Er þetta lifandi risaeðla?

090107-pterosaur-picture_bigMaðurinn sem setti þetta inn á youtube trúir eða segist trúa að þetta sé pterodactyl.

Ég er alveg opinn fyrir því að lifandi risaeðlur séu enn til, hefði samt giskað frekar á þær sem lifa í sjónum eða einhverjum ókönnuðum frumskógum jarðar. Ég myndi ekki búast við því að þær væru mjög stórar því að ég trúi að þessar risastóru beinagrindur sem við finnum í setlögunum eru risaeðlur sem lifðu í mörg hundruð ár fyrir flóðið; þar sem risaeðlur hætta aldrei að vaxa þá finnst mér rökrétt að gífurlegur aldur útskýrir stærð þessa steingervinga.

En hvað myndi gerast ef að við finndum lifandi risaeðlu?  Myndi það láta harða þróunarsinna efast um þeirra trú?  Ég held ekki enda finnst mér löngu komið á hreint að þessi trú tengist sönnunargögnum og rökum ekkert við. Ég samt held að margir af þeim sem eru svona á hliðarlínunum finndu fyrir sjokki og myndu virkilega byrja að efast um Þróunarkenninguna.  Í augum margra þá eru það mjög sterk sönnunargögn fyrir því að þessi dýr dóu út fyrir langa löngu að þær finnast í ákveðnum setlögum og síðan finnast ekki leifar af þeim í setlögunum fyrir ofan. Vandamálið við þetta er að þetta á líka við tegundir sem eru lifandi meðal okkar í dag eins og Coelacanth, sjá: Correcting the headline: ‘Coelacanth’ yes; ‘Ancient’ no

Hérna er svo myndbandið, áhugavert en ekkert sem tekur af allan vafa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas

Bara svo það sé á hreinu - þá myndi það ekki endilega hrekja þróunarkenninguna í heild sinni ef við myndum finna fáinar risaeðlur, á því formi sem við töldum þær vera á t.d. Júratímabilinu, í dag.

Þróunarkenningin felur ekki í sér að tegundir verði að breytast. Flestir vísindamanna sem starfa við þessi fræði (utan sköpunarsinna) samþykkja t.d. að krókódílar hafi lítið breyst síðustu 65 milljón ár. Svo það að finna lifandi flugeðlu væri gríðarlega áhugavert - en enganveginn sönnun fyrir því að þróunarkenningin er röng.

Þú lætur sem sönnunargögn skipti hina svokölluðu "trú" "þróunarsinna" engu máli. Þau skipta mig bara miklu máli, svo það sé líka á hreinu ;)

Tómas, 16.7.2013 kl. 18:06

2 Smámynd: Mofi

Það myndi ekkert hrista í þinni trú að í setlögum sem eiga að spanna 65 miljón ár að þar séu ekki að finna risaeðlur en síðan eru þær meðal okkar í dag?  Það myndi ekki láta þig stoppa og hugsa, "hey, kannski eru þetta ekki 65 miljón ár"?

Það er gott að þú trúir að sönnunargögnin skipta máli, væri enn betra að fá sönnun á þessari staðhæfingu þinni :)   

Mofi, 17.7.2013 kl. 09:45

3 Smámynd: Tómas

Eins og ég sagði, þá myndi það ekki hrekja þróunarkenninguna í heild sinni. Þróunarkenningin er mun víðtækari en bara beinagrindur í setlögum.

Þar fyrir utan höfum við ekki grafið upp öll setlög á allri jörðinni. Enn eru svæði sem menn hafa ekki kannað til þurrðar. Enn fremur varðveistast ekki allar lífverur í setlögunum. Svo, eins og ég sagði, ef við fyundum fáeinar risaeðlur, þá væri það ekki deal-breaker. Vissulega magnað, en ekki til þess að gefa mér ástæðu til að hafna allri þróunarkenningunni.

Tómas, 17.7.2013 kl. 10:43

4 Smámynd: Mofi

Væri gaman að fá nokkur dæmi um "deal-breakers" hjá þér, væri kannski efni í blog grein.

Mofi, 17.7.2013 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 803194

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband