15.5.2013 | 20:21
Biblían, vopnið sem færði okkur trúfrelsi og samviskufrelsi
Fyrir nokkrum vikum var fyrirlestraröð haldin í Aðvent kirkjunni í Hafnafirði, sjá: Fyrirlestraröð um spádóma Biblíunnar Einn af þeim fjallaði um uppruna samviskufrelsisins og hvernig Biblían var grundvöllur þess.
Notaði Biblíuna sem vopn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Heimspeki, Mannréttindi, Trúmál | Breytt s.d. kl. 20:23 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 803257
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jæja, ég er að byrja að horfa á þetta og hlakka til að sjá hann koma með tilvitnanir í biblíuna og vonandi útskýrir hann líka hvernig þessi hugmynd (að þetta komi frá biblíunni) passar við lögin í biblíunni sem þver- og margbrjóta gegn trúfrelsi.
Merkilegt að hann segir í byrjun að biblían segi ekkert um það hvenær guð skapaði sólkerfið. Trúir hann því ekki að dagarnir 6 í 1Mós 1 hafi verið fyrir ~6.000 árum síðan?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.5.2013 kl. 21:39
Hjalti, ég var einmitt að hugsa um að senda þetta á þig þar sem þetta er í stórum dráttum fyrirlesturinn sem ég bað einu sinni um...fyrir þig :)
Varðandi sköpun þá held ég að hann er með svipaða afstöðu og ég, að við vitum ekki upphaf alheimsins og jarðarinnar en að upphaf lífs á þessari jörð sé innan við tíu þúsund ár síðan.
Mofi, 16.5.2013 kl. 16:03
Ég veit ekki til að það hafi orðið sérstök sprenging í trú- og skoðanafrelsi eftir tilkomu Biblíunnar á fjórðu öld.
Hún er þá a.m.k. ekki sérstaklega hraðvirkt hjálpartæki.
Páll Jónsson, 16.5.2013 kl. 16:38
Þegar Kaþólska kirkjan varð til í kringum þennan tíma þá varð hún ekki aðgengilegri fyrir fólk. Þarna fór í hönd hinar myrku miðaldir þar sem það var glæpur að eiga Biblíu og glæpur að þýða Biblíuna á tungumál alþýðunnar. Endilega horfðu á fyrirlesturinn og segðu mér hvað þér finnst.
Mofi, 16.5.2013 kl. 20:07
Mofi,Þetta er frábær færsla við þessa frétt.
Jósef Smári Ásmundsson, 16.5.2013 kl. 21:51
Ég var búinn að leita í marga daga eftir "viðeigandi" frétt :)
Mofi, 16.5.2013 kl. 21:54
Mofi lætur sér duga að berja fólk í hausinn með Biblíunni í táknrænum skilningi. Ekki bókstaflega eins og þessi vanstillta kona.
Theódór Norðkvist, 17.5.2013 kl. 01:42
Mofi, eftir því sem ég fékk best séð þá vitnaði hann í heila tvo staði í biblíunni til að styðja mál sitt allan (að biblían hefði fært okkur trúfrelsi) þennan fyrirlestur.
Annars vegar Jósúa 24, þar sem Jósúa virðist í raun og veru gefa fólkinu val um það hvort það vilji gerast fylgismenn Jahve eða ekki. En reyndar er trúfrelsið ekki meira en svo að Jósúa segir þetta: "Ef þér yfirgefið Drottin og þjónið útlendum guðum, þá mun hann snúast gegn yður og láta illt yfir yður koma og tortíma yður" v. 20. Svo mikil er trúfrelsisástin.
Hitt versið var í Jóh 6 þar sem Jesús spyr lærisvieinana sína "Ætlið þér líka að fara?". Er þetta allt og sumt?
Á móti þessu höfum við lög eins og þetta í biblíunni:
Og það eru fleiri lög eins og þessi í biblíunni, Mofi.
Það er ansi merkilegt að þessi fyrirlesari talar um lög sem banna trú sem "það sem heiðinginn er vanur" í öðrum fyrirelstri. En það merkilega er að "heiðingjarnir" (Rómverjarnir) voru fylgjandi nokkru trúfrelsi, en biblían var það aldeilis ekki.
Langmest af þessum fyrirlestri var bara almennt tal um uppruna mótmælendatrúar, en nánast ekkert var reynt að finna þessum hugmyndum stoðir í sjálfri biblíunni. Þegar við það bætist að hann minnist ekki einu orði á öll þau lög í Gamla testamentinu sem eru eins mikið á móti trúfrelsi og hugsast getur, þá er út í hött að halda því fram að þessi fyrirlestur styðji þá hugmynd að biblían sé "vopnið sem færði okkur trúfrelsi".
Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.5.2013 kl. 14:16
Aðeins trúfrelsi að því leiti að þetta er val viðkomandi en þar sem Guð er lífsgjafinn og Hans reglur sem stjórna öllu þá er uppreisn á móti Honum eða að ganga ekki á Hans veginn dæmd til að enda í dauða.
Já, fyrir Ísrael af því að Ísrael var frekar trúfélag en þjóð.
Var það þess vegna sem þeir hentu kristnum fyrir ljónin ef þeir tilbáðu ekki keisarann?
Ég hefði helst viljað fá fyrirlesarann til að verja þetta eða fá hans skoðun á þessu. Ég hefði kannski frekar átt að segja að mótmælenda trúin færði okkur trúfrelsi en hennar grunnur var Biblían svo þetta er ekki hræðilega langsótt hjá mér. Í fyrirlestrinum þá tel ég hann útskýra vel hvaða menn það voru sem stóðu á bakvið samviskufrelsið og af hverju og hvernig sú hugmyndafræði bar þá ávexti sem við sjáum í dag, samviskufrelsi og lýðræði. Gamla Testamentið talar mjög mikið út frá trúfélaginu Ísrael en allt breyttist eftir krossinn, eftir að fagnaðarerindið átti að vera boðað öllum þjóðum heims. Þá er það reglan sem Jesús bauð sínum fylgjendum að ef að fólk tekur ekki á móti þeim þá eiga þeir að bursta rykið af skónum sínum og fara eitthvert annað.
Mofi, 28.5.2013 kl. 10:34
Og sama má segja um kaþólsk lönd miðalda og Sádi Arabíu: Þú getur valið að trúa öðruvísi en stjórnvöld vilja, en það er uppreisn gegn stjórnvöldum og verðskuldar dauða!
Svona getur maður sagt um öll önnur þjóðfélög sem afnema trúfrelsi: "Kaþólsk lönd miðalda voru meira í líkingu við trúfélög.", "Sádi Arabía er eiginlega eins og trúfélag."
Mofi, trúfrelsi Rómverja var ekki ótakmarkað. Eitt sem þeir heimtuðu að fólk gerði var að sýna hollustu sína við rómverska ríkið með keisaratilbeiðslu. En þrátt fyrir það þá leyfðu alls konar trúarbrögðum að starfa í ríkinu sínu.
Ísraelsmenn leyfðu engin önnur trúarbrögð.
Þannig að hvort er trúfrelsi meira einkenni "heiðingja" eða "gyðinga"?
Mofi, en ef þeir fengu þessar hugmyndir úr biblíunni, þá hefði verið auðvelt fyrir hann að koma með texta úr biblíunni sem boða þetta. Hann gerði það ekki af því að þeir eru ekki þarna.
Mofi, það er mjög hæpið að ætla að álykta eitthvað um hvernig lög væri best að setja út frá þessum boðum Jesú til trúboða sem hann sendi. Þetta er svipað og að ætla að semja refsilöggjöf út frá "bjóða hinn vangann"-ummælunum, þau eru ekki hugsðu sem grundvöllur laga.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.5.2013 kl. 15:13
Fólk gat valið að tilheyra Ísrael eða ekki.
Ef að samfélagið vill ekki trúfrelsi þá er um að gera að yfirgefa það samfélag en það er auðvitað mjög erfitt þar sem það er dauðarefsing við að yfirgefa sum trúarhreyfingar eins og Islam.
Eins og ég sagði þá var Ísrael trúfélag, ef þú vildir ekki tilheyra því þá var þér frjálst að fara. Að tilbiðja keisaran hljómar ekki eins og trúfrelsi í mínum eyrum.
Ég benti á hvernig Jesú sagði sínum fylgjendum að boða, öllum frjálst að taka á móti eða hafna. Við sjáum samskonar viðhorf í Postulasögunni, trúin boðuð og öllum frjálst að taka á móti eða hafna.
Við höfum ekki uppskrift af nýju samfélagi í Biblíunni, postularnir voru ekki sendir til að stofna nýtt Ísrael eða stofna nýjar þjóðir með sér lögum og allt það. Hinir fyrstu kristnu tilheyrðu Ísrael og það virðist hafa verið í lagi í Ísrael í einhvern tíma. Síðan tilheyrðu þeir alls konar þjóðum en ekki þannig að það væri þeirra hlutverk að ná völdum og neyða sinni trú ofan í fólk á móti þeirra vilja. Þannig að finna svona beinar skipanir varðandi hvernig ætti að búa til lög fyrir trúfrelsis samfélög eru ekki að finna í Biblíunni, það er alveg rétt hjá þér. Það breytir því ekki að þeir menn sem lögðu grunninn að samviskufrelsinu gerðu það á grundvelli þess að þeir vildu fylgja sinni sannfæringu út frá Biblíunni.
Mofi, 28.5.2013 kl. 15:33
Þú gast líka "valið að tilheyra ekki" (flúið undan ofsóknum) kaþólskum löndum miðalda eða Rómarveldinu á tímum frumkirkjunnar.
Ef þú ert búinn að flýja landið, þá er lítið sem þeir geta gert.
Ef Albígensar vildu ekki tilheyra Frakklandi, þá var þeim frjálst að fara! Ef kristnir vildu ekki tilheyra Rómarveldi, þá var þeim frjálst að fara!
Mofi, það var auðvitað ekki fullkomið trúfrelsi. Ef þú tilbaðst ekki keisarann þá varstu í vondum málum, en í Rómarveldi voru starfandi fjölmargar trúarhreyfingar og yfirvöldin leyfðu það. Í biblíunni er talað um að drepa alla sem boða aðra trú.
Í hvoru þjóðfélaginu er meira trúfrelsi?
Og? Það er ekki eins og þeir hafi verið í aðstöðu til að gera eitthvað annað.
En Mofi, þegar þeir ná völdum, eiga þeir þá ekki að semja lög með fyrirmyndum úr biblíunni? Af hverju ekki?
Hugmyndir um trúfrelsi eins og við þekkjum það komu ekki úr biblíunni, enda eru þær ekki að finna í biblíunni´.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.5.2013 kl. 20:25
Smá munur að flýja ofsóknir og bara mega fara ef þú vilt.
Þeir eru úrræða góðir ef þannig liggur á þeim.
Smá munur, Ísrael var eitt lítið land á meðan Rómarveldi réði megnið af þekkta heiminum.
Engin ágreiningur um að í Ísrael þá var bannað að boða aðra trú en það var ekki afstaða hinna kristnu eftir að Ísrael hætti að vera til.
Og það setti tóninn fyrir mótmælendur sem lögðu grunninn að samviskufrelsinu.
Að einhverju leiti en ekki að traðka á samvisku annara. Ekki að neyða kristni ofan í þá sem vilja hana ekki.
Þær komu þá frá mótmælenda hreyfingunni, það finnst mér vera nokkuð skýrt út frá mannkynssögunni.
Mofi, 28.5.2013 kl. 22:30
Mofi, ef fólkið þarf að flýja landið af því að það verður drepið fyrir að hafa aðra trú, þá kallast það "að flýja ofsóknir".
Já, Rómarveldi var vissulega stærra. En sérðu ekki hvað þetta er komið út í mikla vitleysu? Við erum að ræða það hversu auðvelt eða erfitt það hefði verið fyrir fólk að flýja Ísrael, af því að það væri drepið fyrir að hafa trú sína í Ísrael.
Ekki? Hvaðan færðu þá hugmynd? Um leið og kristnir komust til valda þá var önnur trú bönnuð.
Svo verð ég að segja að mér finnst afskaplega fyndið að þú sért nýbúinn að skrifa færslu þar sem þú segir að Jesú væri fals-Kristur ef hann hefði verið það ósammála Móselögunum að hann hefði leyft sínakjötsát, en hérna ertu að segja að hann hafi heldur betur verið ósammála þeim þegar kemur að trúfrelsi.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.5.2013 kl. 18:38
Samfélagið hafði ákveðnar reglur og þeir sem vildu tilheyra samfélaginu urðu að fara eftir reglunum eða fara. Ég sé ekkert að því. Ef að fólk vildi ekki tilheyra þessu trúarsamfélagi þá gat það farið en auðvitað ef það var þarna þá þurfti það að virða lög landsins.
Ég sé þetta ekki sem "drepið fyrir að hafa sína trú" heldur að viðkomandi varð að fara eftir lögum landsins. Ég veit ekki betur en ef að einhver gat alveg búið í Ísrael og haft aðra trú en hann gæti ekki iðkað þá trú ef að hún færi gegn lögum landsins.
Ef þú ert að tala um Kaþólsku kirkjuna þá sé ég ekki mikið kristið við hana þar sem að Biblían var líka bönnuð. Breytingin hjá róm var fyrst að kristni var ekki lengur bönnuð en síðan smá saman breyttist það í að allt annað en ákveðin tegund af kristni þar sem Biblían var bönnuð tók við.
Ekki ósammála þeim heldur að þau lög tilheyrðu Ísrael sem þjóð og trúfélagi.
Mofi, 31.5.2013 kl. 09:49
Enn og aftur getur maður sagt það sama um Sádi-Arabía, kaþólsk lönd miðaldanna og Rómarríki.
Mofi, nú þarftu að útskýra hvað þú átt við með því að fólkið gat "haft aðra trú". Fólk getur auðitað haft einhverja skoðun og enginn getur vitað af því eða gert eitthvað í því.
Í Ísrael varstu grýttur ef þú boðaðir aðra trú. Var það fólk ekki drepið fyrir trú sína?
Svo eru lög sem beinlínis segja að það eigi að drepa fólk sem dýrkar aðra guði en Jahve:
Er þetta fólk ekki drepið fyrir trú sína?
Ímyndum okkur land þar sem lögin eru "Hver sá sem dýrkar annan guð en Óðinn skal grýttur." Yfirvöldin þar drepa auðvitað fólk sem það sér biðja til Jesú. Væri það fólk ekki ""drepið fyrir að hafa sína trú" heldur að viðkomandi varð að fara eftir lögum landsins"?
Mofi, ef það var einhvern tímann bannað fyrir almenning að eiga biblíu, þá var það örugglega ekki fyrr en löngu eftir að kristnir menn komust til valda (er það ekki?). Hvað er þá fyrsta dæmið sem þú hefur um kristin stjórnvöld?
Svona svipað og lögin um óhreina fæðu tilheyrðu bara Ísrael sem þjóð og trúfélagi?
Þessi lög eru sem sagt ekki fallin úr gildi, en gilda bara fyrir ríki sem hefur ekki verið til í 2000 ár?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.6.2013 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.