Hvað með Moskuna í Reykjavík?

Það er kannski bara heimskulegt af mér að reyna að halda að það sé heilbrigður þráður í þessu fólki þarna í borgarstjórn og þá sérstaklega Jón Gnarr en... á sama tíma og er verið að kvarta yfir því sem rússar gera sem er að banna áróður samkynhneigðra þá er verið að veita múslimum lóð á besta stað í Reykjavík; þið vitið, þeim sem vilja drepa samkynhneigða og gera það í þeim löndum sem þeir stjórna.

Rússland er engan veginn að gera neitt svipað svakalegt og það sem lönd sem Islam ræður yfir... er það bara ég eða eru þetta dáldið öfugsnúin viðbrögð?  Kannski ekki við öðru að búast að viðbrögðin væru... öfugsnúin?


mbl.is Endurskoða samstarfið við Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kristnir drepa líka samkynhneigða - gott ef þeir eru einmitt ekki kristnir þarna í Rússlandi... vitleysingur.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 23.8.2013 kl. 13:58

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Setja af stað undirskriftarsöfnun á netinu eins og gert var með flugvallarævintýrið þeirra Jón Gnarrs og Gísla Marteins.

Kanski að það sé hægt að stoppa þessa vitleisu þannig.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 23.8.2013 kl. 14:03

3 Smámynd: Mofi

Tinna, ert með einhver dæmi um þetta?  Hvaða kristnu lönd eru með þá opinberu stefnu að drepa samkynhneigða?  Er einhver kristin kirkja sem kennir að það á að drepa samkynhneigða? 

Nei Tinna, hérna ert þú vitleysingurinn og gaman að vita hvað kveikti þessa óvenju heimskulegu athugasemd.

Mofi, 23.8.2013 kl. 14:12

4 Smámynd: Mofi

Jóhann, frekar veik von en menn verða að reyna.

Mofi, 23.8.2013 kl. 14:12

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Já sammála þér Mofi, fólk gerir sér ekki fyllilega grein fyrir því hvað það er að fá yfir sig.

En það verður að halda áfram að benda fólki á hvað gerist í framtíðini með þessu og kanski skilur fólk það áður en það er of seint.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 23.8.2013 kl. 14:28

6 Smámynd: Mofi

Bara svo fyndið að vera að mótmæla þessu litla sem rússar eru að gera og fagna múslimum og bjóða þá velkomna og leifa þeim að fá lóð á besta stað í bænum á meðan þeirra afstaða er að það á að drepa samkynhneigða... þetta er svo glórulaust að maður á ekki til orð.  Örugglega þróunarsinnar!

Mofi, 23.8.2013 kl. 14:50

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég held þetta sé nú reyndar rétt hjá Tinnu,Mofi en það er miklu algengara hjá múslimum.Ég held að ástæðan sé meiri bókstafstrú í Múslimaheiminum en kennisetningin er sú sama(gegn samkynhneigð) hjá bæði kristnum og Múslimum,komin úr gamla testamentinu.Annars er þetta allt jafn slæmt og það er ekki hægt að réttalæta einn hlut með öðrum.

Jósef Smári Ásmundsson, 23.8.2013 kl. 15:05

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það má kannski bæta við að hvergi er bann við samlífi tveggja kvenna í bíblíunni eftir því sem ég best veit.Þú ert hugsanlega fróðari um þetta.Ég held það stjórnist af tíðarandanum sem þá ríkti og karlrembunni.

Jósef Smári Ásmundsson, 23.8.2013 kl. 15:08

9 Smámynd: Mofi

Jósef, ég kannast ekki við neina kristna kirkju sem boðar að það eigi að taka samkynhneigða af lífi og hvað þá framfylgir því í verki. Veit einhver hérna um kristið land þar sem samkynhneigðir eru teknir af lífi og það samþykkt af kristnum?

Nei, Biblían nefnir ekki kynlíf tveggja kvenna sem synd; að ég best veit og ég skoðaði þetta einhvern tíman í rökræðum um samkynhneigð.

Mofi, 23.8.2013 kl. 15:39

10 Smámynd: Mofi

Jósef
Ég held það stjórnist af tíðarandanum sem þá ríkti og karlrembunni.

Gæti líka verið að þarna er ekki eitthvað jafn hættulegt heilsufarslega séð og kynlíf tveggja karlmanna...

Mofi, 23.8.2013 kl. 15:41

11 Smámynd: Jón Ragnarsson

Nei Mofi, þú ert vitleysingurinn. Hér er eitt kristið ríki sem var (er?) með dauðarefsingu sem refsingu fyrir samkynhneigð.

http://en.wikipedia.org/wiki/Uganda_Anti-Homosexuality_Bill

Við ættum samkvæmt þínum rökum að banna kirkjur hérna. Af því að asnar nota trúarbrögð til að réttlæta eigið hatur og heimsku. 

Jón Ragnarsson, 23.8.2013 kl. 17:09

12 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég tel ekki að heilsufar manna hafi haft þarna áhrif.Þetta er bara nákvæmlega sama dæmið eins og með þrælahaldið.það var viðurkennt á þessum tímum og þessvegna kemur það inn í boðorðin.Karlarnir höfðu gaman af því að horfa á "leik"tveggja ungmeyja enda skiptu kvenréttindi engu máli á þessum tíma.Það kemur líka fram í bíblíunni að Sharia lög giltu samanber þegar átt að grýta konuna til dauða.Þetta er vondur málstaður.

Jósef Smári Ásmundsson, 23.8.2013 kl. 18:29

13 Smámynd: Mofi

Takk Jón, þetta kemur á óvart en taktu eftir að ótal kirkju samtök mótmæla þessu uppátæki.   Það sem ég er að gagnrýna í greininni er tvöfeldnin, að slíta vinasambandi við Rússland vegna þess að þeir vilja banna áróður samkynhneigðra en síðan bjóða múslima velkomna sem vilja almennt drepa samkynhneigða.  Taktu eftir, tvö feldnin...

Mofi, 23.8.2013 kl. 19:23

14 Smámynd: Mofi

Jósef, hvaðan kemur þessi fullvissa að reglur Biblíunnar séu samdar af vondum mönnum með illt í huga? 

Er þetta byggt á miklum rannsóknum af þinni hálfu?

Mofi, 23.8.2013 kl. 19:31

15 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Ég var að átta mig á hvað það er við eilíft líf sem ég hef ýmigust á. Fólk sem trúir á eilíft líf hefur ástæðu til að hræðast. Við sem gerum það ekki eigum leið út.

Mig hefur stundum langað til a senda þér persónuleg skilaboð. Vera ekki í þessu skítkasti sem allir sjá. Er engin leið að senda þér tölvupóst? Minn er teddigunn@gmail.com.

Theódór Gunnarsson, 23.8.2013 kl. 23:06

16 Smámynd: Valur Arnarson

Þessi umræða um trúarbrögð og samkynhneigð er náttúrulega alltaf á tómum villigötum. Þó svo að trúarritin fordæmi kynlíf milli tveggja karla þá þurfa meðlimir eða forstöðumenn trúarsafnaða bara ekkert að taka afstöðu til þessara texta. Þetta hlýtur að vera milli Guðs og þess sem stundar þannig kynlíf, ef viðkomandi trúir þá á Guð yfir höfuð.

Ég held reyndar að Biblían fordæmi líka kynlíf milli tveggja kvenna, sá það einhvertíman á blogginu hans Snorra í Betel, nenni ekki að fletta því upp núna.

Varðandi lóðaúthlutanir fyrir trúarsöfnuði þá finnst mér að það eigi það sama að gilda fyrir alla, þ.e. annað hvort fá trúarsöfnuðir úthlutað eða ekki. Ákvörðunin á ekki að stýrast af því hvernig viðkomandi forstöðumaður hefur tjáð sig um samkynhneigð. Þetta er orðið eins og í Sovétríkjunum, ef þú ert ekki á sömu skoðun og Borgarstjórinn þá ertu ekki í náðinni. Múslimarnir (flestir) hafa verið það skynsamir að þeir hafa ekkert verið að tjá sig um sínar skoðanir og eru umbunaðir í samræmi við það.

Varðandi þetta kirkjulega og þetta samkynhneigða að þá þarf að gera greinamun á því hvort fólk sé á móti samkynhneigðum, réttindum þeirra eða kirkjulegu hjónabandi hinsegin fólks. Þetta þrennt er ekki það sama. Báðir hóparnir ruglast á þessu öllu og það veldur núningi, pirringi, æsingi og auðvitað heimskulegri umræðu. Fólki finnst eins og það sé knúið til að taka afstöðu sem því er ekkert skylt að taka.

Valur Arnarson, 24.8.2013 kl. 00:21

17 Smámynd: Valur Arnarson

Varðandi kirkjulegt hjónaband hinsegin fólks, þá er auðvitað ekki hægt að segja neitt við því ef viðkomandi kirkja iðkar trúarbrögð sem setja sig ekki gegn hjónaböndum samkynhneigðra en ef svo er hlýtur að felast ákveðin mótsögn í gjörningnum.

Valur Arnarson, 24.8.2013 kl. 00:41

18 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Með meira Islam þurfa fleiri en samkynhneigðir að hafa áhyggjur. SKV kóraninum eru allir sem ekki eru múslimar réttdræpir í 8 mánuði á ári.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.8.2013 kl. 03:10

19 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

"Jósef, hvaðan kemur þessi fullvissa að reglur Biblíunnar séu samdar af vondum mönnum með illt í huga?"Þetta var ég ekki að segja Mofi.Þú verður að lesa athugasemdina.Tíðarandi er ráðandi viðhorf síns tíma.Hefur ekkert með mannvonsku að gera.Í Bandaríkjunum fyrir tíð þrælastríðsins var viðhorfið að allt í lagi væri að hafa þræla.Það eru hinsvegar mýmörg dæmi um að sambandið var ekkert alslæmt í mörgum tilfellum.Það er alveg eins og bóndinn sem þykir vænt um lömbin og finnst leiðinlegt að þurfa að sjá eftir þeim í sláturhúsið.Það þarf ekki miklar rannsóknir til þessa Mofi,það þarf bara að lesa söguna.Rétt hjá Arnari að það er ákveðin mótsögn í hjónabandi tveggja karla eða tveggja kvenna þar sem þetta er stofnun kirkjunnar(allra kirkja,kristinna,múslima og gyðingdóm) þar sem kennisetningin segir að það sé milli karls og konu.En borgaraleg gifting(a.t.h að með orðinu gifting er verið að gefa konuna til mannsins) getur samkvæmt þessu ekki heldur leitt til hjónabands ef það er eign kirkjunnar.En þetta er spurning um jafnréttindi í þjóðfélaginu og mannréttindi.Fólk er alið upp við ákveðna siði og trú í þjóðfélaginu sem við erum öll aðilar að og hversvegna ættu þá samkynhneigðir ekki eiga rétt á að vera eins og "hinir" með sömu réttindi. 

Jósef Smári Ásmundsson, 24.8.2013 kl. 07:35

20 Smámynd: Mofi

Theadór
Ég var að átta mig á hvað það er við eilíft líf sem ég hef ýmigust á. Fólk sem trúir á eilíft líf hefur ástæðu til að hræðast. Við sem gerum það ekki eigum leið út.

Þar sem ég trúi á eilíft líf eða eilífan dauða þá er ekkert mál fyrir mig að velja "leiðina út" og hugmyndin að verða ekki til að eilífu er mjög hræðileg í mínum augum og er ekki örlög sem ég óska neinum.  Ég held að guðleysingjar hafa heilaþvegið sig í þessum málum, að halda að þau örlög séu ekkert til að óttast; ég að minnsta kosti sé það ekki þannig.

Þú getur sent mér email á mofi25@hotmail.com  en láttu mig vita því ég skoða það ekki nema hafa ástæðu til. Þú ert líka 

Mofi, 24.8.2013 kl. 10:50

21 Smámynd: Mofi

Valur, ertu alveg viss með að sama eigi að gilda um alla?  Hvað með Hells Angels, hvað ef þau samtök ættu að fá lóð til að byggja stórt hús á mjög áberandi stað í borginni? 

Mér finnst fullkomlega eðlilegt að samfélag verjist áhrifum sem það telur vera slæm eins og ef samfélag metur trúfrelsi og mannréttindi og vill ekki að fólk sé drepið vegna kynhneigðar sinnar að þá taki það samfélag ákvarðanir sem vernda þessi gildi.

Mofi, 24.8.2013 kl. 11:13

22 Smámynd: Þorvaldur Víðir Þórsson

Mofi hvernig væri að við færum að þessu eins og eðlilegt fólk.

Spurning: Er trúfrelsi á Íslandi? Svar: Já

Spurning: Má mismuna trúarhópum  á Íslandi samkvæmt lögum? Svar: Nei

Ef við ætlum að banna byggingu á mosku á Íslandi þá verðum við fyrst að afnema trúfrelsi ekki satt??

Eru allir múslimar öfgafullir? Svar: Nei.

Eru allir kristnir öfgafullir? Svar: Nei

Ef við ætlum að banna "bandarískum" trúarhópum eins og Vottum, baptistum að byggja kirkjur hér á Íslandi á grundvelli þess að þeir séu öfgafullir þá held ég að sumir yrðu frekar óánægðir ekki satt?

Eftir því sem ég veit best þá er sá hópur sem stendur að baki byggingu á Mosku mjög veraldlegur og hefur ekkert að gera með neina öfga að gera og fordæmdu ummæli immansins sem talaði var við í fréttum þegar hann lét skína í mannfyrirlitningu og öfgar sem einkenna öfgamúslima og einnig öfgakrisna.

Að mínu mati þá er nákvæmlega enginn munur á öfgakrisnum og öfgamúslima. Þeir vilja báðir ráða því hvað og hvernig maðurinn hugsar og hvað hann gerir í daglegu lífi. Trú ætti aldrei að stjórna fólki. Trú er eitthvað sem menn ættu að hafa prívat og persónulega.

Trú hefur verið notuð sem stjórntæki í gegnum aldirnar(því miður) og varð til þess að steypa mannkyninu í 1000 ára barbarisma á tímabili.

Kveðja

Þorvaldur Víðir Þórsson, 24.8.2013 kl. 12:23

23 Smámynd: Mofi

Þorvaldur
Spurning: Er trúfrelsi á Íslandi? Svar: Já

Spurning: Má mismuna trúarhópum  á Íslandi samkvæmt lögum? Svar: Nei

Trúfrelsi já en ekki frelsi frá landslögum. Þar er vandamálið, þessi trú er á móti trúfrelsi og það er bara eðlilegt að samfélag sem metur lýðræði, trúfrelsi og tjáningarfrelsi verndar þessi gildi frá hópum sem berjast á móti þessum gildum.

Þorvaldur
Ef við ætlum að banna "bandarískum" trúarhópum eins og Vottum, baptistum að byggja kirkjur hér á Íslandi á grundvelli þess að þeir séu öfgafullir þá held ég að sumir yrðu frekar óánægðir ekki satt?

Vandamálið er ekki öfgar, vandamálið er afstaða gegn gildum samfélagsins. Tökum t.d. að um 30% af múslimum í Englandi telja að það eigi að drepa þá sem yfirgefa trúnna. 

Þorvaldur
Að mínu mati þá er nákvæmlega enginn munur á öfgakrisnum og öfgamúslima. Þeir vilja báðir ráða því hvað og hvernig maðurinn hugsar og hvað hann gerir í daglegu lífi. Trú ætti aldrei að stjórna fólki. Trú er eitthvað sem menn ættu að hafa prívat og persónulega.

Trú stjórnar fólki, trú stjórnar þér. Það sem ég er að vísa til er trú sem þýðir einfaldlega það sem fólk heldur að sé satt.  Einn trúir að fólk eigi að fá að trúa því sem það vill á meðan annar trúir því að fólk má ekki trúa eða iðka hvaða trú sem það vill.   Trú mótar hvaða gildi fólk hefur og sú trú sem hefur haft mest eyðileggjandi áhrif í mannkynssögunni er guðleysis trúin eins og hún birtist hjá Stalín og Maó og Pol Pott.

Þú gætir haft gaman af þessu: Er einhver hræddur við Amish sjálfsmorðssprengjumenn?

Þorvaldur
Trú hefur verið notuð sem stjórntæki í gegnum aldirnar(því miður) og varð til þess að steypa mannkyninu í 1000 ára barbarisma á tímabili.

Kíktu á þetta: Hversu myrkar voru miðaldirnar?

Mofi, 24.8.2013 kl. 13:25

24 Smámynd: Valur Arnarson

Sæll Mofi,

Hells Angels er ekki trúarsöfnuður. Í núgildandi stjórnarskrá er meira að segja ákvæði sem bannar starfsemi slíkra samtaka hér á landi. Nú eru margir, að einhverjum óskiljanlegum ástæðum, ólmir í að breyta því.

Ég held alveg örugglega að það sé þannig að trúarsöfnuður þurfi leyfi fyrir starfsemi sinni hér. Nú hafa tvö félög múslima fengið leyfi og einhver hefur þá væntanlega skilgreint starfsemi þessara trúfélaga sem "hættulausa" en það er auðvitað afstætt. Vottar Jehóva eru með húsnæði hér á mjög áberandi stað og einhverjum kynni að finnast þeirra starfsemi "hættuleg".

Þetta er flókið mál og alls ekki einþætt, mitt innlegg snéri aðallega að því að lóðaúthlutanir ættu ekki að stýrast af einhverjum einum þætti eins og skoðunum forstöðumanna á einhverju einu tilteknu málefni - eins og virðist vera raunin hér í Reykjavík. Íslenska kristkirkjan fékk einmitt synjun á þeim forsendum, þ.e. skoðunum forstöðumannsins á samkynhneigð. Besti samfylgkingarflokkurinn er náttúrulega bara fasistaflokkur sem gengur fram með offorsi gagnvart íbúum borgarinnar í hinum og þessum málefnum.

Valur Arnarson, 24.8.2013 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803257

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband