Hverju trúir þú í raun og veru?

CSlewisquotesdesireWALLPAPERLDStemple1Ég rakst á skemmtilega tilvitnun frá C.S.Lewis sem mér finnst vera virkilega góð en hún hljómar svona:

C.S.Lewis
You never know how much you really believe anything until its truth or falsehood becomes a matter of life and death to you

Guðleysingar trúa mörgu sem mér finnst virkilega erfitt að trúa, atriði eins og eftirfarandi:

  • Enginn skapari orsakaði alheiminn
  • Lögmál náttúrunni einhvern veginn urðu þannig að þau leyfa tilvist okkar og tilvist pláneta og tilvíst lífs
  • Líf kviknaði einhvern veginn af sjálfu sér
  • Öll undur náttúrunnar urðu til út frá náttúrulegum ferlum þar sem tilviljun spilar aðal sköpunar hlutverkið
  • Náttúrulegir ferlar sem hafa ekkert siðferði eða vitsmuni orsökuðu verur eins og mannkynið sem hafa siðferði og hafa vitsmuni

Svo nokkur dæmi séu tekin.  En í ljósi orða C.S.Lewis, eru þetta atriði sem guðleysingjar trúa af slíkum sannfæringar krafti að jafnvel ef lífið lægi við þá héldu þeir við þessa trú?  Það er líklegast engin leið til að komast að því fyrr en lífið virkilega liggur við. En samt, þeir sem hafa góðan skammt af gáfum munu spyrja sig, hvað ef að dauðinn væri rétt handan við dyrnar, væri þetta þá samt mín sannfæring?

Ég vona ekki, þeirra vegna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Spurningin ætti frekar að vera;

Hvert gæti verið besta veganestið/leiðarljósið/stefnan inn í framtíðina?

=Hver stendur næst "GUÐI" í raun?

Væntnlega er þá boðskapur kristinnar trúar góð kjölfesta en þó þurfum við að vera opin fyrir nýrri VISKU ef hún getur reynst vel/er hjálpandi.

Í staðnn fyrir að henda kirkjunni á haugana að þá ætti að huga betur að innihaldinu.

=Mættu biskupar / prestar t.d. bjóða upp á spurningar & svör inni í kirkjunum sjálfum?

Jón Þórhallsson, 31.10.2013 kl. 09:13

2 Smámynd: Mofi

Það er líka fín spurning en allt, allt önnur.  Ég er að reyna að fá guðleysingjana til að íhuga sína afstöðu og velta fyrir sér hvort sé svo vel ígrunduð.

Ég er sammála að kristnir ættu að vera opnir fyrir nýrri visku en samt frá kristnu sjónarmiði þá þarf hún að standast kröfur Biblíunnar sem kemur vel fram í Jesaja 8:20

Isa 8:20  To the law and to the testimony: if they speak not according to this word, it is because there is no light in them. 

Guð er ekki að fara að boða einhvern nýjan sannleika sem er á skjön við það sem Hann hefur þegar boðað. Nema í þeim skilningi að aðstæður okkar breytast og þá eru kannski önnur ráð betri fyrir nýja tíma. Frá mínum sjónarhól þá er mér nokkuð sama hvað prestar segja, ekkert mikið að því að hlusta á þá ef ske kynni að maður gæti lært eitthvað en Biblían er það sem máli skiptir.

Mofi, 31.10.2013 kl. 09:36

3 Smámynd: admirale

Sæll, mofi.

Ef að eitthvað sem hefur ekki siðferði eða vitsmuni getur ekki orsakað verur sem hafa siðferði eða vitsmuni, þá eru verur sem hafa siðferði og vitsmuni ekki til. ;)

Annars áhugaverður punktur. Það vill nú einmitt svo til að í þeim vanþróuðustu ríkjum heims, þar sem fólk býr við hvað erfiðustu aðstæður, þar sem fólk þarf að berjast við það eitt að halda lífi, þá eru trúarbrögð mun algengari en ella.

Það þarf ekki að vera rökrétt, maðurinn grípur í allskonar hálmstrá í örvæntingu sinni.

admirale, 31.10.2013 kl. 18:14

4 Smámynd: Mofi

Sæll admirale

Þar sem vitsmunaverur eru til þá... :)

Ekki kannski í miklu mæli en samt.

En eru atriđin sem ég bendi á, eru það atriði sem þù myndir leggja lífið þitt að veði fyrir? Að þú ert svo sannfærður um að þetta sé sátt?

Mofi, 1.11.2013 kl. 09:33

5 Smámynd: admirale

Ertu svo sannfærður um að guð múslima sé ekki rétti guðinn að þú myndir leggja líf þitt að veði?

Er þetta ekki svolítið kjánaleg spurning?

admirale, 4.11.2013 kl. 18:05

6 Smámynd: Mofi

Nei, þetta er fín spurning, ég myndi leggja líf mitt ađ veði að minn Guð er hinn sanni Guð og guð Kóransins er það ekki.

Mofi, 8.11.2013 kl. 07:50

7 Smámynd: Theódór Gunnarsson

 Mófi,

Ég trúi því ekki að enginn skapari hafi orsakað alheiminn. Ég hef bara ekki hugmynd um það og sé ekkert sem bendir til þess.

Það er hinsvegar bláköld staðreynd að lögmál náttúrunnar urðu þannig að þau gerðu lífið hér mögulegt, hvort sem það gerðist fyrir tilverknað einhvers skapara eða af einhverri annarri ástæðu.

Ég trúleysinginn trúi því ekki að lífið hafi einhvernvegin kviknað af sjálfu sér. Ég veit það einfaldlega ekki. Mér finnst hinsvega sennilegt að einhversstaðar í alheiminum hafi það einhvervegin kviknað án tilverknaðar einhverrar vitsmunaveru.

Það er augljóst, þegar búið er að benda manni á það og sýna fram á það með skýrum rökum og sönnunum að lífið þróast og að lífríkið sem við sjáum í dag er afleiðing slíks ferlis.

Siðferði er ekkert annað en reglur sem dýr koma sér saman um að lifa eftir til að geta lifað í sátt og samlyndi. Siðferði manna er bara mjög flókið slíkt regluverk. Allar félagsverur hafa siðferði sinnar tegundar.

Theódór Gunnarsson, 8.11.2013 kl. 19:24

8 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Admirale,

Gæti það sem þú ert að benda á í #3 ekki líka verið vegna þess að þeir sem búa við örbyrgð séu illa upplýstir og ómenntaðir? Það er oft skýring á bókstafstrú.

Svo held ég að skýringin sé oft sú mikla þörf sem fólk hefur fyrir réttlæti. Það blasir við að oft nær réttlætið ekki fram að ganga og þess vegna er svo freystandi að trúa því að því verði að lokum fullnægt þrátt fyrir allt.

Theódór Gunnarsson, 8.11.2013 kl. 19:51

9 Smámynd: Mofi

Ég veit hver þín afstaða er en ef við setjum þetta upp eins og ég geri í greininni?

Hvað með jafnvel enn öfgakenndari útgáfa af veðmáli Pascals, hérna eru valmöguleikararnir.

  1. Lífið, með sínu DNA forritunarmáli og gífurlegu magni af upplýsingum um hvernig á að gera mótora og alls konar þannig vélar sem búa til vél sem getur aflað sér matar, losað sig við úrgang og búið til afrit af sjálfu sér og þetta var búið til af hönnuði.
    Ef þú velur þetta og þetta er rétt þá verður þú ekki tekinn af lífi.
  2. Lífið einhvern vegin kviknaði án hönnuðar.
    Ef þú velur þennan valkost og hann er réttur þá verður þú tekinn af lífi.

Svo, hvað velur þú?  Í mínum augum þá er þetta alveg ágæt framsetning á þeim valmöguleika sem guðleysingjar standa frammi fyrir.

Theódór
Siðferði er ekkert annað en reglur sem dýr koma sér saman um að lifa eftir til að geta lifað í sátt og samlyndi. Siðferði manna er bara mjög flókið slíkt regluverk. Allar félagsverur hafa siðferði sinnar tegundar

Hvað finnst þér um þessa greiningu C.S.Lewis á siðferði: http://www.youtube.com/watch?v=KdHV_cT-C00

Mofi, 13.11.2013 kl. 11:04

10 Smámynd: admirale

mofi, myndi guðinn þinn ekki sjá í gegnum það ef ég myndi þykjast trúa á hann?

Ég spyr því að ég er 0% sannfærður um tilvist guðsins þíns, ég tel mig ekki hafa nokkra örðu af ástæðu til þess að halda að hann sé, geti eða hafi nokkurn tímann verið til. Ef það á að breytast þá þarf eitthvað til þess að sannfæra mig. Ef ég ætlaði að sannfæra mig sjálfur þá þyrfti ég að valda sjálfum mér alvarlegum heilaskaða þar sem að í núverandi ástandi er ég ekki fær um að setja saman rökrétta rökleiðslu sem að leiðir mig að þeirri niðurstöðu að guðinn þinn sé eða geti mögulega verið til. Ég get heldur ekki litið framhjá því og trúað þrátt fyrir að hafa enga rökrétta ástæðu til, hugur minn virkar ekki á þann hátt.

Væntanlega þýðir það að guðinn þinn mun senda mig til helvítis, taka mig af lífi eða hvað sem að hann á að gera samkvæmt þér, hann gerir það þar sem ég er ekki fær um að trúa á tilvist hans.

Það hljómar álíka gáfulega og að drepa belju fyrir að vera með spena.

Það veldur mér samt sem áður engum áhyggjum þar sem ég trúi því ekki að hann eða nokkur annar guð sé til, og því tel ég ekki að mín afstaða gagnvart þínum guðshugmyndum hafi nokkrar afleiðingar varðandi hvað gerist þegar tími minn er útrunninn.

Ég sé það ekki sem svo að ég sé að leggja neitt að veði. Það sem þú telur mig vera að leggja undir (eftirlífið) er ekki til.

Þetta er ein af fjölmörgum ástæðum þess að veðmál Pascal er meðal heimskulegri röksemdafærslna.

admirale, 13.11.2013 kl. 18:27

11 Smámynd: Mofi

admirale
Ég get heldur ekki litið framhjá því og trúað þrátt fyrir að hafa enga rökrétta ástæðu til, hugur minn virkar ekki á þann hátt.

Þú sérð ekkert rökrétt við að forritunarmál, gífurlegt magn af upplýsingum um hvernig á að búa til flóknar vélar, að það sé best útskýrt með hönnun?

Mofi, 14.11.2013 kl. 09:22

12 Smámynd: admirale

Hefur ekkert að gera með það sem ég var að segja. En við getum alveg byrjað á þessari forsendu ef þú vilt:

"Allur hinn rannsakanlegi alheimur, allt frá stjörnukerfum til skordýra, er afleiðing meðvitaðrar hönnunar. "

Það breytir engu varðandi það hvort að guðinn þinn, Jahve guð biblíunnar sé eða hafi einhverntímann verið til.

admirale, 14.11.2013 kl. 16:46

13 Smámynd: Mofi

Ég nenni ekki svona rugli.

Mofi, 14.11.2013 kl. 16:52

14 Smámynd: admirale

Það getur verið ágætis afþreying. :)

Ég held bara að þú sért ekki búinn að hugsa þetta til enda.

admirale, 15.11.2013 kl. 16:16

15 Smámynd: Mofi

Ég held að þú ert að reyna að rífast en ekki ræða málin í hreinskilni og einlægni

Mofi, 16.11.2013 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband