Af hverju svona margar kirkjur?

adoption-reformers-need-the-churchFyrir marga sem eru að nálgast Biblíuna í fyrsta sinn þá vaknar upp sú spurning, ef þetta er orð Guðs, af hverju eru þá svona margar kirkjur til?  Frá sjónarhóli efasemdamanna þá er þetta skýr vísbending um það að Biblían sé óskýr bók og ef Guð væri raunverulega höfundur hennar þá væri hún skýr og kristnir væru sameinaðir í skilningi sínum á hvað hún inniheldur.

Ég ætla hérna að reyna að útskýra af hverju ég tel að það eru svona margar kirkjur og af hverju það er ekki vegna Biblíunnar sjálfrar.

Sögulegar ástæður

Þegar kristin kirkja byrjar að myndast með fyrstu lærisveinunum þá var fólkið sem tilheyrði henni það sem má kalla kristna gyðinga. Þeir fylgdu Móseslögunum og héldu mikið af hefðum gyðinga en við sjáum að þeir höfnuðu manna setningum hins svo kallaða "Oral Torah" sem eru reglur frá rabbínum í gegnum aldirnar.  Þessi hópur síðan dreifist um hinn þá þekkta heim og smá saman blandast heiðið fólk og heiðnar hugmyndir inn í hina núna kristnu kirkju.

Dæmi um þetta er að finna í ritum Socrates Scholasticus en á fjörðu öld skrifaði hann t.d. þetta:

Socrates Scholasticus
For although almost all churches throughout the world celebrate the sacred mysteries on the sabbath of every week, yet the Christians of Alexandria and at Rome, on account of some ancient tradition, have ceased to do this. The Egyptians in the neighborhood of Alexandria, and the inhabitants of Thebaïs, hold their religious assemblies on the sabbath, but do not participate of the mysteries in the manner usual among Christians in general: for after having eaten and satisfied themselves with food of all kinds, in the evening making their offerings they partake of the mysterie

Þarna byrjum við að sjá "kristna" blanda saman sínum hefðum og hætta að halda sjöunda daginn heilagan.   Eftir því sem tíminn leið því meira byrjuðu kristnir að færa sig frá öllu því sem tengdist gyðingum, hérna er fínt dæmi um afstöðu manns í kringum 380 e.kr:

http://www.fordham.edu/halsall/source/chrysostom-jews6.html
The festivals of the pitiful and miserable Jews are soon to march upon us one after the other and in quick succession: the feast of Trumpets, the feast of Tabernacles, the fasts. There are many in our ranks who say they think as we do. Yet some of these are going to watch the festivals and others will join the Jews in keeping their feasts and observing their fasts. I wish to drive this perverse custom from the Church right now...If the Jewish ceremonies are venerable and great, ours are lies...

Þegar síðan Rómarveldi verður kristið í kringum 313 e.kr. þá byrjuðu alls konar heiðnar hugmyndir að blandast inn í kristni, hugmyndir eins og barnaskírn, hugmyndin um helvíti þar sem Guð kvelur syndara að eilífu, sunnudags helgihald og margt fleira. Aðal vopn kirkjunnar á miðöldum verður sú hugmynd að prestar hafi völd til að fyrirgefa syndir sem þeir síðan gerðu fyrir greiðslu en það var eitt af því sem Lúther barðist sem harðast gegn.

Þegar siðbótin byrjaði þá spiluðu margir menn þar inn í og það sem gerðist oft var að einn maður uppgvötaði einhvern sannleika í Biblíunni sem var ekki í samræmi við miðalda kirkjunnar eins og t.d. skírnina en ekki barnaskírn og leiddi hóp af fólki í þá nýja kirkju þar sem þetta skipti miklu máli. Þetta gerðist síðan aftur og aftur, Jan Hus myndaði  Moravian Church, John Calvin myndaði  Kalvinisma, Martin Luther myndaði Lúthersku kirkjurnar, Menno Simons myndaði Mennonitism og John Smyth myndaði baptista hreyfinguna svo nokkrir séu nefndir. Allt gerðist þetta víðsvegar um heiminn svo þannig mynduðust þessir litlir hópar sem settu sinn fókus á atriðin sem þeirra leiðtogar uppgvötuðu og fannst mikilvægt. Þessir hópar síðan í flestum tilvikum stoppuðu þarna, þeir héldu ekki áfram að rannsaka eins og þeirra leiðtogar gerðu heldur héldu fast við ákveðnar kenningar sem eftir einhverja áratugi voru orðnar að þeirra hefðum og það sem varð að þeirra einkenni.  Einn af þessum hópum voru sjöunda dags aðventistar sem myndaðist út frá Biblíurannsóknum og handleiðslu konu að nafni Ellen White sem aðventistar trúa að Guð hafi talað til hennar í sýnum og draumum.

Ef við tökum dæmi eins og að halda sunnudaginn heilagan þá er ekki eitt vers í allri Biblíunni sem segir að kristnir ættu að hittast fyrsta dag vikunnar, sunnudegi en fólk gerir það vegna hefðarinnar.

Pólitík

Í gegnum kirkju söguna þá hafa menn verið að hreinlega berjast um völd, ef einhverjir hafa séð sjónvarpsþættina Borgias þá vita þeir um hvað ég er að tala en þeir þættir fjalla um valdabrölt páfa og alla pólitíkina sem hann var á kafi í og það var algengt meðal páfanna. Nærtækt dæmi fyrir mig er prestur sem tilheyrði Aðvent kirkjunni á Íslandi var ekki sáttur við stjórn kirkjunnar og stofnaði aðra kirkju, Boðunarkirkjuna sem trúir alveg því sama og Aðvent kirkjan en vegna mannlegra bresta og ósættis þá myndaðist þarna ný kirkja. Sagan án efa hefur þúsundir svona dæma.

Þýðingar

Ofan í allt þetta þá blandast þýðingar á Biblíunni.  Þegar kemur að því að þýða grísku og hebresku handritin þá getur guðfræðin sem viðkomandi þýðandi elst upp í haft gífurleg áhrif á hvernig hann þýðir Biblíuna. Þær þýðingar verða síðan Biblía komandi kynslóða í áratugi og stundum hundruði ára. Eitt gott dæmi um þetta er að finna í Jakobsbréfi þar sem orðið sýnagóga er þýtt sem kirkja en á öllum öðrum stöðum þar sem orðið kemur fyrir er það þýtt sem sýnagóga eða samkomu staður gyðinga. Ástæðan virðist vera að textinn segir við kristna kirkju, þegar einhver kemur inn til ykkar sýnagógu þá eigið þið ekki að fara í manngreinar álit þ.e.a.s.  meta ríka manninn meira en fátæka og þýðendum virðist ekki hafa líkað við að kristnir hafi verið að hittast í sýnagógum svo þeir þýða orðið þarna sem kirkja.

Syndugt eðli manna

Páll sagði eitt mjög áhugavert í sínum bréfum:

Rómverjabréfið 8:7
Hyggja holdsins er fjandskapur gegn Guði, með því að hún lýtur ekki lögmáli Guðs, enda getur hún það ekki. 

Þegar kemur að því að hlýða því sem Guð fyrirskipaði þá er það í eðli manna, þeirra sem hafa ekki í alvörunni endurfæðst, ákveðinn fjandskapur við það sem Guð hefur fyrirskipað, þ.e.a.s. lögmáli Guðs. En Páll var að glíma við alls konar villukenningar sem voru ríkjandi meðal gyðinga og síðan þegar nýtt fólk sem var ekki gyðingar tóku trú á Krists og í hans bréfum er margt torskilið enda ekki nema von; við höfum hans bréf en ekki bréfin sem hann var að svara; þannig að við vitum mjög oft ekki samhengið sem Páll er að tala inn í. Pétur gerði sér grein fyrir þessu vandamáli, hann sá það þegar á hans tímum og hann skrifaði þetta um það:

2. Pétursbréf 3:16
Það gjörir hann(Páll) líka í öllum bréfum sínum, hann talar í þeim um þetta. En í þeim er sumt þungskilið, er fáfróðir og staðfestulausir menn rangsnúa, eins og öðrum ritum, sjálfum sér til tortímingar.  17 Með því að þér vitið þetta fyrirfram, þér elskaðir, þá hafið gát á yður, að þér látið eigi dragast með af villu þverbrotinna manna og fallið frá staðfestu yðar.

Það sem þessir menn eru fáfróðir um er auðvitað lögmálið og spámennirnir. Það er það sem Páll var sérfræðingur í. Villan sem síðan fólkið var að falla í var að syndga enda er það synd sem tortímir og synd er brot á lögum Guðs. Þannig að Pétur er þarna að segja að fólk er að rangtúlka Pál á þann hátt að það heldur að það sé í lagi að brjóta eitthvað af boðorðum Guðs.

Ef við síðan skoðum hinar kristnu kirkjur í dag þá er þetta þeirra aðal afstaða, að við þurfum ekki að halda lögmál Guðs. Engin af þeim svo sem kannast við að segja að það sé í lagi að stela eða ljúga en þegar kemur að t.d. hvíldardeginum þá er lögmálið ekki lengur í gildi og nota orð Páls til að réttlæta það, alveg eins og Pétur sagði að fólk væri að gera.

Þannig að margar kirkjur eru til vegna þessa fjandskapar við lögmál Guðs.

Samantekt

Ég læt þetta duga, held að þetta sýni fram á að aðalástæðan fyrir öllum þessum kirkjum er ekki Biblíunni að kenna heldur eru alls konar ástæður fyrir þessu og ég fór yfir nokkrar þeirra. Aðal ástæðan tel ég vera að kristnir eru ekki til í að einfaldlega fylgja því sem Biblían segir vegna stolts og hefða.


mbl.is Kaþólskur prestur afhöfðaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki ætla ég, Mofi, að fara að þjarka við þig um villuskref þín í trúnni, enda yrði það nánast endalaus rideila og myndi þó hvorugan sannfæra um málstað hins.

Hitt er ljóst, að þú ert enn mikill villumaður í íslenzku máli, jafnvel þótt þú virðist hafa eitthvað reynt að ná valdi á viðtengingarhættinum eins og hér í 1. setningunni. En strax í þeirri annarri endarðu hans svona: "... og ef Guð væri raunverulega höfundur hennar þá væri hún skýr og kristnir væru sameinaðir í þeirra skilningi á hvað hún inniheldur." ---->... og kristnir væru sameinaðir í skilningi sínum á því hvað hún inniheldur."

Og endasetninguna orðarðu ekki vel: "Aðal ástæðan tel ég vera að kristnir eru ekki til í að einfaldlega fylgja því sem Biblían segir vegna stolts og hefðum." --- "Aðalástæðuna tel ég vera að kristnir eru ekki til í að fylgja einfaldlega því, sem Biblían segir, vegna stolts og hefða." Þegar þú réttilega lætur "vegna" stýra þarna eignarfalli orðsins "stolts", þá sýnir það litla umhugsun hjá þér að sleppa því að gra það í tilviki orðsins "hefða". Ég hef ekki farið yfir grein þína í heild.

Annaðhvort þarftu að fara í íslenzkunámskeið eða fá einhverja til að lesa yfir pistla þína, sem oft eru umhugsunarverðir.

Jón Valur Jensson, 2.7.2013 kl. 11:05

2 Smámynd: Mofi

Takk fyrir ábendinguna Jón... því miður er ég fluttur til Englands svo mín íslenska mun án efa bara versna héðan í frá en... maður reynir :)

Mofi, 2.7.2013 kl. 11:10

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gangi þér vel í landi heilags Albans og Arthúrs konungs.

Jón Valur Jensson, 2.7.2013 kl. 11:17

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo á ég þarna tvær ásláttarvillur sjálfur, en get ekki leiðrétt þær!

Jón Valur Jensson, 2.7.2013 kl. 11:19

5 Smámynd: Mofi

Takk og fínt að hafa ásláttarvillurnar þarna til að vega upp á móti málfræðivillunum mínum :)

En, ég hefði gaman að sjá þig glíma við efni greinarinnar; ef þú hefur tíma þá endilega komdu með þínar hugleiðingar um þetta efni.

Mofi, 2.7.2013 kl. 13:19

6 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Það gerðist dálítið sniðugt. Ég las pistilinn og hugsaði með mér að mig langaði til að tjá mig um textann, sem slíkan. Og þá fór ég að kíkja á athugasemdirnar og sá þá að Jóni Vali lá svipað á hjarta.

Það sem mig langar að segja er að aldrei þessu vant þá finnst mér þessi texti bara ansi góður á köflum. Núna vantar ekki mikið upp á að þú skrifir skammlausan texta Mófi minn. En þú verður að leggja það á þig að ná tökum á viðtengingarhættinum ef þú vilt að við málsnobbhænsnin tökum þig alveg í sátt. Það að skrifa viðurkennt og sæmilega virðulegt mál hjálpar fólki að trúa því að það sé eitthvað að marka þig. Og þér veitir ekki af.

Theódór Gunnarsson, 2.7.2013 kl. 22:21

7 Smámynd: Óli Jón

Það var sagt mér að það væri allt fullt af kirkjum hérlendis.

Óli Jón, 3.7.2013 kl. 00:45

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fínt kort af kirkjustöðum landsins, mjög gott að hafa þetta, t.d. fyrir ferðamenn. Svo geta menn zúmað það nær og fjær og eins fært landið til hægri eða vinstri, upp eða niður til að skoða nánar einstakar sýslur og sveitir.

Jón Valur Jensson, 3.7.2013 kl. 01:31

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og takk, aldrei þessu vant, Óli Jón, prívatóvinur minn nr. 4 eða 5.

Jón Valur Jensson, 3.7.2013 kl. 01:33

10 Smámynd: Mofi

Theódór, ég er einhleypur svo það er kannski ekki nema von að ég ræð ekkert við viðtengingarháttinn :) 
Spurning hvort maður nær eitthvað til yngri kynslóðarinnar með skammlausum textum?  Málsnobbhænsin finna alltaf eitthvað til að kjammsa á, annars verður lífið þeirra dauft og leiðinlegt.

Mofi, 3.7.2013 kl. 08:26

11 Smámynd: Mofi

Óli Jón, takk fyrir þetta. Vill svo til að ég þekki þann sem vann við að taka allar þessar myndir en vissi ekki af þessu korti og gerði mér engan veginn grein fyrir að það væri svona ótrúlegur fjöldi af kirkjum á Íslandi.  Ég hefði kannski átt að nota orðið "trúfélög" eða "kirkjudeildir", of seint núna.

En miðað við þetta þá vantar eitt svar þarna varðandi af hverju það eru svona margar kirkjur en það er bara vegna þess að kristnir hafa gaman af því að byggja þær :)

Mofi, 3.7.2013 kl. 08:29

12 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þegar síðan Rómarveldi verður kristið í kringum 313 e.kr. þá byrjuðu alls konar heiðnar hugmyndir að blandast inn í kristni, hugmyndir eins og barnaskírn, hugmyndin um helvíti þar sem Guð kvelur syndara að eilífu, sunnudags helgihald og margt fleira.

Mofi, til að byrja með er hugmyndin um "eilífar kvalir" ekki heiðn (þeas hún finnst líka innan gyðingdóms) og það er örugglega hægt að finna þessar hugmyndir fyrir 313.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.7.2013 kl. 16:12

13 Smámynd: Óli Jón

Já, kirkja í hverjum firði og hverri vík, tvær á hverjum hóli og skollamel, það virðist vera lágmarkið, trúin þrífst víst ekki nema það sé byggt hraustlega yfir hana. Það sést t.d. á þessu korti að það er sár og tilfinnanlegur skortur á kirkjum í Hafnarfirði - ó mig auman, þar eru ekki nema fimm slíkar - þar sem á að fara í að byggja enn eina kirkjuna fyrir hnignandi Ríkiskirkju.

Þær verða væntanlega góðir næturklúbbar fyrr en síðar :) og veita þá viðskiptavinum sanna gleði.

Jón Valur: Prívatóvinur nr. 4 eða 5, ég veit ekki hvort ég eigi að túlka það sem heiður eða háðung. En ég tek nafnbótinni altént fagnandi enda er ég ánægður með að hafa veitt þér einhverja fyrirstöðu í gegnum tíðina, jafnvel það mikla að þú kveinkaðir þér undan og bannfærðir mig út af öllum þeim aragrúa vefsetra sem þú rekur á hinum breiða og víða Interneti. Blauður er sá er undan rennur.

Mér finnst það þó nokkuð gott :) takk fyrir mig!

Óli Jón, 3.7.2013 kl. 18:51

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Aldrei hef ég kveinkað mér undan rógsviðleitni öfgamanna, Óli Jón, heldur tekið á móti. Og sjálfum þér geturðu um kennt að brjóta skilmála á innleggjum ýmissa vefsetra. En hvað kirkjustarf varðar, skaltu ekki láta þér á óvart koma, að það þurfi að vera á fjölmörgum stöðum rétt eins og AA-fundir eða íþrótta-félagsskapur. Þið Vantrúarmenn hafið sem betur fer náð skammt í að afkristna landið, og öfund ykkar skýrir sig sjálf.

Jón Valur Jensson, 3.7.2013 kl. 23:05

15 Smámynd: Mofi

Hjalti, ég viðurkenni að þetta er einföldun hjá mér en almennt þá var hugmyndin um helvíti ekki hluti af trú gyðinga þótt að það eru til dæmi um slíkt.

Mofi, 4.7.2013 kl. 08:23

16 Smámynd: Mofi

Óli Jón, menn sögðu svipaða hluti um Biblíuna en núna eru fleiri Biblíur til en nokkru sinni áður í sögunni. 

Mofi, 4.7.2013 kl. 08:38

17 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur: Þú verður nú að viðurkenna að bygging enn einnar kirkjunnar í trúlausara samfélagi er kjánaleg þrákelkni af verstu sort. Ég viðurkenni það reyndar alveg að bygging þessarar kirkju mun aðeins hægja á hnignunarferli Ríkiskirkjunnar, en hún mun ekki hafa nokkur áhrif á endanlega niðurstöðu þegar upplýsing og rökhyggja leysa trúna alfarið af hólmi.

Ég sá graf um daginn sem sýnir afstöðu fólks í Bandaríkjunum þegar kemur að bænabanni í skólum. Það sýnir glögglega hvernig samstaða með kirkjunni og undarlegjum kenjum hennar er á undanhaldi, jafnvel í hinum ofurtrúuðu Bandaríkjum. Kannanir hér heima hafa sýnt sömu þróun, þ.e. að yngra fólk lætur sig kirkju og trú æ minna varða enda er tilboð hennar til þeirra marklaust og rýrt í roðinu.

Það er því þannig að trúin mun endanlega verða runnin á rassinn þegar kynslóðir okkar beggja hafa horfið til Valhallar. Þær kynslóðir sem á eftir koma munu breyta kirkjum í næturklúbba eða verslanir og næsta kynslóð þar á eftir mun ekki muna eftir því að trú hafi verið til. Þetta er sá óumflýjanlegi veruleiki sem kirkjusmiðir í Hafnarfirði eru meðvitaðir um og, þjáðir af óheilbrigðri sektar- og minnimáttarkennd gagnvart guði sínum, reyna þeir að stinga puttum í hriplega stífluna.

Þetta væri fyndið ef það væri ekki sorglegt.

Bænabann

Óli Jón, 4.7.2013 kl. 10:37

18 Smámynd: Mofi

Óli Jón
en hún mun ekki hafa nokkur áhrif á endanlega niðurstöðu þegar upplýsing og rökhyggja leysa trúna alfarið af hólmi.

Af hverju ekki frekar að upplýsing og rökhyggja mun vera grundvöllur og stökkpallur trúna á Guð?

Ég meina, hvaða eiginlega upplýsingar höfum við uppgvötað síðustu hundrað árin eða svo sem styðja guðleysi? Ég veit ekki um eitt dæmi um slíkt.

Mofi, 4.7.2013 kl. 10:42

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Viðhorf ungæðislegs fólks er alls engin traust vísbending um framtíðina, Óli Jón. Og horfðu á grafið, hvernig reynslumeira fólk stendur þar gegn veraldarhyggju Hæstaréttar Bandaríkjanna. Og uppbygging kirkna á Íslandi er eðlilegasti hlutur í heimi, en um leið má gera ráð fyrir, að einhverjar kirkjur sem eru nánast án safnaða leggist af sem slíkar.

Jón Valur Jensson, 6.7.2013 kl. 10:14

20 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur: Það sem þú kýst að kalla 'reynslumeira' fólk er einmitt það fólk sem hefur frá blautu barnsbeini verið alið upp í sektarblönduðum ótta við geðþóttafullan og refsiglaðan Guð og er þess vegna dæmt til þess að að bregðast svona við með vélrænum hætti. Það er nefnilega ekki hægt að túlka viðbrögð fólks sem lifir í stöðugum og þjakandi þrælsótta með rökrænum hætti. Yngra fólkið, sem þú afgreiðir sem ungæðislegt, er hins vegar minna þjakað af þessum hugsanavírus og þess vegna er meiri skynsemi í óttalausu viðhorfi þeirra. Þetta fólk, og viðhorf þeirra, mun leysa 2000 ára gamla fornaldarhugsun af hólmi, það er óumflýjanlegt, þegar risaeðlur á borð við þig hverfa til Hadesar. Þín kynslóð, og að hluta til mín, eru bara meinlegar hraðahindranir á leið til aukinnar upplýsingar og rökhyggju.

"Einhverjar kirkjur", segir þú. Dagljóst er að langt er síðan þú fórst í kirkju því ef værir þú þaulsetinn í sektargaleiðunni þá sæirðu að langflest plássin þar eru skipuð gránandi gamalmennum. Það er nú varla kraftmikil uppskrift að þróttmikilli kirkju framtíðar? Nei, mér sýnist það verði nægt framboð af húsnæði fyrir skemmtistaði og verslanir bráðlega.

En skondið er að þú skulir afgreiða þetta unga fólk sem hálfgerða vitleysinga sem vita ekki hvað þeir gjöra, en telur samt að þetta fólk og börn allt niður á leikskólaaldur séu nógu þroskuð til þess að að vera mötuð á guðlega hugsanavírusnum. Þannig eru þau of vitlaus til þess að þú takir mark á þeim, en nógu vitlaus til þess að þú metir að þau taki umorðalaust á móti boðskap ríkisstyrktrar og ríkisverndaðrar Ríkiskirkjunnar. Ljóst er að þú stjórnast af mikilli hentistefnu þar sem tilgangurinn helgar bragðvont meðalið.

Óli Jón, 7.7.2013 kl. 02:24

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er fyrst núna að líta á svar hérna, en nenni ekki að fara í saumana á þessu svartagallsrausi kirkjuhatara. En það er nú ekki lengra síðan en þennan nýliðna sunnudag sem ég sótti messu að venju minni, og þar var fólk á öllum aldri, allt frá ca. eins árs börnum upp í fólk um eða upp undir nírætt -- og af mörgum þjóðernum, og þótt allmargir Íslendinganna, sem koma þar vanalega, væru þar ekki, eru það eðlilegar fjarvistir vegna sumarleyfa fólks -- ýmsir í fullu fríi og á ferðalagi, aðrir skreppa í bústaðinn flestar helgar á sumrin o.s.frv. Ég gæti trúað, að það hafi verið um 80 manns a.m.k. í þessari einu messu, enda vel söngfært, og svo eru fleiri (t.d. mjög fjölsótt pólsk messa að vanda og önnur ensk, bara í þessari einu sömu, stóru kirkju) og víða um land í kaþólskum kirkjum og kapellum og marfalt fleiri messur í Þjóðkirkjunni og í ýmsum öðrum söfnuðum þar sem messusókn er oft meiri en kirkjum síra Agnesar!

Trúleysingjar hafa ekkert sem jafnast á við þetta reglulega félagsstarf trúaðra. að er því eðlilegt að sumir séu sárir.

Jón Valur Jensson, 8.7.2013 kl. 01:23

22 Smámynd: Óli Jón

Kirkjuhatarar :) Hvað um kirkjuáhugalausa? Það er fín frétt á ruv.is í dag þar sem fram kemur að fæstir Reykvíkinga vilja hafa kirkju í nánd við sig, en eru þeim mun áhugasamari um verslanir og sundlaugar. Þetta segir það að ekki þarf kirkju í hverjum koppi, þeir fáu sem þær sækja eru alveg til í að fara ögn lengri leið.

Ætli klukkuskrönglið hafi ekki einhver áhrif líka, en það er auðvitað hinn mesti dónaskapur í nútíma þjóðfélagi að boða til fundar með háværum bjöllum. Fæstum þykir það kostur að hafa slíka hljóðmengun í næsta nágrenni. Ef fyrst bévítans bjöllurnar klingja, má þá ekki leggja á bílastæðum fyrir framan kirkjur og boða t.d. hitting í saumaklúbbi með því að þeyta bílflautur? Er einhver munur þar á?

Ég er viss um að þessi kirkja hefði verið full út á hlað ef ekki væri fyrir sumarfríin. Þær eru það nefnilega alltaf alla hina sumarleyfislausu mánuði ársins.

Óli Jón, 10.7.2013 kl. 15:44

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skiptu þér ekki af kirkjubyggingum, Óli Jón, þær koma þér ekki við.

Jón Valur Jensson, 10.7.2013 kl. 23:07

24 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur: Þú ert s.s. orðinn gjörsamlega rakalaus og átt ekkert eftir nema þessa upphrópun :) Ég tel mig hafa réttmæta aðkomu að þessu málefni þar sem ég bý í nánd við kirkju sem gerir vart við sig í tíma og ótíma með klukknagjalli og vil því, eins og flestir borgarbúar, hafa þær í góðri fjarlægð frá mér. En hann er hvellari en hvellasta kirkjubjalla, hræðsluómurinn úr þínum ranni þegar þú getur bara ámátlega pípt þetta síðasta innlegg þitt :)

En að eftirspurn eftir kirkjum, þ.e. dvínandi eftirspurn! Ég rakst á upplýsandi myndskeið á Youtube þar sem eldheitur kaþólikki fer yfir stöðu mála í Bandaríkjum Norður-Ameríku og það sést á kalli að þar rennur kalt vatn á milli skinns og hörunds. Kaþólska kirkjan er þar í frjálsu falli þar sem hún er að megninu til skipuð eldra fólki á meðan yngra fólk lætur hana vera og nú er dauðinn helsti óvinur kaþólsku kirkjunnar því hann grisjar ótæpilega í röðum þessa fólks. Þessi herskái kaþólikki notaði mörg orð til þess að lýsa núverandi stöðu og þeim tímum sem í vændum eru fyrir kirkjuna og 'hörmungar' var eitt af þeim. Hann talaði um að rúmlega tvö þúsund sóknir hefðu lagt upp laupana í BNA undanfarið og ekkert lát væri þar á. Þessi þróun á sér stað hér heima og menn þurfa að vera sérlega mikið blindir ef þeir sjá það ekki.

Nei, það er svo sannarlega dvínandi eftirspurn eftir kirkjum, en það er alltaf nægt framboð af fólki sem vill byggja þær, sumpart til þess að reisa sér minnisvarða og sumpart vegna þess að það eru ennþá miklir peningar í trúariðnaðinum. Ljóst er að jarðbundin markaðslögmál gilda ekki í veruleikaskekktum heimi trúariðnarins þar sem eftirspurn hefur ekki mikil áhrif á framboðið. En, eins og ég sagði áður, þessar byggingar verða bara á endanum skemmtistaðir, martsölustaðir eða verslanamiðstöðvar því eitt er gott við kirkjur og það er að iðulega er nóg af bílastæðum í kringum þær sem eru reyndar flest ónýtt alla daga vikunnar, en koma að góðu gagni þegar alvöru starfsemi flyst inn í þær.

Kemur annað píp, Jón Valur? Eitthvað?

Óli Jón, 18.7.2013 kl. 18:53

25 Smámynd: Óli Jón

Eitthvað klúðruðust vefslóðirnar í fyrra innleggi, en hér er hægt að finna erindi herskáa kaþólikkans á Youtube sem málar framtíð kaþólsku kirkjunnar í BNA með dökkum litum.

Það var hins vegar lán í óláni að ég vísaði tvisvar á fréttina um að Reykvíkingar vilja síður hafa kirkju í nálægð við sig :) enda er það bara svo satt og rétt!

Óli Jón, 18.7.2013 kl. 18:56

26 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ef þú hefur eitthvert kvörtunarefni varðandi kirkju í þínu hverfi, geturðu annaðhvort kvartað þeir beint eða fært þig um set. Af hverju valdirðu annars að vera "í nánd við kirkju"?

Svo er fullt til af kirkjum sem iða af lífi og hafa mikla messusókn, þ.m.t. flestar kaþólsku kirkjurnar hér á landi.

Jón Valur Jensson, 20.7.2013 kl. 00:34

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

... kvartað þar beint ...

átti þetta að vera.

Jón Valur Jensson, 20.7.2013 kl. 00:35

28 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur: Það er ekki nema von að þú spyrjir í undran yfir því að nokkur maður velji sér að vera nálægt kirkju. Svarið er einfalt: ég flutti inn á mánudegi og svo byrjaði klukkuskrönglið helgina á eftir og hefur ekki hætt. Auðvitað ætti nálægð við kirkju að vera á gátlista fólks sem er að skipta um húsnæði, þetta er afar þörf og góð ábending hjá þér enda sýna traustar kannanir að fólk vill ekki kirkjur nálægt sér.

En þú gerir s.s. ekki efnislegar athugasemdir við innlegg mitt hér ofar? Þú sérð fyrir endalok kaþólskunnar jafn skýrt og greinilega og ég og þessi kaþólski trúarbróðir þinn? Gráir og gránandi kaþólikkar eru hryggjarstykkið í trú sektar og vanlíðunar og það fólk lifir ekki að eilífu.

Hvað varðar aðsókn sakbitinna sálna að kaþólskum kirkjum þá væri áhugavert að sjá hversu margar þeirra tilheyra innflytjendum. Mig grunar að þeir séu þarna í nokkrum meirihluta og að Íslendingar láti sig vanta í stórum stíl.

Óli Jón, 21.7.2013 kl. 02:58

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

Blessaður vertu ekki að gefa þér neitt um afstöðu mína, þótt ég nenni ekki að svara hverju einasta þreytandi þráhyggjuinnleggi hér. Þögn mín við slíku er EKKI sama og samþykki.

Jón Valur Jensson, 21.7.2013 kl. 03:57

30 Smámynd: Óli Jón

Nennir ekki, getur ekki, kartafla, kartabbbla ... hafðu þetta bara eins og þú þarft að hafa það til þess að þér líði vel. Þú ert hvort eð er vanur því að lifa í blekkingu kaþólskunnar :) og það virðist ástand sem hugnast þér best.

Óli Jón, 21.7.2013 kl. 18:44

31 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur: Áhugavert er að sjá frétt á Wall Street Journal um heimókn pápa Francis til Brasilíu. Það skondna er að í þessari frétt er tekið undir allt það sem ég hef málað hér ofar í skýrum og sterkum litum og m.a.s. er vitnað í Luisu, 16 ára stúlku, sem segir eftirfarandi:

It's a bit strange for someone my age to go to Mass—all I see are old people.

Þarna lýsir saklaust barnið því að henni finnist undarlegt að fara til messu því þar sér hún ekkert nema gamalt fólk. Reyndar á henni væntanlega eftir að þykja það undarlegra í framtíðinni að hún skyldi yfir höfuð lufsast í messu, en það er annað mál.

En Luisa segir líka:

The problem has been the lack of young leaders, and even the language they use in church, sometimes it's hard to understand.

Þarna segir hún að það sé skortur á ungu forystufólki og að í kirkjunni sé talað til hennar með hætti sem hún skilur ekki. Skilaboð fornfálegrar og staðnaðrar kaþólskrar kirkju virðast því ekki eiga neinn hljómgrunn hjá unga fólkinu, þau höfða bara til gráu gamlingjanna.

Þá er talað um það í greininni að kaþólskan sé á hröðu undanhaldi í Brasilíu og er vitnað í könnun því til stuðnings. Hún sýnir að árið 1994 skilgreindu 75% Brasilíubúa sig sem kaþólska, en sú tala er komin niður í 57% í dag. Þetta er stórfréttir þar sem Brasilía og nærsveitir hafa hingað til verið talin við höfuðvíga kaþólskunnar á heimsvísu. Þetta er auðvitað gamla fólkinu að kenna því jafnvel náð Guðs nær ekki að tryggja þeim sigur í glímunni við sláttumanninn slynga. Þetta gamla fólk heldur nú uppi félagatali kirkjunnar og hefur það því að samviskunni að vegur hennar er niður á við núna þegar það deyr.

Geta ekki allir verið sammála því að það er peningasóun að byggja nýjar kirkjur þegar staðan er svona?

Jón, þú þarft nú að vera ótrúlega mikið blindur og í dúndrandi afneitun til þess að sjá þetta ekki :) En þú getur alltaf í ráða- og rökleysi þínu farið yfir stafsetningu og málfar í þessu innleggi eins og þú gerir iðulega þegar þú ert kjaftstopp! Það er alltaf þó nokkuð :)

Óli Jón, 22.7.2013 kl. 14:31

32 Smámynd: Óli Jón

Hér er enn ein fréttin frá Suður-Ameríku, en hún fjallar um þær neyðar ráðstafanir sem Papa Francis er að grípa til sökum þess að nú flæðir undan kaþólskunni kirkjunni sem aldrei fyrr. Áhugavert er að sjá tilvitnun í ungan mann sem segir:

It's difficult to meet young people who want to get close to Christ ...

Þarna segir hinn ungi Amado að það sé hreinlega erfitt að hitta ungt fólk sem vilji náið samneyti með Jesúsi og segir hann ennfremur að verkefnið sé að selja unga fólkinu þessa hugmynd. Eitthvað segir mér að hann muni eiga erfitt með að finna þá kaupendur :) Enn og aftur sjáum við merki um hina gránandi kirkju þar sem ungt fólk hefur hreinlega ekki áhuga á því að eyða lífinu í hræðslu, sektarkennd og dróma.

Dagljóst er að ekki er þörf á fleiri kirkjum þegar málum er svona háttað og ekki virðist ætla að verða breyting á. Hér er loks frétt sem greinir frá niðurstöðum könnunar Nigels Barber sem spáir því að trú muni hverfa af sjónarsviðinu árið 2041. Hin uppdiktaða þörf á fleiri kirkjum verður enn hjákátlegri þegar þetta er haft í huga.

Það má því með sanni segja að það blási ekki byrlega fyrir hinu meinta almætti um þessar mundir.

Óli Jón, 27.7.2013 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband