Hver drap rafmagnsbílinn?

WhoKilledTheElectricCarFyrir nokkru sá ég mynd sem fjallaði um sögu rafmagnsbíla. Myndin reyndi einnig að svara spurningunni, af hverju dó þetta framtak út og hver bar ábyrgðina á því.  Farið er yfir sögu rafmagnsbíla sem voru framleiddir og frægt fólk eins og Tom Hanks voru að keyra og líkuðu mjög vel, komu fram í sjónvarpsþáttum og lýstu yfir ánægju sinni með nýja bílinn en samt ákváðu fyrirtækin sem framleiddu þessa bíla að eyðaleggja þá alla.  Mjög forvitnileg mynd, ég lofa þér því að margt í myndinni mun koma þér á óvart: http://vimeo.com/19863733


mbl.is Finnst eftir 112 ár í vöruhúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Mér sýnist að verulega öfluga tölvu þurfi til að horfa á þessa langloku.

En - spurningin: Hver drap rafmagnsbílinn? finnst mér einkum áhugaverð fyrir það hve einfalt og viðblasandi svarið er.

Tvö tímabil í bílasögunni hafa menn reynt fyrir sér með rafmagnsbíla. Fyrst í árdaga, fram til sirka 1920. svo aftur eftir sirka 1990.

Fyrra tímabilið náðu rafbílar nokkurri útbreiðslu og voru á tímabili þróaðri en bensínbílar. M.a. hannaði Ferdinand Porsche rafmagnsbíl fyrir 1900 sem var að auki fjórhjóladrifinn, með sjálfstæðan rafmótor í hverju hjóli. Þennan  bíl hannaði Porsche fyrir framleiðanda að nafni Lohner og fékk bíllinn nafn beggja: Lohner Porsche. Sú bílaframleiðsla varð ekki langlíf.

Ástæða þess að rafbílar dóu út þá og virðast ekki ætla að ná fótfestu heldur nú öld síðar er sú sama í báðum tilvikum og afskaplega einföld.

Rafhlöður voru og eru alls ekki nægilega góðar, rafmagnið entist of stutt, tók langan tíma að hlaða þær, hleðslumöguleikar strjálir og óaðgengilegir, rafhlöðurnar þungar. Þetta vandamál er að mestu enn til staðar og dugir eitt og sér til að rafbílar geti ekki náð almennri útbreiðslu, nema sem flotabílar stórra fyrirtækja og stofnana.

Í nýjustu tískurafbílunum frá Tesla bætist svo við vandamál sem fylgir kröfum nútímamanna um öflugt viðbragð og mikla hröðun: Rafhlöðurnar hitna gríðarlega og ef ekki er gætt að kviknar í bílnum (forstjóri Tesla reyndi að kenna einhverju öðru um til að byrja með, að bílarnir hefðu keyrt yfir eitthvað járnarusl, sú skringilega skýring heldur engan veginn).

Skýringin er semsé ofur einföld: Rafbílar eru enn of ófullkomnir til að vera almenn markaðsvara, og að auki mun dýrari í framleiðslu en bensín/dísilbílar.

Þórhallur Birgir Jósepsson, 18.2.2014 kl. 14:38

2 Smámynd: Mofi

Þórhallur, endilega finndu tölvu sem ræður við að spila myndina.  Miðað við hvað myndin segir þá eru þetta ekki ástæðurnar fyrir því að rafmagnsbíllinn dó drottni sínum.

Mofi, 18.2.2014 kl. 16:31

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Þórhallur,

Held þetta sé nærri lagi hjá þér, en það hefur orðið gífurleg þróun undanfarin ár í gerð rafhlaðna - en þær eru enn ásteytingarsteinninn. Sá fyrir nokkrum vikum frétt um að rannsóknarteymi hjá Volvo hefði fundið upp aðferð til að búa til rafhlöður úr þynnum sem má nota til að byggja upp grind og boddý bílsins, þannig að í raun verður burðarvirki bílsins rafhlaðan um leið. Þetta gæti verið mjög áhugaverð þróun ef þetta er raunhæf leið. Þannig að í staðinn fyrir að vera með 400 kílóa burðarvirki og 400 kílóa rafhlöður plús allt hitt, þá væri 400 eða 500 kílóa burðarvirki OG rafhlaða!

2012 var ég í Reno, NV og fór ásamt hópi fólks og skoðaði National Automobile museum sem var stofnað með gjöf frá William Harris, sem átti spilavíti í Reno. Hann átti yfir 3000 bíla þegar hann dó, en flestir voru seldir. Þú getur skoðað nokkrar myndir sem ég tók hér: http://arnor.zenfolio.com/automobilemuseum

Einn af þessum bílum var rafmagnsbíll frá 1910 eða þar um bil (er því miður ekki með upplýsingar um hann) Honum hafði ekki verið ekið í meira en 50 ár en 2009 eða 2010 var Obama á ferð þar og honum var ekið á bílnum frá Reno til Lake Taho til mikillar armæðu fyrir leyniþjónustuna;) Það eina sem þurfti að gera var að hlaða batteríin (minnir að hann hafi verið með upprunalegu batteríin) og hann var tilbúinn.

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 18.2.2014 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband