Hvað er raunverulegt frelsi?

Jafnvel þeir sem hafa ógrynni af peningum eru samt oft ekki í raun og veru frjálsir því að þeir eru í fjötrum einhverra fíkna.  Akkúrat þetta tilfelli er ekki alvarlegt, ég trúi ekki öðru en að Bieber geti losnað við þennan ávana.

En að spurningunni, hvað er raunverulegt frelsi.  Ég held að hreinlega enginn á þessari jörð viti hvað það raunverulega er.  Mig grunar að þegar okkar fyrstu foreldrar ákváðu að fara sína eigin leið frekar en fylgja Guði þá opnaðist fyrir þeim heimur möguleika en þessir möguleikar voru af hinu illa. Þessir möguleikar settu þau og alla þeirra afkomendur í fjötra sem takmarkaði þeirra frelsi. Jú, frelsi til að ljúga, stelpa, myrða og svo framvegis en alvöru frelsi var horfið.

Ég get svo sem aðeins gískað mér til um þetta en hérna eru nokkrar ágískanir.  Við þurfum flest okkar að mæta í vinnu og vinna sirka átta tíma á dag þannig að megnið af okkar lífi fer í að gera eitthvað sem við vildum frekar sleppa bara til þess að hafa þak yfir höfuðið og eitthvað að borða. Þegar við síðan höfum frían tíma til að gera eitthvað þá eru okkar valmöguleikar mjög takmarkaðir. Fyrir suma þá er það vegna skorts á peningum, fyrir aðra er það líkamlegar takmarkanir, sjúkdómar eða fjölskyldu aðstæður eða hreinlega ótti við hið óþekkta. Fyrir lang flesta er þetta líf einfaldlega dagleg barátta til að hafa ofan í sig og sína.

Svo þótt að þetta líf sé dýrmætt þá er hið mögulega líf miklu mikilvægara, sorglegt að deyja að eilífu og aldrei einu sinni smakkað alvöru frelsi og hvað það raunverulega er að vera á lífi.


mbl.is Bieber háður íslensku hóstasafti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 803258

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband