Samantekt á trúverðugleika Nýja Testamentisins

Hérna er mynd sem sýnir hvernig rithöfundar Nýja Testamentisins þekktust og hvenær þeir skrifuðu sín handrit ásamt öðrum kristnum höfundum sem lifðu mjög nálægt þessum atburðum en þeirra rit voru ekki valin inn í Nýja Testamentið.

summaryÉg rakst á þessa mynd í þessari grein hérna: On a case study of the willful closed-mindedness produced by the selective hyperskepticism of the New Atheist mindset

Þarna er þetta allt saman útlistað mjög ýtarlega og einnig fjallað um vitni sem voru ekki kristin en vottuðu að Jesú væri söguleg persóna.

Mér fannst nokkrar athugasemdir við greinina hitta naglan á höfuðið. Einn benti heimildir um Alexander Mikla voru skrifaðar löngu eftir hans tíma, engar samtímaheimildir og enginn sem þekkti hann. Samt efast enginn um tilvist Alexanders Mikla.  Annar sagði þetta:

As I told that loser it is a pretty amazing accomplishment to have a fictional character change the world and have time be named in honor of his non-existence 

Mjög vel orðað enda afstaða flestra guðleysingja sem eru ekki fáránlega fáfróðir þá var Jesú til og var krossfestur af rómverskum yfirvöldum en þeir bara trúa ekki að Hann hafi risið upp frá dauðum. Það er alveg afstaða sem ég virði en hin að Jesú hafi ekki verið til er ekki boðleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Theophilius frá Antiokkíu, einn af fyrstu biskupum frumkirkjunnar nefnir þó Jesús aldrei á nafn, né nokkurn Krist. Hann talar aldrei um guðspjöll en segist hafa verið uppnefndur kristinn. Hann skrifaði talsvert mikið sem enn er til og eyðir orðum sínum að mestu í að reyna að sýna fram á að sögur gamla testamenntisins séu eldri en hellenskar og grískar helgisagnir.

Hann virðist ekki hafa hugmynd um neinn Jesú, líf hans né gjörðir.

Er þetta ekki svolítið merkilegt?

Jón Steinar Ragnarsson, 30.1.2013 kl. 10:38

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann er að skrifa þarna í kringum 180 og öll þessi ósköp virðast hafa farið fram hjá honum.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.1.2013 kl. 10:39

3 Smámynd: Mofi

Þar sem hann er kristinn og vitnar í NT sem orð Guðs þá trúir Theophilius því sem stendur í NT þó að þau rit sem við höfum eða þau rit sem hann skrifaði fjalla ekki um líf Jesú.  Svo svarið er nei, það er ekkert svakalega merkilegt og segir okkur mjög lítið nema bara hvað þessi maður ákvað að skrifa um.

Mofi, 30.1.2013 kl. 10:46

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessi teikning segir svo ekkert um trúverðugleika testamentisins heldur er byggð á ágiskunum um aldur ritanna. Augljósar tilvísanir í fall Jerúsalem og eyðileggingu musterisins segja okkur að ekkert guðspjallanna getur hafa verið skrifað fyrir AD 70.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.1.2013 kl. 10:47

5 Smámynd: Mofi

Það eru margar ástæður fyrir því af hverju fræðimenn álykta um aldur viðkomandi handrita. Þetta sem þú nefnir er auðvitað rök fyrir að handritið er skrifað 70 fyrir Krist en ekki þannig að það sannar það; er bara lóð á vogarskálarnar.

Mofi, 30.1.2013 kl. 11:07

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég hef lesið allt sem Theofilus skrifaði og til er. Þetta eru um 10.000 orð. Hann hefur ekki grænan grun um Kristni né Jésús þennan né nokkurn annan karakter eða viðburð í þessum bókum. nefnir aldrei orðið guspjall hvað þá vitnar í þau. Hann kallar sjálfan sig ekki kristinn og raunar hafnar því að vera kallaður það. Lítur á það sem uppnefni. Orðið kristni er ekki bundið Jesú. Það voru margir kristar. Hann kemur hvergi nalægt efni testamenntanna að öðru leyti en því að hann kemur með óskilgreinda tilvitnun í einhvern Jóhannes og er hún lík Jóh. 1:1-3. Annað erþað ekki. Hann talar bara um GT í öllum þessum skrifum sem eru í samtalsformi og miða að þvi að sannfæra annan mann um að grískir heimspekingar og goðafræði séu yngra en biblían (skrifuð 600-500 f.kr.)

Þú getur fengið ritin hans í rafbókarformi ef þú nennir að lesa þetta.

Varðandi Origen, þá man ég ekki til þess að hann hafi verið píslavottur nema þá heimatilbúinn eftir að hann skar undan sér til að hemja fýsnir sínar. Segir ýmislegt um andlegt ástand mannsins. Hann var annars þekktastur fyrir heimild sína um að samtímamenn voru nú ekki alveg að kaupa lopann. Í riti hans contra Celsus vinar hann nefnilega skemmtilega í þessar efasemdir og átti greinilega í vök að verjast og þótti tilefni til að andmæla vantrúnni. Ef Kristni var svona ríkjandi og meðtekin á þessum tíma, af hverju var Celsus svona harðorður að segja þetta allt saman lygi og spuna? Einhver áhöld hafa greinilega verið um þetta.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.1.2013 kl. 13:25

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sagnfræðin er svo alveg hljóð um þessi ósköp öll. Hvernig ætli standi á því? Seutonius og Plini og Tacitus eru sagnfræðingar löngu eftir þennan tíma og minnast lítillega á kristna. Það er öllum ljóst að kristnir voru til á þeirra tíma. Testimonium Flavianum er bætt inn í Josephus enda vitnar enginn i það fyrr en Eusebius gerir það á fjórðu öld. Kirkjufeður kvarta meira segja yfir því að ekkert skuli nefnt um Jesú í ritum hans. Hann nefnir raunar 19 Jesúsa enda nafnið jafn algengt og Jón Jónsson má segja. (Jesú, Jósúa)

Þetta er nú ekki eins borðliggjandi og þú vilt vera láta, en ef þetta er engöngu trúaratriði hjá þér, þá er ekkert við því að segja. Sagnfræði er það ekki.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.1.2013 kl. 13:37

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Varðandi Alexander, þá eru fjölmargar samtíma heimildir í sagnfræðinni í fjölda landa, heilu borgarrústirnar og myntir slegnar með nafni hans og mynd, styttur málverk ofl.

Samanburðurinn dugar því miður ekki og er kjánalegur og örvæntingarfullur í besta falli.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.1.2013 kl. 13:45

9 Smámynd: Mofi

Þetta virðist ekki vera í samræmi við grein um Theophilus á wikipedia, sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Theophilus_of_Antioch

Punkturinn er ekki að kristni var ríkjandi heldur að heimildirnar fyrir því að þessir atburðir gerðust eru góðar. Ekki að heimildirnar segja að Guð er til og Jesús er sonur Guðs heldur að Jesús hafi verið söguleg persóna og verið krossfestur.

Mofi, 30.1.2013 kl. 13:49

10 Smámynd: Mofi

Jón Steinar
Þetta er nú ekki eins borðliggjandi og þú vilt vera láta, en ef þetta er engöngu trúaratriði hjá þér, þá er ekkert við því að segja. Sagnfræði er það ekki.

Sagnfræði er þetta, auðvitað, að segja eitthvað annað er bara kjánalegt. Jafnvel efasemdasagnfræðingur eins og Bart Ehrman segir að nokkvurn veginn allir alvöru sagnfræðingar aðhyllast tilvist Jesú, sjá: http://www.youtube.com/watch?NR=1&v=WUQMJR2BP1w

Jón Steinar
Varðandi Alexander, þá eru fjölmargar samtíma heimildir í sagnfræðinni í fjölda landa, heilu borgarrústirnar og myntir slegnar með nafni hans og mynd, styttur málverk ofl.

Samanburðurinn dugar því miður ekki og er kjánalegur og örvæntingarfullur í besta falli.

Kannski viðkomandi var ekki búinn að skoða þetta dæmi sitt almennilega. Ég tók það frekar gagnrýnislaust upp. Umfjöllun um Alexander hérna:http://en.wikipedia.org/wiki/Alexander_the_Great segir að öll rit samtímamanna Alexanders eru týnd svo ég sé ekki betur en það er rangt hjá þér að það eru til samtímaheimildir af Alexander Mikla.

Mofi, 30.1.2013 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803193

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband