Lambið að verða að dreka

imagesCAQS7IYRSamkvæmt mínum skilningi á spádómum Biblíunni þá átti ríki að koma upp eftir að Kaþólska kirkjan varð fyrir miklum áföllum og hætti að geta ráðskast með kónga Evrópu og þetta ríki átti að vera kristilegt vald. Þetta veldi er Bandaríkin og sannarlega byrjuðu þau með kristin gildi enda nokkurn veginn kristið mótmælenda land í upphafi. En síðan átti það að breytast og byrja að hegða sér og tala eins og dreki en dreki er táknmynd djöfulsins í Biblíunni.

Saga Bandaríkjanna endurspeglar þetta mjög vel. Þau byrja sem lýðræði þar sem mannréttindi og trúfrelsi eru grundvölluð í stjórnaskrá landsins. En síðan hafa Bandaríkin breyst mjög mikið og hafa hegðað sér í engu samræmi við þetta með stríðum út um allan heim og með puttana í framtíð ótal þjóða og oftar en ekki með miklum fantaskap.  Að fylgjast með símanotkun miljónum manna er í samræmi við þessa breytingu þar sem lýðræði, samviskufrelsi og trúfrelsi munu smá saman hverfa og það sem stendur eftir verður vald sem ofsækir.

Ef að þessi skilningur á þessi spádómi er réttur þá er það sem eftir á að gerast er að Bandaríkin munu þvinga fólk til að brjóta hvíldardagsboðorðið, að halda sjöundadaginn heilagan og ofsækja þá sem neita að hlýða. Ég sé ekki betur en að það getur ekki verið langt þangað til vegna þess að máttur Bandaríkjanna er sífelt að minnka og kannski ekki of langt þangað til að Bandaríkin hafa ekki bolmagn til að geta gert þetta.

Sumir hugsa að ef að þeir sjá þetta virkilega gerast þá munu þeir skipta um skoðun og fara að fylgja Guði en það getur verið að þá verði það of seint; að þegar þessi spádómur rætist að þá verði búið að loka dyrum náðarinnar. Að þá hafa allir hafa innsiglað sína ákvörðun, hvort þeir vilja fylgja og hlýða Guði eða ekki.

Til að skilja þessa spádóma þá mæli ég með þessari fyrirlestraröð hérna: http://www.hopevideo.com/david_asscherick.htm


mbl.is Fylgst með símtölum Bandaríkjamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803257

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband