8.1.2014 | 13:43
Sagan af miskunsama Samverjanum
Mjög oft þá þekkir fólk eitthvað frá Biblíunni en aðeins eitthvað yfirborðskennt, óljóst frá þriðja eða fjórða aðila. Samverjar voru af ætt Ísrael en sögulega séð höfðu þeir lent á kannt við gyðinga og það var litið niður á þá. Þeir tilheyrðu ekki Ísrael og fengu ekki að tilbiðja við musterið í Jerúsalem. Í augum gyðinga þá hafði Guð hafnað þeim og þeir voru eins og heiðingjar. Svo, mig langar að benda á söguna af miskunsama Samverjanum of hvetja fólk að lesa söguna eins og hana er að finna í Biblíunni.
Lúkasarguðspjall 10
25 Lögvitringur nokkur sté fram, vildi freista hans og mælti: "Meistari, hvað á ég að gjöra til þess að öðlast eilíft líf?"26 Jesús sagði við hann: "Hvað er ritað í lögmálinu? Hvernig lest þú?" 27 Hann svaraði: "Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og öllum huga þínum, og náunga þinn eins og sjálfan þig."
28 Jesús sagði við hann: "Þú svaraðir rétt. Gjör þú þetta, og þú munt lifa."
29 En hann vildi réttlæta sjálfan sig og sagði við Jesú: "Hver er þá náungi minn?"
30 Því svaraði Jesús svo: "Maður nokkur fór frá Jerúsalem ofan til Jeríkó og féll í hendur ræningjum. Þeir flettu hann klæðum og börðu hann, hurfu brott síðan og létu hann eftir dauðvona.
31 Svo vildi til, að prestur nokkur fór ofan sama veg og sá manninn, en sveigði fram hjá.
32 Eins kom og levíti þar að, sá hann og sveigði fram hjá.
33 En Samverji nokkur, er var á ferð, kom að honum, og er hann sá hann, kenndi hann í brjósti um hann,
34 gekk til hans, batt um sár hans og hellti í þau viðsmjöri og víni. Og hann setti hann á sinn eigin eyk, flutti hann til gistihúss og lét sér annt um hann.
35 Daginn eftir tók hann upp tvo denara, fékk gestgjafanum og mælti: ,Lát þér annt um hann og það sem þú kostar meiru til, skal ég borga þér, þegar ég kem aftur.`
36 Hver þessara þriggja sýnist þér hafa reynst náungi þeim manni, sem féll í hendur ræningjum?"
37 Hann mælti: "Sá sem miskunnarverkið gjörði á honum." Jesús sagði þá við hann: "Far þú og gjör hið sama."
Miskunnsami Kínverjinn fremur sjálfsvíg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Lífstíll, Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 803262
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir að rifja upp þessa klassísku Bíblíusögu. Hugmyndin um að elska náungann eins og sjálfan sig er öflug, sérstaklega vegna þess að það er svo erfitt!
Þetta er ágætur fróðleikur um Samverjana. Það er nokkuð merkilegt að samkvæmt Nýja testamenntinu var Jesús sakaður um að vera Samverji og að vera haldinn illum anda (Jóhannesarguðspjall 8:48). Jesús átti gott svar við því, eins og mörgu öðru.
Wilhelm Emilsson, 8.1.2014 kl. 17:41
Mín er ánægjan og já, það er svakalega erfitt. Varðandi Samverjana: http://en.wikipedia.org/wiki/Samaritans Ég sé ekki betur en ég fór með rétt mál en sagan er miklu flóknari en það sem ég sagði.
Mofi, 9.1.2014 kl. 08:39
Þetta er ágætt dæmi um þann eiginleika sem við höfum öll, að geta sett okkur í spor annarra og fundið þjáningu þeirra á okkur sjálfum, og þannig verið knúin til að hjálpa. Þetta er í okkur flestum, óháð því á hvað -eða hvort- við trúum.
Theódór Gunnarsson, 9.1.2014 kl. 20:22
Theódór, já, sama hver trú fólks er varðandi uppruna okkar þá höfum við þennan eiginleika. Sumir aftur á móti bæla þennan eiginleika niður með græðgi eða hvaða annarri sjálfselsku og þá getur verið þægilegt að finna hugmyndafræði sem hjálpar samviskunni að glíma við þessar tilfinningar.
Mofi, 10.1.2014 kl. 11:10
Theodór, sem betur fer höfum við flest þennan eiginleika, en hugmyndafræði hefur áhrif á hann, eins og Mofi bendir á. En það hafa ekki allir þennan eiginleika--þú segir fyrst „öll" og svo "flestum"--því eins og við vitum hafa sækópatar hann ekki og þess vegna eru þeir svo hættulegir.
Wilhelm Emilsson, 10.1.2014 kl. 16:22
Wilhelm, flestir sækópatar eru fjarri því að vera hættulegir og geta lifað aðveg eðlilegu lífi, og svo er líkast til álika hátt hlutfall sækópata meðal trúaðra og í öðrum hópum fólks.
Theódór Gunnarsson, 11.1.2014 kl. 17:26
Hæ, Theódór,
Þetta er áhugaverð pæling um sækópatana. Ég myndi halda að samkvæmt skilgreiningu væru sækópatar hættulegir. Það er spurning hvernig við skilgreinum hættu, að sjálfsögðu. Þeir eru ekki allir morðingjar, langt í frá, en vegna þess að þeir hafa enga samkennd, eru oft spennufíklar og með mikilmennskubrjálæði geta þeir valdið miklum skaða á öllum sviðum. Ég er enginn sérfræðingur í þessum efnum en ég hef lesið svolítið eftir og um David D. Hare, sem er þekktur fræðimaður á þessu sviði. Hann kenndi við University of British Columbia, Kanada.
Geta sækópatar lifað eðlilegu lífi? Ef maður finnur ekki samkennd myndi ég ekki kalla það eðiliegt líf, en sækópatar geta alveg fylgt reglum, ef þeir vilja. Þannig geta þeir auðveldlega leynst meðal venjulegs fólks.
Ég hef engar upplýsingar um hlutfall sækópata meðal trúaðs fólks. Þess má geta að lokum að forstjórar er sú starfstétt sem er með hæsta hlutfall sækópata, eftir því sem segir í bók eftir sálfræðidoktor sem heitir Kevin Dutton. Starfstéttir þar sem þarf að sýna samkennd hafa lægsta hlutfall sækópata, samkvæmt rannsóknum Duttons.
Wilhelm Emilsson, 11.1.2014 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.