Móta fjölmiðlar skoðanir fólks?

Það er fyrir mig mjög áhugavert að fara í Hvíldardagsskóla víðsvegar og upplifa hvernig á sumum stöðum þá er það Biblían sem hefur mótað skoðanir fólks á meðan á öðrum stöðum þá er það samfélagið. Mér finnst ég sjá það mjög skýrt þegar ég kem í Aðvent kirkju og fólkið þar hefur látið sjónvarpið og samfélagið segja sér hvaða skoðanir það hefur. Rökin og hugmyndirnar verða mjög kunnuglegar svo maður þekkir hvort að fólk er þarna að koma með sínar eigin hugmyndir eða er bara að bergmála það sem það heyrði í sjónvarpinu.

Mig langar að benda á eitt slíkt dæmi þar sem búinn var til sjónvarpsþáttur þar sem farið var með hóp af sköpunarsinnum í ferðalag, hérna er sjónvarpsþátturinn:

Einn af þeim sem var með í för skrifaði um gerð þessa þáttar, sjá: A road trip with a difference!

Það sem er mjög áhugavert er að hvernig þeir sem stjórnuðu reyndu að búa til ákveðna mynd af þessu fólki.  Þegar þessi maður t.d. fjallaði um skilning sköpunarsinna á aldri jarðar, Miklagljúfri og steingervingunum þá vildi leikstjórinn ekki heyra nein vísindaleg rök fyrir hans afstöðu heldur trúarleg rök. Síðan gátu þeir í gegnum þáttaröðina talað um hvernig þessir sköpunarsinnar taka ekkert mark á staðreyndum og vísa bara í Biblíuna máli sínu til stuðnings.  Þessi taktík var síðan endurtekin marg oft í gegnum allan þáttinn þannig að fólkið sem horfði á hann fékk kolranga mynd af því sem þarna fór fram, sem sagt í þessu tilfelli var verið að heilaþvo fólk með lygum.

Það er auðvitað ekki alltaf svo slæmt en fjölmiðlar hafa svakaleg áhrif á skoðanir fólks og ef bara fólk gerði sér grein fyrir því. Það er eitt af því besta við bloggið af því í mörgum tilfellum þá fær fólk aðra hlið málsins í blog grein sem er tengd við frétt. Þannig að ég segi fyrir mitt leiti, já, fjölmiðlar móta skoðanir fólks og allt of margir gleypa það sem fjölmiðlar segja gagnrýnislaust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband