Var Jesús ófyrirleitinn?

imagesÁ Vantru.is er nýleg grein með titilinn Hinn ófyrirleitni Jesús.  Mig langar að gera heiðarlega tilraun til að svara þessari grein hérna.

Vantrú - Hinn ófyrirleitni Jesús
Guð mun eyða borgum þeirra sem heyra ekki fagnaðarerindið

Þetta er einfaldlega rangt. Guð mun eyða borgum þeirra sem hafna fagnaðarerindinu. Lærisveinarnir áttu að boða fagnaðarerindið en ef að borg hafnaði þeirra boðskap þá yrði henni eytt á dómsdegi. Henni yrði samt ekki eytt vegna þess að hún hafnaði fagnaðarerindinu heldur vegna þeirra synda sem íbúar hennar hafa drýgt, lygar, þjófnaður, morð, hatur, nauðganir, græði og fleira í þeim dúr.

Vantrú - Hinn ófyrirleitni Jesús
Jesú kom til að koma á ósáttum

Í fleiri aldir var orðið sundrung í íslensku Biblíunni í þessum versum þýtt sem ‚sverð‘ þar til í nýjustu útgáfu hennar. En það breytir ekki boðskap versanna. Jesús ætlar sér að sundra fjölskyldum og koma á almennum ósáttum. Ef einhver nefnir að Jesús eða kristin trú sé sameiningartákn, bendið þeim á þetta vers

Sameining er mjög stórt atriði í boðskap Jesú en þarna var Jesús að benda á afleiðingarnar af Hans boðskap. Að þeir sem trúa boðskapnum og vilja fara eftir honum að þá mun myndast gjá milli þeirra og þeirra sem hafna boðskapnum. Það er sem sagt boðskapurinn sjálfur sem myndar hatur enda er hluti af boðskapnum að benda á hver vilji Guðs er fyrir okkur, Hans lög og þeir sem eru að brjóta þau lög bregðast oft við boðskapnum með hatri.

Vantrú - Hinn ófyrirleitni Jesús
Jesú fordæmir heilu borgirnar
Nú lofar Jesús ekki bara eyðingu borga af hendi Jahve, heldur að þeim verði steypt til heljar, sem hann lýsir við önnur tækifæri að þar verði grátur og gnístran tanna. Nú nefnir hann meira að segja nöfn ákveðinna borga.

Steypt til heljar er aðeins önnur leið að segja hið sama að þessum borgum yrði eytt. Það er áhugavert að þessar borgir sem Jesús nefnir eru ekki lengur til; má segja að þarna sé uppfylltur spádómur á ferðinni.

Vantrú - Hinn ófyrirleitni Jesús
Sá sem er ekki með Jesú er á móti honum
Hér er dæmigerð útgáfa af rökvillu sem kallast fölsk klemma sem byggist á því að settir eru fram tveir valkostir og haldið fram að annar þeirra verði að vera sannur.

Líklegasta ástæðan fyrir þessum orðum Jesú er að á dómsdegi þá munu verða tveir hópar, báðir sekir um illsku en einum hópnum hefur verið fyrirgefið því þeir iðruðust og settu traust sitt á Jesú. Út frá þessu þá eru aðeins tveir valkostir og þar af leiðandi ekki um rökvillu að ræða.

Vantrú - Hinn ófyrirleitni Jesús
Rasistinn Jesús
Í Mt. 15:21-28 er saga um kanverska konu sem kemur til hans til að fá hjálp við að særa illan anda úr dóttur hennar. Jesús neitar fyrst að hjálpa henni vegna þess að hún er ekki ísraelsk. Hann líkir henni jafnvel við hund hjá matarborðinu og vísar þannig í hana sem ómerkilegri manneskju en Ísraelsfólk

Ef við skoðum þessa spurningu út frá heildar myndinni sem guðspjöllin gefa okkur þá stenst þessi yfirlýsing engan veginn. Í sjöunda kafla Lúkasarguðspjalls segir Jesús við útlending að ekki í öllu Ísrael hafi Hann fundið svo mikla trú og læknaði son þessa manns. Sömuleiðis í lögmáli Guðs þá stendur þetta:

3. Mósebók 19:34
Útlendan mann, sem hjá yður býr, skuluð þér svo með fara sem innborinn mann meðal yðar, og þú skalt elska hann eins og sjálfan þig, því að þér voruð útlendingar í Egyptalandi. Ég er Drottinn, Guð yðar.

Hvað akkúrat fór á milli Jesú og þessarar kanversku konu veit ég ekki en það er greinilegt að hún móðgaðist ekki og Jesús varð við beiðni hennar. Frá síðan sjónarhóli Biblíunnar þá eru ekki beint kynþættir á jörðinni heldur er allt fólk afkomendur Adam og Evu.

Vantrú - Hinn ófyrirleitni Jesús
Ef Jesú líkar ekki við þig, þá ferðu í eilífðareldinn
Hin íslenska prestastétt forðast að ræða um helvíti en þegar þeir gera það, þá gera þeir lítið úr þeim stað sem Jesús predikaði að væri til. Hægt er að snúa út úr þessu versi og segja að eldurinn sé eilífur en vera hvers og eins sé það stutt að það sé ekki teljandi. Tilvíst helvítis og rekstur þess er efni í sér grein en boðskapurinn í þessu versi er að Jesús vill svo sannarlega að fólk kveljist í helvíti, hvort sem það er stutt eða langt

Í fyrsta lagi þá er það engan veginn rétt að ef Jesú líkar ekki við þið þá ferðu í eilífðareldinn. Hérna er samhengið sem þetta er sagt í:

Matteusarguðspjall 25
34
Og þá mun konungurinn segja við þá til hægri: ,Komið þér, hinir blessuðu föður míns, og takið að erfð ríkið, sem yður var búið frá grundvöllun heims.
35 Því hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig,36 nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég, og þér komuð til mín.`37 Þá munu þeir réttlátu segja: ,Herra, hvenær sáum vér þig hungraðan og gáfum þér að eta eða þyrstan og gáfum þér að drekka?
38 Hvenær sáum vér þig gestkominn og hýstum þig, nakinn og klæddum þig?39 Og hvenær sáum vér þig sjúkan eða í fangelsi og komum til þín?`40 Konungurinn mun þá svara þeim: ,Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.`

Þarna sjáum við Jesú setja þetta þannig upp að þegar við gerum góðverk fyrir þá sem samfélagið lítur oftast á sem hina lægstu, þá sem eru í fangelsum, þá sem eru fátækir og munaðarlausa, að þá erum við að gera það Jesú sjálfum.  Þeir sem síðan fá að heyra "Farið frá mér, bölvaðir, í þann eilífa eld" þá er Jesús að tala til þeirra sem létu sig engu varða þarfir þeirra sem minna mega sín í samfélaginu en ekki að Jesú líkar illa við þá.

Það er fagnaðarefni að íslenskir prestar forðast að ræða helvíti enda er það kenning sem ég algjörlega fyrirlít. Ég hef skrifað svo mikið um helvíti að ég læt nægja að benda á eina grein um það, sjá: Hvað með helvíti Jón Valur?

Ég get ekki neitað því að þessi grein hjá Vantrú virkar ekki heiðarleg; það eru hreinlega of margt þarna sem er svo augljóslega rangt að maður veltir því fyrir sér hver tilgangurinn var með þessu. Ná skotum á kristni með öllum tiltækum ráðum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Svavar svarar þessari bloggfærslu í athugasemd við upprunalegu færsluna á Vantrú.

Matthías Ásgeirsson, 29.3.2013 kl. 11:26

2 Smámynd: Mofi

Takk, Matti.

Mofi, 29.3.2013 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband