Sannleikurinn um helvíti

Hérna er myndband sem fer yfir hve glórulaus og ill hugmyndin um eilífar kvalir í helvíti er.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, mér finnst kaflinn í myndbandinu sem fjallar um hvernig eldur virkar venjulega áhugaverður. Heldurðu s.s. að guð muni eyða mig og fleira fólk með því að brenna mig með venjulegum eldi (svona svipað og nornir voru brenndar hér áður fyrr?). Hvernig skilur þú ummæli Jesú um að eldurinn slokkni ekki og að ormurinn deyi ekki? Slokkna ekki venjulegir eldar og deyja ekki ormar í eldi?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.10.2013 kl. 17:33

2 Smámynd: Mofi

Ég vil ekki gera lítið úr refsingunni sem Biblían talar um, já ég trúi að um er að ræða venjulegan eld. Samt þá trúi ég því að þjáningarnar verði í samræmi við syndirnar, sumir myndu einfaldlega sofna og ekki finna neitt á meðan aðrir þjást meira.

Hjalti
Hvernig skilur þú ummæli Jesú um að eldurinn slokkni ekki og að ormurinn deyi ekki? Slokkna ekki venjulegir eldar og deyja ekki ormar í eldi?

Þarna vitnar Jesú í Jesaja 66

Jesaja 66:24
Þeir munu ganga út og sjá lík þeirra sem risu gegn mér.
Hvorki deyja í þeim maðkarnir né slokknar í þeim eldurinn
og þeir verða öllum mönnum viðurstyggð.

Ég sé einfaldlega algjöra eyðingu og ef að það er bókstaflegt að eldurinn virkilega slokknar ekki og þarna verða ódauðlegir ormar þá þýðir það ekki að "líkin" séu lifandi og séu að þjást. 

Mofi, 10.10.2013 kl. 10:24

3 Smámynd: Mofi

Smá viðbót við þetta frá www.helltruth.com

www.helltruth.com
It is this natural sense of the word “quench” that we find used in the Bible.  The Lord through Jeremiah declared to the ancient Jews, “If you will not hearken unto me, … then will I kindle a fire in the gates thereof [of Jerusalem], and it shall devour the palaces of Jerusalem, and it shall not be quenched.”  Jeremiah 17:27.  (In the Septuagint the very same Greek root is here used for “quenched” as in Mark 9.)  In 2 Chronicles 36:19-21 we read of the literal fulfillment of this prophecy when the Babylonians put the torch to the city.  Is that fire still burning?  Are those Jewish “palaces” ever consuming, but never quite consumed?  How preposterous, you say.  Then why should anyone wish to take Christ’s statement in Mark 9 and force from it the conclusion that the judgment fire will never end; and then build upon this conclusion that the wicked will ever be consuming, but never quite consumed; and then finally rear upon this the conclusion that therefore the wicked have immortal souls?

Þannig að notkun Biblíunnar á þessum orðum er ekki þannig að maður ætti að skilja að um sé að ræða að eldurinn logi að eilífu.

Mofi, 10.10.2013 kl. 11:21

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég sé einfaldlega algjöra eyðingu og ef að það er bókstaflegt að eldurinn virkilega slokknar ekki og þarna verða ódauðlegir ormar þá þýðir það ekki að "líkin" séu lifandi og séu að þjást.

Það er alveg rétt. En þú ert að rökin hrekja þessi rök: "Ormarnir deyja ekki í eldinum, þar af leiðandi mun fólk ekki heldur deyja."

Ég var ekki að segja það. Það sem ég var að segja er að eftirfarandi rök, sem stór hluti  myndbandsins fjallar um virka ekki: "Venjulegur eldur eyðir líkömum, þar af leiðandi getur fólkið ekki verið að brenna að eilífu í eldinum."

Ég er að benda á að þetta tal um "venjulegan eld" (t.d. 03:00 "Have you ever thought about how fire works?) og hvernig hlutir brenna venjulega virkar ekki þar sem að talið um óslökkvandi eld og orma sem deyja ekki bendir til þess að það sé ekki um venjulega hluti að ræða.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.10.2013 kl. 15:45

5 Smámynd: Mofi

Það er alveg góður punktur en það sem mér finnst trompa þetta er að textinn talar um "líkin" en ekki... eitthvað sem enginn hefur séð, einhvers konar verur sem eru að þjást í eldi en eldurinn er ekki að virka eins og við erum von að hann geri. Síðan ormarnir og eldurinn, eða versið sem Jesús vitnar í, þar dó eldurinn út svo það er bara eins og út frá því hvernig Biblían notar þessi orð þá þýða þau ekki að eldurinn muno loga að eilífu.

Mofi, 12.10.2013 kl. 17:44

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, ég er alls ekki að mótmæla því að í Jesaja er alls ekki um helvíti að ræða. Það er augljóst.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.10.2013 kl. 18:49

7 Smámynd: Skeggi Skaftason

Algóður guð ætlar sem sé að brenna fólk í venjulegum hefðbundunm eldi.

Holý crap!

Mofi segir:

... ég trúi að um er að ræða venjulegan eld. Samt þá trúi ég því að þjáningarnar verði í samræmi við syndirnar, sumir myndu einfaldlega sofna og ekki finna neitt á meðan aðrir þjást meira.

Í okkar samfélagi í dag og í hinum vestrænum heimi og víðar þykja pyntingar ómannúðlegar og ekki koma til greina sem refsingar. ENGINN dómstóll í siðmenntuðu landi myndi dæma nokkurn mann til að brenna í eldi.

En Guði þykir það viðeignandi refsing.

Þessi Guð þinn, mér heyrist hann bara alls ekki vera siðmenntaður! Bara eiginlega barbarískur fornaldarguð.

Ertu viss um að þú viljir aðhyllast hann?

Skeggi Skaftason, 14.10.2013 kl. 13:21

8 Smámynd: Mofi

Eins og ég sagði þá trúi ég að þjáningarnar verða í samræmi við glæpina þannig að margir myndu líklegast ekki finna neitt.  Eyðingin er nauðsynleg ef það á að vera hægt að byrja upp á nýtt, þjáningin er bara réttlát ef hún er í samræmi við syndirnar og endalokin er það sem guðleysingjar trúa þegar að muni gerast sem er að viðkomandi hættir að vera til.

Þannig, já, þetta er ekki eitthvað sem lætur mig efast um kærleika eða réttlæti Guðs.

Mofi, 14.10.2013 kl. 13:56

9 Smámynd: Skeggi Skaftason

ok.

Svo í þínum huga er kvalafullur dauðdagi stundum réttlát refsing.

Athyglisvert.

Þegar Bandaríkin dæma menn til dauða og taka af lífi t.d. morðingja sem hafa drepið einhvern á kvalafullan hátt, ætti fyrst að pynta viðkomandi, en ekki bara taka af lífi á sársaukaminnsta hátt? Kannski skera af honum útlimi og kynfæri? Væri það "réttlát" refsing fyrir slíkan glæpamann?

Skeggi Skaftason, 14.10.2013 kl. 15:22

10 Smámynd: Mofi

Skeggi
Svo í þínum huga er kvalafullur dauðdagi stundum réttlát refsing.

Þú ert ekkert að lesa hvað ég er að segja er það nokkuð?

Mofi, 15.10.2013 kl. 08:08

11 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Skeggi, guðinum hans Mofa finnst rétt að:

1) grýta fólk fyrir að vinna á laugardögum

2) grýta fólk fyrir að boða aðra trú.

3) brenna dætur presta fyrir kynlíf utan hjónaband.

Guðinn hans er augljóslega sáttur við grimmilegar aftökuaðferðir.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.10.2013 kl. 13:29

12 Smámynd: Mofi

Það má alveg segja það að Guð hefði getað látið þetta fólk bara sofna og ekki vakna aftur en það hefði verið lítil viðvörun til annara varðandi alvarleika syndarinnar og hennar endanlegu afleiðingar.  Er kannski aðal vandamálið í ykkar augum er að Guð yfirhöfuð dirfist að refsa?

Mofi, 18.10.2013 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband