Það sem Richard Dawkins veit um ekkert

Skemmtilegt myndband þar sem fjallað er um það sem Richard Dawkins hefur um ekkert að segja, þetta eitthvað sem orsakaði alheiminn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas

Þetta er nú meira ruglið.

Ég þekki rödd William Lane Craig í bakgrunninum, hæðast að því að Dawkins tali um "ekkert" sem "eitthvað".

Það sem WLC, og þú, virðast ekki skilja er að það eru virkilega til tvær tegundir af "engu". Sure... við getum alveg kallað það "næstum-ekkert", ef þið viljið. Point being - það er ekki hægt að láta sem "ekkert" sé skilgreint á nákvæmlega einn hátt. Því þannig er það hreinlega ekki í eðlisfræði - eins og Krauss er að lýsa.

Sá sem bjó til þetta myndband hefur augljóslega ekki skilning til þess að átta sig á eðlisfræðinni þarna á bak við.

Svo er aðallega verið að gagnrýna orðanotkun líffræðings í spjallþætti/léttu spjalli, á mjög erfiðum eðlisfræðihugtökum. Það er ódýrt.

Skil ekki að þú sért hrifinn af þessu myndbandi.

Þar fyrir utan - og þetta er nú í raun aðal atriðið - þá eru Dawkins og Krauss að tala um tilgátur - ekki kenningar eða staðreyndir, nauðsynlega.

Auðvitað geta þeir varla staðhæft með 100% vissu hvers vegna miklihvellur var eins og vísindin segja okkur. Enda eru þeir ekki að því og myndu aldrei gera.

Það hins vegar þykjast flestir trúaðir geta - þú meðtalinn, þrátt fyrir að vita vel að þið getið ekkert sagt að þið vitið það með 100% vissu. Einhversstaðar er nú talað um bjálka í einu auga og flís í hinu....

Tómas, 14.8.2013 kl. 02:38

2 Smámynd: Mofi

Tómas, ég skil það alveg... og það er fyndið.  Ef þú ert að tala um eitthvað, talaðu þá um eitthvað en ekki kalla það ekki neitt.  Eða eins og Dawkins sagði "literally nothing", sem er síðan "something".  Þetta er bara heimskulegt og full ástæða til að hlægja að vitleysunni.

Mofi, 14.8.2013 kl. 10:45

3 Smámynd: Tómas

Já, hlægjum að mjög vel menntuðum eðlisfræðing sem er að reyna að kenna okkur að "ekkert" er ekki lengur hægt að kalla einfaldlega "ekkert". "Literally nothing", eins og fjölmargir ímynda sér það ER bara ekkert endilega ekkert.

Fjarlægðu allt efni úr heiminum. Hvað stendur eftir? "Literally nothing"? Já...og nei.. right?

Hlægjum líka að líffræðingnum sem er að reyna að breiða út þessa eðlisfræði.

Jájá, kannski pínu fyndið í nokkrar sekúndur, en vel hægt að horfa fram hjá því og actually hlusta á hvað þeir eru að reyna að segja. Skil ekki 6 mínútna myndband til þess að koma þessum lélega brandara á framfæri.. Ówell..

Tómas, 14.8.2013 kl. 11:21

4 Smámynd: Tómas

Hah.. rakst á skondna mynd af fésbók áðan sem einhver var að deila: http://imgur.com/gallery/JtfJDxn . Kannski Dawkins hafi verið að beita þessari skilgreiningu, hmm? :)

Tómas, 14.8.2013 kl. 11:27

5 Smámynd: Mofi

Tómas
Já, hlægjum að mjög vel menntuðum eðlisfræðing sem er að reyna að kenna okkur að "ekkert" er ekki lengur hægt að kalla einfaldlega "ekkert".

Já, vegna þess að ef hann vill tala um ekkert þá á hann ekki að vera að tala um eitthvað. Þetta er ekki sami hluturinn.

Tómas
Jájá, kannski pínu fyndið í nokkrar sekúndur, en vel hægt að horfa fram hjá því og actually hlusta á hvað þeir eru að reyna að segja. Skil ekki 6 mínútna myndband til þess að koma þessum lélega brandara á framfæri.. Ówell..

Af því að þeir eru að reyna að selja hugmyndina að ekkert getur orsakað allan alheiminn... en síðan þegar hvað þetta ekkert sé þá er það bara heill hellingur.  Bara kjánalegt.

Eða eins og vísindamaður orðaði þetta:

David Darling , New Scientist
Don't let the cosmologists try to kid you on this one. They have not got a clue either-despite the fact that they are doing a pretty good job of convincing themselves and others that this is really not a problem.
"In the beginning," they will say, "there was nothing-no time, space, matter or energy. Then there was a quantum fluctuation from which..." Whoa! Stop right there. You see what I mean?
First there is nothing then there is something. And the cosmologists try to bridge the two with a quantum flutter, a tremor of uncertainty that sparks it all off.Then they are away and before you know it, they have pulled a hundred billion galaxies out of their quantum hats. I may not have been born in Yorkshire but I'm a firm believer that you cannot get owt for nowt .
there is a very real problem in explaining how it got started in the first place.

Tómas
Hah.. rakst á skondna mynd af fésbók áðan sem einhver var að deila: http://imgur.com/gallery/JtfJDxn . Kannski Dawkins hafi verið að beita þessari skilgreiningu, hmm? :)

Já :)    þetta er aðallega bara vandræðaleg notkun á hugtökum og orðum.

Mofi, 14.8.2013 kl. 12:12

6 Smámynd: Tómas

Eins og ég sagði: Spurðu hvern sem er úti á götu hvað stendur eftir ef þú fjarlægir allt efni og orku úr hinum sýnilega alheimi.

Þeir munu segja: Ekkert. Og hafa rétt fyrir sér... svona næstum. Því það er ennþá skammtaflökt.

Það eru tvær "tegundir" af ekkert. Amk. í daglegu tali. Svo af hverju er eitthvað að því að Krauss og Dawkins tali um tvenns konar skilgreiningar á "ekkert".

Já.. þetta snýst bara um tungumál. Ekki rökvillur eða rangar niðustöður eðlisfræði.

Tómas, 14.8.2013 kl. 13:45

7 Smámynd: Mofi

að er engan veginn þannig að eðlisfræðingar eru á þessari skoðun. Þetta eru bara mjög skrítnar vangaveltur nokkra aðila sem eru eins hæpnar og eitthvað verður hæpið. Eitthvað sem er engan veginn stutt af alvöru rannsóknum.

Mofi, 14.8.2013 kl. 15:27

8 Smámynd: admirale

Ekkert er ekki það sama og ekkert og alheimur er ekki það sama og alheimur. Tungumál eru stundum flókin. 

Í stað þess að segja "alheimurinn varð til úr engu" þá væri kannski réttara að segja "hinn þekkti alheimur varð til út frá skammtaflökti í tómarúmi".  

En þetta er að sjálfsögðu bara tilgáta, sem er jú samt byggð á alvöru rannsóknum.

admirale, 14.8.2013 kl. 17:54

9 Smámynd: Tómas

Mofi: Já.. enda sagði ég að þetta væri tilgáta.

Telur þú að ég líti á þína heimsmynd sem eitthvað annað en illa grundaða tilgátu, engan veginn studda af rannsóknum? :)

Tómas, 15.8.2013 kl. 01:44

10 Smámynd: Mofi

Já, admirale, það væri réttara.

Tómas, mín tilgáta er rökrétt og þar sem við höfum aldrei séð efni eða orku myndast af sjálfu sér eins og fyrsta lögmál varmafræðinnar segir til um þá tel ég allt líta út fyrir að einhver sem ræður yfir þessum lögmálum verður að hafa byrjað þetta allt saman. Þannig að þetta er byggt á einhverju sem er búið að rannsaka og endurtaka svo oft að það er flokkað sem lögmál.

Mofi, 15.8.2013 kl. 07:17

11 Smámynd: Tómas

Haha...

Þú vilt meina að mín tilgáta: "Ég _veit_ það í raun ekki ekki.. mögulega skammtaflökt, þar sem útreikningar sýna að það _geti_ búið til alheim" sé órökrétt, en þín tilgáta: "gerræðisleg vera, sem hefur áhuga á því hvernig við stundum kynlíf, skóp heiminn úr engu og manninn úr mold", sé rökrétt.

Þarna, Mofi, skilur virkilega að á milli okkar.

En aðal atriðið í þessari færslu er væntanlega það sem Admirale ræddi: Jájá..tungumál eru ekki einföld en útreikningar eðlisfræðinnar segja að þetta geti mögulega gerst.

Tómas, 15.8.2013 kl. 10:36

12 Smámynd: admirale

Hvað ef... skammtaflöktið er Guð?

admirale, 15.8.2013 kl. 19:13

13 Smámynd: Mofi

Ég er frekar undrandi á tilgátum Krauss og Hawkings að út frá einhverju skammtaflökti geti heilir alheimar sprottið út úr af því að... við getum rannsakað þetta skammtaflökt. Ég veit ekki hvað við þetta skammtaflökt lætur einhvern halda að svona geti sprottið út frá.

Ef að skammtaflöktið væri Guð þá væri aðeins ein ráðgáta af svo mörgum leist án skapara; nóg eftir :)

Mofi, 16.8.2013 kl. 10:46

14 Smámynd: Mofi

Tómas, þú ert alltaf að reyna að stökkva til tunglins í einu stökki, ekki vænlegt til árangurs.

Þarna er aðeins dæmi þar sem stasðreyndirnar benda til skapara, ekkert meira. Ekkert eitthvað kynlíf og mold og hvað annað. Þú lætur eins og það séu mótrök gegn þessum staðreyndum að þér finnist ekki trúlegt að Guð skapaðinn manninn úr mold; svakalega órökrétt. 

Mofi, 16.8.2013 kl. 13:24

15 Smámynd: Tómas

"Ég veit ekki hvað við þetta skammtaflökt lætur einhvern halda að svona geti sprottið út frá."

Þá er kannski ráð að læra eitthvað um kenninguna, því ef þú skilur hana, þá ætti þetta ekki að vera vandamál. Bara spurning um líkur..

Ekki það.. ef þessi tilgáta reynist röng, og allar aðrar sem eðlisfræðingar reiða fram, þá þýðir það alls ekki að guðinn þinn hafi gert þetta.

Og nei.. staðreyndirnar benda ekki til skapara - ekki að mínu mati. Ég hef ekki orðið vitni að einni einustu sköpun á þann hátt sem þú ímyndar þér að guð hafi skapað heiminn, svo ég veit ekki á hverju þú byggir þína tilgátu.

Tómas, 19.8.2013 kl. 16:23

16 Smámynd: Tómas

"... lærir eitthvað um tilgátuna ..." ekki "kenninguna". Ég gleymi mér stundum og nota orðið "kenningu" á frjálsan máta..

Tómas, 19.8.2013 kl. 16:25

17 Smámynd: Mofi

Þú lætur eins og þú skilur þetta og þú vitir hvaða gögn láta menn trúa því að skammtaflökt orsaka alheima... endilega, deildu þessari þekkingu með mér.

Tómas
Og nei.. staðreyndirnar benda ekki til skapara - ekki að mínu mati. Ég hef ekki orðið vitni að einni einustu sköpun á þann hátt sem þú ímyndar þér að guð hafi skapað heiminn, svo ég veit ekki á hverju þú byggir þína tilgátu

Ég veit afskaplega lítið um hvernig Guð skapaði heiminn.  Ég veit að við höfum gífurlega mikið magn af efni í dag og sama hvað við reynum þá virðist það vera lögmál að það er ekki hægt að búa til efni eða eyða efni. En augljóslega þá er gífurlega mikið magn af efni hérna svo, ég sé ekki betur en einhver sem getur búið til efni hafi gert það einhvern tíman.

Ef þér finnst það ekki benda til skapara þá upplifi ég það sem afneitun á raunveruleikanum á stigi sem á heima sjúkrahúsum.

Mofi, 20.8.2013 kl. 14:26

18 Smámynd: Tómas

Það vill þannig til að ég hef lært eðlisfræði á háskólastigi - skammtafræði þar á meðal. Þú gerir því skóna að ég trúi því að skammtaflökt orsaki alheima. Það er rangt. Ég trúi því að það geti verið _möguleiki_. Ég _veit_ ekkert um það - ekkert frekar en Krauss, þú, eða hver annar. Þetta er bara spurning um tilgátur, og hvort þær meiki sens. Útreikningar eðlisfræðinga sýna að, já, skammtaflökt geti í alvörunni búið til efni. Ólíklega.. en líkurnar eru til staðar. Alveg eins og líkurnar á sjálfsprottnu lífi eru litlar, þá eru þær samt til staðar. Sem gerir það líklegri tilgátu en að giska á að einhver ósýnileg vera hafi búið það til.

Ég skil ekki hvers vegna þú vilt láta sem einhver persóna hafi búið til efnið.. Orðið "sköpun" í daglegu tali á við um að breyta efni úr einu formi í annað. Ef þú vilt nota það um að búa til efni úr engu, þá krefst ég skýringa. (Reyndar gætirðu notað skammtaflökt til þess arna... en þá gætirðu eins sleppt skaparanum...). Það er ekki til eitt dæmi um manneskju sem skóp eitthvað úr engu. Svo það er ekkert sem styður þá tilgátu að einhver geti skapað eitthvað úr engu (aftur.. nema persónan beiti skammtaflökti á einhvern hátt..)

Tómas, 20.8.2013 kl. 21:09

19 Smámynd: Mofi

Þetta hljómar eins og blind trú, sem er allt í lagi. Við höfum hérna spurningu sem enginn veit fyrir víst svarið svo maður getur aðeins trúað.  Minn punktur er að það virðist þurfa veru með getuna til að búa til efni og orku þar sem við sjáum enga náttúrulega ferla geta gert þetta, ekki einu sinni við með öllum okkar vitsmunum.

Mofi, 22.8.2013 kl. 09:40

20 Smámynd: Tómas

Útreikningar og tilraunir vísindamanna í skammtafræði eru ekki gerðar í blindni. Og aldrei hefur nein vera sést eða mælst sem getur búið til efni. Þess vegna tek ég tilgátu Krauss fram yfir þúsunda ára gamlar tilgátur. En þannig erum við mismunandi :)

Tómas, 22.8.2013 kl. 18:48

21 Smámynd: admirale

Enginn hefur séð efni verða til. 
Hestar hafa aldrei búið til efni. 
Þar af leiðandi þarf einhyrninga til þess að búa til efni. 

admirale, 22.8.2013 kl. 20:12

22 Smámynd: Mofi

Tómas, þín trú á þeim er í blindi. Við erum ekki með rannsóknir sem styðja þetta og við skiljum ekki útreikningana. Allt í lagi, ég skil ekki útreikningana og ég efast um að þú skiljir þá.  Og jafnvel þá, þá ertu aðeins með "kannski". Hvað við þetta blinda kannski heillar þig?  Ef að loforð Guðs um eilíft líf er satt, viltu henda því í ruslið af því að... kannski getur skammtaflökkt búið til alheiminn?

Mofi, 23.8.2013 kl. 13:09

23 Smámynd: Mofi

admirale, þar af leiðandi þarf einhvern með vald og getu til að búa efni til, einhvern sem ræður yfir hinu náttúrulega.

Mofi, 23.8.2013 kl. 13:09

24 Smámynd: admirale

mofi, afhverju _einhvern_, afhverju ekki bara _eitthvað_?

Ef við höfum komist að þeirri niðurstöðu að efnið hérna fyrir framan okkar hafi einhverntímann orðið til, þá fylgir að eitthvað hafi orsakað það. Ef við vitum ekki hver orsökin er, þá fylgir EKKI sjálfkrafa að einhver máttug og meðvituð vera hafi orsakað það. Orsökin er bara óþekkt.  

Er það rangt hjá mér?

admirale, 23.8.2013 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband