10.6.2013 | 12:11
Eðlisfræðin og frjáls vilji
Það eru nokkrir sem trúa að útfrá eðlisfræðilögmálunum að við höfum ekki frjálsan vilja en hérna útskýrir Michio Kaku af hverju það er alveg rúm fyrir frjálsan vilja þrátt fyrir eðlisfræðilögmálin.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Heimspeki, Trúmál, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:48 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 803262
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mofi, ég sé ekki hvernig einhver óvissa varðandi nákvæma staðsetningu rafeinda þýðir að við höfum einhvers konar 'frjálsan vilja'.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.6.2013 kl. 18:30
Það sem Kaku er að tala um er þessi óvissufaktor í eðlisfræðinni.
Við getum ekki mælt nákvæma staðsetningu rafeindar, og því nákvæmar sem við mælum staðsetninguna því ónákvæmari verður mælingin á hraða hennar.
Það þýðir ekki að rafeindin geti bara gert hvað sem er og sé ekki bundin af neinu orsakasambandi, það þýðir bara að við getum ekki vitað upp á hár hvar hún er núna og hvar hún mun vera eftir eina sekúndu.
Raunverulega frjáls vilji er eitthvað fyrirbæri sem ég get ekki ímyndað mér hvernig gæti virkað. Það kemur alltaf niður á þversögn hjá mér, meðvituð hugsun sem að orsakar sjálfa sig.
admirale, 11.6.2013 kl. 00:31
Trúir þú ekki að við höfum frjálsan vilja?
Mofi, 11.6.2013 kl. 07:04
Nei ég trúi því ekki.
Ég hef ekki séð merki þess að heilinn í okkur sé utan við orsakasamband alheimsins.
admirale, 11.6.2013 kl. 17:23
Hegðun okkar stjórnast af hegðun orku og efnis. Hún byggir að mestu leyti til á ákvarðanlegum og stöðugum lögmálum, eftir því sem við vitum best. Svo frjáls vilji er ekki til skv. þeirri skilgreiningu. Reyndar segir kaósfræðin okkur að hin reglulegustu kerfi geta, í lengri tíma, hagað sér gjörsamlega kaótískt (t.d. Lorenz kerfi).
Nema, jú.. smá glæta birtist í skammtafræðinni, sem bætir við smá handahófi í kerfin á smásæisskalanum. Það gefur okkur þó ekki mikið meiri frjálsan vilja. Það þýðir bara að við getum ekki reiknað út hegðun hóps af rafeindum, sem getur haft áhrif á taugaboð í heilanum, sem gæti breytt hugsanamynstrinu eitthvað smá. Það gerir okkur ögn non-deterministic. En ég sé ekki hvar frjáls vilji kemur inn.
Frjáls vilji er því, eftir því sem ég kemst næst, bara blekking (sem þýðir þó alls ekki að við ættum ekki að fangelsa fólk sem skaðar samfélagið, bara til að skjóta því að).
Ef maður gerir ráð fyrir því að einhvers konar sál sé til, sem er ekki beint bundin við líkamann, þá er hins vegar allt annað uppi á teningnum. Enda erum við þá líka komin fyrir utan eðlisfræði/náttúruna og yfir í yfirnáttúruna :)
Tómas, 11.6.2013 kl. 18:33
admirale, heldur þú að tveir plús tveir séu fjórir?
Tómas, hvað með bara þína upplifun?
Mofi, 12.6.2013 kl. 08:04
Ég skil ekki alveg hvað þú meinar.
Mín upplifun er sú að ég hafi frjálsan vilja.
Þegar ég horfi á málverk, þá _veit_ ég að það er bara samansafn af olíu- og litasameindum. Upplifunin er þó allt önnur en raunin.
Ég er nær því sannfærður um að frjáls vilji sé tálsýn. En þrátt fyrir það ætla ég að halda áfram að "taka" ákvarðanir og lifa lífinu eins og ég hafi frjálsan vilja.
Tómas, 12.6.2013 kl. 09:31
Þetta er í mínum augum aðeins enn eitt dæmið þar sem guðleysingi þarf að lifa í ósamræmi við sína trú. Mér þætti þetta virkilega óþægilegt, að mín trú passar ekki við mína upplifun á heiminum.
Mofi, 12.6.2013 kl. 10:19
Nei, 5, afhverju?
Það er ekki trú að trúa því ekki að við höfum ekki frjálsann vilja.
Ekki nóg með það að frjáls vilji, hvernig sem hann myndi virka, myndi stangast á við alla hlutlæga þekkingu sem við höfum á því hvernig heimurinn virkar, heldur hefur verið sýnt fram á það á jákvæðann hátt að ákvarðanataka fer alla jafna fram ómeðvitað í heilanum, áður en að meðvitaða hugsunin um sömu ákvörðun verður til.
Þetta er hlutlæga þekkingin, huglæg upplifun er annar þáttur í þessu en hún er ekkert síður mikilvæg í okkar lífi. Við upplifum hlutina alla jafna eins og við höfum frjálsann vilja og gjörðum okkar sé stýrt af meðvituðum hugsunum, þótt að raunverulega sé það líklegast akkúrat öfugt.
En ég tek undir með Tómasi og ég mun lifa lífi mínu eins og ég hafi frjálsann vilja, þótt ég viti að hann sé hugræn sjónhverfing. Maður er ekkert klofinn í því. Það er bæði hægt að skilja hvernig myndin var búin til og njóta hennar á huglægann hátt.
admirale, 12.6.2013 kl. 13:53
Bara... læðst að mér sá grunur að það væri hægt að skilgreina þína skoðun sem andstæða þess sem Mofi segir :)
Mofi, 12.6.2013 kl. 14:27
Nei, þú hefur rangt fyrir þér. ;)
admirale, 12.6.2013 kl. 16:02
Oh boy...
Mofi, 12.6.2013 kl. 17:02
Mofi, getur þú útskýrt fyrir okkur hvað þú átt við með "frjálsum vilja"?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.6.2013 kl. 06:14
Hjalti, ég sé frjálsan vilja þannig að maður hefur valmöguleika í lífinu, eins og ég í morgun gat valið að fara í vinnuna eða sleppa því. Síðan valdi ég að svara þér frekar en að svara þér ekki. Ég rak mig á að einhver var að halda því fram að Sam Harris leit á að fyrst að við ákváðum ekki hvernig við erum gerð eða hvar við fæddumst eða hvaða foreldra við fengum að þess vegna höfum við ekki frjálsan vilja. Við höfum sannarlega ekki val til að gera hvað sem er, ég get ekki valið að fljúga út um gluggann í vinnunni; well, við skulum orða það þannig að ég myndi ekki beint fljúga nema mjög stutt og mjög hratt og mjög sárt :)
Er þetta það sem þú varst að leita að?
Mofi, 13.6.2013 kl. 08:08
Mofi, ég þori að veðja að Sam Harris telur það ekki flokkast sem "frjálsan vilja" að ákveða hvar við fæddumst og svo framvegis. Hljómar eins og all-svakalegur útúrsnýningur. En mér finnst þetta frekar þunn útskýring hjá þér á frjálsum vilja.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.6.2013 kl. 11:14
Já, ég myndi veðja eins og þú varðandi Sam Harris. En endilega, útskýrðu fyrir mér hvað þér finnst vanta upp á mína útskýringu. Ég t.d. valdi að flytja til Englands í fyrra; það var mitt frjálsa val þó að alls konar atriði toguðu í þá átt eða atriði sem toguðu í aðrar áttir eða bara velja hið þægilega og vera kjurr í vinnu sem mér líkaði mjög vel við.
Mofi, 13.6.2013 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.