Hvað með hvíldardaginn?

Fyrir aðventista þá er það eilíft vandamál að geta ekki þegið vinnu vegna þess að hún krefst þess að maður vinni á hvíldardögum. 

Þrátt fyrir það er ég sammála Robert að mér finnst ég ekki geta beðið ríkið um að styrkja mig þegar mín eigin trú er að flækjast fyrir. Mér finnst ríkið eiga að virða mína trú og ekki skipta sér af henni.

Trúfrelsi er mjög inngróið í trú Aðvent kirkjunnar af því að samkvæmt okkar skilningi á spádómum Biblíunnar þá munu Bandaríkin verða ofsóknunarveldi og munu endurlífga Kaþólsku kirkju miðaldanna og mun neyða fólk til að brjóta hvíldardags boðorðið.  Þessi skilningur var kominn árið 1860 en þá voru Bandaríkin og Kaþólska kirkjan óvinir. Þá voru Bandaríkin heldur ekki heimsveldi svo hugmyndin að þau gætu gert slíka hluti var mjög fjarstæðukennd. Þá voru Bandaríkin líka land trúfrelsis svo enn frekar hljómaði þetta einstaklega ólíklegt.  Málið er einfaldlega að þetta kemur beint frá Biblíunni og spádómar sem eru líklegir eru ekki merkilegir.

En staðan í dag er sú að Bandaríkin eru mesta herveldi sögunnar og síðustu tíu ár eða svo þá hefur hegðun þessa veldis verið meir og meir eins og ofsóknunarveldi. Sömuleiðis hefur sambanda Bandaríkjanna og Kaþólsku kirkjunnar batnað til mikilla muna.


mbl.is Hafna störfum vegna trúarbragða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas

Hvað með þessa frétt? http://www.mbl.is/frettir/erlent/2014/02/19/sonurinn_ekki_til_laeknis_og_lest/

Þú vilt kannski tjá þig um hana, fyrst þú heldur úti moggabloggi sem fjallar aðallega um trú og trúartengda hluti.

Tómas, 20.2.2014 kl. 07:01

2 Smámynd: Mofi

Takk Tómas.

Mofi, 20.2.2014 kl. 09:12

3 Smámynd: Mofi

Hérna: http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/1357234/

Efast samt um að þú Tómas hafi gaman af henni en takk aftur fyrir að benda mér á þetta.

Mofi, 20.2.2014 kl. 10:44

4 Smámynd: Tómas

Það var lítið!

En jújú - ég hafði gaman af henni, takk.

Tómas, 21.2.2014 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband