Bókin 80-10-10

Þessi rannsókn kemur ekki á óvart en mig grunar að þessar grænmetisætur eru að gera mikið af mistökum og ef að það væri að gera rannsókn þar sem væri hópur sem gerði ekki þessi mistök þá væri um að ræða hóp sem er í 90% minni hættu á að deyja úr hjartasjúkdómum. Smá varðandi þessi 90%, þá er það bara mín ágískun.

Þetta mat mitt er byggt á þessari bók hérna: "80-10-10".  Hún breytti minni sýn á mataræði eftir að hafa farið í gegnum þó nokkuð margar bækur um æfingar, heilsu og mataræði.  Vísindamaðurinn sem skrifar bókina nálgast þessa spurningu, hvað er best fyrir okkur að borða, út frá þróunarkenningunni en samt kemst að þeirri niðurstöðu að ávextir er það sem passar best fyrir okkur. Mér finnst það dáldið fyndið þar sem flestir þróunarsinnar sem ég hef rekist á hallast að því að kjöt hefur spilað stórt hlutverk í okkar þróun og þess vegna ætti kjöt að vera hluti af okkar mataræði.

Rökin hans Douglas Graham eru góð og þar sem þau passa við fyrstu blaðsíðuna í Biblíunni sem segir að ávextirnir voru búnir til handa okkur að borða þá var eins og allt small saman.

Svo hvaða mistök eru þessar grænmetisætur að gera?  Mistökin felast í nafni bókarinnar "80-10-10" sem stendur fyrir 80% kolvetni, 10% fita og 10% prótein. Mistökin sem eru mjög algeng meðal þeirra sem borða ekki kjöt er að hlutfall fitu verður allt of hátt, jafnvel hærra en þeirra sem borða kjöt!

Endilega kaupið þessa bók, ég lofa því að ykkar sýn á heilsu og næringu mun breytast og ef þið farið eftir þeim ráðum sem bókin gefur þá mun heilsan batna til muna.

Hérna er Douglas Graham með nokkrum vinum að fjalla um þetta.


mbl.is Grænmetisætur fá síður hjartasjúkdóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803193

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband