28.6.2013 | 11:14
Hvernig væri að fækka mávum almennilega?
Ég er mikill dýravinur, hef alveg svakalega gaman af alls konar dýrum. Eitt af því skemmtilegra við það að prófa að búa í Englandi er að sjá fleiri dýr út um allt. Sérstaklega gaman af íkornunum sem koma í garðinn til mín til að sníkja hnetur... sumir myndu segja að ég er að lokka þá til mín með hnetum en hvað með það :)
Það er aðeins eitt dýr sem mér líkar svakalega illa við og það er mávurinn. Mín fyrstu kynni af þessu óarga dýri var fyrir nokkrum árum síðan þegar ég fór á sjó með bróðir mínum. Eftir sirka tíu tíma úti á sjó þá var kominn tími til að fara heim en þá startaði vélin ekki og við vorum fastir þarna úti í alveg tíu tíma í viðbót. Allann þennan tíma voru hundruðir máva í kringum bátinn, öskrandi og skítandi... eftir þá lífsreynslu þá sannfærðist ég að þetta væri óheyrilega leiðinleg dýr og allt of mikið til af þeim.
Seinni lífsreynslan af mávum var í ferð minni til Spánar. Ég klifraði fjall sem var nálægt bænum sem ég leigði hús í. Alla ferðina upp fjallið þá var ég umkringdur mávum sem voru endalaust að ráðast á mig. Sérstaklega man ég eftir einum stórum sem sveif fyrir ofan mig og reyndi að skjóta/skíta á mig; rétt náði að forða mér. Þetta var að vísu dáldið fyndið, ég skal gefa þessum tiltekna fugli það. Allt fjallað var umvafið mávum og ef það var eitthvað annað fuglalíf þarna þá held ég að mávurinn var búinn að gera út af við það.
Ég mæli með því að stjórnvöld geri átak í að fækka þessum leiðinda dýrum. Besta leiðin sem ég veit til þess að gera það er að á varptímanum að þá stinga göt á eggin þeirra. Ef að eggin eru tekin eða eyðilögð þá bara verpir kvikindið aftur. Ég er sannfærður að við myndum uppskera miklu fjölbreyttara fuglalíf og ekki amalegt að losna við þessa plágu sem mávurinn er.
Mávurinn aðgangsharður á veitingastöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Umhverfismál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er ég þér sanmála þurfti að stoppa vörubyfreið er ég ók vegna Æðarfugls sem var með ungana sína þrjá kom svo nokkrum mínótum síðan og sást hvorki tangur né tetur af þeim og æðarfuglin flogin á braut mávurinn étur úngana hvern á fætur öðrum Viðbjóðslegt dýr,
Jón Sveinsson, 28.6.2013 kl. 15:10
Eitthvað segir mér að svona sögur eru mjög algengar. Að mávurinn þurrkar út æðarfuglinn og aðra fugla sem eru fámennir og í minni kanntinum sem eiga ekki séns í mávinn. Já, hvernig væri að taka almennilega til í máva stofninum frekar en endalaust vera að ráðast á refinn sem er eina upprunalega spendýrið á klakanum. Hann á meiri rétt á því að vera á landinu en við, svona... strangt til orða tekið :)
Ég að minnsta kosti hef búið á Íslandi alla mína ævi og aldrei séð ref en mávurinn er alls staðar, hvort sem það er á bryggjunni eða tjörninni í Reykjavík. Mikið væri tjörnin skemmtilegri ef þar væri aðallega svanir og æðarfugl. Fjarlægja þessu ömurlega dýr og við myndum án efa sjá miklu blómlegra fuglalíf og veitingastaðirnir myndu losna við þessa plágu.
Mofi, 28.6.2013 kl. 15:19
Hvað gekk Guði til? Er hann kanske óskeikull? Eða ert þú e.t.v. ekki alveg nógu góður? Hvernig gast þú eiginlega lent í þessu andskotans mávageri?
Theódór Gunnarsson, 28.6.2013 kl. 22:13
Þetta eru augljóslega fuglar Satans! :)
Mofi, 28.6.2013 kl. 22:38
Er ekki nokkuð bogið við það að segja að þú sért dýravinur á sama tíma og þú leggur til útrýmingarherferð gegn máfum. Hvernig væri að þú kynntir þér málin einu sinni áður en þú gasprar. Veistu að æðafugl er í miklum fjölda við Ísland? Talið er að það séu um 300000 varpör á landinu yfir sumarið og eitthvað nálægt 9300000 æðafuglar hér yfir vetrartímann. Veist þú einnig að Svartbaki hefur fækkað mikið við á Íslandi og að Stormmáfur er á válista. Hér eru svo nokkra tölur um fjölda máfa.
Hvítmáfur 10-15000 pör, Svartbakur 15-30000 pör, Sílamáfur 25-3000 pör, Rita 630000 pör, silfurmáfur 15-20000 pör, Stormmáfur 3-4000 pör.
Er þér í nöp við þá alla eða hatar þú eina ákveðna tegund sérstaklega?
Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 29.6.2013 kl. 17:01
Davíð, lastu ekki það sem ég sagði? Mér finnst þetta ljótir fuglar og leiðinlegir og ég sé ekki betur en það er allt of mikið af þeim. Til að svara spurningunni, allar mávategundir :) En ég vil enga útrýmingarherferð gegn þeim, vil bara fækka þeim almennilega.
Mofi, 29.6.2013 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.