13.9.2013 | 09:37
"Vélrænir" gírar finnast í skordýri
Hérna er skemmtilegt dæmi þar sem við sjáum augljós merki um hönnun í náttúrunni, skordýr sem hefur gíra sem líta alveg eins út og vélrænir gírar. Myndin hérna til hægri sýnir hvernig þetta er.
Dýrið notar gírana til að samræma fæturnar þegar það stekkur því að ef að önnur löppin er aðeins of sein þá færi dýrið eitthvert allt annað en áætlunin var. Þarna sjáum við virkilega fágaða og úthugsuða verkfræðilega lausn.
Þróunarkenningin verður fáránlegri og fáránlegri eftir því sem við lærum meira um náttúruna.
Hérna er fjallað um þessa rannsókn:
http://www.sciencemag.org/content/341/6151/1254.full
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Heimspeki, Menning og listir, Trúmál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 803235
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er alveg magnað!
Þ.e.. ekki uppgötvunin - heldur er megnað að þetta þyki þér afsanna þróunarkenninguna, og bera merki um hönnun, á meðan ég sé hið gagnstæða.
Við hverju ætti maður að búast, ef dýr þróast á þann hátt að það að stökkva nákvæmlega, og hratt, gerir því auðveldara að lifa af, og afkvæmum þess? Vitanlega þróast eitthvað sem lítur út eins og tannhjól. Það er náttúrulega bara fullkomlega eðlilegt.
Gaman alltaf að sjá hvernig við horfum á sömu gögn, en komumst að andstæðum niðurstöðum.
Tómas, 13.9.2013 kl. 13:50
Þú sérð hvernig tilviljanakenndar breytingar á DNA fari að því að búa til gíra? Hvernig sérðu fyrir þér fyrsta skrefið og hvað gerði það eiginlega? Fyrsta tannhjólið, hvað var það að gera?
Ég... get ekki neitað því en fyrir mitt leiti ertu að ljúga. Það er eina útskýringin sem ég get ímyndað mér sem gæti útskýrt þessa athugasemd þína.
Mofi, 13.9.2013 kl. 14:38
Mofi: Gefum okkur að guð þinn hafi hannað þessi tannhjól og sett í þetta Guðs útvalda skordýr. Af hverju skellti hann þessu ekki í öll stökkvandi skordýr. Elskaði hann þessa tegund meira en aðrar? Eru öll hin skordýrin ekki þess verð að njóta himneskrar hönnunar? Þau skordýr hafa líklega ekki sama stökkkraft og þessi Guðs útvalda padda og standa því höllum fótum í lífsbaráttunni.
Nú veit ég að þú segist ekki vita þetta og treysta bara Guði til þess að gera það sem er rétt í málinu. En hvað um öll hönnunarmistökin sem Guð þinn hefur gert í gegnum tíðina? Fær hann last fyrir þau frá þér í bland við lofið? Sem dæmi hlýt ég að taka Afríska augnorminn sem er illyrmi í orðsins fyllstu merkingu. Er hann dæmi um hönnunarmistök sem ber að lasta eða er hann að hegða sér í samræmi við það sem hann var hannaður af Guði til þess að gera?
Þú mátt nefnilega ekki týna bara bestu ávextina af lægstu greinunum og skilja þá mygluðu og ónýtu eftir. Það er, eins og einhver myndi segja, óheiðarlegt!
Óli Jón, 13.9.2013 kl. 14:59
Ég er ekki að ljúga Mofi minn.
"Fyrsta tannhjólið, hvað var það að gera?". Þessi spurning er af sama meiði og "hvernig gátu spendýr séð eitthvað, áður en fyrsta augað þróaðist".
Ef þú heldur að fyrst hafi eitt tannhjól þróast, og svo hitt komið, þá ertu með stórundarlega sýn á það hvernig þróunarkenningin virkar.
Ég get bara vel ímyndað mér hvernig svona lagað gæti þróast. Ef við myndum rekja ættarsögu eins svona dýrs gegnum árhundraðþúsundin, þá væri líklegt að eftir því sem aftar við færum yrðu "tannhjólin" lélegri. Færri og klunnalegri tennur. Á endanum gæti verið að við hættum að sjá tannhjól úr þessu, og þetta væru bara nokkrar "tennur" eða hnúðar sem læsast saman við stökk, sem myndi alveg hjálpa dýrinu að lifa betur af.
En.. Ég er ekki líffræðingur, né sérlega fróður um þessi mál yfir höfuð (ekki frekar en hver annar leikmaður í þessum efnum), svo það getur vel verið að sé til mun betri útskýring frá sjónarmiði þróunarkenningar. Ég þarf heldur ekkert að sanna það hvernig þetta dýr þróaðist, til þess að afsanna að einhver guð hafi skapað dýrið.
En að þú stökkvir á það að ég sé að ljúga.. það þykir mér leitt. Ég hélt að það ríkti amk. meira traust milli okkar en þetta.
Tómas, 13.9.2013 kl. 15:07
Óli Jón, þetta er kannski í fleiri dýrum, við erum ekki búin að vera að rannsaka dýrin svona nákvæmlega í langan tíma. En já, ég er á því að Guð elskar sumar tegundir meira en aðrar, get ekki horft fram hjá þessu: http://www.themost10.com/10-most-ugliest-animals-in-the-world/
Að mínu mati þá eru dæmin um gallaða hönnun ekki í alvöru gölluð hönnun heldur eitthvað sem hefur bilað. Ég get séð hönnun í Ferrarí þó að hann lenti í árekstri og er allur í skralli. Ég lít ekki á þennan heim sem eins og Guð vill að heimurinn sé heldur eitthvað sem bilað.
Mofi, 13.9.2013 kl. 15:52
Nei, menn geta bullað upp smá virkni með einhverjum ljósnæmum blettum en það er engan veginn hið sama í gangi hérna.
Ég veit að Þróunarkenningin virkar ekki en það er önnur umræða. Þarna ertu með eitthvað sem er samsett úr mörgum hlutum, horfðu bara á myndina... hvernig fer þetta að myndast í litlum tilviljanakenndum skrefum og hvaða virkni hafði hvert skref?
Þú þarft að vera með eitthvað sem grípur í og eitt er ekki nóg, það snýst ekki mikið með einhverju einu.
Það er eitt að trúa að þetta geti þróast en annað að segja að þetta lítur úr fyrir að hafa þróast. Það er viðhorf sem ég læt ekki bjóða mér, ef þú segir ekki að þetta lítur út fyrir að vera hannað þá er okkar samskiptum lokið. Það er bara viðhorf sem gerir mig geðveikan og til að forða mér frá því að vera lokaður inni á kleppi þá verð ég að losa mig við viðhorf sem fara ógeðslega í taugarnar á mér, eru mér óskiljanleg og gera mig reiðan í marga daga eftir að ég rekst á þau.
Svo, þú vonandi fyrirgefur en ég get ekki átt í samskiptum við þá aðila sem hafa það viðhorf að þetta lítur út fyrir að hafa þróast.
Mofi, 13.9.2013 kl. 16:04
Ég sagði hvergi að þetta líti ekki út fyrir að vera hannað.
Það er margt í náttúrunni sem lítur út fyrir að vera hannað. En þróunarkenningin hefur sýnt okkur að náttúrulega skýringu er að finna fyrir þeim flestum, ef ekki öllum. Ég ætla að leggja mitt veð að náttúrulegri útskýringu fyrir þessum "tannhjólum", jafnvel þótt ég viti ekki nákvæmlega hvernig það þróaðist.
Tómas, 13.9.2013 kl. 16:17
Tómas, mikill léttir að heyra það.
Hvað finnst þér vera gott dæmi um hvernig þróunarkenningin hefur sýnt okkur að eitthvað sem leit út fyrir að vera hannað er hægt að útskýra á annan hátt og þá helst þann hátt að gögn styðja að það var þannig sem þetta gerðist.
Mofi, 13.9.2013 kl. 17:57
Ég veit að við erum ekki sammála, en: http://en.wikipedia.org/wiki/Evolution_of_the_eye.
Ágætt dæmi þar sem vísindamenn hafa beitt þróunarkenningunni og fundið mögulega skýringu, þar sem upphaflega virtist augljóst að um hönnun væri að ræða.
Tómas, 14.9.2013 kl. 13:07
Tómas, hérna er smá innsýn í hvað er raunverulega að gerast þegar kemur að sjóninni.
Þróunarsinnar þurfa að trúa því að svona ferli og örugglega einhver afbrygði af því hafi orðið til fyrir tilviljanakenndar stökkbreytingar á DNA plús náttúruval oft og mörgum sinnum.
Það er alveg rétt að það eru til dæmi þar sem þróunarsinnar hafa komið upp með mögulega útskýringu en í lang flestum tilfellum erum við að tala um sögu sem fræðilega geti verið rétt en vantar allt kjöt á beinin og vantar alveg rannsóknir til að styðja söguna svo menn taka þessum sögum í blindri trú. Pun intended :)
Mofi, 16.9.2013 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.