Biblían á History Channel

Sjónvarpsstöðin "The History Channel" er nýbyrjuð að sýna þætti sem byggjast á Biblíunni. Hérna er vefsíða þáttanna, sjá: http://www.history.com/shows/the-bible

Framleiðendur þáttanna eru Roma Downey ( Touched by an Angel ) og eigin maður hennar, framleiðandinn Mark Burnett ( Survivor, The Voice, The Apprentice )

Tilgangurinn var að gera sjónvarps seríu sem væri ein heildræn saga út frá Biblíunni og vera trú textanum sjálfum.  Burnett sagði þetta um þættina:

Burnett
If you know the Bible, you’ll enjoy seeing the stories come to life. If you’ve never read the Bible, I think you’ll love the stories. There’s a reason the Bible is the most widely read book in the world

Í þessari sjónvarpsseríu þá eru Adam og Evu raunverulegar manneskjur, flóðið þekur alla jörðina og Babels turninn raunverulegur turn. Ég hef ekki séð þennan fyrsta þátt en mig hlakkar til sjá þá. Hérna fyrir neðan er trailer fyrir þættina og tvær greinar sem fjalla um þetta verkefni.

The Bible on the History Channel: A Review

History Channel Unveils Notable Miniseries 'The Bible'


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas

Áhugavert.. Eg hef alltaf haft gaman af svona biblíumyndum.

Svo eru fleiri áhugaverðir "sögulegir" þættir á History Channel. Til dæmis: http://en.wikipedia.org/wiki/Ancient_Aliens :)

Tómas, 5.3.2013 kl. 19:10

2 Smámynd: Mofi

Hvað finnst þér um þetta "Ancient Aliens" dæmi? :)

Mofi, 5.3.2013 kl. 19:24

3 Smámynd: Tómas

Ancient Aliens Debunked höfðar talsvert betur til mín.

http://www.youtube.com/watch?v=j9w-i5oZqaQ

Kannski einhver búi til "The Bible Debunked" eftir History Channel þáttunum :p

Tómas, 6.3.2013 kl. 17:56

4 Smámynd: Mofi

Það hafa margir reynt en alltaf mistekist, Pen og Teller gerðu slappa tilraun, sjá: Penn og Teller og Biblían

Mofi, 7.3.2013 kl. 08:31

5 Smámynd: Tómas

Hehe - Penn og Teller eru skemmtikraftar, og þeir hafa jafnvel sjálfir leiðrétt sumar villur í Bullshit seríum sínum. Bullshit er aðallega til þess gert að skemmta fólki með grófum húmor.

Pointið hjá mér var að History Channel er, að mínu mati, ekki sögulegri en Disney Channel. Sem þýðir þó ekki að það geti ekki verið eitthvað af viti þar. Verður gaman að sjá eitthvað af þessum biblíuþáttum.

Tómas, 7.3.2013 kl. 11:19

6 Smámynd: Mofi

Mikið rétt, þeir eru bara skemmtikraftar en þetta var það eina sem mér datt í hug í svona fljótu bragði... og eitthvað sem ég hafði talað eitthvað um.  Já, vonandi verður þetta vel gert og mun vera hvati til skemmtilegum umræðum.

Mofi, 7.3.2013 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 803247

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband