Getur alheimurinn orðið til úr engu?

Hérna fjallar William Lane Craig um hugmyndina að alheimurinn geti orðið til úr engu. Náttúrulega, guðleysingjar vandræðast með þetta "engu" og gera það að einhverju og þetta eitthvað á að gera búið til alheima. Skemmtileg trú en að tengja hana við vísindi er eitt af því langsóttasta sem mannkynið hefur dottið í hug að gera. 

Síðan bara eitt til skemmtunar, þar sem ungur stúdent reynir að kenna William Lane Craig heimspeki. Hann segir að það er ekki hægt að sanna að eitthvað er ekki til en þau rök eru augljóslega röng eins og William Craig útskýrir mjög vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þú þarft ekki að fara í heimspekina til að fá svar við þessu Mofi.Það hefur verið búið til efni úr engu í tilraunastofu.Þegar efni myndast úr engu verður til hliðstætt efni sem er kallað andefni.Þetta hafa vísindamenn vitað í fjölmörg ár.Þú getur farið í stærðfræðina og fundið hliðstæðu að þessu ferli:0=+1-1.Þetta eru engin stjörnuvísindi.

Jósef Smári Ásmundsson, 6.3.2013 kl. 14:07

2 Smámynd: Mofi

Þú horfðir ekki á myndbandið er það nokkuð?  Ef þú hefðir gert það þá hefðir þú vitað að í þeim tilvikum þá er ekki verið að ræða um "ekkert" heldur er þegar tómt rúm, eðlisfræðilögmál og einhvers konar skammta agnir. Það hefur síðan ekki myndast efni heldur hafa einhvers konar agnir birst og horfið jafnan aftur. Að síðan það er ekki hægt að skapa efni eða eyða efni er fyrsta lögmál varmafræðinnar en Einstein sagði þetta um það lögmál:

Albert Einstein
A theory is the more impressive the greater the simplicity of its premises, the more different kinds of things it relates, and the more extended its area of applicability. Therefore the deep impression that classical thermodynamics made upon me. It is the only physical theory of universal content which I am convinced will never be overthrown, within the framework of applicability of its basic concepts.

Þannig að þarna var ekki um að ræða ekkert, það myndaðist ekki efni eins og vetni eða helíum og hvað sem það var, þá hvarf það strax aftur.

Mofi, 6.3.2013 kl. 14:30

3 Smámynd: Tómas

Þú ert að gera strámenni úr útskýringum Krauss, ef ég misles þig ekki.

En ég ætlaði nú annars að spyrja þig hvaðan alheimurinn kom skv. þér? Varð hann ekki til... úr... tjah. Engu?

Guð bjó hann til - úr engu. Enn fremur þarfnast guðinn engrar sérstakrar útskýringar.

Þú afsakar - en mér finnst það talsvert langsóttara en útskýring Krauss :)

Kenning Krauss virkar, gefinn nægur tími, skilst mér (sem leikmaður, nánast búinn með BSc. í eðlisfræði).

Tökum annað dæmi um undarlega hegðun skammtafræðinnar. Skv. skammtafræðinni, þá gæti ég hlaupið í gegnum steypuvegg. Ef ég aðeins myndi reyna það nógu oft. Það er staðreynd.

Það er ótrúlegt. En samt staðreynd, eftir því sem við best vitum. Líkast til get ég hlaupið gegnum 10000 steypuveggi áður en skammtaflökt Krauss hendir.

Hvers vegna er svo ótrúlegt að hugsa sér að skammtaflökt geti eftir nógu langan tíma skapað gífurlegt magn af efni (og andefni)..?

Samt sem áður myndi ég þó svara spurningunni um tilurð alheimsins svona: "Ég veit það í raun ekki".

Tómas, 6.3.2013 kl. 17:54

4 Smámynd: Tómas

Nota bene: Talan 10000 gæti allt eins verið 1000000000000. Skiptir í raun ekki beinlínis máli. Ég er bara að reyna að setja skammtaflökt Krauss í samhengi við hugartilraunina með vegginn..

Tómas, 6.3.2013 kl. 17:55

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Auðvitað veit enginn um tilurð alheimsins.En það sem ég hef fyrir mig þangað til annað kemur í ljós er að hann er óendanlegur og hefur alltaf verið til og mun alltaf vera til.Það eru einungis mennirnir sem hafa takmarkanir eins og tíma og rúm.

Jósef Smári Ásmundsson, 6.3.2013 kl. 22:35

6 Smámynd: Mofi

Skemmtileg tilviljun að rekst á þetta tvennt í dag, sjá: "Pale, Small, Silly, Nerdy": NY Times Gives a Devastating Smack to New Atheists' Favorite Cosmologist  Þarna er gagnrýni á bók Kruass og farið yfir af hverju þessar hugmyndir hans ganga engan veginn upp.  Og síðan þetta: When Dennis Prager Met Cosmologist Lawrence Krauss (on the Radio Anyway)  Samskonar gagnrýni á Krauss og hans hugmyndir um alheim úr engu.

Tómas
Guð bjó hann til - úr engu. Enn fremur þarfnast guðinn engrar sérstakrar útskýringar.

Við nálgumst þetta á mjög ólíkan hátt. Ég sé ekki betur en staðreyndirnar benda til þess að vera utan alheimsins orsakaði hann; eitthvað sem er ekki bundið við tíma og rúm, ekki efniskennt því að fyrir alheiminn var efni ekki til og ógurlega öflugt til að geta orsakað allan alheiminn. Þetta einfaldlega passar við mína hugmynd um Guð svo hérna er góð útskýring. Síðan ofan á þetta bætist við fínstilling lögmálanna sem svona síðasti naglinn í líkkistu guðleysis.

Tómas
Tökum annað dæmi um undarlega hegðun skammtafræðinnar. Skv. skammtafræðinni, þá gæti ég hlaupið í gegnum steypuvegg. Ef ég aðeins myndi reyna það nógu oft. Það er staðreynd.

Það er fræðileg hugmynd sem enginn hefur getað sannreynt, engann veginn staðreynd.  Af hverju svona trúgjarn Tómas? :)

Jósef
Auðvitað veit enginn um tilurð alheimsins.En það sem ég hef fyrir mig þangað til annað kemur í ljós er að hann er óendanlegur og hefur alltaf verið til og mun alltaf vera til

Þetta er í rauninni eina afstaðan sem búið er að afgreiða sem algjörlega röng, hvort sem um er að ræða guðleysingja eða menn sem trúa á Guð. Staðreyndirnar eru í þessu tilfelli of miklar og sannfærandi, sjá: Sönnun fyrir tilvist Guðs: alheimurinn hafði upphaf

Mofi, 6.3.2013 kl. 23:12

7 Smámynd: Reputo

Gaman að sjá þig hengja þig á vísindin þegar það hentar þér Mofi, en afneita sömu aðferðum þegar það fer gegn hlíðnibókinni þinni.

Reputo, 7.3.2013 kl. 10:26

8 Smámynd: Mofi

Ég þarf ekki að afneita vísinda aðferðum, alvöru staðreyndir og vísindi passa mjög vel við mína trú.  Aftur á móti þá ruglast margir við trúarlegar hugmyndir guðleysingja við alvöru vísindi.

Mofi, 7.3.2013 kl. 10:40

9 Smámynd: Tómas

"Það er fræðileg hugmynd sem enginn hefur getað sannreynt, engann veginn staðreynd. Af hverju svona trúgjarn Tómas? :)"

Mofi. Skammtasmug _er_ staðreynd. Það þarf ekkert nema nógu langan tíma til þess að tveir makróskópískir hlutir geti smoguð gegnum hvorn annan.

Líklega þyrfti lengri tíma en hitadauði alheims (c.a. 10^100 sekúndur). Mögulega þyrfti 10^100-falt meiri tíma. En fræðin, og tilraunir segja okkur að skammtasmug er staðreynd.

Ef þú afneitar því, þá þarftu væntanlega að benda mér á rannsóknir, því ég hefði sannarlega áhuga á að leiðrétta þetta hjá mér.

Þótt enginn hafi unnið í lottói milljón sinnum í röð, þá þýðir það ekki að það geti ekki gerst. Hér er skemmtileg útleiðsla á líkum fyrir skammtasmug stórsæs hluts: http://quantumtantra.com/penny.html.

Og mér skilst að skammtaflökt Krauss sé ólíklegra en slíkur atburður. Sem þýðir að það þarf einungis meiri tíma - enga galdra. Fáránlega mikinn tíma, sure. En það ætti ekki að vera vandamál.

Svo skilst mér þetta sé bara tilgáta. Ekki einusinni kenning. Krauss myndi auðvitað viðurkenna, líkt og ég, að það gæti verið allt önnur útskýring á alheiminum eins og við þekkjum hann í dag. Veit ekki til þess að þú getir viðurkennt að sköpun heimsins af Yaweh sé bara tilgáta.

Varðandi krítíkina - ég verð að lesa hana við betra tækifæri. Kannski seinna í dag eða í kvöld. Enda vildi ég aðallega svara þér um skammtasmugið.

Tómas, 7.3.2013 kl. 11:15

10 Smámynd: Mofi

Tómas
Mofi. Skammtasmug _er_ staðreynd. Það þarf ekkert nema nógu langan tíma til þess að tveir makróskópískir hlutir geti smoguð gegnum hvorn annan.

Það eru rannsóknir sem gefa ákveðna þekkingu og út frá henni þá er þetta fræðilegur möguleiki en þar sem enginn hefur sannreynt þetta þá er þetta engin staðreynd heldur aðeins fræðileg hugmynd sem gæti verið rétt en gæti líka verið röng því við vitum ekki allt sem er að vita um hvernig þetta allt saman virkar og sú staðreynd að þetta hefur aldrei gerst ætti að gefa okkur ástæðu til að ætla að kannski getur þetta ekki gerst.

Tómas
Svo skilst mér þetta sé bara tilgáta. Ekki einusinni kenning. Krauss myndi auðvitað viðurkenna, líkt og ég, að það gæti verið allt önnur útskýring á alheiminum eins og við þekkjum hann í dag. Veit ekki til þess að þú getir viðurkennt að sköpun heimsins af Yaweh sé bara tilgáta.

Sköpun heimsins af Guði er mín trú og ég tel að mikið af þeirri þekkingu sem við höfum aflað okkur gefi þessari trú hellings vægi.

Svo, bara til að koma í veg fyrir misskilning, ég er ekki ósammála með að skammtasmugið sé ekki raunverulegt, ég bara set spurningamerki við fræðilega möguleika sem aldrei hafa gerst að við best vitum.

Mofi, 7.3.2013 kl. 12:53

11 Smámynd: Tómas

"ég bara set spurningamerki við fræðilega möguleika sem aldrei hafa gerst að við best vitum."

Þú getur líka beitt þessu spurningarmerki á sköpunarsögu biblíunnar..

Tómas, 7.3.2013 kl. 17:35

12 Smámynd: Fannar frá Rifi

smá um skammtafræðina.

ef einn ljóseind er skotið að spjaldi sem hefur eina rifu, þá fer ljósendin í gegnum rifuna. ef einn ljóseind er skotið að spjaldi með tveimur rifum, þá fer ljóseindin í gegnum báðar rifurnar á sama tíma.

Fannar frá Rifi, 7.3.2013 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 803194

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband