15.7.2013 | 09:39
Er þetta lifandi risaeðla?
Maðurinn sem setti þetta inn á youtube trúir eða segist trúa að þetta sé pterodactyl.
Ég er alveg opinn fyrir því að lifandi risaeðlur séu enn til, hefði samt giskað frekar á þær sem lifa í sjónum eða einhverjum ókönnuðum frumskógum jarðar. Ég myndi ekki búast við því að þær væru mjög stórar því að ég trúi að þessar risastóru beinagrindur sem við finnum í setlögunum eru risaeðlur sem lifðu í mörg hundruð ár fyrir flóðið; þar sem risaeðlur hætta aldrei að vaxa þá finnst mér rökrétt að gífurlegur aldur útskýrir stærð þessa steingervinga.
En hvað myndi gerast ef að við finndum lifandi risaeðlu? Myndi það láta harða þróunarsinna efast um þeirra trú? Ég held ekki enda finnst mér löngu komið á hreint að þessi trú tengist sönnunargögnum og rökum ekkert við. Ég samt held að margir af þeim sem eru svona á hliðarlínunum finndu fyrir sjokki og myndu virkilega byrja að efast um Þróunarkenninguna. Í augum margra þá eru það mjög sterk sönnunargögn fyrir því að þessi dýr dóu út fyrir langa löngu að þær finnast í ákveðnum setlögum og síðan finnast ekki leifar af þeim í setlögunum fyrir ofan. Vandamálið við þetta er að þetta á líka við tegundir sem eru lifandi meðal okkar í dag eins og Coelacanth, sjá: Correcting the headline: Coelacanth yes; Ancient no
Hérna er svo myndbandið, áhugavert en ekkert sem tekur af allan vafa.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Heimspeki, Trúmál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 803246
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bara svo það sé á hreinu - þá myndi það ekki endilega hrekja þróunarkenninguna í heild sinni ef við myndum finna fáinar risaeðlur, á því formi sem við töldum þær vera á t.d. Júratímabilinu, í dag.
Þróunarkenningin felur ekki í sér að tegundir verði að breytast. Flestir vísindamanna sem starfa við þessi fræði (utan sköpunarsinna) samþykkja t.d. að krókódílar hafi lítið breyst síðustu 65 milljón ár. Svo það að finna lifandi flugeðlu væri gríðarlega áhugavert - en enganveginn sönnun fyrir því að þróunarkenningin er röng.
Þú lætur sem sönnunargögn skipti hina svokölluðu "trú" "þróunarsinna" engu máli. Þau skipta mig bara miklu máli, svo það sé líka á hreinu ;)
Tómas, 16.7.2013 kl. 18:06
Það myndi ekkert hrista í þinni trú að í setlögum sem eiga að spanna 65 miljón ár að þar séu ekki að finna risaeðlur en síðan eru þær meðal okkar í dag? Það myndi ekki láta þig stoppa og hugsa, "hey, kannski eru þetta ekki 65 miljón ár"?
Það er gott að þú trúir að sönnunargögnin skipta máli, væri enn betra að fá sönnun á þessari staðhæfingu þinni :)
Mofi, 17.7.2013 kl. 09:45
Eins og ég sagði, þá myndi það ekki hrekja þróunarkenninguna í heild sinni. Þróunarkenningin er mun víðtækari en bara beinagrindur í setlögum.
Þar fyrir utan höfum við ekki grafið upp öll setlög á allri jörðinni. Enn eru svæði sem menn hafa ekki kannað til þurrðar. Enn fremur varðveistast ekki allar lífverur í setlögunum. Svo, eins og ég sagði, ef við fyundum fáeinar risaeðlur, þá væri það ekki deal-breaker. Vissulega magnað, en ekki til þess að gefa mér ástæðu til að hafna allri þróunarkenningunni.
Tómas, 17.7.2013 kl. 10:43
Væri gaman að fá nokkur dæmi um "deal-breakers" hjá þér, væri kannski efni í blog grein.
Mofi, 17.7.2013 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.