Akkíalesarhæll Þróunarkenningarinnar

Evolution's Achilles' Heels er ný mynd þar sem fjórtán vísindamenn fara yfir ástæður fyrir því að Þróunarkenningin geti ekki staðist. Meira hérna: creation.com/eah


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Dr. Don Batten, sem kemur fram í þessu myndbandi, segir: „our science textbooks are written by fools, and they contain foolish thinking." Hann segir þetta vegna þess að vísindamennirnir sem skrifa námsbækurnar eru ekki trúaðir að hans mati. Samt reynir þetta batterí sem stendur á bak við myndina að nota „vísindaleg rök" frá fólki með doktorsgráður til að hrekja þau rök og sönnunargögn sem liggja að baki Þróunarkenningunni. Hvort er meira sannfærandi, námsefni í vísindum eða það sem Batten og hans líkir segja?

Bókstafstrúarmenn sem afneita vísindum og gagnrýnni hugusun alfarið eru alla vega heilli í sínum málflutningi en Batten. Þeir taka „trúarstökk" (Leap of Faith) sem Kierkegaard fjallaði um, eins og menn vita. En fólk eins og Batten slær um sig með „vísindalegum" rökum en segir samt að námsbækur í vísindum séu skrifaðar af fíflum og innhaldi heimskulegar hugsanir. Þetta er nú ekki mjög sannfærandi málflutningur. Menn geta ekki bæði haldið og sleppt.

Heimild: http://www.youtube.com/watch?v=qvhMnIqeJnw

Wilhelm Emilsson, 27.1.2014 kl. 02:12

2 Smámynd: Mofi

Wilhelm, nei, svakalega virkar þú óheiðarlegur í mínum augum. Hann er að benda á að það eru blekkingar í þessum námsbókum vegna þess að viðkomandi er að reyna að sannfæra nemendur um ákveðna heimsmynd.

Hvort er meira sannfærandi?  Gögn og rök eru sannfærandi, fyrir þá sem vilja nota eitthvað annað en það til að komast að sannleikanum eru hálfvitar og ég vil ekki eyða tíma í slíkt rusl.

Það sem er ekki sannfærandi er að sjá að þú lýgur hérna vísvitandi þegar þú segir að Don Batten segir að námsbækur séu skrifaðar af fíflum.

Menn geta ekki bæði haldið og sleppt? Um hvað ertu að tala? Menn halda í sannleikann og sleppa lygum, það er það sem ég mæli með að allir geri. Sannfærandi málflutningur byggir á gögnum og rökum, eitthvað sem virðist vera þér mjög framandi.

Mofi, 27.1.2014 kl. 09:43

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Mofi, þú segir: "þú lýgur hérna vísvitandi þegar þú segir að Don Batten segir að námsbækur séu skrifaðar af fíflum". Ég vitna orðrétt í Don Batten. Hann segir: „our science textbooks are written by fools, and they contain foolish thinking." Ég gef heimild fyrir þessu. Að saka mig um að ljúga þessu dæmir sig sjálft. Við getum verið ósamála um hitt og þetta, Mofi, en við hljótum að geta verið sammála um að þetta er það sem maðurinn sagði.

Þú spyrð: "Menn geta ekki bæði haldið og sleppt? Um hvað ertu að tala?" Það sem ég meina er að ef að Don Batten vill hrekja Þróunarkenninguna með vísindalegum rökum vinnur hann sér ekki inn traust með því að segja í sömu andrá að námsbækur í vísindum séu þvættingur. Ástæðan fyrir því að Þrjónarkenningin er ráðandi viðmið í líffræði er ekki tilviljun. Það er eina kenningin sem stenst vísindalega gagnrýni. Ef sýnt verður fram á það með vísindalegur rökum að Þróunarkenningin sé röng þá verður henni kastað fyrir róða. Þannig virka vísindin.

Þú segir: "Menn halda í sannleikann og sleppa lygum, það er það sem ég mæli með að allir geri." Ég er alveg sammála þér hér.

Að lokum segir þú: "Sannfærandi málflutningur byggir á gögnum og rökum, eitthvað sem virðist vera þér mjög framandi." Þetta er þín skoðun og allt í lagi með það. Svo geta aðrir dæmt fyrir sig hvað þeim finnst um minn málflutning.  

Wilhelm Emilsson, 27.1.2014 kl. 23:27

4 Smámynd: Mofi

Wilhelm
Ég gef heimild fyrir þessu. Að saka mig um að ljúga þessu dæmir sig sjálft. Við getum verið ósamála um hitt og þetta, Mofi, en við hljótum að geta verið sammála um að þetta er það sem maðurinn sagði.

Ef þú getur sýnt fram á það.  En það eru ótal margir á bakvið þær ótal skólabækur og án efa eru misjafnir sauðir þar á meðal. Það sem er alveg skýrt er að í gegnum tíðina þá hafa þær innihaldið ótal lygar sem þjóna þeim tilgangi að láta fólk trúar Þróunarkenningunni.

Hérna er fjallað um nokkur þannig dæmi: http://www.youtube.com/watch?v=hKD12szbshY&hd=1

Wilhelm
Þú spyrð: "Menn geta ekki bæði haldið og sleppt? Um hvað ertu að tala?" Það sem ég meina er að ef að Don Batten vill hrekja Þróunarkenninguna með vísindalegum rökum vinnur hann sér ekki inn traust með því að segja í sömu andrá að námsbækur í vísindum séu þvættingur.

Það sem maður glímir við hérna er að skólabækur eru oftar en ekki tegund af heilaþvætti, áróðri fyrir þessari kenningu. Það sem þarf að gera er að vinna með grunn vísindagreinarnar sjálfar og grunn gögnin sjálf og gera skýran greinar mun á milli grunn gagnanna sjálfra og síðan hvernig sumir túlka gögnin. 

Wilhelm
Ástæðan fyrir því að Þrjónarkenningin er ráðandi viðmið í líffræði er ekki tilviljun. Það er eina kenningin sem stenst vísindalega gagnrýni. Ef sýnt verður fram á það með vísindalegur rökum að Þróunarkenningin sé röng þá verður henni kastað fyrir róða. Þannig virka vísindin.

Nei, þetta kemur gögnum lítið sem ekkert við, þetta er guðleysis hugmyndafræði þar sem það er enginn annar valmöguleiki en þessi kenning.  

Þetta hérna er það sem málið snýst um:

Richard Lewontin, Billions and billions of demons
‘Our willingness to accept scientific claims that are against common sense is the key to an understanding of the real struggle between science and the supernatural. We take the side of science in spite of the patent absurdity of some of its constructs, in spite of its failure to fulfill many of its extravagant promises of health and life, in spite of the tolerance of the scientific community for unsubstantiated just-so stories, because we have a prior commitment, a commitment to materialism.
It is not that the methods and institutions of science somehow compel us to accept a material explanation of the phenomenal world, but, on the contrary, that we are forced by our a priori adherence to material causes to create an apparatus of investigation and a set of concepts that produce material explanations, no matter how counter-intuitive, no matter how mystifying to the uninitiated. Moreover, that materialism is an absolute, for we cannot allow a Divine Foot in the door.

Wilhelm
Að lokum segir þú: "Sannfærandi málflutningur byggir á gögnum og rökum, eitthvað sem virðist vera þér mjög framandi." Þetta er þín skoðun og allt í lagi með það. Svo geta aðrir dæmt fyrir sig hvað þeim finnst um minn málflutning.

Hann er nokkuð augljóslega ekkert tengdur rökum og gögnum, það sjá það allir og vonandi þú líka.

Mofi, 28.1.2014 kl. 08:43

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Mofi, þú segir: „Ef þú getur sýnt fram á það." Ég er búinn að sína fram á það. Hér er hlekkurinn, aftur: http://www.youtube.com/watch?v=qvhMnIqeJnw

Ég vitna orðrétt í manninn. Af hverju geturðu ekki viðurkennt þá staðreynd að þetta er það sem maðurinn sagði? Ég er ekki í samkeppni við þig :-) Þú tapar ekkert þó þú viðurkennir staðreyndir. Það sem ég vitna í er dæmi um heimildir, gögn, sem þú segir að ég noti ekki--sem er önnur staðreynd sem þú neitar að viðurkenna þegar þú segir að minn málflutningur sé „ekkert tengdur rökum og gögnum". Þér finnst kannski að mín rök og gögn séu ekki sannfærandi, en þú getur ekki neitað því að ég nota rök og gögn. Að neita því að ég geri það meikar engan sens.

Wilhelm Emilsson, 29.1.2014 kl. 05:35

6 Smámynd: Mofi

Það er eins og eitthvað allt annað hafi opnast þegar ég skoðaði þetta fyrst en allt í lagi, honum finnst guðleysingjar sem skrifa kennslubækur sem predika guðleysi vera "fools".  Fífl er ekki rétt þýðing á enska orðinu "fool". Kjáni er að mínu mati betra samt ekki alveg nógu gott.

Hérna er ekki beint um nein gögn og rök að ræða, þú ert bara að skjóta á einhvern einstakling upp úr þurru eins og mín afstaða er eitthvað tengt því sem einhver gaur á youtube sagði.  Ef þér finnst þetta vera að nota gögn og rök þá er ekki von á miklu frá þér nema fleiri ad-hominem árásum á eitthvað fólk út í bæ, haldandi að það sýni fram á eitthvað.

Mofi, 29.1.2014 kl. 08:40

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Hæ, Mofi.

Þú sagðir í bloggfærslunni: "Evolution's Achilles' Heels er ný mynd þar sem fjórtán vísindamenn fara yfir ástæður fyrir því að Þróunarkenningin geti ekki staðist." Ég er ekki bara að skjóta á einhvern gaur á YouTube, heldur að fjalla um hvað einn af vísindamönnunum, sem fer "yfir ástæður fyrir því að Þróunarkenningin geti ekki staðist," að þínu mati, hefur að segja um námsgögn í vísindum. Ég er ekki að ráðast á manninn persónulega (ad hominem)--ef ég segði að hann væri ljótur og hefði leiðinlega rödd--væri ég að gera það. Ég vitnaði einfaldlega í hans eigin orð um málefnið.

Ef þú vilt núna ekki tengjast þessu myndbandi, þá hefur þú hugsað málin og er það ekki bara ágætt?

Þú getur alveg treyst því að "fífl" er rétt þýðing fyrir "fool." Ég sé ekki betur en að þú sért nokkuð sleipur í ensku og hlýtur að geta viðurkennt þetta. Ef þú gluggar í orðabækur munntu komast að því að þetta er rétt. Orðið "asni" er líka hægt að nota. "Kjáni," eins og þú bendir á, nær þessu ekki alveg. 

Ókei, góðar stundir.

Wilhelm Emilsson, 6.2.2014 kl. 21:00

8 Smámynd: Mofi

Ég er bara ekki sammála að fífl sé góð þýðing fyrir "fool".  Ég tek alveg undir að þeir sem aðhyllast Þróunarkenninguna séu "fools". Þeir eru það algjörlega í mínum augum.  Þeir sem síðan nota lygar í kennslubókum til að reyna að sannfæra nemendur um að þessi kenning sé sönn eru... ekki fools en eitthvað annað og enn verra.  Fool eins og ég skynja það er einhver sem er að gera eitthvað sem heimskulegt. Guðleysingjar eru að velja að hafna boði Guðs um eilíft líf og ég sé fátt gáfulegt við það.

En þú ert að afgreiða rökin sem maðurinn hefur með því að ráðast á manninn sjálfan, eitthvað annað sem hann sagði einhvern tíman áður... bara... kjánalegt :)

Mofi, 7.2.2014 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband