Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jons

Það eru nú reyndar fullt af rannsóknum sem segja að fólk eigi að borða svínakjöt, rannsóknir tegndar lág kolvetna fæði t.d.

Bjarni Jons, 28.3.2014 kl. 23:17

2 Smámynd: Mofi

Bjarni, það er rétt að þegar kemur að heildar mataræði þá leifa margir svínakjöti að fljóta með en það er ekki hið sama og að einhver hafi rannsakað áhrif svínakjöts og komist að þeirri niðurstöðu að það sé hollt að borða það. Ef þú getur bent á slíka rannsókn þá er ég mjög forvitinn.

Mofi, 28.3.2014 kl. 23:28

3 Smámynd: Bjarni Jons

Hvað ætti að vera hollt við svínakjötsát? Annars er þetta nú svolítið erfitt, því það er alls ekkert sama hvaðan svínakjötið þitt er - Íslenskt svínakjöt er t.d. allt í lagi, en ekki þar sem svínin eru mötuð á ýmisskonar úrgangi. Svínakjöt er uppspretta ákveðinna efna sem líkaminn þarfnast, en er hægt að fá með öðru móti. Ég held að enginn hafi rannsakað þetta sérstaklega vegna þess að það er lítill tilgangur í því :) Svínakjöt er bara kjöt. Held t.d. að það sé engin sérstök hollusta falin í því að borða kjúkling önnur en sú að kjúklingakjöt er ágætis uppspretta kolvetna án mikillar fitu. Svínakjöt er aðeins verri uppspretta prótíns

Bjarni Jons, 28.3.2014 kl. 23:33

4 Smámynd: Mofi

Minn punktur er einfaldlega sá að aftur og aftur kemur í ljós að ávextir og grænmeti hjálpar þegar kemur að alls konar sjúkdómum en við sjáum aldrei neitt þannig þegar kemur að svínakjöti. Eða svo sem öllu kjöti enda margar rannsóknir sem benda til þess að kjöt neysla eykur líkurnar á krabbameini og hjartasjúkdómum.

Mofi, 28.3.2014 kl. 23:38

5 Smámynd: Bjarni Jons

Það eru nú bara ekkert allir sammála um það Mofi :) Ég las t.d. þessa um daginn

http://www.plosone.org/article/info%3Adoi%2F10.1371%2Fjournal.pone.0088278#abstract0

Hún er ansi viðamikil og niðurstaðan er óvænt, eða mér kom hún á óvart.

"Moreover, our results showed that a vegetarian diet is associated with poorer health (higher incidences of cancer, allergies, and mental health disorders), a higher need for health care, and poorer quality of life."

Ég get t.d. ekki borðað mikið af ávöxtum, og forðast ávaxtasafa, vil fá mín kolvetni úr öðru - við erum bara ekki öll eins og þessi vísindi eru að breyats á hverjum degi - það sem var hollt í gær er óhollt í dag. Ég borða mjög lítið kjöt, kjúkling við og við og svo borða ég smá á jólunum. Ég borða hinsvegar mikinn fisk, mikið af grænmeti og örlítið af ávöxtum. Mitt matarræði er eitthvað sem hefur orðið til eftir áralangar tilraunir í því af hverju mér líður best. Ég stunda líkamsrækt og finn það strax ef ég er ekki að fá það sem ég þarf. Það

Bjarni Jons, 29.3.2014 kl. 00:14

6 Smámynd: Mofi

Það er engin spurning í mínum huga að fólk getur verið grænmetisætur en verið að borða enn óhollara fæði en fólk sem borðar kjöt. Þannig að þessi könnun kemur mér ekki svo mikið á óvart. The devil is in the details :)

Mofi, 29.3.2014 kl. 00:44

7 Smámynd: Bjarni Jons

Það er alveg séns líka að sumt fólk sem er veikt fyrir skipti yfir í grænmetisfæði.. það getur haft áhrif á svona.. En er ekki best að borða bara fjölbreytt fæði og forðast einfaldan sykur?

Bjarni Jons, 29.3.2014 kl. 00:55

8 Smámynd: Mofi

Það er mjög algeng skoðun en það sem angrar mig við það er að við sjáum ekki slíkt í náttúrunni. Bændur eru ekki að gefa mismunandi dýrum af sömu tegund mismunandi mat. Þegar við skoðum apa þá borða þeir nokkvurn veginn allir samskonar fæði, 70% ávextir og 20% grænmeti og sitthvað fleira...eins og skordýr og annað góðgæti :)

Forðast unninn mat held ég að sé númer eitt til að forðast, hvort sem hann inniheldur kjöt eða er flokkaður sem grænmetis réttur.

Mofi, 29.3.2014 kl. 08:58

9 Smámynd: Bjarni Jons

Hvað með það þó við sjáum ekki slíkt í náttúrunni? Maðurinn hefur fyrir löngu aðlagað sig með öðrum hætti en t.d. apar. Það eru fjölmörg svæði þar sem maðurinn hefur komið sér fyrir þar sem hann gæti ekki lifað af öðruvísi en að nýta sér dýraafurðir. t.d. á svæðum þar sem lítið er af fæðu annað en gras, þá er gott að geta haldið dýr sem geta lifað á grasi og síðan nýtt þau dýr til átu, hvort sem það er kjötið af dýrunum eða t.d. mjólk þeirra.

Þá má benda á t.d. að heili Homo Sapiens þarf töluvert annað fæði en ýmsar aðrar tegundir prímata, þó að við séum svipað tennt og apar þá er ekki þar með sagt að við værum í góðum málum ef við "öpuðum" (;)) eftir þeim matarræði 100%

Bjarni Jons, 29.3.2014 kl. 22:13

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll Mofi.

Manst þú eftir frétt sem var í mbl.is (kannski visir.is) sem sagði frá því að ekki væri hollt að borða mör. Meltingarvegurinn hefur enga leið, eða sáralitla, til að leysa tl sín næringu úr honum þó hann skilji sig eitthvað og litlar örður af mör komist inn í æðakerfið ómelt og safnast síðan smátt og smátt fyrir enda leysist hann ekki upp sem fyrr segir.

Þetta vissu auðvitað Hebrearnir frá Guði sínum án aðstoðar nútíma læknavísinda og skráðu það niður á blað sem kunnugt er fyrir einum 4.000 árum síðan.

Ég vildi gjarnan finna þessa frétt því hún var í framhaldi rannsóknar sem hafði verið gerð á þessu og mér láðist að geyma hana.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.4.2014 kl. 17:28

11 Smámynd: Mofi

Bjarni, aðlögun er eitt en sumt krefst endur hönnunar og við sjáum það ekki í fólki, sjá: http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/1236179/

Predikarinn, já, gaman að halda upp á svona og jafnvel enn betra, vera með vísinda rannsóknina sem komst að þessu. Ísrael vissi ótal margt sem við erum rétt byrjuð að uppgvöta síðustu hundrað árin eða svo. Sem er dáldið svekkjandi þar sem kristnir hafa sömu bók og Ísraeler en það er önnur sorglegri saga.

Mofi, 1.4.2014 kl. 18:10

12 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Já Hebrearnir/gyðingarnir telja Messías ókominn enn.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.4.2014 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803257

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband