Myndi Darwin aðhyllast Þróunarkenninguna í dag?

darwintreeoflife.jpgDarwin gerði þó nokkuð af alvöru vísinda rannsóknum sem standast ennþá í dag en myndi hann aðhyllast Þróunarkenninguna í dag?  Miðað við þau rök sem Darwin hafði á sínum tíma og hver staðan er í dag, hvaða afstöðu myndi hann hafa?

Uppruni lífs

Darwin velti uppruna lífs fyrir sér enda nauðsynlegt til að hafa útskýringu á náttúrunni án skapara sem var aðal ástæðan fyrir kenningunni til að byrja með, að útskýra hönnun án hönnuðar. Hérna er smá sýnishorn á hverjar hugmyndir Darwins voru um uppruna lífs:

Charles Darwin - The Life and Letters of Charles Darwin, Vol. II, D. Appleton & Co., New York, 1911, pp. 202–203
… if (and Oh! what a big if!) we could conceive in some warm little pond, with all sorts of ammonia and phosphoric salts, light, heat, electricity, etc., present, that a protein compound was chemically formed ready to undergo still more complex changes …

Louis Pasteur var samtíma maður Darwins og hafði sýnt fram á að líf kviknar ekki af sjálfu sér en í gegnum aldirnar höfðu menn trúað því að lífverur og jafnvel dýr gætu orðið til af sjálfu sér. Á dögum Darwins þá voru menn að gæla  við hugmyndina að örverur gætu orðið til af sjálfu sér enda sáu þeir þessar lífverur sem mjög einfaldar. Í dag vitum við að þær eru örsmáar nanó vélar sem eru fullar af flóknu forritunarmáli sem segir til um hvernig á að búa til þúsundir örsmárra véla sem lífveran þarf. 

Prófessorinn Paul Davis orðaði þetta svona:

How did stupid atoms spontaneously write their own software … ? Nobody knows … there is no known law of physics able to create information from nothing

Náttúruval

Orðið náttúruval var í titli bókar Darwins en hann sá fyrir sér að fjölbreytileiki eiginleika dýranna væru án takmarkanna. 

Charles Darwin, On the Origin of Species
Whatever the cause may be of each slight difference in the offspring from their parents—and a cause for each must exist—it is the steady accumulation, through natural selection, of such differences, when beneficial to the individual, that gives rise to all the more important modifications of structure, by which the innumerable beings on the face of this earth are enabled to struggle with each other, and the best adapted to survive.

Árið 1860, gaf Gregor Mendel út sínar rannsóknir á erfðum þar sem hann uppgvötaði lögmál erfða í þekktu vísindariti.  Hans rannsóknir gleymdust í hátt í þrjátíu ár, mögulega vegna þess að þær pössuðu ekki hugmyndir þróunarkenningarinnar á þeim tíma. Það sem Mendel sýndi fram á var að eiginleikar lífvera voru takmörkunum háðir og jafnvel þegar nýr eiginleiki birtist þá var hann ekki nýr heldur leyndist hann þegar í genamengi lífverunnar, var falið bakvið ráðandi gen.

Þegar verk Mendels voru endur uppgvötuð í kringum 1900 þá var kenning Darwins í vanda því að menn sáu að fjölbreytnin var í blöndun á genum lífveranna sem voru þegar til en voru ekki að verða til af sjálfu sér.  En á þessum tíma uppgvötuðust stökkbreytingar sem ásamt erfðalögmáli Mendels voru settar saman við Þróunarkenninguna og þannig varð til "modern synthesis" sem er í grundvallar atriðum það sem við höfum í dag. Stökkbreytingar áttu að vera það sem bjó til eiginleikana upprunalega en sextíu ár af rannsóknum á stökkbreytingum sýna fram á að þær gera mikinn óskunda í genum dýra. Í dag eru í kringum 1000 sjúkdómar í mönnum tengdir stökkbreytingum því að tilviljanakenndar breytingar á okkar mjög svo flókna forritunar kóða sem býr okkur til er miljón sinnum líklegri til að eyðileggja en að búa eitthvað nýtt gagnlegt til.  

Eins og einn líffræðingur orðaði þetta:

Leigh, E., The modern synthesis, Ronald Fisher and creationism, abstract in Trends in Ecology and Evolution 14(12):495–498, 1999; p. 495
The ‘modern evolutionary synthesis’ convinced most biologists that natural selection was the only directive influence on adaptive evolution. Today, however, dissatisfaction with the synthesis is widespread, and creationists and antidarwinians are multiplying. The central problem with the synthesis is its failure to show (or to provide distinct signs) that natural selection of random mutations could account for observed levels of adaptation

Jafnvel dæmin þar sem eitthvað gott kom út úr skemmdunum sem stökkbreytingarnar ollu þá er um að ræða skemmd eins og bjöllur sem missa vængi en ef þær eru á eyðieyju þá er það kostur því að þá eru minni líkur að þær feikist út á ballarhaf og deyi.  Náttúruval er eyðandi afl, það hendir því sem er ekki gagnlegt, það býr ekki neitt nýtt til.

Darwin hafði rangt fyrir sér varðandi náttúruval og hvernig eiginleikar dýra verða til, í rauninni stal hann hugmyndinni frá manni að nafni Edward Blythe

Milli steingervingar

Darwin átti von á því að frekari rannsóknir á steingervingum myndi sýna fram á hvernig dýrategundirnar smá saman breyttust og urðu að öðrum tegundum, hann skrifaði:

Charles Darwin - On the Origin of Species
… the number of intermediate varieties, which have formerly existed on the earth, [must] be truly enormous. Why then is not every geological formation and every stratum full of such intermediate links? Geology assuredly does not reveal any such finely graduated organic chain; and this, perhaps, is the most obvious and gravest objection which can be urged against my theory. The explanation lies, as I believe, in the extreme imperfection of the geological record. … We should not forget that only a small portion of the world is known with accuracy

Eftir 150 ár að rannsaka setlögin og steingervingana í þeim þá höfum við ekki fundið það sem Darwin átti von á, eða eins og Robert Carroll, vel þekktur steingervingafræðingur orðaði það "What is missing are the many intermediate forms hypothesized by Darwin …"

Darwin hafði rangt fyrir sér varðandi steingervingana og hvað framtíðar rannsóknir á þeim myndi leiða í ljós.

Tré lífsins

Darwins hélt að allar lífverur kæmu frá einni frum lífveru og út frá henni hefði myndast eitthvað sem Darwin kallaði "tré lífssins". 

Charles Darwin - On the Origin of Species
I should infer from analogy that probably all the organic beings which have ever lived on this earth have descended from some one primordial form … 

En þessi hugmynd er líka undir árás í dag, eins og einn vísindamaður orðaði þetta:

Doolittle, W., Phylogenetic classification and the universal tree, Science 284
Molecular phylogeneticists will have failed to find the “true tree”, not because their methods are inadequate or because they have chosen the wrong genes, but because the history of life cannot properly be represented as a tree.

Ég hef fjallað áður um tré lífsins, hérna Mislukkuð spá Darwins - Tré lífsins  og Verið að höggva niður tré lífsins sem Darwin skáldaði upp

Væri Darwin Þróunarsinni í dag?

Líklegast já því að um er að ræða trú til að flýja skaparann svo Darwin væri líklegast þróunarsinni þrátt fyrir að gögnin benda ekki í áttina að Þróunarkenningunni.

Þessi grein var bygð á þessari grein hérna:  Would Darwin be a Darwinist today?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803256

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband