"Vélrænir" gírar finnast í skordýri

Gears_Insect

Hérna er skemmtilegt dæmi þar sem við sjáum augljós merki um hönnun í náttúrunni, skordýr sem hefur gíra sem líta alveg eins út og vélrænir gírar. Myndin hérna til hægri sýnir hvernig þetta er.
 
Dýrið notar gírana til að samræma fæturnar þegar það stekkur því að ef að önnur löppin er aðeins of sein þá færi dýrið eitthvert allt annað en áætlunin var.  Þarna sjáum við virkilega fágaða og úthugsuða verkfræðilega lausn.
 
Þróunarkenningin verður fáránlegri og fáránlegri eftir því sem við lærum meira um náttúruna.
 
Hérna er fjallað um þessa rannsókn:

http://www.sciencemag.org/content/341/6151/1254.full


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas

Þetta er alveg magnað!

Þ.e.. ekki uppgötvunin - heldur er megnað að þetta þyki þér afsanna þróunarkenninguna, og bera merki um hönnun, á meðan ég sé hið gagnstæða.

Við hverju ætti maður að búast, ef dýr þróast á þann hátt að það að stökkva nákvæmlega, og hratt, gerir því auðveldara að lifa af, og afkvæmum þess? Vitanlega þróast eitthvað sem lítur út eins og tannhjól. Það er náttúrulega bara fullkomlega eðlilegt.

Gaman alltaf að sjá hvernig við horfum á sömu gögn, en komumst að andstæðum niðurstöðum.

Tómas, 13.9.2013 kl. 13:50

2 Smámynd: Mofi

Þú sérð hvernig tilviljanakenndar breytingar á DNA fari að því að búa til gíra?  Hvernig sérðu fyrir þér fyrsta skrefið og hvað gerði það eiginlega? Fyrsta tannhjólið, hvað var það að gera?

Ég... get ekki neitað því en fyrir mitt leiti ertu að ljúga. Það er eina útskýringin sem ég get ímyndað mér sem gæti útskýrt þessa athugasemd þína.

Mofi, 13.9.2013 kl. 14:38

3 Smámynd: Óli Jón

Mofi: Gefum okkur að guð þinn hafi hannað þessi tannhjól og sett í þetta Guðs útvalda skordýr. Af hverju skellti hann þessu ekki í öll stökkvandi skordýr. Elskaði hann þessa tegund meira en aðrar? Eru öll hin skordýrin ekki þess verð að njóta himneskrar hönnunar? Þau skordýr hafa líklega ekki sama stökkkraft og þessi Guðs útvalda padda og standa því höllum fótum í lífsbaráttunni.

Nú veit ég að þú segist ekki vita þetta og treysta bara Guði til þess að gera það sem er rétt í málinu. En hvað um öll hönnunarmistökin sem Guð þinn hefur gert í gegnum tíðina? Fær hann last fyrir þau frá þér í bland við lofið? Sem dæmi hlýt ég að taka Afríska augnorminn sem er illyrmi í orðsins fyllstu merkingu. Er hann dæmi um hönnunarmistök sem ber að lasta eða er hann að hegða sér í samræmi við það sem hann var hannaður af Guði til þess að gera?

Þú mátt nefnilega ekki týna bara bestu ávextina af lægstu greinunum og skilja þá mygluðu og ónýtu eftir. Það er, eins og einhver myndi segja, óheiðarlegt!

Óli Jón, 13.9.2013 kl. 14:59

4 Smámynd: Tómas

Ég er ekki að ljúga Mofi minn.

"Fyrsta tannhjólið, hvað var það að gera?". Þessi spurning er af sama meiði og "hvernig gátu spendýr séð eitthvað, áður en fyrsta augað þróaðist".

Ef þú heldur að fyrst hafi eitt tannhjól þróast, og svo hitt komið, þá ertu með stórundarlega sýn á það hvernig þróunarkenningin virkar.

Ég get bara vel ímyndað mér hvernig svona lagað gæti þróast. Ef við myndum rekja ættarsögu eins svona dýrs gegnum árhundraðþúsundin, þá væri líklegt að eftir því sem aftar við færum yrðu "tannhjólin" lélegri. Færri og klunnalegri tennur. Á endanum gæti verið að við hættum að sjá tannhjól úr þessu, og þetta væru bara nokkrar "tennur" eða hnúðar sem læsast saman við stökk, sem myndi alveg hjálpa dýrinu að lifa betur af.

En.. Ég er ekki líffræðingur, né sérlega fróður um þessi mál yfir höfuð (ekki frekar en hver annar leikmaður í þessum efnum), svo það getur vel verið að sé til mun betri útskýring frá sjónarmiði þróunarkenningar. Ég þarf heldur ekkert að sanna það hvernig þetta dýr þróaðist, til þess að afsanna að einhver guð hafi skapað dýrið.

En að þú stökkvir á það að ég sé að ljúga.. það þykir mér leitt. Ég hélt að það ríkti amk. meira traust milli okkar en þetta.

Tómas, 13.9.2013 kl. 15:07

5 Smámynd: Mofi

Óli Jón, þetta er kannski í fleiri dýrum, við erum ekki búin að vera að rannsaka dýrin svona nákvæmlega í langan tíma.  En já, ég er á því að Guð elskar sumar tegundir meira en aðrar, get ekki horft fram hjá þessu: http://www.themost10.com/10-most-ugliest-animals-in-the-world/

Að mínu mati þá eru dæmin um gallaða hönnun ekki í alvöru gölluð hönnun heldur eitthvað sem hefur bilað. Ég get séð hönnun í Ferrarí þó að hann lenti í árekstri og er allur í skralli.  Ég lít ekki á þennan heim sem eins og Guð vill að heimurinn sé heldur eitthvað sem bilað.

Mofi, 13.9.2013 kl. 15:52

6 Smámynd: Mofi

Tómas
"Fyrsta tannhjólið, hvað var það að gera?". Þessi spurning er af sama meiði og "hvernig gátu spendýr séð eitthvað, áður en fyrsta augað þróaðist".

Nei, menn geta bullað upp smá virkni með einhverjum ljósnæmum blettum en það er engan veginn hið sama í gangi hérna.

Tómas
Ef þú heldur að fyrst hafi eitt tannhjól þróast, og svo hitt komið, þá ertu með stórundarlega sýn á það hvernig þróunarkenningin virkar.

Ég veit að Þróunarkenningin virkar ekki en það er önnur umræða.  Þarna ertu með eitthvað sem er samsett úr mörgum hlutum, horfðu bara á myndina... hvernig fer þetta að myndast í litlum tilviljanakenndum skrefum og hvaða virkni hafði hvert skref?

Tómas
Færri og klunnalegri tennur. Á endanum gæti verið að við hættum að sjá tannhjól úr þessu, og þetta væru bara nokkrar "tennur" eða hnúðar sem læsast saman við stökk, sem myndi alveg hjálpa dýrinu að lifa betur af.

Þú þarft að vera með eitthvað sem grípur í og eitt er ekki nóg, það snýst ekki mikið með einhverju einu.

Tómas
En að þú stökkvir á það að ég sé að ljúga.. það þykir mér leitt. Ég hélt að það ríkti amk. meira traust milli okkar en þetta.

Það er eitt að trúa að þetta geti þróast en annað að segja að þetta lítur úr fyrir að hafa þróast. Það er viðhorf sem ég læt ekki bjóða mér, ef þú segir ekki að þetta lítur út fyrir að vera hannað þá er okkar samskiptum lokið. Það er bara viðhorf sem gerir mig geðveikan og til að forða mér frá því að vera lokaður inni á kleppi þá verð ég að losa mig við viðhorf sem fara ógeðslega í taugarnar á mér, eru mér óskiljanleg og gera mig reiðan í marga daga eftir að ég rekst á þau.

Svo, þú vonandi fyrirgefur en ég get ekki átt í samskiptum við þá aðila sem hafa það viðhorf að þetta lítur út fyrir að hafa þróast.

Richard Dawkins
Biology is the study of complicated things
that give the appearance of having been designed for a purpose

Mofi, 13.9.2013 kl. 16:04

7 Smámynd: Tómas

Ég sagði hvergi að þetta líti ekki út fyrir að vera hannað.

Það er margt í náttúrunni sem lítur út fyrir að vera hannað. En þróunarkenningin hefur sýnt okkur að náttúrulega skýringu er að finna fyrir þeim flestum, ef ekki öllum. Ég ætla að leggja mitt veð að náttúrulegri útskýringu fyrir þessum "tannhjólum", jafnvel þótt ég viti ekki nákvæmlega hvernig það þróaðist.

Tómas, 13.9.2013 kl. 16:17

8 Smámynd: Mofi

Tómas, mikill léttir að heyra það. 

Hvað finnst þér vera gott dæmi um hvernig þróunarkenningin hefur sýnt okkur að eitthvað sem leit út fyrir að vera hannað er hægt að útskýra á annan hátt og þá helst þann hátt að gögn styðja að það var þannig sem þetta gerðist.

Mofi, 13.9.2013 kl. 17:57

9 Smámynd: Tómas

Ég veit að við erum ekki sammála, en: http://en.wikipedia.org/wiki/Evolution_of_the_eye.

Ágætt dæmi þar sem vísindamenn hafa beitt þróunarkenningunni og fundið mögulega skýringu, þar sem upphaflega virtist augljóst að um hönnun væri að ræða.

Tómas, 14.9.2013 kl. 13:07

10 Smámynd: Mofi

Tómas, hérna er smá innsýn í hvað er raunverulega að gerast þegar kemur að sjóninni.

Michael Behe - Darwin's black box
To Darwin vision was a black box, but today, after the hard, cumulative work of many biochemists, we are approaching answers to the question of sight. Here is a brief overview of the biochemistry of vision.

When light first strikes the retina, a photon interacts with a molecule called 11-cis-retinal, which rearranges within picoseconds to trans-retinal. The change in the shape of retinal forces a change in the shape of the protein, rhodopsin, to which the retinal is tightly bound. The protein's metamorphosis alters its behavior, making it stick to another protein called transducin. Before bumping into activated rhodopsin, transducin had tightly bound a small molecule called GDP. But when transducin interacts with activated rhodopsin, the GDP falls off and a molecule called GTP binds to transducin. (GTP is closely related to, but critically different from, GDP.)

GTP-transducin-activated rhodopsin now binds to a protein called phosphodiesterase, located in the inner membrane of the cell. When attached to activated rhodopsin and its entourage, the phosphodiesterase acquires the ability to chemically cut a molecule called cGMP (a chemical relative of both GDP and GTP). Initially there are a lot of cGMP molecules in the cell, but the phosphodiesterase lowers its concentration, like a pulled plug lowers the water level in a bathtub.

Another membrane protein that binds cGMP is called an ion channel. It acts as a gateway that regulates the number of sodium ions in the cell. Normally the ion channel allows sodium ions to flow into the cell, while a separate protein actively pumps them out again. The dual action of the ion channel and pump keeps the level of sodium ions in the cell within a narrow range. When the amount of cGMP is reduced because of cleavage by the phosphodiesterase, the ion channel closes, causing the cellular concentration of positively charged sodium ions to be reduced. This causes an imbalance of charge across the cell membrane which, finally, causes a current to be transmitted down the optic nerve to the brain. The result, when interpreted by the brain, is vision.

My explanation is just a sketchy overview of the biochemistry of vision. Ultimately, though, this is what it means to "explain" vision. This is the level of explanation for which biological science must aim. In order to truly understand a function, one must understand in detail every relevant step in the process. The relevant steps in biological processes occur ultimately at the molecular level, so a satisfactory explanation of a biological phenomenon such as vision, or digestion, or immunity must include its molecular explanation.

Now that the black box of vision has been opened it is no longer enough for an "evolutionary explanation" of that power to consider only the anatomical structures of whole eyes, as Darwin did in the nineteenth century, and as popularizers of evolution continue to do today. Each of the anatomical steps and structures that Darwin thought were so simple actually involves staggeringly complicated biochemical processes that cannot be papered over with rhetoric. Darwin's simple steps are now revealed to be huge leaps between carefully tailored machines. Thus biochemistry offers a Lilliputian challenge to Darwin. Now the black box of the cell has been opened and a Lilliputian world of staggering complexity stands revealed. It must be explained.

Þróunarsinnar þurfa að trúa því að svona ferli og örugglega einhver afbrygði af því hafi orðið til fyrir tilviljanakenndar stökkbreytingar á DNA plús náttúruval oft og mörgum sinnum.

Það er alveg rétt að það eru til dæmi þar sem þróunarsinnar hafa komið upp með mögulega útskýringu en í lang flestum tilfellum erum við að tala um sögu sem fræðilega geti verið rétt en vantar allt kjöt á beinin og vantar alveg rannsóknir til að styðja söguna svo menn taka þessum sögum í blindri trú.  Pun intended :)

Mofi, 16.9.2013 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 803235

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband