Hvernig veit maður að um fals Krists eða fals spámann sé að ræða?

JesusTorahEf einhver segist vera frá sama Guði og talaði til Móses og Elía þá er einfalt próf sem viðkomandi þarf að standast og það er að finna í ritum spámannsins Jesaja en það hljóðar svona:

Jesaja 8:20
þá svarið þeim: "Til kenningarinnar og vitnisburðarins!" Ef menn tala ekki samkvæmt þessu orði, hafa þeir engan morgunroða

To the law and to the testimony: if they speak not according to this word, it is because there is no light in them.

Ég læt enskuna fylgja með því hún er aðeins skýrari en íslenska þýðingin í þessu tilfelli.  Það sem Jesaja segir er að ef að einhver segist vera með boðskap frá Guði þá þarf hann að tala í samræmi við lögmálið eða hebreska orðið "Torah" og í samræmi við spámennina, menn eins og Esekíel, Jeremía og Móses. Torah er fyrir þá sem vita ekki fyrstu fimm bækur Biblíunnar en á íslensku þá heita þær einfaldlega í höfuðið á Móses, fyrsta Mósebók, önnur Mósebók og svo framvegis.

Þetta er ein af stóru ástæðunum fyrir því að gyðingar hafna Páli sem einhverjum málsvara Guðs því að þeir skilja hans rit eins og flestir kristnir að Páll hafi talað á móti lögmálinu, að það sé úrelt og að kristnir séu ekki lengur "undir" lögmálinu. Allur gyðingdómurinn eins og hann leggur sig snýst um heiðurinn að hafa fengið lög Guðs og síðan öll þeirra saga mótaðist af blessunum þegar þjóðin fór eftir lögunum og bölvunum þegar þjóðin fór ekki eftir lögum Guðs.

En Pétur sá þetta fyrir og fjallaði um þetta í sínu bréfi:

2. Pétursbréf 3:15
And count the patience of our Lord as salvation, just as our beloved brother Paul also wrote to you according to the wisdom given him,
16 as he does in all his letters when he speaks in them of these matters. There are some things in them that are hard to understand, which the ignorant and unstable twist to their own destruction, as they do the other Scriptures. 17 You therefore, beloved, knowing this beforehand, take care that you are not carried away with the error of lawless people and lose your own stability

Pétur segir hérna einfaldlega að sumir misskilja Pál á þann hátt að þeir verða lausir við lögmálið. Páll er alveg skýr að lögmálið er heilagt, andlegt og gott. Vandamálið sem Páll var að glíma við var að fólk hélt að það gæti frelsast fyrir að halda lögmálið þegar tilgangur lögmálsins var aðeins til að greina hvað væri synd og gera allan heiminn sekan frammi fyrir Guði.

Þannig að kirkja eða spámaður sem segist vilja fylgja Guði mun vilja rannsaka lögmál Guðs og spámenn Guðs og fara eftir því sem þeir boða, eins og t.d. hvað við ættum ekki að borða eins og svínakjöt og t.d. halda sjöunda daginn heilagan eins og boðorðin tíu segja fyrir um.  Sumir halda að Jesús hafi afnumið lög Guðs varðandi hvað við mættum borða en ef Hann hefði gert það þá hefði Hann verið syndari sem talaði ekki samkvæmt lögmálinu og spámönnunum og við ættum þá að hafna Honum sem svikara.  En það er engin þörf á því, þar sem Jesús gerði ekkert slíkt.

En hvað með þennan mann, Alan John Miller í Ástralíu sem segist vera Jesús Kristur endurfæddur?  Biblían lýsir því hvernig Jesús mun koma aftur en Hann mun ekki endurfæðast sem lítið barn heldur koma til baka á sama hátt og Hann fór.

Postulasagan 1:9
Þegar hann hafði þetta mælt, varð hann upp numinn að þeim ásjáandi, og ský huldi hann sjónum þeirra.
10 Er þeir störðu til himins á eftir honum, þegar hann hvarf, þá stóðu hjá þeim allt í einu tveir menn í hvítum klæðum 11 og sögðu: "Galíleumenn, hví standið þér og horfið til himins? Þessi Jesús, sem varð upp numinn frá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins.

Sem sagt, Alan John Miller er fals Kristur og ef fólk læsi Biblíuna sína þá myndi því ekki detta til hugar að fylgja honum.


mbl.is Segist vera Jesús Kristur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

"Reynið andann": stendur einhversstaðar í biblíunni.

Hefur maðurinn eitthvað nýtt fram að færa sem er ekki þegar komið fram í biblíunni?

=Hver er hans boðskapur til mannkynsins?

Biskup Íslands myndi örugglega vilja 3 staðfest kraftaverk svo að viðurkenna mætti manninn sem heilagan sendiboða guðs.

Jón Þórhallsson, 29.5.2013 kl. 15:33

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ég hef nú mínar eigin trúarskoðanir. Var skírður niðurdýfingarskírn fyrir 26 árum, og er sú skírn fullgild enn, en ég ræði það betur við föðurinn þegar þar að kemur.

Hvað um það þá verð ég að bregða á glens varðandi þennan ágæta jésúsmann.

Fyrst verð ég samt nefna að Jesús var líka endurfæddur í Waco, Texas ekki alls fyrir löngu.

Ég myndi hiklaust segja upp í opið geðið á þessari útgáfu af endurfæddum Jesú: „Þú ert bara með samviskubit því þú stóðst á torginu á sínum tíma og hrópaðir Barrabas, nýkominn frá því að borða af brauðunum fimmþúsund!“

Það væri gaman að sjá svipinn á honum þá.

Guðjón E. Hreinberg, 30.5.2013 kl. 00:07

3 Smámynd: Mofi

Jón, í mínum augum þá hefur hann aðeins lygar fram að færa af því að hann stendst ekki próf Biblíunnar.

Mofi, 30.5.2013 kl. 07:09

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Sumir halda að Jesús hafi afnumið lög Guðs varðandi hvað við mættum borða en ef Hann hefði gert það þá hefði Hann verið syndari sem talaði ekki samkvæmt lögmálinu og spámönnunum og við ættum þá að hafna Honum sem svikara. En það er engin þörf á því, þar sem Jesús gerði ekkert slíkt.

Mofi, hvað þýða þá orðin "[hann] hreinsandi alla fæðu" í Mk 7:19? Því að að minnsta kosti lang-flestar nýjar þýðingar á Nýja testamentinu (þ.m.t. sú íslenska) skilja þau einmitt þannig. Hver er þessi "hann" sem "hreinsar alla fæðu"?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.5.2013 kl. 18:53

5 Smámynd: Mofi

Jóhannesar guðspjall 15:10
Ef þér haldið boðorð mín, verðið þér stöðugir í elsku minni, eins og ég hef haldið boðorð föður míns og er stöðugur í elsku hans.

Ef að Jesús hefði virkilega var að afnema heilu kaflana af boðorðum föður Hans þá hefði Hann verið að ljúga þarna. En, þér er auðvitað sama um það en mig bara langaði að benda á það ef ske kynni að einhver kristinn er að lesa þetta spjall.

Hérna er ein tillaga:

Mark 7:18  And he saith unto them, Are ye so without understanding also? Do ye not perceive, that whatsoever thing from without entereth into the man, it cannot defile him;
Mark 7:19  Because it entereth not into his heart, but into the belly, and goeth out into the toilet, (expelling all foods [from the body.])?

Það er virkilega svekkjandi að þeir sem sáu um að afrita handrit Nýja Testamentissins lögðu engan veginn jafn mikla vinnu í það og gyðingar höfðu gert. Hjá gyðingum þá skipti öllu máli að hver einasti stafur væri eins á meðan þessir gaurarnir sem sáu um Nýja Testamentið voru tilbúnir að bæta inn setningum og sleppa orðum og þess háttar.  Kannski er þarna á ferðinni einhver gríska/hebresku orðháttur sem við vitum ekki um. Augljóslega þá eru virkilega mörg orð frá "he saith" þangað til að "hreinsar fæðu" svo alveg rökrétt að þessi "hann" sé frekar eitthvað annað eins og "belly" eða "toilet".

Mofi, 31.5.2013 kl. 08:42

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég held að þú hafir of mikið álit á afriturum GT ;)

Augljóslega þá eru virkilega mörg orð frá "he saith" þangað til að "hreinsar fæðu" svo alveg rökrétt að þessi "hann" sé frekar eitthvað annað eins og "belly" eða "toilet".

'Hreinsandi' er í karlyni þannig að það þarf að vísa til einhvers karlkyns. Mér sýnist þau orð sem eru karlkyns þarna vera 'maður' (anþrwpos') og 'safnþróin/klósett' (afedrwn). Gerir maðurinn/klósettið alla fæðu hreina? Það er erfitt að skilja hvað það á að þýða.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.6.2013 kl. 18:40

7 Smámynd: Mofi

Þú ert leiðinlega erfiður :)   það tekur oftast aðeins meiri tíma að svara þér en flestum sem koma hérna í heimsókn.

Ég hef ótal rök fyrir því að Jesús gat ekki hafa verið að afnema hluta af Móselögunum en erfiðasti parturinn er að fatta hvað í ósköpunum þetta vers þýðir.  Þessi tillaga hérna að ofan er svona það sem mér finnst einna líklegast og að kannski eru okkar vandamál hérna tengd því að við þekkjum ekki hvernig fólk á þessum tíma notaði þessi orð.

Mofi, 5.6.2013 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803193

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband