Skiptir trúin ekki máli varðandi heiðurs morð?

2833351_370Eitt af því sem mig hryllir einna mest við eru heiðursmorð. Að fjölskylda skuli geta snúist upp á móti einum af sínum börnum og drepið það vegna "heiðurs" fjölskyldunnar. Það er sannarlega fólk með engan heiður eða velsæmiskennd sem gerir slíkt. En fréttin sagði að viðhorf til heiðursmorða væri ekki tengt hvaða trú viðkomandi aðhylltist! 

Eitthvað segir mér að sá sem var að rannsaka þetta veit ekkert um hvernig alvöru trú virkar.  Þetta er svona svipað og gera ekki greinar mun á milli einhvers sem er skráður í þjóðkirkjuna en fer aldrei í kirkju eða einhverjum sem er skráður í Aðvent kirkjuna eða Fíladelfíu og fer í kirkju í hverri viku.  Trúin að elska náungan, að fyrirgefa þeim sem gera eitthvað á þinn hlut og berjast gegn illsku með góðverkum er hugmyndafræði sem aðeins nær rótum með því að rækta hana reglulega og markvist.  Og jafnvel þá, þá er ekki tryggt að hún nái að sigra hið synduga eðli sem við glímum við.

Ætlar einhver að segja mér að ef einhver aðhyllist hugmyndafræðina sem er að finna í þessum orðum Páls að það mun ekki hafa áhrif á viðhorf viðkomandi varðandi heiðursmorð?

Rómverjabréfið 12:2
Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldur takið háttaskipti með endurnýjung hugarfarsins, svo að þér fáið að reyna, hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna.
3 Fyrir þá náð, sem mér er gefin, segi ég yður hverjum og einum að hugsa ekki hærra um sig en hugsa ber, heldur í réttu hófi, og halda sér hver og einn við þann mæli trúar, sem Guð hefur úthlutað honum.
4 Vér höfum á einum líkama marga limi, en limirnir hafa ekki allir sama starfa.
5 Eins erum vér, þótt margir séum, einn líkami í Kristi, en hver um sig annars limir.
6 Vér höfum margvíslegar náðargjafir, eftir þeirri náð, sem oss er gefin. Sé það spádómsgáfa, þá notum hana í hlutfalli við trúna.
7 Sé það þjónusta, skulum vér þjóna. Sá sem kennir, hann kenni, 8 sá sem áminnir, hann áminni. Sá sem útbýtir gjöfum, gjöri það í einlægni. Sá sem veitir forstöðu, sé kostgæfinn og sá sem iðkar miskunnsemi, gjöri það með gleði.
9 Elskan sé flærðarlaus. Hafið andstyggð á hinu vonda, en haldið fast við hið góða.
10 Sýnið hver öðrum bróðurkærleika og ástúð, og verið hver yðar fyrri til að veita öðrum virðing.
11 Verið ekki hálfvolgir í áhuganum, verið brennandi í andanum. Þjónið Drottni.
12 Verið glaðir í voninni, þolinmóðir í þjáningunni og staðfastir í bæninni.
13 Takið þátt í þörfum heilagra, stundið gestrisni.
14 Blessið þá, er ofsækja yður, blessið þá, en bölvið þeim ekki.
15 Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum.
16 Berið sama hug til allra, hreykið yður ekki, en haldið yður að hinum lítilmótlegu. Ætlið yður ekki hyggna með sjálfum yður.
17 Gjaldið engum illt fyrir illt. Stundið það sem fagurt er fyrir sjónum allra manna.
18 Hafið frið við alla menn að því leyti sem það er unnt og á yðar valdi.
19 Hefnið yðar ekki sjálfir, þér elskaðir, heldur lofið hinni refsandi reiði Guðs að komast að, því að ritað er: "Mín er hefndin, ég mun endurgjalda, segir Drottinn."
20 En "ef óvin þinn hungrar, þá gef honum að eta, ef hann þyrstir, þá gef honum að drekka. Með því að gjöra þetta, safnar þú glóðum elds á höfuð honum."
21 Lát ekki hið vonda yfirbuga þig, heldur sigra þú illt með góðu.


mbl.is Telja ekkert óeðlilegt við heiðursmorð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 803262

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband