Einu sinni goðsögur en núna blákaldur raunveruleiki

Sjaldgæfur og hættulegur risa kolkrabbi var handsamaður í Ross Sea við Suðurheimskautið. 520-colossal-squidVeiðimennirnir sem náðu kolkrabbanum sögðu að hann hefði verið að ráðast á bráðina sem þeir voru að veiða. Dýrið var aðeins unglingur en líkaminn var 2.5 metrar á lengd en með öllum útlimum þá var hann sex metrar á lengd.

Menn kalla þessa tegund "colossal squid" til að aðgreina hana frá "giant squid" sem fékk nú nafnið vegna þess hve ótrúlega stór sú tegund er en þessi er ennþá stærri.

Í grein í New Scientist þá sagði einn vísindamaðurinn þetta ‘Once the stuff of maritime myth, these animals are now firmly part of mainstream science.

Sjómenn til forna hafa í gegnum aldirnar sagt frá svona dýrum en menn hafa flokkað þessar sögur sem ýktar goðsagnir en í þessu tilfelli þá þarf að endurskoða það því líklegast voru þessir menn að segja satt. Hérna er lexía handa okkur, kannski eru sögurnar af risastórum, mögnuðum dýrum ekki goðsögur? Eins og t.d. dýrið í Job 41 eða fornar sögur af drekum, sjá: Voru drekar í raun og veru risaeðlur? 

Hérna er stutt myndband um þetta.

Hérna eru heimildirnar:

  1. New Scientist, 12 April 2003, p. 18; 2 August 2003, pp. 24–29.
  2. Discovery Channel News, dsc.discovery.com/news/briefs/20030331/squid.html, 27 August 2003 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flower

Þessi kvikindi eru ótrúleg hreint út sagt. Svo er líka risa smokkfiskurinn sem er ekkert lítill heldur og hann er stórhættulegur með vígalegum krókum á öllum örmum. Kolkrabbar eru gáfaðir, læra að skrúfa af lok af krukkum og kunna að fara inn og út úr krabbagildrum, skilja svo tóma skelina eftir.

Hvað ætli sé úti þarna sem enginn maður hefur enn augum litið eða hefur hugmynd um?

Flower, 10.7.2013 kl. 11:04

2 Smámynd: Mofi

Já, myndin Pasific Rim sem er núna í bíó gengur út á einmitt það að 95% af höfunum eru ókönnuð og þar eru einhver svakaleg skrímsli :)

Ekki séð hana sjálfur samt.  En já, það er gífurlega mikið ókannað í höfunum svo það gæti alls konar dýr leynst þarna. Væri gaman að ef það finndist einn Leviathan :)

Mofi, 10.7.2013 kl. 12:29

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Samkvæmt mínum fræðum þá voru það mennskir geimgestir sem komu annarsstaðar að úr alheimi og drápu risaeðlurnar til að jörðin gæti verið mannvæn fyrir milljörðum ára.

Varðandi drekana sem talað er um í biblíunni nær okkur í tíma;

þá hef ég grun um að þar sé um að ræða ómennskar geimverur sem flokkast í 2 flokka:

1.Alpha Draco/er yfirmaður margra ómennskra vera. (Mjög sjaldgæf).

http://www.youtube.com/watch?v=7LCWKz0uV8k&feature=related

2.Reptillian/ sem er einhverskonar verkamannategund; sem kemur upprunalega annarsstaðar að úr alheimi en er búin að lifa lengi á jörðinni í neðanjarðarsamfélögum tengt sjónum og gerir enn./þá vætnanlega meira bundið við einstök svæði.

http://www.youtube.com/watch?v=WnA0xEvk4ho

Jón Þórhallsson, 10.7.2013 kl. 17:48

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sumir vilja meina að "Lords of the RIng" sé ÓBEIN lýsing

á þeim geimsamfélögum sem eru þegar til í geimnum.

Þar sem að góðu/mennsku verurnar sameinast gegn illu verunum.

Jón Þórhallsson, 10.7.2013 kl. 18:02

5 Smámynd: Jón Þórhallsson

Varðandi risaeðlurnar:

Skoðaðu t.d. efsta myndbandið mínútu 2:00

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/?offset=10

Jón Þórhallsson, 11.7.2013 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 803194

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband