16.1.2013 | 13:33
Er tungutal biblíulegt?
Í stuttu máli, nei! Til að vera á sömu blaðsíðu þá er best að skilgreina hvað ég á við með "tungutal". Tungutalið sem ég er að tala um er þegar fólk bablar eitthvað sem enginn skilur, það er ekki eitthvað þekkt tungumál hérna á jörðinni.
Við sjáum hvergi í Biblíunni fólk tala tungum sem babl sem enginn skilur; nema kannski einhverjir útvaldir og ég spyr sjálfan mig hvort að það fólk sem segist vera að skilja þetta babl sé ekki hreinlega að ljúga. Það tungutal sem við sjáum í Biblíunni er þegar fólk getur komið mikilvægum upplýsingum á framfæri við fólk sem varðar þeirra sáluhjálp þrátt fyrir að tala ekki þeirra tungumál. Besta dæmið um slíkt er að finna í Postulasögunni öðrum kafla þar sem postularnir tala tungum og fólk hvaðan af gat skilið þá. Kraftaverk sem byggði upp trú og þekkingu á vilja Guðs en ekki eitthvað babl sem bara lætur fólk líta út fyrir að vera kjána. Hérna er myndband sem fer ýtarlega í biblíuversin sem fjalla um þetta.
Losaði sig við Marilyn og talaði tungum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Trúmál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
1.Kor.14.2Því að sá sem talar tungum talar ekki við menn heldur við Guð. Enginn skilur hann, í anda talar hann leyndardóma
6. Hvað mundi ég gagna ykkur, systkin,[1]Orðrétt: bræður. ef ég nú kæmi til ykkar og talaði tungum en flytti ykkur ekki opinberun eða þekkingu eða spádóm eða kenningu
11Ef ég nú skil ekki merkingu málsins verð ég sem útlendingur fyrir þeim sem talar og hann útlendingur fyrir mér.
12Eins er um ykkur. Fyrst þið sækist eftir gáfum andans kappkostið þá að eiga sem mest af þeim til þess að geta eflt söfnuðinn. 13Sá sem talar tungum biðji því um að geta útskýrt það sem hann segir.
23Ef nú allur söfnuðurinn kæmi saman og allir töluðu tungum og inn kæmu menn utan safnaðar eða vantrúaðir, mundu þeir þá ekki segja: „Þið eruð vitstola“?
39Sækist þess vegna, systkin,[4]Orðrétt: bræður. eftir spámannlegri gáfu og bannið engum að tala tungum. 40En allt fari sómasamlega fram og með reglu.
Kristinn Ásgrímsson, 24.1.2013 kl. 17:57
Ég skil þessi orð Páls á þann hátt að hann er að tala á móti að fólk sé að tala tungumál sem aðrir skilja ekki. Ég held að við höfum enda ástæðu til að halda að "tala tungum" sé eitthvað eins og það sem við sjáum hjá sumum kristnum þar sem fólk er að bulla eitthvað óskiljanlegt rugl. Miklu frekar að um er að ræða tungumál enda talar Páll á móti því að aðrir eru ekki að skilja það aðrir eru að segja.
Ég er nokkuð viss um að ef að Páll sæi hvað fer fram á samkomum margra söfnuða þar sem fólk er að bulla eitthvað tungutal þá myndi hann segja "þið eruð vitstola".
Mofi, 24.1.2013 kl. 18:20
Ef þú rannsakar 1 kor 14 þá sérð þú að Páll talar þar um 3 tegundir tungutals.
1. Til uppbyggingar 1.kor 14.4.
2. Tungutal og útlegging 1.kor 14.13
3. Tungutal sem tákn 1.kor 14.22 og Post 2.4-11
1.Kor 14.39.... aftrið því ekki, að talað sé tungum.
Kristinn Ásgrímsson, 25.1.2013 kl. 07:25
Og einhver dæmi í Biblíunni að tungutal er svona: http://www.youtube.com/watch?v=AgoHEFUGEpU
Þegar Postularnir töluðu tungum þá skildu aðrir þá þannig að með kraftaverki þá gátu Postularnir predikað fagnaðarerindið til þeirra sem skildu ekki hebresku.
Málið er að þarna er djöfullinn eða...einhver, búin að plata suma kristna til að gera eitthvað sem var þekkt meðal heiðingja, sjá: http://amazingdiscoveries.org/S-deception-speaking-in-tongues_history_practice Líklegast til að gefa þeim sem eru ekki kristnum ástæðu til að forðast kristni og gera grín að þeim.
Mofi, 25.1.2013 kl. 08:30
Sæll Halldór, síðasta innlegg þitt er það sem ég kalla góð skilgreining á orðinu "Fordómar" Þú rannsakar ekki ritningarnar.
1.kor 14.18. Ég þakka Guði, að ég tala tungum öllum yður fremur,en á safnaðarsamkomu vil ég heldur tala fimm orð með skilningi mínum, ....en tíu þúsund orð með tungum.
Það er greinilegt að Páll er hér að tala um tungutal sem aðrir ekki skildu.
Be blessed my friend og taktu á móti gjöf Heilags anda
Kristinn Ásgrímsson, 25.1.2013 kl. 19:39
Af hverju er Páll þarna ekki bara að segja að hann talar mörg tungumál? Hvað í ritningunum ætti að fá mig til að halda að heiðið babl sé komið frá Guði?
Eru einhver dæmi í Biblíunni um svona hegðun? http://www.youtube.com/watch?v=AgoHEFUGEpU
Mofi, 25.1.2013 kl. 20:06
17En þessi tákn munu fylgja þeim, er trúa: Í mínu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýjum tungum,
Halldór:
Málið er að þarna er djöfullinn eða...einhver, búin að plata suma kristna
Hefur þá djöfulinn líka platað Jesú, eða ert þú kannski á villigötum ?
Kristinn Ásgrímsson, 28.1.2013 kl. 23:25
Af hverju ætti ég að halda að þegar Jesú segir þarna "tala nýjum tungum" að þá þýðir það að hegða sér eins og kjáni og babla eitthvað bull upp á sviði? Við höfum dæmi um tungutal í Biblíunni og þá töluðu postularnir önnur tungumál sem þeir kunnu ekki til að koma fagnaðarerindinu á framfæri. Það er kraftaverk með göfugum tilgangi en að babla bull eitthvað þjónar aðeins þeim tilgangi að láta fólk halda að kristnir séu ekki með öllum mjalla.
Mofi, 29.1.2013 kl. 08:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.