvel nýtt boðorð.

Lögmálið var marg brotið af Ísrael, örugglega viku eftir að Móses kom frá fjallinu með steintöflurnar þá voru margir búnir að brjóta lögmálið. En ef að málið er að einhvern tíman hafi lögmálið verið afnumið þá er það ekki í Biblíunni og fer þvert á móti því sem Messías átti að gera og það sem Jesús sagði mjög skýrt, að Hann var ekki kominn til að afnema; við eigum ekki einu sinni að láta okkur detta það í hug.

Áki
Gangi þeir af þessum vegi þá væru þeir í synd og loforðið um að ganga inn til lífsins tapað (nema iðrun kæmi og farið væri inn á veginn aftur).  Þannig fyrir Gyðingin var þetta sáluhjálparatriði að fara rétta veginn.

Heldur þú að þetta hafi breyst?

Hvað segja þessi vers þér?

Heb 10:26 
For if we sin wilfully after that we have received the knowledge of the truth, there remaineth no more sacrifice for sins,
Heb 10:27  But a certain fearful looking for of judgment and fiery indignation, which shall devour the adversaries.
Heb 10:28  He that despised Moses' law died without mercy under two or three witnesses:
Heb 10:29  Of how much sorer punishment, suppose ye, shall he be thought worthy, who hath trodden under foot the Son of God, and hath counted the blood of the covenant, wherewith he was sanctified, an unholy thing, and hath done despite unto the Spirit of grace?

Áki
Segðu mér Mofi hvort aðilinn hefur rétt fyrir sér og af hverju eru þessir tveir vegir eru ekki sami vegurinn en báðir vegirnir eru nú samt komir frá Guði. 

Í mínum augum þá hefur djöfullinn komið með snilldar taktík að láta fólk halda að það er að ganga veg Guðs en vera alveg sama um það sem Guð sagði að væri synd sem er lögmálið. Hvorugur hefur rétt fyrir sér.  Páll útskýrir þetta mjög vel, við sem viljum fylgja Jesú erum undir náð, höfum fengið fyrirgefingu fyrir að hafa brotið lögmálið vegna okkar trúar á Jesú, við höfum Jesús sem kennara en Hann lifði lögmálið í verki en út frá þessu segir Páll:

Romans 3:31 
Do we then make void the law through faith? God forbid: yea, we establish the law. 

Í þessu anda getum við raunverulega haldið lögmálið, í trú, sem syndarar sem verðskulda ekki náð og eru þess vegna þakklát fyrir þá óverðskulduðu gjöf svo við hreikjum okkur ekki af okkar lögmáls hlíðni heldur höldum lögmálið af því að brjóta það er synd, af því að brjóta það vanheiðrar Guð eins og við höfum núna mörg dæmi um kristna leiðtoga sem hafa svívert nafn Guðs á opinberum vettvangi.

Áki
Þegar Páll kennir að gamli vegurinn (law of moses and the prophets) er úreltur og nelgdur á krossinn þá er hann ekki að fara með fleipur, hann talar útfrá obinberun.

Gamli sáttmálinn var að Ísrael lofaði að halda lög Guðs og síðan var þjóðin með helgidóminn. Núna höfum við nýjan sáttmála sem er ekki byggður á lofoðrum manna heldur loforði Guðs og notast ekki við blóð dýra heldur blóð Jesú.  Það er ekkert í nýja sáttmálanum að skilgreining á réttu og röngu, á hvað er synd er núna öðru vísi en hún var.

Mofi, 12.6.2014 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 803252

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband