Trúin sjálf er vandamálið

Það er sorglegt hvað hinn venjulegi íslendingur er orðinn fjarlægur þær kristnu rætur sem okkar samfélag hefur. Hann oftar en ekki sér enga tengingu milli þess samfélags sem við lifum í og hinnar kristnu trúar. Þegar kemur að Íslam þá er auðvitað sumir sem vilja að þessum hópi fólks sé sýnt umburðarlindi eins og öllum öðrum en vandamálið er að umburðarlindi er ekki ókeypis.  Marg oft í sögunni þá einmitt þurfti að berjast á móti kúgunaröflum til að aðrir hópar gætu lifað í friði. Það getur nefnilega þurft að sýna ekki umburðarlindi þegar kemur að því að vernda umburðarlindi; að verja þá sem vilja fá að lifa í friði frá kúgunaröflum.

Mín skoðun er að við eigum ekki að bjóða múslimi velkomna til Íslands af því að þeirra trú er ekki samræmi við gildi íslenskt samfélags, gildi eins og trúfrelsi og rétt til að lifa í friði.

Skoðum nokkur dæmi:

  • Það er dauðarefsing í Íslam við því að yfirgefa trúna.  Er eðlilegt að land sem hefur valið trúfrelsi sem rétt þegnanna að samþykkja hóp sem hefur þá yfirlýstu trú að vera á móti trúfrelsi?
  • Í Íslam er það réttur eiginmannsins að berja eiginkonuna til hlýðni.
  • Íslam hvetur til stríðs til að koma á ríki Allah, hérna er dæmi af þeim sirka 100 versum sem hvetja múslima til að berjast við þá sem eru ekki múslimar.
    Quran (2:191-193) - "And slay them wherever ye find them, and drive them out of the places whence they drove you out, for persecution [of Muslims] is worse than slaughter [of non-believers]... but if they desist, then lo! Allah is forgiving and merciful.   And fight them until persecution is no more, and religion is for Allah."
    Fyrir þá sem hafa lyst á fleiri svona versum þá geta þeir lesið þau hérna: http://www.thereligionofpeace.com/quran/023-violence.htm

 

Er að minnsta kosti ekki eðlileg krafa að hver sá sem vill búa á Íslandi sverji þess eið að hann virði Íslenskt samfélag og Íslensk gildi?

 

Hérna fjallar Sam Harris um af hverju Íslam er ekki eins og bara hvaða önnur trú.

Hérna nær Richard Dawkins að draga það upp úr einum múslima að refsingin fyrir því að yfirgefa Íslam er dauði:

 


mbl.is Mýturnar um múslima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Umburðarlyndi er göfugasta kennslan sem Kristur flutti með sér.

Þess vegna reynir sérstaklega mikið á okkur þegar við stöndum andspænis áskorunum sem tengjast þessari kennslu.

Spurningin er stór og víðfeðm.

Þegar við eigum að svara þeim á sama háa standardinum og Kristur gerði, þá þurfum við eiginlega að leita til hans um leiðsögn.

Hverju myndi hann svara?

Sigurður Alfreð Herlufsen, 17.7.2013 kl. 14:52

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Nú segist þú sjálfur vera:

sjöundadags aðventisti.

Er það vandamál?

------------------------------------------------------

Er þetta ekki bara spurning um að greina kjarnann frá hisminu?

-----------------------------------------------------

(Ps. Vinsamleg ábending:

Ég myndi leggja til að þú skiptir um mynd á aðal-forsíðunni þinni

=Sýndir þinn guð/Krist eins og þegar hann væri upp á sitt besta

/eins og þú vildir upplifa "GUÐ".)

Við þurfum allir að sameinast gegn öllu sem tengist islam & moskum.

Jón Þórhallsson, 17.7.2013 kl. 16:21

3 Smámynd: admirale

Lestu Biblíuna þína, mofi.

Ef að stór hluti fólks í einum bæ finnst sekt um það að tilbiðja aðra guði en Javeh gamla, þá er sjálfsagt mál að drepa alla og brenna bæinn til ösku.

Deuteronomy 13 12 If you hear it said about one of the towns the Lord your God is giving you to live in 13 that troublemakers have arisen among you and have led the people of their town astray, saying, “Let us go and worship other gods” (gods you have not known), 14 then you must inquire, probe and investigate it thoroughly. And if it is true and it has been proved that this detestable thing has been done among you, 15 you must certainly put to the sword all who live in that town. You must destroy it completely,[b] both its people and its livestock. 16 You are to gather all the plunder of the town into the middle of the public square and completely burn the town and all its plunder as a whole burnt offering to the Lord your God. That town is to remain a ruin forever, never to be rebuilt,

Undirgefnar konur eru töff

Corinthians 14:34-36 Let your women keep silence in the churches: for it is not permitted unto them to speak; but they are commanded to be under obedience as also saith the law. And if they will learn any thing, let them ask their husbands at home: for it is a shame for women to speak in the church.

Colossians 3:18 Wives, submit yourselves unto your own husbands, as it is fit in the Lord.

1 Timothy 2:11-15 Let the woman learn in silence with all subjection. But I suffer not a woman to teach, nor to usurp authority over the man, but to be in silence. For Adam was first formed, then Eve. And Adam was not deceived, but the woman being deceived was in the transgression. Notwithstanding she shall be saved in childbearing.

Svo er að sjálfsögðu ekki hægt að lasta Biblíunni án þess að minnast á samkynhneigð.

**Leviticus 20:13 'If a man has sexual relations with a man as one does with a woman, both of them have done what is detestable. They are to be put to death; their blood will be on their own heads.

Hversu margir samkynhneigðir heldur þú að hafi verið barðir, limlestir, drepnir og jafnvel framið sjálfmorð vegna þess að fólk hefur trúað því að þessi setning sé bein skipun frá Guði drottnara okkar eða notað það sem afsökun fyrir eigin fordómum?

Þarf ég að halda áfram?

Af því ég veit að þú átt eftir að snúa þessu þannig við í huga þínum, þá er ég ekki að segja að þessi vers endurspegli þínar skoðanir eða að þú fylgir þeim upp á staf, ég er ekki að segja að bókstafstrú á kóraninn sé góð, ég er ekki að segja að mér líki eitthvað sérstaklega við Islam fram yfir önnur trúarbrögð. Ég er að segja að bókstafstrú á Biblíuna er engu betri en bókstafstrú á kóraninn.

Þrátt fyrir þetta, þá leyfum við Biblíutrúarfólki að byggja sér eins margar kirkjur hér á landi og það vill. En það þýðir ekki að fólk sé undanskilið landslögum, hvort sem það kallar sig kristna, múslima eða hindúa. Múslimi getur ekki notað kóraninn sem lagalega vörn frekar en að þú getir notað Biblíuna sem vörn þegar þú lemur þrælinn þinn eða grýtir konuna þína til dauða fyrir að vera ekki hrein mey þegar hún byrjaði með þér. Það gefur kóraninum engann status í íslensku lagaumhverfi þótt að múslimar fái að byggja sér eitt samkomuhús.

Ps. þá held ég að þú vitir ekki hvað "trúfrelsi" þýðir, mofi. Finndu þér orðabók. (hint: það þýðir ekki að fólki sé frjálst að annaðhvort trúa því sem þú trúir eða yfirgefa landið).

Ps.2. Gaman hvernig þér finnst vinir þínir Dawkins og Harris vera klárir þegar þeir ráðast á trúarbrögð sem eru ekki þín eigin.  

admirale, 17.7.2013 kl. 18:05

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hvaða lönd hafa það í sínum lögum að það liggi dauðarefsing við því að yfirgefa Islam?

Staðreyndin er sú eins og fram kemur í greininni að það eru Kristnir hópar og kirkjur í nánast öllum ríkjum þar sem Islam eru ríkjandi trúarbrögð og í flestum þeirra ríkir trúfrelsi.

Og svo skulum við ekki gleyma því eð hér erum við ekki að tala um að bjóða einhverja sérstaklega velkomna umfram aðra. Hér er það að gerast að Íslendingar sem játa Islam eru að biðja um að fá að byggja hús til að iðka trú sína í. Þeir hafa gert það í skrifstofuhúsnæðí í 16 ár og hafa óskað eftir því að fá betra húsnæðí undir starfseminna.

Stór hluti þessara manna eru fæddir hér á landi og margir þeirra hafa ekki annan ríkisborgararétt en íslenskan. Sumir þeirra geta rakið ættir sínar til landnámsmanna.

Þetta eru einfaldlega í flestum tilfellum Íslendingar eins og ég og þú sem játa aðra trú en við.

Þeir Kristnu menn sem telja Islam eitthvað verri trúarbrögð en sín eigin mættu horfa til þeirrar dæmisögu Jesú Krists þar sem hann talaið um flísina í augum náungans og bjálkann í eigin augum.

Sigurður M Grétarsson, 17.7.2013 kl. 18:06

5 Smámynd: Tómas

Mofi: Konum var lengi vel, og er enn sumsstaðar, gert að vera undirlægjur í fjölmörgum kristnum samfélögum.

Þú ættir að vita vel að biblíuna má skilja á fjölmarga vegu - þótt þú veljir og hafnir og skiljir á þinn hátt, þá þýðir það ekki að aðrir geri það.

Þar að auki finnst mér sorglegt hvað hinn venjulegi íslendingur eru orðinn fjarlægur heiðnum rótum samfélagsins sem þeir búa í... right? ;)

Tómas, 17.7.2013 kl. 19:38

6 Smámynd: Mofi

Sigurður, Jesús talaði mjög hart á móti því sem Hann trúði að var rangt; ég held að við getum leyft okkur að gera hið sama. Ég er samt alveg sammála þér með að þetta er mjög vand með farið en er ekki nema eðlilegt að berjast fyrir þeim gildum sem manni eru kær og í okkar tilfelli er það vonandi trúfrelsi og fá að lifa í friði.  Það er að vísu orðið sífelt algengara viðhorf á Íslandi að fólk eigi ekki að fá að hafa sína trú í friði.

Mofi, 17.7.2013 kl. 22:58

7 Smámynd: Mofi

Jón Þorhallsson, ef að mín trú stangaðist á grunn gildi samfélagsins þá væri það mjög skiljanegt ef að margir væru á því að mín trú væri vandamál.

Mofi, 17.7.2013 kl. 22:59

8 Smámynd: Mofi

admirale, já, endilega haltu áfram...  

Tómas,  segðu mér, er eitthvað mikið um það að kristnir eru á móti trúfrelsi? Hvaða hatur er þetta eiginlega á kristni hjá ykkur?  Kristni mótaði samfélagið sem þið búið í, flest af ömmum og lang ömmum okkar samfélags voru kristnar; sóttu gildi um náungakærleik og umburðarlindi gagnvart náungan í sína trú. Þetta hatur ykkar er mjög svo undarlegt og ég á erfitt með að sjá heila brú í því.   Já, ef þér líkar betur við þá heiðnu trú sem ríkti fyir tíma kristni þá segir það mér helling um þig, trú sem kallaði hefnd en ekki fyrirgefningu.

Mofi, 17.7.2013 kl. 23:05

9 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Nú er jörðin að fara inn í hærri tíðni, sem má meðal annars þekkja á því að tal um einingu mannkynsins er uppi á borðum.

Við erum öll frá sömu uppsprettu og okkur ber að dvelja á jörðinni með friði við alla menn.

Vissulega er það mikil áskorun og erfið, en einhvers staðar þarf að byrja það mikla verk - að lifa í friði við alla bræður og systur, hverng sem þau eru á litinn og hvernig sem trúarbrögð þeirra eru.

Umburðarlyndi er ekki bara kenningarkerfi, heldur ber okkur að lifa þannig.

Í sambandi við þetta fólk sem er til vandræða og tilheyra öðrum trúarbrögðum, þá þarf að vera jafn opin fyrir því að það voru menn sem tilheyrðu kristni, sem setu upp eyðingarbúðir á öllum gyðingum. 

Þetta ótrúlega níðingsverk var unnið á okkar dögum.

Svo eru það trúarbragðastríðin þar sem kristnir menn voru gerendur.

Ég þarf ekki að segja meira, við eigum að sjá bjálkann í eigin auga.

Að lokum þakka ég þér fyrir góðar og skemmtilega frásagnir, þær hafa gefið mér mikið og mér finnst þú gera þetta með fínum og áhugaverðum hætti.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 18.7.2013 kl. 00:49

10 Smámynd: Mofi

Af einhverjum ástæðum þá eiga sumir erfitt með aðgreina hvað trúin kennir frá því sem síðain hinir og þessir menn framkvæma. Auðvitað eru slæm epli meðal allra trúarbragða en hérna er ég að benda á hið slæma sem Íslam kennir og við síðan sjáum sett í framkvæmd af þeim sem reyna að vera sannir fylgjendur.

Mofi, 18.7.2013 kl. 07:30

11 Smámynd: Jón Þórhallsson

Í framhaldi af færslu 7.

Ég er ekki að gera lítið úr þinni trú

en þu kastar því fram sjálfur í fyrirsögninni í þinni bloggfærslu að trúin sé vandamál.

Er það ekki bara málið að Kristnin á íslandi er eins og höfuðlaus her

=Að það vantar einhverja sterka sann-kristna leiðtoga sem þora að fara eftir ritningunni og standa gegn islam og samkynhneigðum.

Hvað segir KRISTNIN gegn islam?:

"Ég er drotttinn guð þinn þú skalt ekki aðra guði hafa".

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1305360/

--------------------------------------------------------------

Hvað segir Biblían gegn kynvillu?: 3.Mos.18.22.

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1306196/

Jón Þórhallsson, 18.7.2013 kl. 08:34

12 Smámynd: Mofi

Jón Þórhallsson, kristnir eru fjölbreyttur hópur en það eru ekki svo mikið af einhverjum grundvallar atriðum sem þá greinir á um. Það eru t.d. engin kristin samtök sem hafa þá stefnu að drepa hvern þann sem yfirgefu hina kristnu trú enda ekkert í Biblíunni sem kennir það.

Fólk hefur alls konar mismunandi skoðanir en við búum í samfélagi sem hefur valið trúfrelsi og umburðarlindi gagnvart mismunandi skoðunum. Er ekki eðlilegt að við þá t.d. berjumst fyrir tjáningarfrelsinu þegar einhverjir vilja drepa þá vegna þess að þeir gerðu grín að Múhammeð?

Finnst þér virkilega að kristnir og kristin trú er að kenna eitthvað sem fer gegn grunn gildum samfélagsins?

Mofi, 18.7.2013 kl. 09:26

13 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég tel að kristin trú sé ákveðin grunnur að siðmenntuðum samfélögum almennt séð sem okkur ber að STANDA VÖRÐ UM. (Eyðum ekki of miklum tíma á "skemmdu eplin" sem gætu verið í kristna eplakassanum; við þurfum að velta því upp hvar megi gera betur?

Kirkjan þyrfti helst að vera hérna á blogginu til að boða sinn boðskap og auðvelda skoðanaskipti almennt séð.

Þjóðkirkjan er farin að týna sér of mikið í tónleikahaldi á kostnað heimspekilegar umræðu.

Ekki að það sé neikvætt en hversu hagnýtt er það? (=Meðvirkni).

Jón Þórhallsson, 18.7.2013 kl. 10:31

14 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Mofi, mér brá þegar ég sá fyrirsögnina hjá þér - ég er alveg sammála þér í því að það er trúin sjálf sem er vandamálið! Án trúar á Íslam, Kristni, Gyðingdóm og hvað þetta heitir nú allt saman væri ólíkt betra að lifa á henni Jörð!

En svo áttaði ég mig á því að þú varst að meina "átrúnaðinn", ekki "trúin". Þar er ég alveg ósammála, það er allt jafn hættulegt/hættulaust Kristni, Íslam og Gyðingdómir.

Til allrar hamingju fara engir Kristnir eftir Biblíunni í einu og öllu, það myndi auðvitað enda í ósköpum eins og admirale bendir á. Það fara heldur engir múslímar eftir Kóraninum í einu og öllu - og fyrst við erum að tala um kóraninn þá stendur hvergi í honum að það sé dauðadómur við því að yfirgefa Íslam. Enda eru fjölmargir yfirlýstir trúleysingjar í Íslömskum ríkjum og þeir hafa ekki verið dæmdir til dauða! Hins vegar vitum við öll um tilfelli hins gagnstæða, að trúskiptingar séu dæmdir til dauða, en það er byggt á Sharia sem hefur alls ekki sama kennivaldið og Kóraninn.

En fyrst enginn fer eftir því sem stendur í skruddunum (nema auðvitað þegar það hentar þeim) þá er aðeins ein leið fær ef bera á saman Kristni og Íslam: Að líta til sögunnar. Og þar hallar óneitanlega mjög á Kristni þegar litið er til trúfrelsis.

Ef ekki hefði komið til trúarofsókna Rómverja gegn Gyðingum og Mónófýsistum við upphaf 7. aldar (Herakleius keisari og yfirmaður kaþólsku kirkjunnar ætlaði að sjá til þess, með valdi ef með þurfti, að kaþólskan væri eina leyfða trúin í ríkinu) hefuð Arabar aldrei náð undir sig Sýrland/Palestínu og Egyptaland. En það var einmitt loforð um trúfrelsi sem gerði það að verkum að Gyðingar börðust með Aröbum í Sýrlandi/Palestínu og að Egyptar ráku rómverska setuliðið úr landi og tóku fagnandi á móti Aröbum.

Enda væru koptísku og sýrlensku kirkjurnar ekki til í dag ef Íslam hefði ekki verndað þær frá kaþólskunni! Og allar götur síðan (með örfáum undantekningum) hefur trúfrelsi alltaf verið miklu meira í múslímskum löndum en kristnum. Og hinn sögulegi samanburður er eini samanburðurinn sem stenst!

Mofi, ef þú hefðir verið uppi fyrir 500 árum síðan hefði þú og sértrúarsöfnuður þinn væntanlega flúið á náðar Tyrkjasóldáns undan ofsóknum kristinna "trúbræðra" þinna! Og þið hefðuð ekki verið einir um það, sértrúarhópar kristnir (ásamt Gyðingum) leituðu hælis og frelsis til trúariðkunar hjá Tyrkjum af því að kaþólskir jafnt sem mótmælendur þoldu enga "trúvillinga" - og voru einstaklega dugleir að kveikja í þeim opinberlega, kaþólskir sín megin og lúterskir sín megin.

Brynjólfur Þorvarðsson, 18.7.2013 kl. 16:40

15 identicon

Sæll Mofi

Það var rétt hjá þér að koma með eitthvað frá Zíonistum sjálfum í þessari baráttu gegn Íslam (með þetta fake "Center for Muslim-Jewish Engagement"), en ekki fylgendum trúarinnar Íslam, ekki satt?

Hvar er hann Skúli Zíonisti með plástri og allt þetta litla nice, nice Omega prump -lið?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 18.7.2013 kl. 18:32

16 Smámynd: Mofi

Brynjólfur
Mofi, mér brá þegar ég sá fyrirsögnina hjá þér - ég er alveg sammála þér í því að það er trúin sjálf sem er vandamálið! Án trúar á Íslam, Kristni, Gyðingdóm og hvað þetta heitir nú allt saman væri ólíkt betra að lifa á henni Jörð!

Engin vísindi, engin eða örfá líknarfélög, við værum ennþá í siðmenningu eins og Rómverja þar sem þrælar voru réttdræpir og blóðhefnd var leiðin til að leysa ágreinings mál.  Við hefðum fleiri stjórnvöld þar sem guðleysis trúin væri ríkjandi eins og í Kína og Rússlandi þar sem lýðræði, trúfrelsi og tjáningarfrelsi væri jafn algengt og hrein mey í hóruhúsi.

Nei, ég held að ég og þú höfum mjög ólíkar hugmyndir um hvað sé gott líf á þessari jörð.

Brynjólfur
Til allrar hamingju fara engir Kristnir eftir Biblíunni í einu og öllu, það myndi auðvitað enda í ósköpum eins og admirale bendir á.

Ég held að þú og Admirale eru bara að sýna fram á ykkar getuleysi til að lesa hluti í samhengi.  Lífið á jörðinni væri margfalt betra ef fólk færi eftir Biblíunni í einu og öllu, það er engin spurning og það vita það allir sem hafa lesið hana og hafa tvær þrjár heilafrumur afgangs til að skilja textann.

Brynjólfur
Enda eru fjölmargir yfirlýstir trúleysingjar í Íslömskum ríkjum og þeir hafa ekki verið dæmdir til dauða! Hins vegar vitum við öll um tilfelli hins gagnstæða, að trúskiptingar séu dæmdir til dauða, en það er byggt á Sharia sem hefur alls ekki sama kennivaldið og Kóraninn.

Ef að einhverjir hérna efast um að þetta er það sem Íslam kennir, söguega séð og þeirra trúarbækur þá er hérna smá sögukennsla, sjá: http://answering-islam.org/Silas/apostasy.htm

Brynjólfur
Enda væru koptísku og sýrlensku kirkjurnar ekki til í dag ef Íslam hefði ekki verndað þær frá kaþólskunni!

Ég hélt að þú vissir mína afstöðu til Kaþólsku kirkjunnar...

Mofi, 18.7.2013 kl. 22:02

17 Smámynd: admirale

Mig langar að smakka það sem þú ert að reykja, mofi.  

Þú hafnar vísindum, nema þau þegar þau gefa þér svörin sem þú vilt heyra. Ef að allir kristnir hugsuðu eins og þú þegar kemur að kristni og vísindum, þá væri greinileg fylgni milli kristni og andvísindalegrar hugsunar, en sem betur fer er það ekki tilfellið.  

Ég veit ekki hvernig þú færð það út að það sé eitthvað orsakasamhengi milli kristni og vísinda, sérstaklega í ljósi þess að vísindaleg hugmynda og aðferðarfræði á sér margfalt lengri sögu en kristnin.  

Ég held að þú og Admirale eru bara að sýna fram á ykkar getuleysi til að lesa hluti í samhengi.  Lífið á jörðinni væri margfalt betra ef fólk færi eftir Biblíunni í einu og öllu, það er engin spurning og það vita það allir sem hafa lesið hana og hafa tvær þrjár heilafrumur afgangs til að skilja textann.

Ef að Biblían segir eitthvað sem kristna manninum finnst gott, þá er það gott, ef að biblían segir eitthvað sem að kristna manninum finnst vont, þá vantar bara samhengið.  
En hvar er samhengið? Þarf maður að telja sér trú um það fyrst að biblían sé algóð bók og leita svo að samhenginu?  
Á fjölmörgum stöðum er t.d. talað um að konur eigi að vera undirlægjur og einskonar fylgihlutir karlmanna og ákveðnar takmarkanir settar þeim. Hvert er samhengið sem ég er ekki að sjá? Hvar í Biblíunni er tekið fram að konur og karlar hafi sömu réttindi? 

admirale, 19.7.2013 kl. 02:58

18 Smámynd: Mofi

admirale
Þú hafnar vísindum, nema þau þegar þau gefa þér svörin sem þú vilt heyra

Vísindi er ekki hið sama og vísindamenn. Þú heldur að þegar hópur af vísindamönnum dregur ályktanir að þá ber öllum að trúa því blint. Mér finnst þannig heimskulegt og óvísindalegt.  Þegar vísindamenn nota hina vísindalegu aðferð til að öðlast meiri þekkingu um heiminn sem við búum í þá er það hellings virði og ég hef litlar efasemdir um að sú þekking sé rétt.  En sumt fólk er svo heimskt að það getur ekki gert greinarmun á milli þekkingar og síðan ályktanna út frá þekkingunni, ég er orðinn dáldið þreyttur á að eyða orðum í heimkst fólk og vil helst að það sé ekki lengur partur af mínu lífi.

admirale
Ég veit ekki hvernig þú færð það út að það sé eitthvað orsakasamhengi milli kristni og vísinda, sérstaklega í ljósi þess að vísindaleg hugmynda og aðferðarfræði á sér margfalt lengri sögu en kristnin.

Ef þú vilt koma því á framfæri hér að þú ert fáfróður um sögu vísinda þá er það hér með komið á framfæri, takk.

admirale
Á fjölmörgum stöðum er t.d. talað um að konur eigi að vera undirlægjur og einskonar fylgihlutir karlmanna og ákveðnar takmarkanir settar þeim. Hvert er samhengið sem ég er ekki að sjá? Hvar í Biblíunni er tekið fram að konur og karlar hafi sömu réttindi?

Þegar síðan menn fara eftir boðorðunum tíu, elska náungan eins og sjálfan sig þá tel ég að flest eðlileg réttindi komi í kjölfarið. Það er talað um að í samböndum þá hefur eiginmaðurinn leiðtogahlutverkið og þú getur verið ósammála því eins og þú vilt.

Mofi, 19.7.2013 kl. 07:41

19 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Mofi, punkturinn hjá mér var nú einfaldlega sá að íslömsk ríki hafa gegnumsneitt verið miklu frjálslyndari gagnvart öðrum trúarbrögðum en kristnin. Ekki svo að "frjálslyndi" Íslam sé algilt, hvorki í tíma né rúmi. Hin þrjú trúarbrögð bókarinnar (kristni, gyðingdómur og eitt enn sem enginn veit hvað er en var fljótlega talið vera zóróastríanismi, þótt ekki megi lesa það úr kóraninum) voru allt í lagi oftast (ekki alltaf), önnur trúarbrögð, eða trúleysi, voru litin illu hornauga.

Svo vil ég alfarið hafna því að vísindi, líknarfélög osfrv. sé allt trú (eða kristni) að kenna. Grunnur að samfélagi okkar nútímanna er í "heiðni" meðal Grikkja, í raun voru þeir miklu nær því að vera trúlausir en fjölgyðistrúar. Annar grunnur er réttarkerfi Rómverja, og loks, í norðanverðri Evrópu, réttarkerfi Germana (úr "heiðni").

Kristna kirkjan ýtti aldrei undir vísindi, hins vegar voru múslímar lengi mjög áhugasamir um þau og björguðu algjörlega vísindakunnáttu fornaldar frá því að tapast í myrkri kristninnar. En trúarbrögð eru óvinur vísinda, alveg eins og vísindin eru stærsta ógnunin við trúarbrögð.

Varðandi líknarmál þá vil ég (aftur) benda á að hér á Íslandi var starfandi hreppaskipan, sem tók að sér líknarmál og fátækrahjálp, áður en landið kristnaðist. Eflaust hefur þessi skipan verið að germanskri fyrirmynd þótt það sé ekki vitað í dag. Þessi líknarstarfsemi var svo rótgróin hér á Íslandi við kristnitöku að tíundarlögin 1096 kveða á um að þriðjungur tíundar (fátækratíundin) skuli renna til hreppanna, ekki til kirkjunnar!

Ég er hins vegar sammála þér í því að veraldarmynd flestra á fornöld var ekki mjög mannúðleg. Þetta gerðu hugsuðir þess tíma sér vel grein fyrir og fjölmargar heimspekistefnur gengu einmitt út á mannúð. Kristni var ein þeirra. En Rómarveldi varð ekkert tiltakanlega mannúðlegri eftir kristnitöku og það er ekki að sjá að mannúð hafi almennt ráðið ferðinni í (kristinni) samfélagsgerð fyrr en með endurreisn og upplýsingatíma, en hvorar tveggja hreyfingarnar einkennast af því að kristni hefur þar lítil sem engin ítök.

Kristni hafði um 1400 ár til að gera heiminn betri (frá c.a. 400 til c.a. 1800), það er ekki fyrr en með upplýsingunni í lok 18./byrjun 19. aldar að vestræn (og þar með talin norræn) samfélög fara að verða mannúðleg í okkar skilningi. Hér á Íslandi barðist Magnús Stephensen einna fyrstur fyrir mannúð í dómsmálum, íslenskir klerkar voru miklu harðari í dómum og þótti mannúð óþörf með öllu!

Hvaða gagn gerir kristnin ef henni tekst ekki að breyta samfélaginu á 1000 árum? Er hún ekki bara fyrir okkur, er hún ekki bara hindrun framfara? Jú, auðvitað er hún það, sagan sýnir það og sannar svo ekki verður um villst.

Brynjólfur Þorvarðsson, 19.7.2013 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband