Heimspekingar Hitlers voru darwinistar

51r349eovdl_sl500_aa300.jpgNýlega var gefin út bókin Hitler's Philosophers af Yale University Press. Í henni kemur fram hvernig Ernst Haeckel var heimspekingurinn á bakvið Hitler.  Ernst Haeckel var einn mest lesni þróunarsinninn seint á 19. öld og snemma á 20. öld og bar einna mest ábyrgð á því að gera Darwin vinsælan í Þýskalandi.  Í dag er hann einna helst þekktur fyrir sínar fölsuðu teikningar á fóstrum þar sem hann skáldaði upp gögn til að styðja þróunarkenninguna. Ég gerði einu sinni grein um það, sjá: Sterkustu rökin samkvæmt Darwin, falsanir?

Andstæðingar þróunarkenningarinnar hafa verið að berjast fyrir því að þessar falsanir verði fjarlægðar úr skólabókum og er alveg merkilegt hve erfitt það hefur verið.  Maður hefði haldið að fólk væri sammála því að falsanir ættu ekki heima í skólabókum en þegar þær koma þínu trúboði vel þá er það greinilega erfiðara.

Maður að nafni John Cornwell's sagði þetta í ritdómi um bókina:

John Cornwell's
Haeckel taught that human beings should be governed by the laws of evolution, survival of the fittest; that the Aryan race had earned its superiority at the apex of a hierarchy which put Jews and black Africans at the bottom.

Tenglsin milli Darwins og Hitler ætti að vera öllum augljós sem hafa eitthvað kynnt sér þessa sögu og rit þessara manna.  Ég hef áður fjallað um tengsl Darwins við Hitler, sjá: Frá Darwin til Hitlers

Það var gaman að sjá í hve mikilli afneitun þróunarsinnanna hérna á blogginu voru og það er svo sem ekki að búast við því að svona bók muni opna augu þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Matthías Ásgeirsson, 22.2.2013 kl. 09:30

2 Smámynd: Mofi

Matti, þú þarft að lesa "Prinsinn" eftir Machivelli. Fyrir góðan stjórnmálamann þá er það hans skylda að nýta sér þá trú sem er vinsæl í viðkomandi samfélagi til að ná sínum markmiðum. Hérna er um að ræða heimspeki, Hitler fór á móti kristinni heimspeki sem er að elska náungan og vernda þá sem minna mega sín á meðan heimspeki Hitlers var að hið æðra kyn þurfti að sigra hið veikara til að þeirra kynstofn yrði ráðandi og þannig gæti þróast í enn æðri kynstofn. Alveg eins og Darwin talaði um, að í gegnum baráttunni að lifa af, urðu til hin æðri dýr.

Mofi, 22.2.2013 kl. 09:45

3 identicon

Ég á afmæli sama dag og Hitler... Er ég þá jafn vondur og hann?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 23.2.2013 kl. 00:58

4 Smámynd: Mofi

Ég ætla að gera undantekningu fyrir þessa athugasemd Jón, hún er bara of frábærlega heimsk og fyndin til að fjarlægja.

Mofi, 23.2.2013 kl. 08:13

5 Smámynd: Tómas

Well....... og? :)

Ég er nokkuð viss um að flestir nútíma "darwinistar" eru algerlega ósammála Haeckel, og að þeir vilji alveg jafn mikið og andstæðingar kenningarinnar fjarlægja villur og lygar úr skólabókum.

Altjént, eftir því sem ég best veit, þá er engin ástæða til þess að við mennirnir þurfum að haga okkur eftir "survival of the fittest". Þá er engin ástæða til þess að flokka þjóðflokka í betri eða verri, þróaðri eða vanþróðaðri hópa, ef ég skil uppgötvanir vísindamanna rétt..

Áhugaverð pæling, sögulega, en kemur umræðunni í dag ekkert við.

Það var ekki búið að staðfesta að þeirra kyn væri eitthvað æðra (eftir því sem ég veit um) með vísindalegum aðferðum. Heimspeki þessara manna hlýtur að hafa verið á sandi byggð, og hefði átt að vera hafnað á sínum tíma af öllum sem vildu kalla sig vísindamenn.. En ég veit svosem ekki fyrir víst, enda enginn sérfræðingur um þessi flóknu mál..

Tómas, 25.2.2013 kl. 00:43

6 Smámynd: Mofi

Tómas Árni
Ég er nokkuð viss um að flestir nútíma "darwinistar" eru algerlega ósammála Haeckel, og að þeir vilji alveg jafn mikið og andstæðingar kenningarinnar fjarlægja villur og lygar úr skólabókum.

Maður myndi halda það en samt hefur þetta verið erfið barátta, sjá: Darwin Lobbyists Defend Using Fraudulent Embryo Drawings in the Classroom og Fakery: Haeckel's Fraudulent Embryos in Donald Prothero's Textbook

Tómas Árni
Altjént, eftir því sem ég best veit, þá er engin ástæða til þess að við mennirnir þurfum að haga okkur eftir "survival of the fittest". Þá er engin ástæða til þess að flokka þjóðflokka í betri eða verri, þróaðri eða vanþróðaðri hópa, ef ég skil uppgötvanir vísindamanna rétt..

Well, menn sáu þetta og ég get ekki betur séð en þetta er rökrétt ef að þróunarkenningin er rétt. Taktu bara til dæmis það sem Darwin sagði:

Charles Darwin
Thus, from the war of nature, from famine and death, the most exalted object which we are capable of conceiving, namely, the production of the higher animals, directly follows

Sem sagt, það sem bjó til hin "æðri" dýr voru stríð, hungursneið eða baráttan til að lifa af þar sem hinir veikari dóu en hinir sterkari lifðu af og eignuðust sterk börn.

Tómas Árni
Áhugaverð pæling, sögulega, en kemur umræðunni í dag ekkert við.

Sá sem þekkir ekki söguna er í alvarlegri hættu að endurtaka hana. Það getur varla verið mikið af því að læra af mannkynssögunni...

Tómas Árni
Það var ekki búið að staðfesta að þeirra kyn væri eitthvað æðra (eftir því sem ég veit um) með vísindalegum aðferðum. Heimspeki þessara manna hlýtur að hafa verið á sandi byggð, og hefði átt að vera hafnað á sínum tíma af öllum sem vildu kalla sig vísindamenn.. En ég veit svosem ekki fyrir víst, enda enginn sérfræðingur um þessi flóknu mál..

Ímyndaðu þér að allt háskóla samfélagið væri með þessar hugmyndir og þeir vísuðu til heimsþekkra vísindamanna út í útlöndum, væri það ekki sannfærandi?  Jafnvel kirkjan féll fyrir þessu enda flestar kirkjur löngu búnar að hafna Biblíunni og búnar að samlagast samfélaginu, algjörlega óhæfar til að hafa sjálfstæða skoðun byggða á Biblíunni.

En ég er alveg sammála, menn hefðu átt að geta séð að þetta væri rugl og hafnað þessu; alveg eins og í dag að tilviljanir geti sett saman flóknar vélar, algjört rugl sem er trúað án sannana.

Mofi, 25.2.2013 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803195

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband