1.4.2014 | 13:55
Ef að Þróunarkenningin er rétt, af hverju er þá þetta rangt?
Ótrúlega margir virðast ekki gera sér grein fyrir því að samkvæmt Þróunarkenningunni þá er allt líf, allar lífverur afleiðing náttúrulegra ferla sem hafa hvorki skynsemi né siðferði. Aðeins DNA sem af og til verður fyrir tilviljanakenndum breytingum og ef þær hjálpuðu tegundinni að lifa af, þá er möguleiki að breytingin festist í tegundinni og þannig með tíð og tíma breytast tegundir dýra. Frá einfrumungi til froska til fræðimannanna sem ganga uppréttir í göngum HÍ.
Út frá þessu þá er ekkert raunverulega rétt eða rangt, aðeins það sem þessir ferlar hafa sett saman. Ef að við t.d. tilheyrðum samfélagi þar sem litið væri á nauðgun sem sjálfsagðan hlut þá væri það einfaldlega þannig. Sumir þróunarsinnar hafa meira að segja komist að þeirri niðurstöðu að nauðgun sé eðlileg, sjá: Er rangt að nauðga eða það innbyggt í okkur af þróuninni?
Eða í orðum Richard Dawkins.
Richard Dawkins - River Out of Eden
The universe we observe has precisely the properties we should expect if there is, at bottom, no design, no purpose, no evil and no good, nothing but blind pitiless indifference.
Ég fyrir mitt leiti finnst alheimurinn sem ég bý í ekki hafa þessa eiginleika sem Dawkins telur upp. Akkúrat öfugt. Fyrir þá sem upplifa heiminn ekki eins og Dawkins lýsir honum, ættu að staldra aðeins við og velta því fyrir sér hvort að Þróunarkenningin standist.
Banna kynlíf með dýrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 803195
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eins erfitt og það er fyrir þig að horfast í augu við það, mofi, þá er enginn hlutlaus staðall yfir það hvað sé rétt eða rangt.
Mér finnst rangt að nauðga fólki.
Það er vegna þess að nauðgun er sársaukafull upplifun fyrir þolanda, mér finnst sársauki vondur, ef einhver veldur mér sársauka þá tel ég það vera rangt af honum, þá ætti það að sama að gilda um mig ef að ég veld öðru fólki sársauka. Þar af leiðandi er rangt að nauðga.
Nauðgun er því _raunverulega_ röng út frá mínu sjónarhorni.
Þetta er ekki hlutlaus staðreynd, þetta er huglæg skoðun sem að byggir á óstaðfestum forsendum.
Það breytist ekkert þótt að almáttugur drottnari alheimsins sé sammála mér.
Þetta byggir ennþá í grunninn á þeirri huglægu forsendu að mannslíf sé einhvers virði.
admirale, 1.4.2014 kl. 17:55
Það er ekkert absolútlí rangt við þetta. En almennt séð er það talið samfélagslega óeðlilegt og vera dýraníð.
En ég er nú forvitinn... Hvað finnst þér? Þér finnst þetta væntanlega "rangt" (TM). En af hverju? Er það nokkuð úr 3. Mósebók? Kannski vers 20:9? Nei - það fjallar um að myrða þá sem blóta foreldrum sínum. Er það næsta vers? Nei. Alveg rétt, það fjallar um að myrða fólk sem heldur framhjá.. Bíddu við.. myrða homma, myrða tengdardóttur sem gæti hafa verið nauðgað.. hvar er þetta. Já, hér! Vers 20:16.
Tjah. Kannski ertu frekar að fara eftir 18 kaflanum. Hann er aðeins vægari - talar ekki um öll þessi morð.
Ókei, ókei - ég er nú bara aðeins að gantast ;) Í biblíunni er kynlíf með dýrum fordæmt á fleiri stöðum - væntanlega ferðu þá frekar eftir því. Enda eru dæmin sem ég tók að ofan sérstaklega beint til ákveðins þjóðflokks, og mögulega á ákveðnum tíma, svo ef ég þekki þig rétt, þá tekur þú ekki mark á þessum reglum sem ég benti á að ofan.
Þetta fer náttúrulega mest megnis eftir túlkun á bilíunni - og er þar af leiðandi mjög líklega huglægt mat.
En málið er nefninlega, að þú virðist telja þig hafa einhvernvegin æðra siðferði en við guðleysingjarnir. Það er bara alls ekki rétt - og jafnvel þótt að guð sé til, þá geturðu ekki sýnt fram á það. Því þú þarft náttúrulega að leysa Euthyphró vandamálið (http://en.wikipedia.org/wiki/Euthyphro_dilemma).
Ahhh... nei, mér sýnist eðlilegast að halda mig við minn eigin kompás og samfélagslega kompásinn og taka undir með Svíunum :)
Skítt með að hann sé ekki absolútlí hlutlaus. Hann er í praxis alveg nógu hlutlaus til þess að genin okkar lifi í langan tíma og að samfélagið þrífist.
Tómas, 2.4.2014 kl. 07:51
Tómas, ég sé ekki morð, ég sé refsingar ef að viðkomandi er ákærður og ef það eru tvö vitni að glæpnum. Refsingar sem eiga við í Ísrael með þeirra samfélagi og dómsstólum. En þetta er góður punktur, þetta er aðeins fordæmt í GT en ekki NT svo þeir kristnu sem halda að GT tali ekki til okkar hafa engin vers sem segja að þetta sé rangt.
Mér finnst guðleysingjar ekki hafa neinn grunn til að byggja sitt siðferði á. Eins og hérna, þú segir að kynlíf sé ekki rangt enda alveg rökrétt út frá þeirri forsendu að Þróunarkenningin sé rétt.
http://en.wikipedia.org/wiki/Euthyphro_dilemma er skemmtilegt, að því leiti að ég að minnsta kosti hef gaman að þannig pælingum. Mín afstaða þessa dagana er að allur alheimurinn er hannaður af Guði og þannig endurspeglun karakter Guðs, þar á meðal Hans val að leyfa okkur sem verum að velja það sem illt er.
Mofi, 2.4.2014 kl. 09:34
Mín upplifun er að það er eitthvað sem er raunverulega rétt og rangt og er þar af leiðandi ein af ástæðunum fyrir því að ég trúi á Guð og finnst guðleysi ekki passa við mína upplifun á heiminum.
Mofi, 2.4.2014 kl. 09:38
"Mín afstaða þessa dagana er að allur alheimurinn er hannaður af Guði og þannig endurspeglun karakter Guðs, þar á meðal Hans val að leyfa okkur sem verum að velja það sem illt er"
Hmm.. Ertu ekki þarna einmitt að segja að siðferði sé afstætt? Að við, sem verur, megum með leyfi frá Yaweh velja hvað er "illt" og hvað er "gott"?
"Mér finnst guðleysingjar ekki hafa neinn grunn til að byggja sitt siðferði á".
Þetta hefur verið margoft bent á. Hefur þú lesið The Moral Landscape, eftir Sam Harris? Það er nokkuð góð lýsing á grundvelli siðferðis míns. Hér er líka nokkuð góð lýsing á grundvellinum, og vandamálunum sem blasa við þeim trúuðu: http://www.youtube.com/watch?v=dWNW-NXEudk.
Mæli reyndar mjög sterklega með TheoreticalBullshit. Þetta er btw. stjarna úr "Bold and the Bautiful" og leggur hann oftast fram mjög skýrar röksemdarfærslur. Þú hefðir eflaust gaman að því að kíkja á nokkur myndbönd frá honum.
Tómas, 2.4.2014 kl. 15:00
Nei, megum velja hvort við gerum það sem er gott eða það sem er illt. Ekki að við höfum nein áhrif á hvað sé raunverulega gott.
Ég þekki rök Sam Harris og þau standast ekki. Mér finnst William Lane Craig sýna það nokkuð vel þegar hann rökræddi við Sam Harris um einmitt þessa spurningu, sjá: https://www.youtube.com/watch?v=yqaHXKLRKzg
Ég kíki á TheoreticalBullshit, við fyrstu sýn þá virkar hann mælskur og greindur en svo sem Sam Harris er það líka.
Mofi, 2.4.2014 kl. 16:16
Ég hef horft á "The God Debate II", og fannst ekki mikið til Craig koma. Ég skil ekki hvernig þú telur Craig koma vel út í þessu debati - en sama á líklega við um þig. Þú skilur eflaust ekki hvernig ég tel Sam Harris koma vel út.
Annars sýnir þetta myndband hér allt sem segja þarf um Craig: https://www.youtube.com/watch?v=ALj8-L9VJf8. Ef ný sönnunargögn birtast sem eru á móti hans trú, þá ákveður hann að hafna sönnunargögnunum. Já, veistu.. ég ætla að halda mig við sönnunargögnin ;)
Tómas, 3.4.2014 kl. 02:13
Tómas, ég hreinlega tel að málið er að þegar einhver tekur afstöðu Sam Harris að þá er vandamálið ekki vitrænir heldur andlegir. Mér fannst Craig sýna þetta eins skýrt og hægt er, þannig að ef að einhver gat hlustað á það en hafnað því, þá er viðkomandi í andlegri baráttu og kemur vitrænni hugsun lítið við.
Ég er ekki hrifinn af hvernig Craig orðar þetta í þessu myndbandi, ég tel að maður á að fylgja sönnunargögnunum; í heild sinni, auðvitað geta verið óleystar ráðgátur en málið er heildar sýnin. Þú vilt halda þig við sönnunargögnin en hvaða sönnunargögn styðja guðleysi?
Mofi, 3.4.2014 kl. 10:32
Málið er ekki skortur á sönnunargögnum fyrir guðleysi - heldur að skortur er á sönnunargögnum fyrir guði, að mínu mati.
Cragi getur vel sett fram mjög skýra röksemdafærslu, sem þó er byggð á lélegum forsendum. Það kemur andlegri baráttu ekki neitt við.
Morð eru "slæm". Af hverju? Jú, því er hver sem er getur myrt, hvenær sem er, þá skaðast samfélagið og molnar niður. _Það_ er ástæðan fyrir því að morð eru slæm. Ástæðan er ekki: "Af því morð eru intrinsically ill/vond/slæm".
Þetta er mjög einfalt dæmi um hvernig maður getur byggt siðferðislegan grundvöll án guðs.
Tómas, 4.4.2014 kl. 06:22
Ég ætti held ég að gera sér grein um andlega baráttu. Það er ekki illa meint, ég hef bara upplifað það nokkrum sinnum þegar ég hef rökrætt við fólk, auglitis til auglitis að maður kemur með skotheldan punkt og það er eins og viðkomandi vitsmunalega veit það en vegna þess hve mikil áhrif það hefði á líf viðkomandi að þá getur hann ekki sætt sig við það sem hans skynsemi er að segja honum. Það er þessi innri barátta sem ég er að vísa í.
Eins og Sam Harris í þessum rökræðum við Craig, að reyna að tala um illsku á sama tíma að halda því fram að frjáls vilji sé ekki til; það ætti að segja sig sjálft að ef frjáls vilji er ekki til þá er ekkert til sem hægt er að kalla illsku.
Þú getur búið til alls konar siðferði á alls konar grunni... sumir t.d. geta byggt sitt siðferði á því sem veitir þeim ánægju og það veitir þeim ánægju að nauðga konum og síðan helst drepa.
Mofi, 4.4.2014 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.