Efasemdir um Miklahvells kenninguna

Langar að benda á áhugavert bréf sem var birt árið 2004 í New Scientist. Í þessu bréfi þá er bent á vandræða stöðuna sem vísindin eru komin í varðandi Miklahvells kenninguna. Að vegna þess að þessi hugmynd er orðin ráðandi þá er öllum vandamálum sópað undir teppið og heiðarleg umræða um hvort að kenningin staðist er ekki uppi á borðinu.

Það er heill vefur sem er helgaður þessu bréfi ásamt aragrúa af vísindamönnum sem skrifa undir það, sjá: http://www.cosmologystatement.org/

Lexían sem ég vil endilega koma hér á framfæri er að í vísindum eru ótal vandamál sem er verið að reyna að leysa og menn reyna að leysa þau og skilja gögnin út frá kenningum og þeirri heimsmynd sem viðkomandi vísindamaður hefur.  Ekki misskilja mig og halda að ég trúi að alheimurinn sé eilífur, ég aðallega efast um guðleysingja útgáfan af Miklahvelli þar sem allt gerðist út frá náttúrulögmálum. Ég sannarlega trúi að alheimurinn hafði byrjun en það hafi verið Guð að skapa, hvenær er eitthvað sem ég veit ekki. Kannski innan við tíu þúsund ár, kannski miklu miklu meira en ég bara veit ekki.

Hérna eru síðan tvö myndbönd sem fjalla um vandamálin við Miklahvells kenninguna og síðan sjónarhól sköpunarsinna á þessi mál.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég sannarlega trúi að alheimurinn hafði byrjun en það hafi verið Guð að skapa, hvenær er eitthvað sem ég veit ekki. Kannski innan við tíu þúsund ár, kannski miklu miklu meira en ég bara veit ekki.

Mofi, trúir þú því ekki að guðinn þinn hafi skapað "himinn og jörð" og lífið á sex dögum?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.6.2013 kl. 12:02

2 Smámynd: Mofi

Sex dögum jú en hvort að þar sé að lýsa sköpun lífs á þessari jörð og nánasta umhverfi eða öllum alheiminum er eitthvað sem ég er ekki viss um.  Langar bara ekki að hafa neitt voðalega sterka skoðun á því hvort að um allan alheiminn hafi þarna verið um að ræða eða bara jörðina, þannig geta efnin á jörðinni verið mjög gömul án þess að það trufli mig mikið eða ljós út í geiminum getur verið langt í burtu og gamalt án þess að það trufli mig heldur mikið.

Mofi, 24.6.2013 kl. 12:13

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, þannig að "himin og jörð" þýðir ekki "alheimurinn"? Og guð "skapar" jörðina bara með því að nota efni sem var þegar til (ég held reyndar að 1Mósebók segi það)? En nú segir textinn að guðinn þinn hafi skapað stjörnurnar á fjórða degi, er það ekki vandamál fyrir þig?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.6.2013 kl. 12:42

4 Smámynd: Mofi

Jú, nóg af vandamálum þarna. Einfaldasta afstaðan út frá Biblíunni er að alheimurinn allur var skapaður innan við síðustu tíu þúsund ár. Til að vera ekki að rökræða aldur jarðar og alheimsins þá forðast ég sterka afstöðu í þeim efnum en sit svona dáldið og klóra mér í hausnum.

Mofi, 24.6.2013 kl. 12:51

5 Smámynd: Mofi

Ég verð að afsaka, ég missti alveg af því að þú værir hættur á mogga blogginu.  Gott að sjá að þú samt kíkir af og til og spjallar. Ég sá samt ekki betur en að þú ert heldur ekkert duglegur á http://hjaltirunar.wordpress.com/...

Ég býst við að www.vantru.is er þá að fá alla athyglina, fín grein um geimverur; er ekki frá því að þú ert búinn að kveikja hjá mér hugmynd að blog grein út frá þessari geimveru grein þinni.

Mofi, 24.6.2013 kl. 13:10

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Já, ég hef ekki nennt að blogga lengi, skrifa aðallega á Vantrú (eða nöldra bara í vantrúarfélögum þegar ég sé eitthvað vitlaust á netinu :P ).

En þú virðist sjá að þetta er vandamál fyrir þig. Get varla beðið um meira ;) Sé engan veginn hvernig guð á að hafa skapað stjörnurnar á fjórða degi ef þær höfðu verið til í milljarða ára. Gallinn er auðvitað sá að heimsmynd höfundur 1Mósebókar var fornaldarheimsmynd, sem var allt örðuvísi en okkar.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.6.2013 kl. 16:10

7 Smámynd: Mofi

Þetta er frekar glatað, það er eins og fólk hafi ekki mikinn áhuga á trúmálum. Hefði haldið að það væri að koma upp kynslóð eftir kynslóð þar sem stór hluti hefði áhuga á að spjalla um þessi mál en nei... alltaf sama fólkið.

Já, þetta er ákveðið vandamál sem ég hef bara sópað undir teppið. Kannski er afstaða "hreinu" sköpunarsinanna skást þar sem það eru hellings vandamál með Miklahvells módelið hvort sem er.

Mofi, 25.6.2013 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 803258

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband