Hversu mikils virði er áfengi?

AlcoholÍmyndaðu þér samfélag þar sem enginn hefur smakkað áfengi.  Síðan kemur gestur frá fjarlægu landi og hann kemst að því að það er ekkert vín þarna, fólkið þarna drekkur ekki áfengi og hefur aldrei prófað áfengi.  Leiðtogi samfélagsins vill hitta gestinn og þeir byrja að spjalla saman. Gesturinn segir leiðtoganum frá þessum undra drykk, áfengi og hve allt er miklu skemmtilegra ef maður drekkur þennan drykk.  Leiðtoganum líst mjög vel á þetta og spyr, er eitthvað neikvætt við þennan drykk.  Það kemur sérkennilegur svipur á gestinn og hann neyðist til að viðurkenna að það eru nokkur atriði sem eru neikvæð við þennan undra drykk.  Hann nefnir að stór hluti nauðgana virðast tengjast áfengi, stór hluti af dauðsföllum í umferðinni eru tengd áfengi, stór hluti morða og ofbeldis er tengt áfengi.

Ef að þú værir leiðtogi þessa samfélags, myndir þú telja þennan kostnað vera þess virði?


mbl.is 40% þolenda nauðgana yngri en 18
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gylfi Gylfason

Vandamalið er ekki áfengi heldur fólkið sem kann ekki að nota það, trúarbrögð eru heldur ekki vandamál, bara fólkið sem notar þau eins og áfengi.

Gylfi Gylfason, 20.4.2013 kl. 08:56

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það getur verið alveg sitthvort hvort að fólk drekki 1 bjór/rauðvínsglas yfir helgi

eða

hvort að fólk sé að sulla í sterkum drykkum=Missi vald á sínu lífi.

Jón Þórhallsson, 20.4.2013 kl. 10:12

3 Smámynd: Mofi

Gylfi og Jón, ég er alveg sammála en áhrifin á samfélagið eru samt þessi og þá er mín spurning, er áfengi þess virði?

Mofi, 20.4.2013 kl. 17:25

4 Smámynd: admirale

Ætli hver verði ekki bara að meta það fyrir sig.

admirale, 20.4.2013 kl. 18:52

5 Smámynd: Mofi

Það er einmitt málið, samfélagið situr uppi með óteljandi nauðganir, skilnaði, slys og dauðsföll og í verstu tilfellunum, morð. Fórnarlömbin sjaldnast voru að velja neitt þarna.  Svo mín spurning var hvað ætti leiðtogi samfélags sem hefur enga reynslu af áfengi og enga löngun í það vegna þess að það einfaldlega þekkir ekki áhrif þess, ætti það að vilja að áfengi verði hluti af þeirra samfélagi miðað við afleiðingarnar?

Mofi, 20.4.2013 kl. 19:48

6 Smámynd: admirale

Án þess að girða samfélagið af, þá hefur leiðtoginn engu um það ráðið.

admirale, 20.4.2013 kl. 20:39

7 Smámynd: Mofi

Þetta er bara svona hugsunar æfing, myndi leiðtoginn eða hreinlega samfélagið telja þennan unda drykk vera alls þessa virði, vitandi hver hin slæmu áhrif eru.  Ef maður gerir þetta meira persónulegt, væri ánægja einhvers að drekka áfengi þess virði að dóttur þinni yrði nauðgað?

Mofi, 20.4.2013 kl. 20:47

8 Smámynd: admirale

Hvernig færðu tenginuna á milli þess að einhver hafi gaman af því að drekka áfengi og að einhverjum sé nauðgað?

Þótt að bæði gerist á sama tíma, þá er ekki eitt afleiðing af hinu.

admirale, 20.4.2013 kl. 21:17

9 Smámynd: Mofi

Ég er búinn að orða þetta eins skýrt og ég get, ef það dugði ekki til þá er tilgangslaust að rembast meira.

Mofi, 21.4.2013 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband