Darwin's Doubt orðin metsölubók

Bókin "Darwin's Doubt" er komin á marga metsölulista, þar á meðal New York Times best seller listann. Fyrir þá sem vilja vita meira um bókina þá fjallaði ég áður um bókina hérna: Efasemdir Darwins

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: admirale

Ég hélt þú tryðir ekki á sameiginlegann uppruna.

admirale, 26.8.2013 kl. 17:20

2 Smámynd: Mofi

Nei, ég trúi ekki á sameiginlegan uppruna heldur sameiginlegan hönnuð.

Mofi, 26.8.2013 kl. 21:39

3 Smámynd: admirale

Þá ertu væntanlega ósammála þessari bók í grundvallaratriðum, er það ekki?

Ef að sú kenning sem sett er fram í þessari bók er rétt, þá er þín túlkun á sköpunarsögu biblíunnar röng. 

admirale, 27.8.2013 kl. 18:01

4 Smámynd: Mofi

Ég er ósammála þeim sem trúa á sameiginlegan forföður og margir innan ID hreyfingarinnar aðhyllast sameiginlegan forföður.  Grundvallar atriði þessarar bókar er ekki að færa rök fyrir sameiginlegur forföður heldur að besta útskýringin á Kambríum steingervingunum er að vitsmunir hafi spilað þarna inn í til að búa til gjör ólíkar lífverur.

Mofi, 27.8.2013 kl. 18:50

5 Smámynd: admirale

Til þess að draga þá ályktun að þær lífverur sem mynduðust á kambríum tímabilinu hafi verið hannaðar, þá þarf fyrst að hafa kambríum tímabil. Og til að draga þá ályktun að þær hafi verið hannaðar með leiðbeindri þróun, þá þarf fyrst að hafa skyldleika á milli þeirra.  

Þú trúir hvorugu, ekki rétt? Þannig ef við gefum okkur það að kenningin sem sett er fram í þessari bók sé dregin af þeim gögnum sem standa til boða, semsagt bæði þessu almenna jarðfræðimódeli og tímaskala þess og þeim líffræðigögnum sem eiga að benda til altæks skyldleika (dna samanburður og þessháttar), þá nauðsynlega hafnarðu þessarðu kenningu vegna þess að þú hafnar flestum þeim aðferðum sem notaðar eru til að safna hennar undirliggjandi gögnum.  

Þú hafnar henni samt ekki alfarið, þú hafnar flestum gögnunum bakvið hana en samþykkir hluta niðurstöðunnar. Það segir manni það að þú hafir áður komist að sömu niðurstöðu út frá einhverjum öðrum gögnum, sem að segir okkur hvað?

Jú það segir okkur að þessi niðurstaða, hjá allavega öðrum ykkar, komi ekki í beinu framhaldi af gögnunum eða að jafnvel sé hægt að komast að þessari niðurstöðu óháð því hver gögnin eru. 

Hvað köllum við slíkar niðurstöður?

admirale, 27.8.2013 kl. 23:42

6 Smámynd: Mofi

admirale
Til þess að draga þá ályktun að þær lífverur sem mynduðust á kambríum tímabilinu hafi verið hannaðar, þá þarf fyrst að hafa kambríum tímabil. Og til að draga þá ályktun að þær hafi verið hannaðar með leiðbeindri þróun, þá þarf fyrst að hafa skyldleika á milli þeirra.

Af hverju eiginlega?

admirale
Þú trúir hvorugu, ekki rétt? Þannig ef við gefum okkur það að kenningin sem sett er fram í þessari bók sé dregin af þeim gögnum sem standa til boða, semsagt bæði þessu almenna jarðfræðimódeli og tímaskala þess og þeim líffræðigögnum sem eiga að benda til altæks skyldleika (dna samanburður og þessháttar), þá nauðsynlega hafnarðu þessarðu kenningu vegna þess að þú hafnar flestum þeim aðferðum sem notaðar eru til að safna hennar undirliggjandi gögnum.  

Ég efast stórlega um að Stephen Myers er að færa rök fyrir sameiginlegur forföður í þessari bók.

admirale
Þú hafnar henni samt ekki alfarið, þú hafnar flestum gögnunum bakvið hana en samþykkir hluta niðurstöðunnar. Það segir manni það að þú hafir áður komist að sömu niðurstöðu út frá einhverjum öðrum gögnum, sem að segir okkur hvað?

Kannski af því að gögnin sem sýna fram á sameiginlegan forföður passa alveg jafn vel við sameiginlegan hönnuð?  Ég var búinn að útskýra fyrir því af hverju sameiginlegur hönnuður útskýrir gögnin betur en... eitthvað segir mér að þú skildir það ekki.

Mofi, 28.8.2013 kl. 10:12

7 Smámynd: admirale

 Ég efast stórlega um að Stephen Myers er að færa rök fyrir sameiginlegur forföður í þessari bók.

En rökin hans byggja á þeim forsendum að a) það sé sameiginlegur forfaðir fyrir líf á jörðinni og b) að kambríum tímabilið sé raunverulegt tímabil í sögu jarðar.  Ef þú samþykkir ekki forsendurnar, hvernig geturðu þá samþykkt niðurstöðuna?

admirale, 28.8.2013 kl. 18:33

8 Smámynd: Panon

http://www.bbc.co.uk/news/science-environment-23855436

Hver ætli sé tilgangurinn með þessari hönnun?

Panon, 29.8.2013 kl. 00:12

9 Smámynd: Mofi

admirale, hvernig færðu það eiginlega út að rökin hans byggja á þessum forsendum?  Ég hef hlustað á hann virkilega oft og aldrei heyrt neitt í þeim efnum. Flestir sem aðhyllast ID, ef þeir aðhyllast sameiginlegan forföður þá er það algjört auka atriði þegar kemur að ID.

Mofi, 29.8.2013 kl. 11:41

10 Smámynd: admirale

Viltu þá meina að hægt sé að færa rök fyrir hönnun lífvera, óháð því hvort að það séu merki um sameiginlega forfeður eða ekki?

Það sé einnig hægt að færa rök fyrir því út frá steingervingasafninu, óháð því hvaða jarðfræðitímaskala maður notar?

admirale, 29.8.2013 kl. 13:08

11 Smámynd: Mofi

admirale
Viltu þá meina að hægt sé að færa rök fyrir hönnun lífvera, óháð því hvort að það séu merki um sameiginlega forfeður eða ekki?

Já, ég kannast ekki við neinn sem færir rök fyrir hönnun og sameiginlegur forfaðir skiptir þar einhverju máli.

admirale
Það sé einnig hægt að færa rök fyrir því út frá steingervingasafninu, óháð því hvaða jarðfræðitímaskala maður notar?

Í þessu tilviki þá er Stephen Myers að færa rök fyrir því að Vitræn hönnun getur útskýrt þessa ráðgátu Darwins sem er Kambríum sprengingin.

Mofi, 29.8.2013 kl. 18:26

12 Smámynd: admirale

>Já, ég kannast ekki við neinn sem færir rök fyrir hönnun og sameiginlegur forfaðir skiptir þar einhverju máli.

Það eru samt merki um sameiginlegann forföður. Ef að þau merki væru ekki til staðar, væri þá ennþá hægt að bera fram rök fyrir hönnun?  (þú getur snúið þessu við ef þú telur að það séu engin merki um sameiginlegann forföður). 
Ef að það er tilfellið, þá erum við með tilgátu sem er hægt að setja fram, án mótsagnar, sama hvernig gögnin líta út og þá erum við með tilgátu sem hefur nákvæmlega ekkert gildi í vísindalegum skilningi, svona eins og umferðarljós sem sýna alltaf grænt ljós hafa ekkert gildi þegar kemur að því að stýra umferðinni.  

>Í þessu tilviki þá er Stephen Myers að færa rök fyrir því að Vitræn hönnun getur útskýrt þessa ráðgátu Darwins sem er Kambríum sprengingin.

Kambríum sprengingin er ekki ráðgáta lengur og hún var ekki sprenging í orðsins fyllstu merkingu. Hún spannaði um 80 milljón ára tímabil þar sem fjölfrumungar byrjuðu að koma fram á jörðinni. Það voru lífverur fyrir þennann tíma og það komu fram nýjar tegundir lífvera eftir þennann tíma og allt til dagsins í dag.  

En það ætti ekki að skipta þig neinu máli því þú hafnar því að kambríum tímabilið sé raunverulegt tímabil í sögu jarðar, og ef þetta tímabil er forsendan fyrir þessum tilteknu hönnunarrökum og rökin eru samhangandi, þá fylgir sjálfkrafa að þú hafnir restinni af rökunum nema þú viljir vera í mótsögn við sjálfann þig. 

admirale, 29.8.2013 kl. 23:18

13 Smámynd: Mofi

admirale
Það eru samt merki um sameiginlegann forföður. Ef að þau merki væru ekki til staðar, væri þá ennþá hægt að bera fram rök fyrir hönnun?

Þetta er glórulaus heimska...

admirale
Kambríum sprengingin er ekki ráðgáta lengur og hún var ekki sprenging í orðsins fyllstu merkingu.

Þú ert úti að aka, fyrir einhverja sem detta í hug að íhuga að þetta sé ekki ráðgáta fyrir Þróunarkenninguna, sjá: Efasemdir Darwins

admirale
En það ætti ekki að skipta þig neinu máli því þú hafnar því að kambríum tímabilið sé raunverulegt tímabil í sögu jarðar, og ef þetta tímabil er forsendan fyrir þessum tilteknu hönnunarrökum og rökin eru samhangandi, þá fylgir sjálfkrafa að þú hafnir restinni af rökunum nema þú viljir vera í mótsögn við sjálfann þig. 

Þetta er svo heimskt... hvað á að segja þegar einhver bullar svona fáránlega þvælu?  Best að þegja bara...

Mofi, 30.8.2013 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 803235

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband