4.12.2013 | 11:31
Á hvaða forsendum er dýraníð rangt?
Guðleysingjar náttúrulega sitja uppi með að það er ekkert raunverulega rétt eða rangt út frá þeirra heimsmynd svo þannig er það nú afgreitt.
En hvað með t.d. kristna? Það er ekkert í Nýja Testamentinu um að þetta sé rangt, eini staðurinn sem þetta er fordæmt er í Móseslögunum og kristnir eru almennt á þeirri skoðun að kristnir þurfa ekki að hlusta á Móses.
Þeir geta sagt að lögin eru skrifuð á hjarta þeirra en mér finnst það virkilega veik rök þar sem að allir geta sagt að eitthvað sé ritað á þeirra hjarta og þeir eru "leiddir af andanum". Mér finnst nokkuð greinilegt að allir þeir sem segjast vera leiddir af anda Guðs eru það engan veginn, annars er andi Guðs með virkilega skiptar skoðanir.
Hvað með bara hinn venjulega borgara sem lætur sér fátt finnast um trúmál? Á hvaða forsendum er rangt að manneskja stundi kynlíf með dýrum? Einhver getur sagt að það sé verið að brjóta á vilja dýranna en það þarf ekkert að vera. Við erum síðan að brjóta á réttri miljóna dýra á hverjum degi þegar við slátrum þeim til matar og það er örugglega meiri sársauki við það.
Bara nokkrar vangaveltur sem komu upp hjá mér við að lesa um þetta mál.
Tíu ára fangelsi fyrir samræði við geit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag, Trúmál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 803232
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvers vegna bannar Jahve dýraníð?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.12.2013 kl. 12:41
Af því að það er af hinu illa? Af því að þetta er brot á hönnun Guðs.
Mofi, 4.12.2013 kl. 13:05
Allt í lagi. Dýraníð er rangt af því að "það er af hinu illa"! Brot á hönnun guðs?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.12.2013 kl. 13:32
Já... viltu frekari útskýringu?
Mofi, 4.12.2013 kl. 13:37
Já, eiginlega. En fyrri punkturinn minn var sá að ef að guðinn þinn hefur einhverjar ástæður fyrir því að banna dýraníð, þá getur guðleysingi fordæmt dýraníð með sömu rökum.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.12.2013 kl. 17:40
Ok :) Segjum þá að þetta er bara ákvörðun Guðs. Biblían gefur ekki upp ástæðuna þó eitthvað inn í mér segir að þetta er augljóst.
Mofi, 4.12.2013 kl. 22:55
Af hverju tönglast þú á að í heimi trúleysingja sé ekkert rétt eða rangt? Þetta er svo fáránlegt og óheiðarlegt. Auðvitað vita trúleysingjar alveg hvað er rétt og rangt rétt eins og trúað fólk. Samfélagið sem hver og einn býr í kemur sér saman um skrifaðar og óskrifaðar reglur og þær segja okkur hvað er rétt og hvað er rangt. Foreldrar okkur kenna okkur að við eigum að hafa stjórn á skapi okkar, að við þurfum að taka tillit til annarra, að við þurfum stundum að sýna auðmýkt og við eigum að leitast við að koma fram við aðra eins og við viljum að komið sé fram við okkur. Svo eru skrifuð lög um það sem ekki kemur alveg af sjálfu sér.
Í mjög frumstæðu samfélagi, eins og t.d. í einangruðum dal á Nýju Gíneu er fólk sem veit alveg hvað er rétt og hvað er rangt. Það er t.d. rétt að kála öllu fólki sem dirfist að álpast inn í dalinn þinn, og það er rétt að drepa fólk sem leggur álög á aðra, og hver veit hvað. Það er bara rétt að haga sér eins og samfélagið samþykkir.
Þegar frá líður er ekki ósennilegt að margt sem okkur finnst núna alveg sjálfsagt og eðlilegt verði talið ótrúega frumstætt og rangt.
Theódór Gunnarsson, 5.12.2013 kl. 22:08
Það er bara þannig, því fyrr sem þú sættir þig við það, því fyrr getur þú lagt þessa órökréttu trú á hilluna.
Mofi, 5.12.2013 kl. 23:42
Já, einmitt Mófi. Life is not cruel, it's indifferent. Þannig er þetta bara. Ef þú lendir t.d. í því að þú ert í karabíska hafinu á brimbretti, þá getur það gerst að hákarl ákveði allt í einu að smakka á þér, eða jafnvel að éta þig. Þá gerist það bara, alveg sama hve trúaður þú ert á þetta eða hitt. Þannig er það bara. Og hákarlinn hefur enga samúð með þér, hann hefur ekki hugmynd um neitt í þá veru. Þú ert bara étinn og Guðinn þinn gerir ekkert í málinu.
Theódór Gunnarsson, 6.12.2013 kl. 23:45
Það er nokkuð rétt hjá þér, hákarlinn hefur ekki samúð með mér og étur mig en það er ekki öll sagan, Guð mun reisa mig upp á efsta degi og veita mér eilíft líf.
Mofi, 6.12.2013 kl. 23:50
Já Mófi, þessi þankagangur er mér algelega framandi. Ég skil ekkert hvað þú ert að segja. Kanske þetta virki fyfir þig af því að þú trúir því, en það get ég bara ekki ímyndað mér, en ef það er það sem þú vilt þá vona ég að þér hlotnist það. En hvenig gæti mér fundist þetta ef ég er trúleysingi. Hvaðan kemur þessi velviljli minn í þinn garð? Frá Guði?
Theódór Gunnarsson, 7.12.2013 kl. 00:04
Fyrir mig þá er þetta það sem þetta allt snýst um, að andspænis dauðanum þá er von. Ég t.d. upplifði dáldið fyrir mánuði síðan, fékk sting í brjóstið og síðan fór hjartað á miljón og mér fannst að það væri að líða yfir mig. Ég var skíthræddur um að eitthvað mjög alvarlegt var á seiði, að jafnvel ég væri að deyja. Í þannig aðstæðum þá er þessi trú mér mjög dýrmæt. En þú horfir á og hristir hausinn og hugsar "hvernig getur einhver trúað þessu". Well, það er það sem mitt blog á aðallega að vera um, af hverju ég trúi þessu.
Varðandi velvilja þá getur þú valið andúð eða velvilja svo þannig lagað séð kemur hann frá þér. Mín trú er samt að Guð er kærleikur svo þegar við upplifum kærleika eða finnum kærleika innra með okkur þá er það Guðs gjöf en ekki eitthvað sem á sinn uppruna í okkur.
Mofi, 7.12.2013 kl. 09:17
Mofi, þú ert meira andskotans fíflið. Þannig er það nú afgreitt. :)
Ég myndi nú samt ekki freistast til að hrinda þér fram af bjargbrún ef við myndum nú hittast á Látrabjargi og enginn sæi til okkar. Þó svo samkvæmt minni heimsmynd sé nákvæmlega ekkert rangt við það, eins og þú lýsir henni.
Skeggi Skaftason, 7.12.2013 kl. 11:59
Ég myndi ekki drepa þig, Mofi, vegna þess að ég elska þig, sem aðra manneskju. Þú ert manneskja eins og ég, eins og konan mín og dóttir mín.
Þú myndir ekki drepa mig af því GUÐ þinn hefur sett þér þá reglu að þú megir ekki drepa. (Nema auðvitað þegar sami Guð gefur fólki undantekningu og beinlínis skipar fólki að drepa aðrar manneskjur, en það gerir hann margoft í biblíunni þinni.)
Þú óttast að Guð muni refsa þér ef þú brýtur regluna. Svoleiðis siðferði er eins og siðferði þriggja ára barns. 'Gerðu eins og pabbi þinn segir'.
Skeggi Skaftason, 7.12.2013 kl. 12:21
Skeggi, þú ert að misskilja algjörlega. Þetta er spurning um hvort að það sé til eitthvað raunverulega rétt eða rangt. Ekki hvaða siðferði þú eða einhver annar guðleysingi kann að hafa því það siðferði getur verið svakalega gott, engin spurning.
Mofi, 7.12.2013 kl. 16:24
Takk :)
Þú ert eflaust líka með gott og þroskað siðferði og hefur tilfinningu djúpt í þinum hug og hjarta fyrir því hvað sé rétt og hvað rangt, en þarft ekki að fletta því upp í biblíunni hverju sinni.
Ég og þú og samfélag okkar mannanna er raunverulegt.
Ég þarf ekkert eðlilsfræðilögmál, einhvern "náttúrukraft" sem undirstöðu undir mitt siðferði. Það gerir það ekkert óraunverulegt.
Þannig að ég samþykki ekki þegar þú segir Guðleysingjar náttúrulega sitja uppi með að það er ekkert raunverulega rétt eða rangt út frá þeirra heimsmynd .
Er þetta ekki nógu skýrt hjá mér?
Skeggi Skaftason, 7.12.2013 kl. 19:45
Hehe :)
Ég skil vel að þú ert ekki sammála þessu en ég skil ekki hvernig þú getur verið ósammála því sem Dawkins segir þarna. Lang flestir vísindamenn sem eru þróunarsinnar eru sammála um að okkar siðferði er ímyndun, eitthvað sem varð til í gegnum tilviljanir og náttúruval og hefði getað orðið allt öðru vísi.
Svona orðaði Michael Ruse þetta:
Einn vísindamaður útskýrði málið svona:
Ég þarf að gera grein sem fer yfir þetta mál almennilega í þeirri von að þegar þið sjáið að dygðir sem ykkur þykja mikils virði eiga sér enga stoð í guðleysi að þá kannski áttið þið ykkur á því að guðleysi er ekki eins heillandi og þið hélduð.
Mofi, 7.12.2013 kl. 23:42
Nei kúturinn minn. Þú þarft ekki að skrifa enn eina greinina fyrir okkur Guðleysingjana. Okkar siðferði er alveg jafn raunverulegt og þitt, þó svo þú vísir í einhverja "yfirnáttúru" sem grundvöll fyrir þitti siðferði. Okkar siðferði er grundvallað á mannlegu samfélagi. Það er alveg raunverulegt.
Þar fyrir utan, trú á Guð og yfirnáttúrulegar siðferðisreglur tryggir ekki gott siðferði, sbr. t.d. allt barnaníðið í kaþólsku kirkjunni.
Skeggi Skaftason, 8.12.2013 kl. 08:33
Ég þarf greinilega að gera grein um þetta, þetta er sápukúla sem verður gaman að sprengja :)
Þín athugasemd síðan varðandi trú á Guð tryggir ekki gott siðferði sannar að þú skilur ekki umræðuefinð. Þetta er ekki spurning um hvort einhver getur haft gott siðferði án þess að trúa á Guð...
Mofi, 8.12.2013 kl. 10:06
Ertu sammála eða ósammála því að Guð hafi bæði heimilað og jafnvel fyrirskipað manndráp og morð í biblíunni?
Skeggi Skaftason, 8.12.2013 kl. 11:38
Ég myndi orða þetta þannig að Guð hefur dæmt fólk í Biblíunni. Hann hefur tekið burt lífsgjöfina sem Hann gaf þeim vegna þess að þetta fólk vildi ekki láta af þeirra vondu verkum. Þetta líf er síðan ekki upphaf og endir alls ef að Guð er raunverulega til.
Mofi, 9.12.2013 kl. 13:05
Já, kallaðu þetta það sem þú vilt.
Mér finnst alla vega þessi Guð þinn sem svo hagar sér enginn sérstakur allsherjargrundvöllur fyrir siðferði og tel mitt siðferði sem ég grundvalla á húmanísma alls ekkert síðra og jafn RAUNVERULEGT.
En þú skalt endilega skrifa enn einn sápukúlupistilinn.
Skeggi Skaftason, 9.12.2013 kl. 14:08
Mofi: Enn og aftur kemurðu með þessa þreyttu lummu:
Þrátt fyrir að búið sé að kveða þig margoft í kútinn hvað þetta varðar, þá heggurðu enn í sömu knérunn. En það er viðbúið, þetta lítur vel út fyrir það fólk sem þarf að fá siðgæði sitt 'installerað' frá þriðja aðila. En nóg um það, þetta er örugglega ekki í síðasta skipti sem þetta gerist.
Það sést vel í einni þulunni frá Guði þínum hvernig hann forgangsraðar á lista sínum yfir tólf bannfæringar þar sem hann, eins og hans er von og vísa, bannar að búin séu til skurðgoð í samkeppni við hann sjálfan. Fátt virðist honum meiri þyrnir í augum en samkeppni. Svo kveður hann á um að fólk skuli virða föður sinn og móður, sem er ágætt. Þá koma gamlar lummur um kynlíf með hinum og þessum sem er auðvitað eitthvað sem guð þinn er afar hugfanginn af. Hann leggur t.d. blátt bann við kynlífi með tengdamæðrum, en tengdafeður virðast fá frítt spil. Í sjöunda sæti er áminning um að samlög með skepnum séu ekki í lagi. Það er nú gott og jafnvel blessað.
En þriðja boðið á bannlistanum varðar færslu á landamerkjum. Það bann kemur beint á eftir skurðgoðabanninu og óvirðingu við foreldra þannig að það hlýtur að vega þungt.
Í ljósi þessa hlýt ég að spyrja um hvenær það kemur færsla frá þér varðandi þetta mikilvæga mál?
Óli Jón, 9.12.2013 kl. 14:26
Þú skilur ekki umræðuna, takk fyrir að segja mér það. Skilur þú virkilega ekki tilvitnanirnar sem ég vísaði í, í færslu 17?
Mofi, 9.12.2013 kl. 14:43
Skeggi, kannski sem innlegg handa mér í þannig grein þá gætir þú útskýrt fyrir mér hvernig þú skilur tilvitnanirnar tvær sem ég vísaði í, í færslu 17.
Mofi, 9.12.2013 kl. 15:21
Ég er ekki þessi "somebody" hvers hugsanir þessi Michael Ruse (sem ég þekki ekki) er að lesa.
Aftur, einhver sem ég þekki ekki að leggja einhverjum orð í munn, og skýra hvað viðkomandi hugsa á meðan!
Hverju á ég að svara? Þessir menn eru ekkert að lýsa mínum orðum eða hugsunum.
Af hverju lýsa þeir ekki bara sínum eigin hugsunum?
Skeggi Skaftason, 9.12.2013 kl. 15:36
Þessi "somebody" er allt mannkynið því að um er að ræða hvað er í gangi í hausnum á fólki ef að Þróunarkenningin sé rétt og guðleysi sé rétt.
Mofi, 9.12.2013 kl. 16:07
Ég skil þig ekki.
Þetta "above and beyond themselves" á sem sé að leiða af þróunarkenningunni??
Ertu ekki kominn fram úr þér?
Skeggi Skaftason, 9.12.2013 kl. 16:22
Nei, ég held ekki. Þróunarkenningin og guðleysi búa til ákveðinn grunn um hvernig raunveruleikinn er.
Mofi, 9.12.2013 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.