Ben Carson um sönnungögn fyrir tilvist Guðs

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: admirale

Heilinn er flókinn, þar af leiðandi Guð. 

admirale, 22.9.2013 kl. 20:58

2 Smámynd: Mofi

admirale, þetta er bara heimskulegt.  Þetta er eins og einhver sem gagnrýnir að maður ályktar að andlitin í Rushmore fjallinu þurfi hönnuð.  Hérna sérðu ummerki hönnunar en hafnar þeim aðeins vegna þess að þú hefur eitthvað á móti Guði. Það er ekki eins og þú hafir einhver gögn sem styðja að náttúruval og stökkbreytingar settu saman heilann. Að ferli sem hafa ekki siðferði, kærleika, meðvitun og rökhugsun orsökuðu þessa eiginleika. Það er einfaldlega ekkert rökrétt við þína afstöðu.

Mofi, 25.9.2013 kl. 08:38

3 Smámynd: admirale

Ég gagnrýni ekkert þá staðhæfingu að andlitin í Rushmore hafi verið hönnuð og smíðuð af fólki. Enda hef ég séð alveg ágætis sönnunargögn fyrir því, t.d. til alveg haugur af ljósmyndum sem teknar voru í gegnum ferlið og einnig bera stytturnar sama handbragð og hægt er að finna á öðrum manngerðum styttum.

Ef þú getur sýnt mér sambærileg sönnunargögn fyrir því að heilinn hafi verið hannaður af guðinum þínum, þá skal ég samþykkja það líka.

Mín afstaða eða sannleiksgildi hennar kemur málinu ekki við. Þótt að mitt svar sé rangt, þá er þitt svar ekki endilega rétt. Við gætum báðir haft rangt fyrir okkur.

Sönnunarbyrði er einföld, mofi. Sá sem heldur fram staðhæfingunni á sönnunarbyrðina.

Þú segir: Guð hannaði mannsheilann.

Ég segi: Sannaðu það.

Þú sannar ekki staðhæfinguna þína með því að grafa undan einhverri gagnstæðri staðhæfingu.

admirale, 26.9.2013 kl. 14:47

4 Smámynd: Mofi

Er það ástæðan?  Að þú hefur séð sjónarvotta vitnisburð og myndir að þú ályktar að andlitin í Rushmore fjallinu eru ekki orsökuð af náttúrulegum ferlum?

Mofi, 29.9.2013 kl. 13:39

5 Smámynd: admirale

Ég hef séð ljósmyndir af byggingu skúlptúranna. Myndirnar gætu verið falsaðar, en það er þó ólíklegt þar sem þær líta mjög raunverulega út og það var ekki búið að finna upp Photoshop árið 1930. Einnig get ég ekki séð hver mótífin ættu að vera fyrir því að láta eins og stytturnar séu manngerðar ef þær eru það ekki. 

Þar að auki eru einnig til detailaðar myndir af fullkláruðu verkinu, og það ber nákvæmlega öll einkenni manngerðs skúlptúrs.  Ávalar línur, samhverfa og greinileg andlitsform (ekkert fuzzy, skýr augu+munnur+nef+enni (andlit af manneskjum sem til eru ennþá eldri ljósmyndir og teikningar af)). Einnig skera þessar styttur sig virkilega vel út úr umhverfinu í kring. 

Semsagt, allt sem ég hef séð um þessi verk bendir til þess að þau séu smíðuð af mönnum og ekkert sem ég hef séð er í mótsögn við það. Þessvegna tel ég að  Mt. Rushmore stytturnar séu smíðaðar af fólki.  

En ég hef svosem ekki farið og skoðað verkið með berum augum, þannig eftir því sem ég best veit, þá gæti verið að verkið sé yfir höfuð ekki til. En ég samþykki þó gögnin sem ég hef séð þar til annað kemur í ljós.  

En sure, ef þú sýnir mér lífveru sem hefur endaþarm sem er nákvæmlega eins og andlitið á Abraham Lincoln, þá hefur þessi samlíking kannski eitthvað gildi.  

admirale, 29.9.2013 kl. 16:35

6 Smámynd: Mofi

Þetta er ekki svar við spurningunni...

Mofi, 29.9.2013 kl. 16:48

7 Smámynd: admirale

Þú vilt vita ástæðuna fyrir því að ég álykta að Mt. Rushmore stytturnar séu ekki orsakaðar af náttúrulegum ferlum.  (náttúruleg ferli skilgreind sem allt sem stýrist ekki af meðvituðum verum, rétt?) 

Ástæðan er sú að ég tel að Mt. Rushmore stytturnar séu hannaðar og smíðaðar af fólki og ég tel að svo sé vegna ástæðnanna sem ég gaf þér hér að ofan. 

Ef þú varst að spyrja um eitthvað annað, þá skil ég ekki spurninguna. Þú varst kannski að gera tilraun til þess að setja biblíuna á sama stall og gögnin sem við höfum um smíði Mt. Rushmore?  

admirale, 29.9.2013 kl. 16:55

8 Smámynd: Mofi

Nei, ég er að athuga hvort að heilinn á þér virkar... gengur frekar illa. Ég þarf engar bækur eða myndir til að segja mér að Rushmore stytturnar voru ekki gerðar af náttúrulegum ferlum. Þú virðist haldinn mjög órökréttri afneitun ef þú átt í erfiðleikum með að sjá það.

Mofi, 29.9.2013 kl. 19:41

9 Smámynd: admirale

Að sjálfsögðu var mannleg hönnun mín fyrsta ágiskun þegar ég sá Mt. Rushmore í fyrsta skipti. En það er einkumm vegna þessara eiginleika sem ég nefndi, samhverfan, ávölu línurnar, þessi greinilegu andlitsform og einnig tengi ég þetta verk við aðra skúlptúra sem ég hef séð og veit að eru hannaðir. Myndi ég halda allavega, þetta gerist náttúrulega allt ómeðvitað og meðvitaða útskýringin kemur ekki fyrr en eftir á.  

En í þessu samhengi er mín eða þín upplifun aukaatriði. Við erum að reyna að komast að því hvað er raunverulega satt, ekki bara hvað okkur finnst vera satt.

Ef ég væri að tala við mann sem að myndar ekki sömu tengingu eða mann sem að telur að hugsanlega séu aðrar skýringar, þá get ég sýnt honum sönnunargögnin og í þessu tilfelli ættu þau að duga til þess að sýna fram á Mt. Rushmore er afleiðing hönnunar. 

Ef þú getur ekki uppfyllt þína sönnunarbyrði á sama hátt varðandi þessi lífefnakerfi, þá er þetta bara þín skoðun eða þín upplifun og enging ástæða fyrir þig að ætlast til þess að annað fólk muni trúa þér.  

admirale, 29.9.2013 kl. 20:28

10 Smámynd: Mofi

Svakalega var þetta erfitt, af hverju?

En já, þetta er upplifunin og upplifun flestra, kannski eru einhverjir einstaklingar undantekningin en það er allt til skrítið fólk til en látum það vera í bili.

Þá er einmitt málið að þetta lítur út fyrir að vera hannað, við könnumst við hvernig vitrænir hönnuður gera svona og sjáum ekki náttúrulega ferla hanna svona. 

Fyrir mitt leiti þá strax hallar mjög mikið á þá hugmynd að náttúrulegir ferlar orsökuðu þetta og aðeins með mjög góðum sönnunargögnum sem fara á móti því sem mér finnst eðlilegast og rökréttast.  Ég sé ekkert þannig eftir öll þessi ár að leita og tala við hvern þann sem hefur þessa skoðun.

Mofi, 30.9.2013 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 803235

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband