9.5.2013 | 13:08
Er kristin trú vandræðaleg?
Hérna er svar við grein hjá Vantrú þar sem þeir reyna að færa rök fyrir því að trúa því sem kristni kennir sé vandræðalegt.
Hin vandræðalega kristni
Um páskana sagði einn prestur ríkiskirkjunnar, Hildur Eir Bolladóttir, að upprisa Jesú væri í raun það eina vandræðalega í kristinni trú og að án hennar væri kristni eflaust talin vera meira töff[1].
Það væri gaman að lesa orð þessa prests í samhengi til að átta sig á því hvað hún var að meina en um leið og að vera kristinn byrjar að vera töff þá er örugglega eitthvað mikið að. Upprisan hefur síðan verið stollt og von kristinna í tvö þúsund ár svo hún er allt annað en vandræðaleg.
Hin vandræðalega kristni
Í dag heldur kristið fólk til dæmis upp á það að Jesús flaug upp til himna
Hvað er vandræðalegt við það? Hérna er David Copperfield að svífa í loftinu, sjá: https://www.youtube.com/watch?v=wChk5nY3Kzg Þetta er bara töff :)
Hin vandræðalega kristni
Jesús er sagður vera fæddur af Maríu mey og það er boðað í tveimur guðspjöllum Nýja testamentisins. Kraftaverk við fæðingar frægra manna voru álíka algeng og upprisur þeirra í fornöld.
Núna fer maður að halda að það sem guðleysingjum finnst vera vandræðalegt eru kraftaverk. Að trúa á Guð sem gerir aldrei kraftaverk, það væri virkilega vandræðalegt!
Hin vandræðalega kristni
Samkvæmt aðaljátningu Þjóðkirkjunnar dó Jesús til þess að sætta föðurinn við oss og til þess að vera fórn#. Þessi hugmynd um að Jesús hafi verið eins og fórnardýr sem þurfti að deyja til þess að afmá syndir passar engan veginn við hugmyndir okkar um réttlæti, og eiga meira skylt við hugmyndir fornaldarmanna um töframátt blóðs.
Þetta er of stórt atriði til að glíma við hérna en ég hef gert grein um þetta atrði sem ég lét duga að benda á hana, sjá: Af hverju þurfti Jesú að deyja?
Hin vandræðalega kristni
Kristnir menn trúa því að það séu til illar andaverur og að þessar verur eigi sér höfðingja, Satan. Í guðspjöllunum er Jesús í sífellu að berjast við illa anda. Jesús rekur illa anda úr flogaveiku fólki og spjallar jafnvel við andana.
Að það sé eitthvað meira í þessum heimi en hið efnislega finnst mér vera eitthvað sem flestir menn finna með sér. Hérna er myndband þar sem maður segir frá sinni reynslu af þessum heimi:
Hin vandræðalega kristni
Ef maður les Nýja testamentið þá sér maður að Jesús, Páll og hinir ýmsu höfundar rita Nýja testamentisins trúðu því að heimsendir væri í nánd. Síðan liðu tvö þúsund ár. Þeir höfðu allir rangt fyrir sér.
Það er rétt að það hljómar oft eins og þeir héldu að heimsendir væri ekki langt utan en líka þá sjáum við að t.d. Páll gerði sér grein fyrir að ákveðnir atburðir sem búið var að spá fyrir myndu gerast áður en heimsendir yrði. Við lesum t.d. þetta:
Síðara bréf Páls til Þess 2
3 Látið engan villa yður á nokkurn hátt. Því að ekki kemur dagurinn nema fráhvarfið komi fyrst og maður syndarinnar birtist. Hann er sonur glötunarinnar, 4 sem setur sig á móti Guði og rís gegn öllu því, sem kallast Guð eða helgur dómur. Hann sest í musteri Guðs og gjörir sjálfan sig að Guði. 5 Minnist þér ekki þess, að ég sagði yður þetta, meðan ég enn þá var hjá yður? 6 Og þér vitið, hvað aftrar honum nú, til þess að hann opinberist á sínum tíma. 7 Því að lögleysið er þegar farið að starfa í leyndum og stendur ekki á öðru en að þeim verði burt rýmt, sem nú heldur aftur af. 8 Þá mun lögleysinginn opinberast, _ og honum mun Drottinn Jesús tortíma með anda munns síns og að engu gjöra þegar hann birtist við endurkomu sína.
Þarna sjáum við Pál tala um að endalokin munu ekki gerast fyrr en maður syndarinnar birtist. Hann segir að hann sjálfur hafi sagt þeim frá öllu þessu þegar hann var með þeim. Hann talar um eitthvað vald sem heldur aftur að því að maður syndarinnar birtist en segir hvað það er í þessu bréfi en segir að þeir vita það af því að hann sagði þeim það. Út frá öðrum heimildum þá sagði Páll að það vald sem hélt aftur að "manni syndarinnar" væri Rómverska heimsveldið, sjá: http://www.babylonforsaken.com/daniel2.html
Bara áhugavert en sýnir að minnsta kosti gerði Páll sér grein fyrir að það væru ákveðnir atburðir sem yrðu að gerast áður en heimsendir kæmi.
Hin vandræðalega kristni
Þjóðkirkjan trúir því að þegar Jesús kemur loksins til baka þá muni hann refsa guðlausum mömmum og djöflum á þann veg að þeir kveljist eilíflega. Þessi hugmynd um að algóður guð sjái til þess að fólk kveljist eilíflega er svo viðurstyggileg í hugum flestra nútímamanna að það eru eflaust ekki nema örfáir ríkiskirkjuprestar sem virkilega trúa þessu.
Alveg sammála að þetta er vandræðaleg trú og hef marg oft skrifað um hana, sjá: Hvað með helvíti Jón Valur?
Hin vandræðalega kristni
Samkvæmt kristni þá skapaði guðinn þeirra alheiminn, og það sem meira er, hann er almáttugur og algóður. Þessi trú er í vandræðalega miklu ósamræmi við eðli heimsins.
Nei, frekar að þetta er góð sönnun fyrir tilvist Guðs, sjá: https://www.youtube.com/watch?v=rH2DEOxvaWk
Ég gerði grein sem útskýrði hina Biblíulegu útskýringu á þessu, sjá: Vondur heimur sama sem vondur Skapari?
Hin vandræðalega kristni
einn ríkiskirkjuprestur útskýrði þetta á þá leið að stjórnvöld hefði ekki átt að leyfa byggingar við flekamót, og að flóðbylgjan hefði sjálft tekið ákvörðun um að gera þetta þrátt fyrir að guð hafi reynt að sannfæra hana um að gera það ekki!
Maður þarf að gera greinar mun á milli kjánalegra athugasemda kristinna og síðan Biblíunnar.
Hin vandræðalega kristni
Gamla testamentið er lang-stærsti hluti helgibókar kristinna manna. Nýja testamentið talar svo um guð þess Gamla sem sama guðinn. Jesús vísar óspart í gjörðir þess guðs og segir til dæmis að guð hafi sent flóð og eytt Sódómu og Gómorru #. Guð kristinna manna er guð Gamla testamentisins.
Hérna virðist vera aðal vandamál guðleysingja að Guð er dómari og hefur stundum valið að grípa inn í mannkynssöguna til að stöðva illsku. Þeir virðast bara reyna að gera lítið úr illskunni sem Guð var að stöðva en ég að minnsta kosti er ósammála því. Síðan er líka Guð hérna oftar en ekki dæmdur út frá guðleysi, út frá því að þetta líf er það eina sem við höfum og eina sem skiptir máli á meðan út frá Biblíunni þá er þetta líf aðeins tímabundið og það sem skiptir öllu máli er eilífðin. Kristnir síðan trúa því að Guð er kærleikur og Hann fókusar á eilífðar málin en ekki tímabundna ánægju í þessu örstutta lífi.
Hin vandræðalega kristni
Þessi sami guð stundar fjöldamorð og þjóðernishreinsanir og setur lög sem margbrjóta grundvallarmannréttindi.
Guð gaf Ísrael lög og ef að einhver vildi ekki tilheyra Ísrael og fara eftir þessum lögum þá var honum frjálst að fara.
Vonandi svarar þetta einhverjum þeim spurningum sem vöknuðu hjá þeim sem lásu greinina hjá Vantrú. Kristni er langt frá því að vera vandræðaleg trú heldur rökrétt og full af von andspænis dauða og sorg.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Heimspeki, Trúmál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 803257
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Grunnurinn er ágætur að því leiti að verið sé að boða góða siði
=Að minna jarðarbúa stöðugt á BOÐORÐIN 10.
--------------------------------------------
En það sem að kristnina/þjóðkirkjuna vantar;
er meira af HEIMSPEKILEGUM umræðum á sínum vettvangi um lífið og tilveruna almennt.
=Að verið sé að leita lausna á einhverju svo að einhver þróun geti orðið til framfara.
Eins og flestir kristnir söfnuðir eru uppbyggðir í dag að þá er fólk of fast í sérmoníum og söng.=Meðvirkni.
Jón Þórhallsson, 9.5.2013 kl. 14:57
Hefur þú lesið þessa bók C.S. Lewis - Mere Christianity ?
Annars er ég alveg sammála þér en t.d. í Aðvent kirkjunni þá eru hvíldardagsskólar þar sem fólk ræðir málin í sirka klukkutíma og sumstaðar eru góðar umræður og áhugaverðar glímur við spurningar sem brenna á fólki.
Mofi, 9.5.2013 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.