Vélarbútur finnst í kolum sem eiga að vera 300 miljón ára gömul

4toothwheel.jpgÞegar ég les svona fréttir þá hristi ég bara hausinn.  Hvernig getur fólk trúað að það sé eitthvað að marka allar þessar fullyrðingar um aldur?

Frá Rússlandi komu fréttir af einhvers konar járnhlut sem á að hafa fundist í kolum sem eiga að vera 300 miljón ára.  Hérna er eitt dæmi af þeim sem segja frá þessu, sjá: 300-Million-Year-Old Tooth Wheel Found In Russian Coal: Scientists

Eins og sést á myndinni þá lítur þetta út fyrir að vera einhvers konar tannhjól og rannsóknir á hlutnum bentu til þess að hann er aðalega úr áli og 4% magnesíum. 

Það vantar að sjálfsögðu frekari staðfestingu á þessu en svona dæmi eru samt ótal mörg en ekkert sem hafið yfir allan vafa.  Ég held samt að aðal ástæðan fyrir af hverju menn eiga svo erfitt með að samþykkja svona hluti leynist í þessum orðum Richard Dawkins:

Richard Dawkins
If a single, well verified mammal skull were to turn up in 500 million year old rocks, our whole modern theory of evolution would be utterly destroyed

Auðvitað trúi ég ekki að kolin sem þessi hlutur fannst í séu 300 miljón ára gömul. Það eru ótal dæmi þar sem sýni sem eiga að vera margra miljón ára gömul en þegar C-14 aðferðinni er beitt á þessi sýni þá mælast þau nokkra tugi þúsunda, sjá: 14 mælingar sem passa ekki við miljónir ára

Að finna svona hluti kemur ekki á óvart út frá sköpun, Biblían talar um að fyrir flóð þá hafi verið fólk með þekkingu á málmum svo svona fundur passar vel við það.

Enn meira um þetta efni hérna: Possible Human Artifact Found in Coal

 

 


mbl.is Leifar forns meginlands í Indlandshafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803195

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband