30.1.2014 | 14:10
Hvort hafa betra siðferði, guðleysingjar eða kristnir?
Það er gaman að svona greinum þar sem fólk er að reyna að vera betri manneskjur. Það sem margir vanrækja samt í svona er á hvaða grunni þeir eru að byggja á. Ef við erum aðeins dýr sem voru búin til af tilviljanakenndum stökkbreytingum og síðan náttúruvali þá gæti okkar hugmyndir um rétt og rangt gætu hafa þróast í nærri því hvað sem er.
Þetta er eitthvað sem Darwin áttaði sig á, hérna útskýrir hann það:
http://darwin-online.org.uk/Variorum/1866/1866-243-c-1860.html
It may be difficult, but we ought to admire the savage instinctive hatred of the queen-bee, which urges her to instantly destroy the young queens her daughters as soon as born, or to perish herself in the combat; for undoubtedly this is for the good of the community; and maternal love and maternal hatred, though the latter fortunately is most rare, is all the same to the inexorable principle of natural selection
Áður en ég ætla að bera saman nokkur dæmi þar sem ég tel að guðleysingjar hafa aðrað hugmyndir um siðferði en kristnir þá vil ég taka fram að mín trú er að allir hafa einhverja hugmyndir um rétt og rangt, allir hafa samvisku og lang flestir hafa löngun til að vera góðir einstaklingar. Ég trúi að þetta komi frá Guði á meðan hinn týpíski guðleysingi telur þessar hugmyndir koma frá náttúrunni, þ.e.a.s. við þróuðumst svona.
Þannig að þetta er ekki að við þurfum að trúa á Guð til að vera góðir einstaklingar.
Svo, skoðum nokkur dæmi:
- Vændi - Þú skalt ekki drýgja hór.
- Líknarmorð - Þú skalt ekki myrða.
- Kynlíf fyrir hjónaband - þú skalt ekki drýgja hór, allt kynlíf utan hjónabands er skilgreint sem að drýgja hór.
- Drekka áfengi - ótal vers í Biblíunni sem vara við áfengi.
- Reykja - Þótt að Biblían fjalli ekki um reykingar eða hvað þá sterk eiturlyf þá talar Biblían um að líkami okkar er musteri Heilags Anda og við eigum að fara vel með líkamann.
- Hjálparstarf - Jesús sagði að það sem við gerum okkar minnstu bræðra, það gerum við Honum og þeir sem hjálpa ekki þeim sem eru í neyð að þeir munu ekki erfa himnaríki.
- Samkynhneigð
Biblían, bæði í Nýja Testamentinu og því Gamla segja að samkynhneigð sé synd.
Guðleysingjar að ég best veit hafa ekki einhverja samræmda afstöðu til þessara atriða en ég er nokkuð viss um að í þessum málum þá eru þeir ósammála frekar mörgu á þessum lista. Mig grunar að hjálparstarf sé það sem þeir eru sammála en flest annað er eitthvað sem mig grunar að þeir eru ósammála. Í gegnum aldirnar þá hafa menn haft alls konar hugmyndir um hvernig við getum ákvarðað hvað sé rétt og rangt. Eitt frægt dæmi er Niccolo Machiavelli þar sem maður setur það sem sitt takmark að öðlast peninga og völd og þar sem það er takmarkið þá verður flest allt leyfilegt til að ná því takmarki.
Það sem ætti að vera á hreinu er að hvaða trú þú hefur, það hefur áhrif á hver þín afstaða er í mörgum siðferðislegum málum.
30 leiðir til að verða betri manneskja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Heimspeki, Trúmál | Breytt 4.2.2014 kl. 09:14 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Mofi, ég sé að þú ert orðinn hógværari í málflutningin enda vissi ég það að þú ert eðalmaður.
En eitthvað virðist þú nú samt misskilja þróunarkenninguna margfrægu. Svo ég minni aftur á, þá er hún oft sett fram sem svo að "hinir hæfustu" munu lifa af. Réttara væri kannski að segja að "hinir hæfustu" eignist fleiri afkvæmi og hafi betri lífslíkur.
Sá sem er hæfastur í mannlegu samfélagi er sá sem er með góða hæfileika til að lifa í mannlegu samfélagi. Maðurinn er samfélagsvera langt umfram allar aðrar dýrategundir, einmitt þess vegna hefur honum tekist að verða ráðandi tegund á jörðinni. (Það er frekar barnalegt að líkja mannlegu samfélagi við skordýrasamfélag - samfélög annarra spendýra eru miklu skyldari mannlegum samfélögum, t.d. er siðferðiskennd vel greinanleg hjá mannöpum).
Samfélagið og maðurinn hafa verið að þróast saman í nokkrar milljónir ára. Það er engin "tilviljun" að mannlegt eðli skuli hafa þróast til þess sem best hentar samfélaginu.
Samkvæmt svokölluðum "samfélagsdarwínisma" þá þróast samfélög með svipuðum hætti og lífverur. Þannig er okkar núverandi samfélag "það hæfasta" af þeim sem á undan hafa farið.
Þetta sést vel við samanburð við ýmis samfélög fyrri tíma, t.d. evrópskar miðaldir eða járnöld í Mið-Austurlöndum. Fáir myndu velja þau samfélög framyfir það sem við búum við í dag.
Biblían sækir sinn siðferðisboðskap í sammannleg siðferðisgildi og í samfélagsgildi járnaldar. Hið fyrra hefur ekki breyst frá ritunartíma Biblíunnar, en hið síðarnefnda hefur tekið mjög svo róttækum breytingum.
Biblían er enda alvarlega úrelt. Hugarheimur hennar er valdboðið, ofbeldið, hið njörvaða samfélag, karlaveldið og ættarveldið.
Grundvallarveikleiki siðaboðskapar Biblíunnar sprettur úr hugarheimi valdboðsins: Að valdhafar eigi að stjórna hegðun og hugsun undirsáta eftir eigin geðþótta.
Í okkar nútímasamfélagi, þar sem frelsi til orðs og æðis er grundvallar atriði, sjáum við einnig að siða- og siðferðisboðskapur allra trúfélaga (og skyldra kreddukerfa, t.d. nasisma og kommúnisma) er hættulegur þar sem hann gerir manninn að aukaatriði, kredduna að aðalatriði.
Til allrar hamingju hefur trú manna lítil sem engin áhrif á raunverulegt siðferði þeirra, sem einstaklinga. En gallaður siðaboðskapur kreddukerfa verður stórhættulegur þegar hann fær að stjórna samfélaginu.
Þess vegna hefur samfélag okkar þróast í þá átt að kreddukerfum á, borð við kristna trú og kommúnisma, er ýtt til hliðar, áhrif þeirra á siðferðisviðmið samfélagsins verða sífellt minni og samfélagið fyrir vikið þeim mun betra.
Brynjólfur Þorvarðsson, 30.1.2014 kl. 15:01
Er samfélag okkar í dag þannig að stjórnvöld stjórna ekki? Er ekki valdastéttir og yfirvald og við þurfum að hlýða því í okkar nútíma samfélagi?
Ehh, jú og ég held að greinin sannaði það.
Af hverju er þín afstaða engin kredda? Hvernig eiginlega virkar þetta, afstaða eins einstaklings er hættuleg kredda og afstaða annars einstaklings er það ekki?
Ertu með einhver dæmi þar sem samfélagið verður þeim mun betra vegna þess að áhrif kristni hefur minnkað?
Hvað er það eiginlega við kristnir sem fer svona í þig sem veldur þessu hatri?
Mofi, 30.1.2014 kl. 16:03
T.d. hvað varðar mannréttindi og réttarkerfi, jöfnuð og félagsleg úrræði á Íslandi í dag vs. á Íslandi hvenær sem vera skal frá kristnitöku til ársins 1900. (Eða hvar sem er í vestur-Evrópu.)
Skeggi Skaftason, 30.1.2014 kl. 16:09
Og ég sé það sem ávöxt kristinnar hugmyndafræði.
Mofi, 30.1.2014 kl. 17:02
Þetta veltur allt á hvaða einstakling þú spyrð. Guðmennirnir hérna á eyjunni eru ekkert allir vel séðir, flestir taldir algerir siðleysingjar, af slæmri reynzlu. Fyrrum flokkur Snorra, ef þú þekkir þann ágæta mann.
Guðlausir eru svo eins misjafnir og þeir eru margir.
Og ekki draga Machiavelli í þetta. Hann skrifaði jú vissulega langt rit um hvernig best er að ná og halda völdum, en hann sjálfur var á móti öllu sem hann setti þar fram (þó það kerfi sem þar er sett upp væri öllu betra en það sem er víðsvegar um heiminn. En það er annað mál.)
Og ekki segja mér að þú hafir misst af partinum þar sem Jesú breytti vatni í vín.
Ásgrímur Hartmannsson, 30.1.2014 kl. 17:50
Kristnir eru komnir mjög mikið í þann gír að "þeir eru ekki lengur undir lögmáli" og síðan brjóta og bramla allt í kringum sig í nafni einhvers kærleika sem enginn kannast við. Gott dæmi um slæma hugmyndafræði með slæma ávexti.
Varðandi Machiavelli þá er hann gott dæmi um hvernig hægt er að setja sér ákveðin markmið og síðan réttlæta hvaða hræðilega hegðun af því að þú ert búinn að sannfæra þig um að markmiðið réttlæti verkin. Ég hef litla trú á því að hann hafi verið á móti þessu sem hann skrifaði um, ef hann sagðist vera á móti því þá myndi ég bara álykta að hann væri að ljúga.
Varðandi vínið þá trúi ég að um hafi verið að ræða vínberjasafa en ekki áfengi.
Mofi, 30.1.2014 kl. 20:58
Mofi,
það er erfitt að ræða við þig þegar þú bara býrð þér til staðreyndir, þú býrð til þinn eigin raunveruleika!
Ætlarðu að neita því að kristni hafði miklu meiri áhrif og ítök hér fyrir 300 árum síðan? Að hvaða leyti var það til góðs?? Var fólk almennt hamingjusamara, umburðarlyndara, frjálsara, upplýstara, betra við lítilmagna, frjálst til að HUGSA SJÁLFT og mynda sér skoðanir?
Ég meina, for cryin out loud, fólk var hálshöggvið, konum drekkt, fordæmt fyrir minnstu yfirsjón, mátti ekki syngja og dansa, varla neitt hægt að lesa nema trúarstagl og sálmakver, og allt var þetta blessað ef ekki beinlínis fyrirskipað af guðhræddum prestum.
Skeggi Skaftason, 30.1.2014 kl. 21:38
Já, áhugavert - hér í denn var siðferðilega rétt að henda dömunum bara í hylinn ef þær voru eitthvað að hórast. Kannski ekki sérlega kristilegt, en mjög trúarlegt engu að síður. Í stuði með Jahve.
Sem veltir upp þeirri spurningu hvort eitt siðferði sé öðru æðra. Og hver ákveður hvort er rétt?
Ásgrímur Hartmannsson, 30.1.2014 kl. 22:46
Skeggi, skoðaðu nærri því alla stóru háskólana, nokkvurn veginn allir stofnaðir af kristnu hugsjónafólki. Flest allar tækniframfarir sem móta nútíma samfélag komu frá kristnum vísindamönnum sem voru að vinna sitt starf af kristinni hugsjón. Frelsið sem við höfum í dag á sér að stærstum hluta að rekja til Lúthers og frá honum til fleiri þar sem samviskufrelsi fólks var virt.
Auðvitað er margt sem betur mátti fara og margt slæmt en fyrir mitt leiti þá skiptir máli hvar það var og hvort að það sé Biblíunni að kenna því við glímum alltaf við að fólk er svo oft illa innrætt, fólk er svo hrætt við breytingar og fólk hefur endalaust löngun til að stjórna öðrum svo góður boðskapur þarf alltaf að brejast á móti þessu.
Mofi, 31.1.2014 kl. 09:38
Ásgrímur, þegar fólk þekkir ekki Biblíuna þá er ekki nema von að það gerir ekki greinarmun á milli kristni og síðan Biblíunnar og hendir þessu saman í einn pott og fellir sinn dóm. Áhugaverð spurning hjá þér, við erum búin að vera að glíma við hana hérna: Hver ákveður hvað sé rétt og hvað sé rangt?
Mofi, 31.1.2014 kl. 09:41
Er þetta einhver brandari Mofi? Hefurðu t.d. lesið þér til um þær hugmyndir sem Lúther hafði um "frelsi" gyðinga?
Merkilegt að kaþólikkar eru kristnir þegar þeir stofna háskóla, en þegar þeir fara í krossfarir, þá eru þeir ekki lengur kristnir.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.1.2014 kl. 13:56
Ég er ekki að segja að Lúther hafi haft hárréttan skilning á þessu en að þarna byrjaði þetta og breiddist út meðal mótmælenda, þ.e.a.s. virðing fyrir samvisku frelsi annara.
Já, af því að ég er að hugsa um hugmyndafræði. Hvort að hugmyndafræði hafi góð áhrif eða slæm áhrif. Ef að krossfarirnar voru slæmar og ástæðan fyrir þeim var boðskapur Biblíunnar þá ertu með eitthvað í höndunum sem er fyrir mitt leiti alvöru gagnrýni á Biblíuna.
Mofi, 31.1.2014 kl. 14:06
Krossferðirnar voru (að mestu leyti) eðlilegt varnarviðbragð kristinna þjóða fyrir pílagríma sína á leið til Landsins helga, og undarlegt er að sjá varnir þeirra þjóða gerðar að árásarefni bloggara, sem horfa fram hjá útþenslustefnu múslima um öll Mið-Austurlönd, alla Norður-Afríku, mestallan Spán og inn í Frakkland, allan Balkanskaga síðar og allt að borgarhliðum Vínarborgar, etc.!
Hvað veldur þessu undarlega samsinni kommúnista eða vinstri-róttæklinga og islamista? Hvað sameinar þessa tvo hópa? Er það kannski hatur á Jesú Kristi?
Ríkisstjórnir hafa verið iðnar hér a seinni árum við að leggja niður spítala og deildir á heilsugæzlustöðvum eða spítölum.
En þrír spítalar og raunar fleiri voru stofnsettir og reknir hér á landi af kaþólskri hugsjón mestalla 20. öld -- allir þessir þrír stórir.
Hvar eru spítalastofnanir hinna vantrúuðu?
Jón Valur Jensson, 1.2.2014 kl. 23:53
Jón, punkturinn minn var einfaldlega sá að Mofi er ósamkvæmur sjálfum sér þegar kemur að kaþólikkum. Annars vegar segir hann að þeir séu ekki kristnir (og að kaþólska kirkjan sé "dýrið" og páfinn anti-kristur og ég veit ekki hvað) þegar maður bendir á blóðugu blettina í sögu kaþólsku kirkjunnar, og hins vegar lætur hann eins og kaþólska kirkjan sé kristin þegar kemur að hlutum eins og háskólum.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.2.2014 kl. 15:12
Málið með Kaþólsku kirkjuna er að ég er að tala um hana sem vald í þessum heimi, sem stofnun. Ég er ekki að tala um fólkið sem tilheyrir henni, helling af virkilega góðu fólki sem tilheyrir þessu kerfi.
Mofi, 3.2.2014 kl. 10:23
Gaman AÐ svona greinum, Mofi minn, ekki AF
(1. setning þín á síðunni).
Jón Valur Jensson, 4.2.2014 kl. 02:04
Takk Jón :)
Mofi, 4.2.2014 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.