9.4.2013 | 09:04
Fíllinn hans Behe
Í bókinni Darwin's Black Box þá skrifaði Michael Behe þetta:
Darwins Black Box, Michael Behe
Imagine a room in which a body lies crushed, flat as a pancake. A dozen detectives crawl around, examining the floor with magnifying glasses for any clue to the identity of the perpetrator. In the middle of the room, next to the body, stands a large, gray elephant. The detectives carefully avoid bumping into the pachyderms legs as they crawl, and never even glance at it. Over time the detectives get frustrated with their lack of progress but resolutely press on, looking even more closely at the floor. You see, textbooks say detectives must get their man, so they never even consider elephants.There is an elephant in the roomful of scientists who are trying to explain the development of life. The elephant is labeled intelligent design. To a person who does not feel obliged to restrict his search to unintelligent causes, the straightforward conclusion is that many biochemical systems were designed.
Þetta finnst mér vera sannarlega staðan eins og hún er í dag, í staðinn fyrir hið rökrétta og augljósa þá herðir fólk sig í afstöðu sem er algjörlega glórulaus og órökrétt aðeins vegna þeirra trúarskoðana og algengasta trúar skoðunin sem veldur þessari blindu er guðleysi.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Trúmál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nema hvað það hefur enginn séð fílinn, og það er ekkert sem bendir til þess að hann sé í herberginu :)
Tómas, 9.4.2013 kl. 12:48
Ef þú ert að vísa til Guðs þá er ekki að vísa til Guðs heldur hönnunar. Allir þekkja hönnun og vita hvað þarf til að hanna mjög flókin tæki sem búin eru til úr mörgum flóknum litlum hlutum. Síðan kemur liðið sem er í afneitun vegna... já, þau tengja allt við Guð og hafa eitthvað svo mikið á móti Guði að það neitar hinu augljósa.
Mofi, 9.4.2013 kl. 12:56
Hönnun - eins og við þekkjum hana - hönnun bíla, úra etc., er, eftir því sem ég get best séð, handahófskennt en leiðbeint ferli. Leiðbeint á þann hátt að það fylgir náttúrulögmálum.
Ég skil ekki afneitunarfólkið. Sjálfur hef ég ekkert á móti Guði, þar sem ég trúi ekki að hann sé til.
Ég hef bara eitthvað á móti hugmyndinni að yfirnáttúruleg útskýring sé betri en náttúruleg útskýring.
Tómas, 9.4.2013 kl. 13:14
Hönnun er ekki yfirnáttúruleg útskýring.
Mofi, 9.4.2013 kl. 13:32
Sure...
"Hönnun" eins og ég skil þarf ekki á "intellgent design" að halda. Heldur geta náttúruöflin séð um það af sjálfu sér.
Ég held við séum ekki sammála um það.
Tómas, 9.4.2013 kl. 13:36
Intelligent design er heldur ekki yfirnáttúruleg útskýring.
Mofi, 9.4.2013 kl. 13:52
Ertu með einhver dæmi þar sem þú gast séð náttúruöflin hanna eitthvað?
Ég er auðvitað að tala um eitthvað af viti, einhvers konar vísi að vél eða eitthvað af því sem við erum að reyna að útskýra.
Mofi, 9.4.2013 kl. 13:53
Við mennirnir orkum eftir náttúrulögmálum. Það er ekkert merkilegra við það sem gerist í heilanum okkar en það sem gerist, t.d. í iðrum sólar. Sömu náttúrulögmál.
Samt hönnuðum við þessa tölvu sem ég rita á.
Held við séum dálítið ósammála um hvað hönnun sé.
Tómas, 9.4.2013 kl. 15:13
Þetta er svo geðveikt að ég á ekki til orð. Hefur þú hannað eitthvað einhvern tíman? Sérðu engan mun á náttúrulegum ferlum og síðan þegar vitsmuna vera mótar eitthvað? Enginn munur á fjöllum og síðan höggmyndum? Þetta er svo klikkað að ég veit ekki hvort ég get tekið þig alvarlega.
Mofi, 9.4.2013 kl. 15:29
Það er enginn munur á ferlunum sjálfum. Þetta eru allt saman grundvallarkraftar Maxwells.
En auðvitað er munur á fjöllum og höggmyndum.
Sko.. ef við förum aðeins til baka. Hver eru einkenni vitsmuna? Heili, meðal annars. Hvaða heili stingur þú upp á að sé á bak við hönnun lífs?
Tómas, 9.4.2013 kl. 15:46
Sérðu engan mun á vitsmunum og síðan skorti á vitsmunum?
Það þarf ekkert að vera líffærið heili sem er bakvið vitsmuni, vitsmunir eru fyrirbæri út af fyrir sig þrátt fyrir að okkar reynsla er að stundum leynast vitsmunir í ákveðnum heilum.
Mofi, 9.4.2013 kl. 15:49
Við höfum einungis séð vitsmuni í kerfum sem við flokkum sem lífverur sem hafa einhvers konar miðtaugakerfi.
Mér finnst það persónulega vera ódýr leið að útskýra vitsmuni og flókin kerfi með öðrum vitsmunum og flóknum kerfum.
Það er engin útskýring í sjálfu sér. Þar fyrir utan þarfnast sjálfkviknun lífs og þróunarkenningin einskis nema tíma og heppni. Sem er akkúrat það sem aldur alheims og stærð hans veita okkur.
Ég amk. hafna tilgátunni um ID, enn sem komið er.
Tómas, 9.4.2013 kl. 15:58
Vitsmunir eru auðvitað mjög flókið fyrirbæri, svipað eins og meðvitund. Ég er einfaldlega að vísa til þeirra því að allir ættu að vita hvernig þeir virka svona almennt séð og hvað vitsmuna verur geta gert, eins og hanna flókna hluti.
Tökum t.d. Morse kóðan, sérðu hvernig maður notaði sína vitsmuni til að setja saman þetta kerfi?
Mofi, 9.4.2013 kl. 16:14
Er "Intelligent design" ekki að Guð hafi skapað heiminn?
www.sbs.is (IP-tala skráð) 10.4.2013 kl. 12:22
Nei, aðeins sú ályktun að sumt í náttúrunni er betur útskýrt með vitrænni hönnun frekar en náttúrulegum ferlum. Náttúrulega, þar sem sirka 90% af mannkyninu trúir á tilvist Guðs og nokkurn veginn 100% af mannkyninu í gegnum söguna hafa trúað á tilvist Guðs þá álykta flestir að hönnuðurinn hlýtur að vera Guð. Þeir sem trúa að hönnuðurinn er einhvers konar geimvera geta bent á sömu gögn og beitt sömu röksemdarfærslu til að færa rök fyrir þeirri trú.
Mofi, 10.4.2013 kl. 12:29
Já, okay. Þannig að við getum verið sammála um að vitræn hönnun er oftast nær yfirnáttúruleg skýring á tilvist okkar. Þ.e. að yfirnáttúruleg vera sé hönnuðurinn.
www.sbs.is (IP-tala skráð) 10.4.2013 kl. 13:52
Það er ályktunin sem flestir komast að eins og t.d. fyrrverandi guðleysinginn Anthony Flew en þegar hann ályktaði að besta útskýringin á uppruna lífs væri hönnun að þá hlyti Guð að vera til.
Mofi, 10.4.2013 kl. 14:15
Gott, hafði áhyggjur þegar þú sagði "Intelligent design er heldur ekki yfirnáttúruleg útskýring." að þú tryðir því í alvöru en gott að við erum sammála um að "intelligent design" sé yfirnáttúruleg útskýring.
www.sbs.is (IP-tala skráð) 10.4.2013 kl. 14:17
Intelligent design er ekki yfirnáttúruleg útskýring, það er einfaldlega sannleikurinn. Menn draga ályktanir út frá hönnun en hún þarf ekkert að vera yfirnáttúruleg.
Mofi, 10.4.2013 kl. 14:21
Þannig að þú telur ekki að Guð sé hönnuðurinn?
www.sbs.is (IP-tala skráð) 10.4.2013 kl. 14:24
Jú, auðvitað.
Mofi, 10.4.2013 kl. 14:31
Okay, þannig að við getum allaveganna verið sammála um að sú útgáfa af intelligent design sem þú trúir á, er yfirnáttúruleg útskýring.
www.sbs.is (IP-tala skráð) 10.4.2013 kl. 14:32
Ég trúi að út frá því að álykta að náttúran var hönnuð er góð ástæða til að trúa að Guð er til.
Mofi, 10.4.2013 kl. 14:36
Já, margir trúa á yfirnáttúrulega hluti, drauga, álfa og svona. Breytir litlu fyrir mér þó að þú trúir á yfirnáttúrulega útskýringu á tilvist okkar.
www.sbs.is (IP-tala skráð) 10.4.2013 kl. 14:37
Það er gott, ég vil að fólk meti gögnin sjálf og rökin og taki sína eigin sjálfstæðu afstöðu og pæli sem minnst í því hver mín trú er.
Mofi, 10.4.2013 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.