Haturs áróður Önnu

Að saka ákveðinn hóp um hatur og segja að meðlimir þessa hóps séu fullir af hatri og það sé aðeins tíma spurnsmál hvenær meðlimir hópsins grípa til ofbeldis, þetta er í mínum huga haturs áróður.

Ég hef marg oft gagnrýnt Íslam en ég hef aldrei sakað múslíma um að vera fullir af hatri og vont fólk. Mín gagnrýni er á hugmyndafræði Íslams eins og t.d. að stór hluti múslíma trúir að það eigi að taka fólk af lífi ef það yfirgefur Íslam.  Hérna er t.d. Richard Dawkins að rökræða við múslíma í sjónvarpsþætti þar sem þetta kemur skýrt fram.

Þetta er aðeins eitt dæmi sem lætur mig óttast Íslam en ég hata hvorki þessa Önnu né múslíma. Ég vinn með nokkrum og allir mjög fínir, ég var í Dubai fyrir mánuði síðan og fólk var mjög vingjarnlegt þar.  Að vara við hættu er ekki hið sama og boða hatur þó að auðvitað getur verið fólk í hópnum "Mótmælum mosku á Íslandi" sem boðar hatur og vill ofbeldi en það eru misjafnir sauðir í öllum hópum. Það sem skiptir mig máli er hvað hugmyndafræðin boðar.

 


mbl.is Viltu hatur eða hús?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Ég verð að viðurkenna, sem ég veit að er mjög pólitískt óvinsælt, að ég er Mofa sammála hér. Ég vil taka harða aðstöðu með þeim gildum sem mitt menningarsvæði hefur komið sér saman um eins og t.d. trúfrelsi og tjáningarfrelsi. Þessi menningarheimur sem hallast að islam hefur andstyggð á þessum gildum. Mér finnst t.d. að þegar múgæsingin í kring um dönsku skopteikningarnar kom upp hefðu alltir vestrænir fjölmiðlar átt að birta teikningarnar Dönum til stuðnings.Við eigum að standa á því sem við teljum rétt.

Theódór Gunnarsson, 21.12.2013 kl. 23:21

2 Smámynd: Mofi

Takk Teddi, þarna komstu með annað gott dæmi sem gefur manni ástæðu til að vera ekki sama þegar maður upplifir árás á gildi sem eru manni dýrmæt.

Mofi, 23.12.2013 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803257

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband