Hvernig metur maður hvort að spámaður sé frá Guði eða ekki?

Svo margir byggja sína trú á einhverju sem þeir telja kraftaverk en þeir sem byggja trú sína á Biblíunni hafa skýr fyrirmæli að slíkt er ekki áreiðanlegt.  Í Jesaja lesum við þessi orð:

 

Jesaja 8
20 
To the law and to the testimony: if they speak not according to this word, it is because there is no light in them.

Fólk getur feikst frá hverju sem er ef það er ekki með fast land undir fótum. Hvaða vitleysingur sem er getur blekkt það með einhverju sem það heldur að sé einhvers konar kraftaverk. 

Spurningin sem ætti þá að vakna hjá mörgum "er það sem Kaþólska kirkjan kennir samkvæmt lögmálinu og spámönnunum".  Í kringum 300 e.kr. þá blandaði rómveskur keisari nokkur sér inn í hina kristna kirkju og ákvað að það ætti ekkert gyðinglegt að tilheyra kristni og eftir það þá var þrýstingur á kristna að halda ekki hvíldardaginn og sömuleiðis að hætta að halda hátíðir Guðs samkvæmt lögmálinu. Einnig var hent út heilsuráðgjöf Guðs eins og hvað væri hrein fæða og hvað væri óhrein fæða.

Allt þetta kom frá veraldlegum keisara og kristnir í dag hafa ekki enn losað sig við þessi heiðnu atriði og byrjað að ganga samkvæmt vilja Guðs.  Sumir hafa brengluð rök til að afsaka þetta, eins og að þegar Jesú dó á krossinum þá henti Hann leiðbeiningum Guðs í ruslið. Það gerist ekki mikið sorglegra en það. 


mbl.is Ekkert annað en kraftaverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæll Halldór, alltaf gaman að kíkja á bloggið hjá þér, þarf að fara hitta þig "in person" . En varðandi spurningu þína, þá trúi ég að svar Jesú Krists sé enn í dag besta svarið.

" Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá "

Hins vegar segir Páll, ég kom til yðar með kenningu og þá við höfum ekki sömu kenningu varðandi daga, þá er það mín sannfæring að það komi ekki falspámönnum við.

En gleðilega páska minn kæri bróðir.

Kristinn Ásgrímsson, 11.4.2014 kl. 13:24

2 Smámynd: Mofi

Kristinn, takk fyrir það :)

Ég myndi þurfa að afneita Páli sem manni Guðs ef hann kenndi að það væri núna í lagi að brjóta það.  En, ég hef enga ástæðu til að ætla það. Páll segir hvergi að dagar sem Guð hefur sagt að séu heilagir séu það ekki lengur, enda hefði hann ekkert vald til að ákveða slíkt.

Væri gaman að hitta þig en ég er víst búsettur í Englandi þessa dagana en ef þú átt leið fram hjá þá endilega vertu í bandi.

Mofi, 11.4.2014 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband